Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR um fertugt hefur játað að hafa selt einhverjum af mönnunum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna láts Litháans Vaidas Jucevisius sterkt morfín, en ekki fæst staðfest hver mannanna keypti morfínið. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en hefur nú verið látinn laus. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, segir manninn hafa komið við sögu lögreglu áður vegna fíkni- efnabrota. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið af morfíni maðurinn segist hafa selt, enda sé það óstað- fest. Hann segir þó að morfínið hafi verið af gerðinni Contalgin, sem er mjög sterkt verkjalyf sem er að- allega notað af langt leiddum krabbameinssjúklingum, og er lyf- seðilsskylt. Morgunblaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að Grétar Sig- urðsson hafi játað aðild sína að málinu fyrstur mannanna, og Tóm- as Malakauskas hafi fylgt í kjölfar- ið og játað nokkru síðar. Jónas Ingi Ragnarsson neitar að hafa átt aðild að málinu. Þarmastífla meðal aukaverkana Arnar Jensson segir ljóst að Jucevicius hafi verið gefið efnið Contalgin síðustu einn til tvo sólar- hringana áður en hann lést, og bar maðurinn sem var handtekinn í gær að hann hefði selt efnið ann- aðhvort 4. eða 5. febrúar. Ein helsta aukaverkunin af mor- fín-lyfinu Contalgin er hægða- tregða og þarmastífla, og segir Arnar að verið sé að rannsaka þetta mjög gaumgæfilega með það í huga að meta ábyrgð mannanna þriggja í dauða Jucevicius ef þeir gáfu honum lyfið, en eins og Morg- unblaðið hefur áður greint frá er talið að Jucevicius hafi látist vegna þess að þarmar hans stífluðust af völdum fíkniefna sem hann bar innvortis. Rannsóknin beinist nú æ meira að fíkniefnaþætti málsins, hver fjármagnaði innkaupin á efninu sem Jucevicius bar innvortis, og hvort sömu aðilar hafi áður staðið í slíkum innflutningi, hvaðan þeir hafi fengið efnin og hvernig hafi átt að dreifa þeim. Arnar segir að rannsókn á því sem snýr að láti Jucevicius sé langt komin. Áfram er unnið að rannsókn á málinu, en hún er orðin mjög um- fangsmikil. Fjórða handtakan vegna líkfundar í Neskaupstað Játar að hafa selt mönnunum morfín FÉLAG eldri borgara hefur skorað á ríkisstjórnina að gera gangskör í að mismunur á greiðslum úr al- mannatryggingum og lágmarkslaun- um hverfi, og benda á að ef þær greiðslur hefðu haldist í hendur væru greiðslurnar rúmum 16.000 kr. hærri í dag. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að í kjölfar nýgerðra kjara- samninga Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins hins vegar hafi munurinn aukist enn meira en áður var. „Þessar greiðslur almannatrygg- inga þróuðust í takt við hækkun lág- markslauna allt til ársins 1995 enda fylgdu bæturnar þá þróun lágmarks- launa verkamanna. Með lögum frá 21. desember 1995 rofnuðu tengsl þessara greiðslna við þróun lág- markslauna,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðisráðherra hafði ekki náð að kynna sér málið þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær.                                                                        