Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Friðjón Þorleif-son fæddist í
Naustahvammi í
Norðfirði 13. ágúst
1928. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 26. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Þor-
leifur Ásmundsson, f.
11.8. 1889, d. 10.10.
1956, og María Jóna
Aradóttir, f. 4.5.
1895, d. 15.12. 1973.
Systkini Friðjóns eru:
Aðalheiður, f. 18.10.
1912; Ari, f. 3.11.
1913; Guðni, f. 3.10. 1914, d. 10.10.
2002; Stefán, f. 18.8. 1916; Ingvar,
f. 8.10. 1917, d. 24.2. 1963; Gyða, f.
20.7. 1919; Ingibjörg, f. 8.8. 1921;
Lilja, f. 30.10. 1923; Guðbjörg, f.
1.12. 1924; Ásta, f. 7.10. 1926; Guð-
rún, f. 27.10. 1930; Sigurveig, f.
14.2. 1933; Vilhjálmur, f. 18.1.
1936.
Hinn 25. febrúar 1950 kvæntist
Friðjón Dagmar G. Sigurðardótt-
ur, f. 8.9. 1929, d. 2.4. 1997. For-
eldrar hennar voru Sigurður Guð-
mundsson, f. 9.2. 1902, d. 15.8.
1967, og Guðbjörg O. Bjarnadótt-
ir, f. 1.10. 1900, d. 19.5. 1961. Börn
Friðjóns og Dagmarar eru: 1) Þór-
leifur Már, f. 19.7. 1948, maki
Brynhildur, f. 18.2. 1951, börn
þeirra: a) Dagmar, f. 16.10. 1971;
b) Friðjón, f. 24.1. 1975; frá fyrri
sambúð Snædís, f.
23.6. 1967. 2) Guð-
finnur, f. 26.8. 1952,
maki Lilja Bára, f.
6.7. 1952, börn
þeirra: a) Helgi Jón-
as, f. 18.4. 1976; b)
Astrid, f. 8.11. 1985;
frá fyrri sambúð
Svava Björg, f. 28.6.
1971. 3) Sigurður, f.
3.11. 1956, maki
Ingibjörg, f. 4.10.
1957, börn þeirra: a)
Unnar, f. 8.4. 1975; b)
Haukur, f. 7.8. 1979.
4) Guðmunda, f. 30.6.
1959, börn hennar: a) Kristinn, f.
19.3. 1977; b) Margrét, f. 4.4. 1981;
c) Leó Rúnar, f. 10.12. 1992. 5)
Guðbjörg, f. 3.7. 1962, maki Sig-
urður, f. 26.11. 1952, barn þeirra
Dagur Mar, f. 8.9. 1997; frá fyrri
sambúð Sigurður, f. 9.3. 1983. 6)
Karen Ásta, f. 15.8. 1994; b) Sindri
Þór, f. 11.8. 1997; c) Alexander, f.
25.11. 2002, frá fyrri sambúð Þór-
dís Lára, f. 4.6. 1988. Barnabarna-
börn Friðjóns eru sex. Friðjón og
Dagmar bjuggu bæði í Keflavík og
í Neskaupstað en síðustu tvö árin
bjó hann í Garði. Friðjón starfaði
bæði til lands og sjávar og síðustu
árin tók hann mikinn þátt í starfi
aldraðra á Suðurnesjum.
Útför Friðjóns fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, ég vil fá að minnast
þín í nokkrum orðum. Ég og fjöl-
skylda mín fengum að kynnast þér
betur er þú fluttir til okkar árið 2001.
Þú varst nú duglegur að hjálpa okkur
Gumma með öll okkar börn. Það var
alveg sama hvað við báðum þig um,
þú varst alltaf tilbúinn að hlaupa und-
ir bagga með okkur og sýndir okkur
að það er hægt að gera alla hluti ef
viljinn er fyrir hendi. Siggi og Sindri
eiga eftir að geyma allar golfferðirnar
sem þið fórum saman og þú kenndir
þeim réttu handtökin. Hún Þórdís á
eftir að sakna að geta ekki spurt afa
um alla þá málshætti sem hún þarf að
botna og að fá að njóta þess er þú
varst að hjálpa henni með allar þær
sögur sem hún þurfti að læra um
gamla daga. Hann Alexander fékk að
eiga öll þín hopp og sprell, hann hló
nú líka ekkert smá. Þú varst sá eini
sem hann sá þó að herbergið væri
fullt af fólki. Ég er nú ekki enn farin
að ná því að það er enginn pabbi til að
leita til ef eitthvað er að. Söknuður
minn er mikill og ég ekki tilbúinn að
takast á við hann. Ég á eftir að sakna
allra okkar samtala og samveru-
stunda sem maður sér nú að voru
mjög dýrmætar bæði fyrir mig og
þig. Ekki var nú mikill tíminn sem við
fengum eftir að þú varðst veikur en
mikið lærði maður á þessum tíma.
Bæði hvað þú varst jákvæður og
bjartsýnn þó að þú vissir að þessa
baráttu myndir þú ekki vinna.
Elsku pabbi, við vitum að þú ert nú
á betri stað og búinn að hitta mömmu.
Ég kveð þig með miklum söknuði en
er þakklát fyrir það að þú varst pabbi
minn.
Þín dóttir
Karen Ásta.
Elsku afi. Nú er sálin þín komin til
Guðs, þú og amma eruð englar sam-
an.
Ég veit að þér líður vel núna.
Kveðja.
Þinn afastrákur
Dagur Már.
