Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝR sæstrengur sem tengir Ís-
land við Færeyjar og Skotland var
tekinn í notkun í gær, og opnaði
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra fyrir fyrstu sendinguna
um strenginn.
Sæstrengurinn kallast FARICE
og vísar það til landanna sem hann
eiga, Færeyja og Íslands. Með til-
komu strengsins segja forsvars-
menn Farice hf., sem rekur
strenginn, að flutningsgeta tals og
gagna til útlanda hafi þús-
undfaldast, og segja þeir jafnframt
að öryggi í tengingu Íslands við út-
lönd hafi stóraukist með tilkomu
hans.
Hingað til hafa samskipti Ís-
lands við umheiminn farið um sæ-
strenginn CANTAT-3, og vara-
samband verið um gervihnött. Hér
eftir verður aðalsamband um FAR-
ICE og varasamband um CANT-
AT-3, og búast forsvarsmenn Far-
ice því við öruggara sambandi um
nýja strenginn, enda CANTAT-3
kominn nokkuð til ára sinna.
Sturla Böðvarsson tók strenginn
formlega í notkun í gær, og opnaði
fyrir sendingu frá tónlistarmann-
inum KK sem staddur var á Traf-
algar-torgi í Lundúnum. Við það
tækifæri sagði Sturla að með lagn-
ingu strengsins væri verið að
byggja brú milli Íslands og ná-
grannalandanna, og að strengurinn
muni tryggja aukið öryggi í fjar-
skiptum.
Fjarskiptaumferð Íslendinga við
útlönd hefur tvöfaldast á hverju ári
undanfarin ár, og er þar einkum
um að ræða aukningu í netumferð.
Að óbreyttu var því ljóst að
CANTAT-3 strengurinn yrði full-
nýttur eftir þrjú til fimm ár.
Hámarksflutningsgeta FAR-
ICE-strengsins verður 720 gíga-
bæt á sekúndu, sem myndi duga til
að anna 11 milljón símtölum til eða
frá landinu samtímis.
Í byrjun verður þó aðeins brot
af þeirri flutningsgetu virkjað, eða
um 10 gígabæt á sekúndu milli Ís-
lands og Skotlands og annað eins
milli Færeyja og Skotlands, en
flutningsgetan verður svo aukin á
næstu árum með aukinni þörf.
Í eigu Íslendinga
og Færeyinga
FARICE-strengurinn er í meiri-
hlutaeigu Íslendinga, sem eiga
80%, en Færeyingar eiga 20%. Ís-
lensku hluthafarnir í strengnum
eru íslenska ríkið, Og Vodafone og
Síminn. Farice hf. mun sjá um
rekstur á sæstrengnum og selja ís-
lenskum símafyrirtækjum flutning
um strenginn á heildsöluverði.
Símafyrirtækin munu svo ákveða
lokaverð til neytenda.
Strengurinn er samtals 1.407 km
á lengd, en hin eiginlega ljósleið-
aratenging sem endar í Reykjavík,
Þórshöfn og Edinborg er samtals
um 3.000 km löng.
Munar þar um landleiðina á Ís-
landi, í Færeyjum og Skotlandi.
Strengurinn liggur frá Dunnet Bay
í Skotlandi til Seyðisfjarðar og
liggur hliðarlína úr honum til Fær-
eyja.
FARICE-sæstrengurinn tekinn í notkun
Getur annað allt að 11
milljón símtölum samtímis
Morgunblaðið/Golli
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði fyrir sendingu frá tónlistar-
manninum KK í Lundúnum.
!"
#
$!
%
&'
(
)*
+,
&- )
.
RÍKISSTJÓRN og þingflokkar
stjórnarflokkanna samþykktu í
gær að leggja fram á Alþingi frum-
varp viðskiptaráðherra um breyt-
ingar á lögum um fjármálafyrir-
tæki þar sem gerð eru skil milli
stofnfjáreigenda í sparisjóði annars
vegar og stjórnar sjálfseignar-
stofnunarinnar hins vegar. Vonast
var til að frumvarpinu yrði dreift á
Alþingi í gær og gert er ráð fyrir
að það fái mjög skjótan framgang
innan þingsins. Einar Oddur Krist-
jánsson alþingismaður segir að
frumvarp hans og Lúðvíks Berg-
vinssonar, sem gekk í sömu átt,
verði dregið til baka.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði að samþykkt
hefði verið í ríkisstjórninni og
þingflokkum stjórnarflokkanna að
leggja frumvapið fram í þinginu.
