Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 49
TÓNLISTIN sem Sigur Rós
flutti við dansverk Merce Cunn-
inghams, Split Sides, í október
síðastliðnum var gefin út í gær.
Verkið, sem kallast Ba Ba Ti Ki
Di Do, verður fyrst um sinn ein-
ungis hægt að fá í gegnum itunes,
nettónlistarbúð Apple-tölvufyr-
irtækisins. Um miðjan mars kemur verkið svo
út á tólftommu og geisladisk. Verkið er tuttugu
mínútur að lengd og skiptist í þrjá parta, „Ba
Ba“, „Ti Ki“ og „Di Do“.
Nú er mögulegt að næsta hljóðversskífa komi
ekki út fyrr en 2005. Ein helsta net-mekka neð-
anjarðarrokks í Bandaríkjunum, www.pitch-
forkmedia.com, segir frá. Þar er jafnframt til-
tekið að af þeim sex lögum sem búið er að setja
á band séu þrjú þeirra kunnugleg af tónleikum;
„Gong“, „Mílanó“ og „Salka“.
Blaðamaður Pitchfork veltir jafnframt vöng-
um yfir mögulegum hljóðheimi
væntanlegrar plötu. Kemst hann
að því að henni muni svipa meira
til Ágætis byrjunar en sú síðasta,
( ), gerði. Blaðamaður segir svo að
það muni valda einhverjum þeim
aðdáendum vonbrigðum, sem
voru að vonast eftir meira gít-
arrokki, líkt og var á plötunni sem sló í gegn hjá
þeim, The Bends! Hér er einhverju að slá sam-
an en The Bends er önnur plata Radiohead og
kom út 1995. Hljómsveitirnar eru reyndar oft
nefndar í sömu andránni, sem skýrir vænt-
anlega þessa kauðslegu villu.
Tónlist Sigur Rósar við dansverk Merce Cunninghams kemur út
Næstu breiðskífu frestað
Morgunblaðið/Þorkell
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Enskt. tal.
ÁLFABAKKI
kl. 3.50. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Forsýning kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.
ÁLFABAKKI
kl. 3.40. Ísl. tal.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Stórskemmtileg og sprenghlægileg
gamanmynd með Eddie Murphy sem
kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu
sinni þegar þau gista á gömlu
draugasetri!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
6
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
m.a. besta mynd ársins
Frá
framleiðendum
FourWeddings,
Bridget Jones
& Notting Hill
GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.isHJ.MBL
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
FORSÝNING
AKUREYRI
Forsýning kl. 6. Ísl. tal.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 49
ÞAÐ var í fyrradag sem endurkoma Pixies
var loksins staðfest, á opinberri heimasíðu
leiðtogans, Frank Black (www.frank-
black.net). Sveitin fer á túr í apríl, leikur
svo á Coachella-hátíðinni í Kalíforníu og svo
er það frekara tónleikahald í Bandaríkj-
unum og í Evrópu. Meðal annars mun sveit-
in hita upp fyrir Red Hot Chili Peppers í
París, 15. júní.
Pixies er talin ein af áhrifamestu ný-
bylgjusveitum allra tíma, var stofnuð í Bost-
on árið 1986 og meðlimir eru Frank Black
(Black Francis), Kim Deal, David Lovering
og Joey Santiago.
Pixies snúa aftur
Loks staðfest