Vilja hærri greiðslur GAT kom á vatnsleiðsluna til Vest- mannaeyja síðdegis á fimmtudag, en leki kom að þessari sömu leiðslu í fyrra, á svipuðum árstíma. Öflugar dælur hafa verið settar upp í Vest- mannaeyjum sem soga vatnið úr leiðslunni og halda þannig þrýstingi uppi í henni. Ekki er séð fram á að nauðsynlegt verði að skammta vatn í Vestmannaeyjum, vegna lekans. Friðrik Friðriksson, veitustjóri Hitaveitu Suðurnesja í Vestmanna- eyjum segir að viðgerð hefjist um leið og veður á þessum slóðum lægi, en ekki er nákvæmlega vitað hvar gatið á leiðslunni er. „Við vonumst til að verða mun sneggri til þess að koma þessu í lag núna, því við erum kannski betur þjálfaðir en í fyrra og kunnum tæknina,“ segir Friðrik. Munu þeir sjúga sjó um leiðsluna og mæla fjarlægðina í gatið með því hversu langan tíma það tekur sjó- vatn að berast til Eyja, en sú aðferð gaf góða raun á síðasta ári. Leiðslan gefur nú um 30 lítra á sekúndu, en þegar lekinn hófst var verið að dæla 45 lítrum yfir. Friðrik segir að vatnsnotkun hafi verið mjög mikil að undanförnu vegna hrogna- vinnslu, en vatnið er notað til að hreinsa hrognin. „Við erum búin að setja öflugar dælur sem við áttum klárar, sem sjúga á móti því sem við dælum og þannig komum við vatninu yfir,“ segir Friðrik. Friðrik segist ekki sjá fram á að það þurfi að grípa til vatnsskömmt- unar, eftir þær aðgerðir sem búið er að fara út í nú þegar. Vatnsleiðslan til Vestmannaeyja lekur Ekki eru horfur á skömmtun Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir menntamála-ráðherra opnar í dag yfir-litssýningu á verkum Péturs Friðriks listmálara, sem lést haustið 2002 þá 74 ára að aldri. Sýn- ingin, sem nefnist Pétur Friðrik – æviverk listmálara, er haldin á heimili listamannsins til margra ára að Hegranesi 32 í Garðabæ, en húsið var selt fyrir skömmu. Að sögn Önnu, dóttur listamannsins, var það ávallt draumur föður hennar að halda sýningu í húsinu. „Hann dreymdi um að geta sýnt hér á vinnustofunni og á göngunum, en kom því aldrei í verk þá þrjá áratugi sem hann bjó hér. Þegar fjölskyldan nýlega seldi húsið fannst okkur því tilvalið að nota tækifærið, núna með- an það stendur tómt, og verða við óskum hans. Við sýnum því í öllum herbergjum, meira að segja inni á baði“ segir Anna meðan hún gengur með blaðamanni um húsið. Segja má að almenningi gefist með þessari sýningu einstakt tæki- færi til að sjá svona mörg verka Pét- urs Friðriks saman komin á einn stað, því hann hélt síðast einkasýn- ingu fyrir rúmum þrettán árum. Að sögn Önnu eru á annað hundrað myndir á sýningunni, bæði olíu- málverk, teikningar, vatnslita- myndir og myndir unnar með akrýl- og pastellitum, en verkin spanna rúmlega hálfrar aldar feril Péturs Friðriks. Auk myndanna má m.a. sjá stóra mósaíkmynd sem Pétur Frið- rik bjó til fyrir ofan arininn og sýn- ishorn af keramíkmunum, en Pétur Friðrik vann í ýmsum miðlum þó að málverkið hafi verið hans aðall. Vakti ungur athygli Pétur Friðrik Sigurðsson fæddist á Sunnuhvoli í Reykjavík 15. júlí 1928 og lést 19. september 2002. Hann ólst upp í Reykjavík milli- stríðsáranna og byrjaði kornungur að teikna og mála. Hann var aðeins 13 ára gamall þegar hann sýndi í fyrsta sinn myndir sínar í verslunar- glugga Jóns Björnssonar í Banka- stræti þar sem nú er Kaffi Sólon. Sýningin vakti mikla athygli vegfar- enda og hópaðist fólk í kringum gluggann til þess að skoða verk hins efnilega Reykvíkings. Fyrstu einkasýningu sína hélt Pétur Friðrik í Listamannaskálan- um vorið 1946, aðeins 17 ára gamall, en þá þegar hafði hann lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands. Í tilefni sýningarinnar tók Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, viðtal við piltinn undir fyrirsögninni „Ungur listmálari kemur til sögunnar.