Frumvarpið snúist um það að
skilja á milli stofnfjáreigenda og
sjálfseignarstofnunar. Í frumvarpi
sé tekið á því atriði sem hún hafi
ávallt gagnrýnt og felist í því að
það fari ekki saman að þeir ein-
staklingar, sem sitji í stjórn sjálfs-
eignarstofnunarinnar, eigi hags-
muna að gæta vegna þess að þeir
eigi sjálfir stofnbréf eða hlutabréf í
sparisjóði.
„Í því tilfelli sem aðalllega er nú
til umræðu sem eru þessi viðskipti
KB-banka og SPRON var um það
að ræða að það var allt annað
gengi á bréfum og það hef ég gagn-
rýnt frá því þetta var kynnt að mér
finnist að það gangi ekki,“ sagði
Valgerður.
Hún sagði að í rauninni mætti
segja að stjórnarmenn hefðu mjög
mikla persónulega hagsmuni þegar
þeir væru að ákveða gengi á bréf-
um sjáfseignarstofnunarinnar og
það mætti að minnsta kosti velta
því fyrir sér hvort þeir væru hæfir.
Valgerður sagði að samkvæmt
frumvarpinu yrði stjórn sjálfseign-
arstofnunar þannig skipuð að við-
skiptaráðherra skipaði tvo, sveitar-
félag þar sem sparisjóðurinn ætti
heimilisfesti skipaði tvo og einn
fulltrúi væri skipaður af samtökum
sparisjóða. „Þar með er komin sér-
stök óháð stjórn yfir þessa sjálfs-
eignarstofnun sem málið snýst auð-
vitað mikið um, en hins vegar
gengur þetta frumvarp ekki það
langt að það sé verið að útiloka alla
framþróun sparisjóðanna í landinu,
enda hef ég ekki viljað bera ábyrgð
á því vegna þess að við vitum það
að viðskiptalífið er þannig að það
þurfa að vera einhverjir mögu-
leikar á breytingum og þróun,“
sagði Valgerður.
Hún sagðist óttast að það frum-
varp sem Einar Oddur Kristjáns-
son og Lúðvík Bergvinsson höfðu
boðað flutning á hefði hvorki sam-
rýmst eignarréttarákvæðum
stjórnarskrárinnar né ákvæðum
EES-samningsins.
Aðspurð hvort hún teldi að frum-
varp hennar kæmi í veg fyrir sölu
SPRON til KB banka sagði hún að
það væri ekki hennar að ákveða
það, en það væri að minnsta kosti
ljóst að það væri mjög breytt staða
í sambandi við þau viðskipti.
„Óháðir aðilar fara með stjórn
sjálfseignarstofnunarinnar og þar
af leiðandi koma stofnfjáreigendur
ekkert að þeirri ákvarðanatöku. Ég
ætla ekki að ákveða fyrirfram fyrir
þá stjórn, en það er að minnsta
kosti ljóst að sú stjórn á ekki per-
sónulegra hagsmuna að gæta,“
sagði Valgerður.
Hún sagðist aðspurð telja að það
væri mjög mikill vilji til þess að
þetta frumvarp færi hratt í gegn-
um þingið.
Ánægðir með frumvarp
ráðherrans
Einar Oddur Kristjánsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði að þeir reiknuðu ekki með að
þurfa að flytja frumvarp sitt sama
efnis og myndu draga það til baka.
„Við erum ánægðir með frumvarp
ráðherrans og við styðjum það. Ég
býst við að það fái mjög víðtækan
stuðning í þinginu,“ sagði Einar
Oddur ennfremur.
