Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 27
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 27 Auglýsing um skráningu óverðtryggðra ríkisbréfa, RIKB 10 0317 í Kauphöll Íslands. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá nýjan flokk ríkisbréfa til 6 ára, enda uppfylla bréfin skilyrði skráningar. Bréfin verða skráð 19. mars nk. Skuldabréfin eru óverðtryggð og bera 7,00% flata ársvexti sem greiddir eru út einu sinni á ári. Á lokagjalddaga, hinn 17. mars 2010, greiðist síðasta vaxtagreiðslan, ásamt nafnverði bréfsins. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast í afgreiðslu og á heimasíðu Lánasýslu ríkisins. Borgartún 21, 150 Reykjavík • Sími 540 7500, Fax 562 6068 • www.lanasysla.is Nemendur | Helgina 5. til 7. mars fóru nemendur Fsu í VGT (verk- tækni grunnnáms) í námsferð til Reykjavíkur og nágrennis. Nemend- urnir eru fyrstu nemendur skólans sem stunda nám á nýrri námsbraut sem ber heitið grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina og er nú í fyrsta sinn verið að kenna verklega áfanga í veggfóðrun, pípulögnum, málun og múrverki. Kennari í þess- um greinum við skólann er Kristján Þórðarson.    Kóramót í FSu | Á laugardaginn, hinn 13. mars, heldur kór FSu fram- haldsskólakóramót í skólanum. Tólf kórar hafa boðað þátttöku og eru hátt á fjórða hundrað söngelskir framhaldsskólanemar væntanlegir í skólann til að syngja, dansa og skemmta sér allan liðlangan laug- ardaginn. Frá kl. 14.30 er fólki vel- komið að líta inn og hlusta. Bæjarmál í Árborg Selfoss | Það er enginn svo fatlaður að hann eigi ekki að njóta mannrétt- inda, voru lokaorð málþings Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra Suð- urlandi og Þroskahjálpar Suðurlandi sem fram fór 11. mars í tilefni Evr- ópuárs fatlaðra. Á málþinginu fluttu erindi Friðrik Sigurðsson, formaður Þroskahjálpar, Hanna Björg Sig- urjónsdóttir, Alda Árnadóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir. Meg- ininntak umræðna og erinda var að hver maður ætti rétt á að njóta frið- helgi og einkalífs Málþingið hafði yfirskriftina. Bú- seta fyrir alla – ný öld, ný hugsun. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, um málefni fatlaðra á Suðurlandi sagði í setningarávarpi að vitund almenn- ings um réttindi fatlaðs fólks hefði aukist til mikilla muna á síðustu ár- um og að áhrif fatlaðra á eigið líf færi vaxandi. Megininntak í störfum á þessum vettvangi væri að fatlaðir hefðu sama rétt og sömu tækifæri og þeir ófötluðu. Áhersla væri á eitt samfélag fyrir alla. Áherslur á aukið einkarými Friðrik Sigurðsson sagði frá at- hugun sinni á markmiðum laga um húsnæðismál fatlaðra og fram- kvæmd þeirra. Allar áherslur í bú- setumálum fatlaðra væru á aukið einkarými fólks og friðhelgi einka- lífsins. Munur væri á kröfum um einkarými fyrir fatlaða og það sem kæmi fram sem almenn atriði í byggingareglugerðum. Í reglugerð frá 2002 væri gert ráð fyrir 10 fer- metrum sem minnsta rými til einka- nota fyrir fatlaða en í bygging- arreglugerð væri gert ráð fyrir 18 fermetrum og minnsta rými 8 fer- metrum. Nú væru á landinu 82 sam- býli með 426 einstaklingum. 12,4% þeirra væru með einkarými undir 10 fermetrum, 47% með einkarými 10– 14 fermetar, 12% með 14–18 fer- metra og 16% höfðu einkarými með herbergi og baði. Í Noregi væru 95% þeirra sem nytu búsetuþjónustu í fullgildum íbúðum, í Svíþjóð væri hlutfallið 80% en hér á landi væru einungis 12% í þessum aðstæðum. „Að búa í fullgildri íbúð er grund- völlur þess að lifa sjálfstæðu lífi.