Það var á konudaginn 2003 sem
fréttin barst eins og eldur í sinu um
fjölskylduna, það hafði komið herra
með blóm til hennar mömmu í morg-
unsárið. Mikið er búið að grínast með
þetta síðan, t.d. það að hún hélt hann
hafa villst á húsi. Það er óhætt að
segja að hlátur og gleði fylgdu honum
Friðjóni. Þar voru þau samtaka, hann
og mamma. Hann var mikill útivist-
armaður og golfið var hans ær og kýr.
Hann fór á hverjum degi út í Leiru og
sótti þangað kraft bæði líkamlega og
andlega enda félagsskapurinn honum
mikils virði. Hann stóð líka að sam-
einingu Austfirðinga og Þingeyinga á
Suðurnesjum í eitt félag, Þingmúla,
þar sem hann var formaður. Hann og
mamma nýttu líka tímann vel. Þau
fóru á gömlu dansana á hverju sunnu-
dagskveldi og þar sneri hann henni og
vinkonunum Unu og Erlu allt kvöldið.
Svo sóttu þau allar samkomur á veg-
um eldri borgara og sungu með Eld-
eyjarkórnum. Þau höfðu bæði áhuga
á ferðalögum, bæði innan og utan
lands, og höfðu ýmislegt á prjónunum
á því sviði.
Okkur öllum, fjölskyldu Helgu, tók
hann eins og hann ætti í okkur hvert
bein. Og við erum enginn smá hópur,
rétt um hundrað ef makar eru taldir
með. Hann lét sér annt um okkur og
sýndi einlægan áhuga á því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Við dáð-
umst að hvað hann var herralegur og
góður við mömmu og unglingarnir
voru sammála um að þau væru bara
alger krútt.
En ekki fer allt eins og maður ætl-
ar. Í júlí fékk mamma slæmt áfall og
var lengi á sjúkrahúsi. Friðjón vék
varla frá henni og þegar hún kom
heim í ágúst var hann henni stoð og
stytta. Hann vildi allt fyrir hana gera
og sýndi frábæra takta í bakstri og
matargerð. Allt virtist vera að ganga
upp þegar hann greindist með
krabbamein í nóvember síðastliðnum.
Bjartsýnin og eljan héldu honum
gangandi. Þrátt fyrir veikindi vann
hann ötullega að því að Þingmúli héldi
árshátíð 23. janúar sl. Það var hans
hjartans mál að sá félagsskapur lifði
áfram. Hann mætti af sjúkrahúsinu
og sneri Helgu sinni í dansi áður en
hann lagðist í hinsta sinn. Þeirra tími
saman náði því ekki einu ári en samt
skilur hann eftir sig ótal margar góð-
ar minningar.
Við stöndum eftir með sorg í hjarta
yfir því sem hefði getað orðið og full
þakklætis fyrir að hafa fengið að
ganga með þessum góða manni.
Börnum hans, tengdabörnum og öll-
um aðstandendum nær og fjær send-
um við hugheilar samúðarkveðjur.
Elsku mamma, þetta hefur verið erf-
itt og vonandi getum við veitt þér
styrk og huggun.
Guð geymi góðan mann.
Börn og tengdabörn Helgu.
FRIÐJÓN
ÞORLEIFSSON
Fleiri minningargreinar
um Friðjón Þorleifsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EUGENIA INGER NIELSEN
Sinna,
Vesturgötu 16b,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 6. febrúar kl. 13.30.
Ámundi Hjálmur Þorsteinsson, Arnbjörg Hjaltadóttir,
Jens Karel Þorsteinsson, Þóra G. Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSMUNDUR J. JÓHANNSSON
tæknifræðingur,
Hlíðarhúsum 3-5,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
5. febrúar kl. 13.30.
Bergþóra Benediktsdóttir,
Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson,
Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson,
Jóhann Ásmundsson, Magnea Einarsdóttir,
Benedikt Grétar Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HILMAR GUÐMUNDSSON,
Árskógum 8,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu-
daginn 26. janúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
6. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarkort hjúkrunarheim-
ilisins Skógarbæjar.
Sigrún B. Ólafsdóttir,
Dóra Hilmarsdóttir, Helgi Pétursson,
Ólöf Hilmarsdóttir, Sigursteinn Jósefsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
HÖSKULDUR ÞORSTEINSSON
frá Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Ásrún Kristmundsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGGEIR BJÖRNSSON
fyrrv. bóndi og hreppstjóri
frá Holti á Síðu,
verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu
laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00.
Margrét K. Jónsdóttir,
Kristín Marín Siggeirsdóttir, Eysteinn Gunnar Guðmundsson,
Anna Björg Siggeirsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA HELGA EINARSDÓTTIR,
Njarðargötu 3,
Keflavík,
sem andaðist þriðjudaginn 27. janúar, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
6. febrúar kl. 14.00.
Einar Bragi Sigurðsson,
Ólafur Sigurðsson, Steinunn Erlingsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Ó. Sigurgeirsson,
Ágústa Sigurðardóttir, Raphael Ospina,
Ásta Sigurðardóttir
og ömmubörnin.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR ERLA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Ofanleiti 29,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30.
Jakob Þ. Pétursson, Edda Björnsdóttir,
Viðar Pétursson, Lovísa Árnadóttir,
Lilja Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HEIÐBJÖRT JÓNDÓTTIR,
Hofsá,
Svarfaðardal,
andaðist þriðjudaginn 27. janúar.
Jarðsungið verður í Dalvíkurkirkju föstudaginn
6. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Vallakirkjugarði.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið.
Gísli Þorleifsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.