Frumvarp um breytingar á lögum um fjármálastofnanir lagt fram á Alþingi
Skil milli stofnfjáreigenda
og sjálfseignarstofnunar
BENEDIKT Árnason, skrif-
stofustjóri í viðskipta- og iðn-
aðarráðuneyti segir ekkert í frum-
varpi viðskiptaráðherra um
sparisjóðina sem komi beinlínis í
veg fyrir kaup KB banka á
SPRON eða önnur viðskipti spari-
sjóða og viðskiptabanka. Það hafi
heldur aldrei verið ætlunin með
frumvarpinu heldur að tryggja
það að óháðir aðilar kæmu inn í
stjórn sjálfseignarstofnunarinnar
sem gætu tekið ákvörðun um sölu
á hlut stofnunarinnar í sparisjóði
án þess að eiga persónulegra
hagsmuna að gæta. Hann segir
erfitt að segja til um að svo
stöddu hvort frumvarpið muni á
einhvern hátt hafa áhrif á kaup
KB banka á SPRON, verði það að
lögum. Kristján Skarphéðinsson,
ráðuneytisstjóri í viðskipta- og
iðnaðarráðuneytinu, tekur í sama
streng og segir ýmsa óvissuþætti,
t.d. hvenær frumvarpið verði að
lögum og hver niðurstaða athug-
unar fjármálaeftirlitsins á sölunni
verður, hafa áhrif þar á.
„Ef þetta nær fram að ganga er
búið að breyta því hvernig stjórn
þessarar sameignarstofnunar
verður skipuð. Það verða þá ekki
stofnfjáreigendur sem sitja í
stjórninni [...] þannig að þá er
komin annars konar stjórn en það
er ekki víst að hún taki sömu
ákvarðanir og stjórn sem er valin
af fulltrúaráðinu og að aðrir hags-
munir verði hugsanlega lagðir til
grundvallar.“
Verði frumvarpið orðið að lög-
um fyrir 10. febrúar, þegar boðað
hefur verið til fundar til að velja í
stjórn sjálfseignarstofnunarinnar,
verði að fara eftir þeim að sögn
Kristjáns og skipa í stjórn sjálfs-
eignarstofnunarinnar samkvæmt
þeim; viðskiptaráðherra myndi þá
skipa tvo, sveitarfélag þar sem
sparisjóðurinn ætti heimilisfesti
skipa tvo og einn fulltrúi væri
skipaður af samtökum sparisjóða.
Benedikt
Árnason
Kristján
Skarphéðinsson
Tímasetn-
ing skiptir
máli
ÁHRIF sameiningar SPRON og
KB banka á aðra sparisjóði og ein-
stök sveitarfélög var til umræðu á
fundi efnahags- og viðskiptanefnd-
ar Alþingis í gær. Til fundarins
mættu sparisjóðsstjórar, spari-
sjóðsstjórnir og sveitarstjórnar-
menn, fulltrúar ráðuneytis og fjár-
málaeftirlitis til að ræða málin við
nefndina.
Pétur H. Blöndal, formaður
nefndarinnar, segir fundinn hafa
verið fróðlegan. „Sjónarmið voru
mjög einsleit, það kom fram sterk-
ur ótti manna við það að spari-
sjóðakerfið væri að hrynja í kjölfar
fyrirhugaðrar sameiningar
SPRON og KB banka. Sparisjóðs-
menn eru uggandi um áhrif þessa
gjörnings á aðra sparisjóði.“
Pétur segir að sparisjóðsmenn
hafi ekki lagt fram neinar tillögur
að lausnum en hins vegar hafi
komið fram í máli þeirra ákall til
löggjafans um að aðhafast í mál-
inu. „Menn sjá það helst að stöðva
þessa sameiningu SPRON og KB
banka sem búið er að gera samn-
ing um á grundvelli gildandi laga,“
segir Pétur. Hann segir ákalli
sparisjóðsmanna í raun þegar hafa
verið svarað með frumvarpi Val-
gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra sem tryggja á stöðu spari-
sjóðanna í þessum skilningi. „Ég
tel að sú hugmynd sé afturvirk
lagasetning og stangist á við hug-
myndir manna um réttarríkið þar
sem henni er beint gegn ákveðnum
samningi milli fyrirtækja og mið-
ast meira að segja við ákveðinn
fund,“ segir Pétur um frumvarpið.
Fulltrúar sparisjóða og sveitarfélaga funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd
Ótti um að
sparisjóðakerfið
sé að hrynja
Morgunblaðið/Sverrir
Sparisjóðsstjórar og aðrir sem láta sig málefni sparisjóðanna varða ræddu
við efnahags- og viðskiptanefnd í gær um stöðu sparisjóðanna í landinu.