“ Hanna Björg Sigurjónsdóttir sagði að þarfir fatlaðra væru skil- greindar út frá fötlun þeirra en þarf- ir ófatlaðra væru skilgreindar út frá löngunum. Í þessu væri fólgin mikil mismunun og uppi væru kenningar um að hafa eflingu einstaklinganna sem leiðarljós í allri umsýslu með fatlað fólk. Það væri í raun ekki skerðingin sem fatlaði fólkið heldur félagslegt, efnahagslegt og menn- ingarlegt umhverfi ásamt sam- félagslegum viðhorfum. Kerf- isbundin mismunun fatlaðra þyrfti að minnka. Valdefling væri jákvæð deiling á valdi einstaklinga til að skilgreina líf sitt, langanir og að- stæður óháð stofnunum. „Fatlaðir þurfa að fá að skilgreina þarfir sínar sjálfir,“ sagði Hanna Björg. Hún sagði of lítið gert af því að kenna fötluðum að vera sjálfstæðir og taka ákvarðanir sjálfir en jákvæð sjálfs- mynd væri lykillinn að valdeflingu. Skörun á þjónustuþáttum Alda Árnadóttur, deildarstjóri stoðþjónustu í Árborg, lagði í sínu erindi áherslu á samstarf þeirra að- ila sem sinntu þjónustu við fatlaða. Um væri að ræða heimaþjónustu og svonefnda frekari liðveislu. Þessir þjónustuþættir sveitarfélaga og rík- is skörðuðust en oft væri verið að þjónusta sömu einstaklingana af tveimur stofnunum. Samvinna væri því mjög mikilvæg og hún yrði að byggjast á þörfum einstaklinganna. „Þjónustan þarf að vera á einni hendi til að minnka misrétti og að unnt sé að vinna út frá ein- staklingnum,“ sagði Alda. Allir hafi sambærilega kosti Ragnheiður Hergeirsdóttir sagði það megináherslu að fatlað fólk hefði sambærilega kosti varðandi búsetu og annað fólk. Það þyrfti að eiga þess kost að búa við bestu skilyrði á hverjum tíma með þjónustu eftir þörfum í því byggðarlagi sem það kýs sjálft. Hún sagði nauðsynlegt að taka tillit til óska og þarfa ein- staklinganna, gera þyrfti þá meðvit- aða um hvað væri í boði og fá þá til að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig. Hún fjallaði um áherslur á einkalíf fatlaðra sem deildu heimili með öðr- um. Líta þyrfti á fatlaða sem ein- staklinga fremur en hóp. Hún sagði nauðsynlegt að leiða hugann að þessum atriðum og benti meðal ann- ars á þær aðstæður sem koma upp þegar einhver kemur í heimsókn á heimili þar sem hópur fatlaðra býr, þá væri fólk í raun að heimsækja alla íbúana og alla starfsmennina. „Vill einhver fara í svoleiðis heimsóknir,“ sagði Ragnheiður. Hún lagði meðal annars áherslu á að samvinna væri forsenda einstaklingsbundinnar bú- setuþjónustu og það væri nauðsyn- legt að eyða orkunni í að komast á tindinn og veita einstaklingsbundna gæðaþjónustu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá málþingi um búsetuþjónustu fyrir fatlaða á Hótel Eldhestum í Ölfusi. Hver maður njóti friðhelgi og einkalífs Þorlákshöfn | Grunnskólinn í Þor- lákshöfn gekkst nýverið fyrir menntaráðstefnu í Ráðhúsi Ölfuss. Ráðstefnuna sóttu um 60 manns og komu sumir um langan veg. Ráð- stefnan, sem var öllum opin endur- gjaldslaust, höfðaði til skólafólks, nemenda og foreldra þeirra. Margar ábendingar komu fram á ráðstefnu, m.a. um samstarf foreldra og skóla og heimavinnu nemenda. Halldór Sigurðsson skólastjóri setti ráðstefnuna en Jón H. Sig- urmundsson aðstoðarskólastjóri, sem hafði veg og vanda af undirbún- ingi, stjórnaði ráðstefnunni. Stefán Guðmundsson, formaður skóla- nefndar og bæjarstjórnarfulltrúi, var fyrsti ræðumaður og nefndi hann er- indi sitt: „Grunnskóli í fóstri sveitar- félags“. Fram kom í erindi Stefáns að bæjarstjórn gerir tiltölulega vel við skólann og eru óvíða jafnfáir nem- endur á hvern starfsmann í skólum landsins. „Barnið þitt er nemandi minn“ Ingibjörg Auðunsdóttir, kennslu- ráðgjafi á skólaþróunarsviði Háskól- ans á Akureyri, flutti erindi sem hún nefndi: „Þróun samstarfs skóla og heimila.