“ Þar segist ungi listamaðurinn ætla á Akademíið í Höfn og draumurinn sé að komast síðan til Frakklands. Pétur Friðrik hélt til Kaupmannahafnar þar sem hann útskrifaðist frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1949 og hélt þaðan til Parísar. Pétur Friðrik helgaði sig málara- listinni allan sinn ævidag. Hann sótti yrkisefni sín í gnægtabrunn ís- lenskrar náttúru og tileinkaði sér nýjar stefnur og strauma á ferðum sínum erlendis. Alls urðu einkasýn- ingar Péturs Friðriks tólf auk fjölda samsýninga bæði á Íslandi og er- lendis, m.a. í París, New York, Berl- ín, Stuttgart, Lübeck, Kaupmanna- höfn og Helsinki. Sýningar hans voru ávallt fjölsóttar af almenningi, enda þóttu það tíðindi í menningar- lífi landsmanna þegar Pétur Friðrik hélt málverkasýningu. Lagði mikið á sig til að fanga réttu stemninguna Að sögn Önnu var íslensk náttúra ávallt meginþema í list föður henn- ar. „Í samtali við Morgunblaðið var eitt sinn haft eftir honum að litir og form íslenskrar náttúru væri okkar klassík,“ segir Anna tekur fram að Pétur Friðrik hafi málað flestar myndir sínar úti í náttúrunni á staðnum. „Hann fór í óteljandi ferðir um landið með fjölskyldunni til að mála, en uppáhaldsstaðir hans voru m.a. Þingvellir, Heiðmörk og Húsa- fell, auk þess sem hann var sér- staklega hrifinn af Gálgahrauni. Hann málaði reyndar líka mikið er- lendis, enda fór hann ekki í ferðalag án þess að hafa með sér blokk og léreft.“ Anna segir föður sinn hafa lagt mikið á sig til að ná réttu stemning- unni og þurfti fyrir vikið oft að vinna hratt til að fanga ákveðin lita- og ljósabrigði. „Hann lagði áherslu á að nota náttúrulega birtu og málaði helst aldrei við rafmagnsljós. Eins vildi hann nær eingöngu sýna mynd- ir sínar við náttúrulega birtu og þess vegna notum við nánast aðeins nátt- úrulega birtu hér á sýningunni.“ Á sýningunni má bæði í vinnustof- unni og í íbúðinni sjálfri sjá trönur, penslasafn og litakassa eins og Pét- ur Friðrik skildi við hlutina. Auk þess gefst sýningargestum kostur á að sjá tveggja klukkustunda langt myndband þar sem fylgst er með Pétri Friðriki við listsköpun sína. „Upptökurnar eru gerðar fyrir rúm- um áratug á tveimur af uppáhalds- stöðum hans, annars vegar á Þing- völlum og hins vegar í Gálgahrauni. Þarna fæst því ómetanleg innsýn í vinnuferli hans.“ Þess má geta að sýningin stendur til 21. mars nk. og er opin alla daga milli kl. 15 og 19. Í tilefni sýning- arinnar mun Anna færa Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra Garða- bæjar, að gjöf málverk eftir Pétur Friðrik en hann fékk sérstaka heiðursviðurkenningu Garðabæjar árið 2002. Æviverk list- málara sýnt í heimahúsi Morgunblaðið/Ásdís Á trönunum er verk eftir Pétur Friðrik sem nefnist Haustlitir og í bak- grunni sést í verkið Háagjá. Menntamálaráðherra opnar sýninguna. Á vinnustofunni má m.a. sjá trönur, penslasafn og litakassa eins og Pétur Friðrik skildi við hlutina. ELDRI hjón kenndu sér nokkurra eymsla og voru flutt á slysadeild eft- ir útafakstur á Reykjanesbraut í gær. Bílnum var ekið út af veginum þar sem unnið er að tvöföldun hans innan við Voga, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Keflavík. Or- sakir óhappsins eru enn óljósar en bíllinn tók þrjár plaststikur sem þarna eru vegna vegaframkvæmd- anna með sér þegar honum var ekið út af. Bíllinn lenti í litlum skurði en kastaðist svo úr honum og hélt áfram nokkra metra í viðbót. Óku út af inn- an við Voga ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.