“ Hún talaði um að kennarar töluðu um „erfitt, slakt“ samstarf við foreldra. Allir vilja samstarf og rann- sóknir sýna að samhengi er milli já- kvæðs samstarfs og námsárangurs. Á forsendum hverra er samstarfið, það getur verið erfitt fyrir foreldra að mæta á fundi í skólanum eins og í yfirheyrslu, gott er að hafa sam- starfsfundi stundum á heimilum nemenda. Ingibjörg kynnti sam- starfsáætlun við Oddeyrarskóla þar sem foreldrasamstarf er. Fjóla Kristín Hermannsdóttir, kennari í 10. bekk við Oddeyr- arskóla, kynnti hvernig þeim í Odd- eyrarskóla hefði gengið með verk- efnið. Erindið nefndi hún: „Heimanám; samstarf foreldra og kennara.“ Fjóla sagði að vissulega hefði samstarf við foreldra batnað en skil á heimavinnu hefðu áfram verið góð hjá þeim sem voru góðir fyrir og nokkur hópur bætti sig fljót- lega en of stór hópur var enn með óviðunandi heimavinnuskil. Brynjólfur Magnússon, nemandi í 10. bekk, og Helga Guðbjarn- ardóttir, nemandi í 9. bekk, bæði í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fluttu erindi sem þau nefndu: „Áhrif hvatningar kennara/foreldra á námsárangur.“ Þau voru sammála um að hvatning hvaðan sem hún kæmi væri af hinu góða en tóku fram að stöðugt nöldur og neikvæður eft- irrekstur virkaði öfugt. Hrós gefur aukið sjálfstraust. Það er ekki síður mikilvægt að sýna unglingum eft- irtekt og umhyggju en yngri börn- um. Sólveig Karvelsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, flutti erindi sem hún nefndi: „Barnið þitt er nem- andi minn.“ Erindið fjallaði um sam- skipti og tengsl foreldra og kennara. Sólveig sagði að kennarar ættu að hitta foreldra í upphafi hvers skóla- árs og stofna til samstarfs, tengsla og mynda traust. Þetta samstarf og traust ætti að endast alla skólagöngu barnsins það má ekki sleppa hend- inni af þó að börn breytist í ungling. Börn lenda útundan í nútíma sam- félagi. Foreldrar vilja gott samstarf og vinna að velferð barnsins í skól- anum en það er ekki alltaf auðvelt því foreldrar vinna langan vinnudag og skilningur vinnuveitenda mætti vera meiri. Að lokum voru pallborðs- umræður. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Fulltrúar æskunnar: Brynjólfur Magnússon og Helga Guðbjarnardóttir, nemendur í Grunnskóla Þorlákshafnar, fluttu erindi á ráðstefnunni. Margar ábendingar á menntaráðstefnu Samstarf fjöl- skyldna og skóla Hveragerði | Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi er sérhæfður í að mennta fólk sem er áhugasamt um garðyrkju og skógrækt. Næsta haust á að auka enn námsframboðið og bjóða upp á 30–45 eininga há- skólanám í fræðunum. Þrjár náms- leiðir verða í boði þ.e. garð- yrkjutækni, skógræktartækni og skrúðgarðyrkjutækni. Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, skólameistara Garðyrkjuskólans, verður hafist handa í haust að til- skildum leyfum fengnum. „Ný reglugerð sem tók gildi á sumardag- inn fyrsta í fyrra gefur okkur svig- rúm til að kenna á háskólastigi.“ Enn fremur segir Sveinn að skólinn hafi í samvinnu við Háskóla Íslands boðið upp á nám í garðyrkjutækni frá árinu 2001 enda rannsóknir Garðyrkjuskólans á sínum fagsv- iðum verulegar og forsenda háskóla- kennslu. Reiknað er með að til að hefja kennslu þurfi fjöldi nemenda að vera átta á hverri braut. Varla þarf að kvíða nemendaskorti því margir hafa sýnt þessu nýja námi mikinn áhuga. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Garðyrkja og skógrækt: Nemendur við vinnu að rannsóknum. Háskólanám við Garðyrkjuskólann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.