Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mikil vinna í byggingariðnaði hefur ein- kennt bæjarlífið í vetur og er hver sá maður sem handleikið getur hamar ákaflega eftir- sóttur. Stærstu verkefnin er viðbygging við veiðihúsið Flóðvang í Vatnsdal svo og ný- bygging veitingaskála ESSO við Norður- landsveg. Verkefni framundan virðast vera næg ef allt fer sem horfir. Til stendur að byggja um 600 fermetra nýbyggingu við norðurenda iðnaðarhúsnæðisins Votmúla og tengja hana tæplega 800 fermetra iðn- aðarsvæði og reka þar ullarþvottastöð í framtíðinni. Með þessu framtaki verða til 10 störf. Væntanlega verður byggð ný þjón- ustumiðstöð á tjaldsvæði Blönduósinga í Brautarhvammi og lyftuhús á sýslu- skrifstofu verður að veruleika í haust.    Dýragarður, garður þar sem íslensk hús- dýr verða almenningi til sýnis svo og vinnu- brögð í landbúnaði fyrr á tímum, er ekki svo fjarlægur draumur því áhugahópur hef- ur sent byggingarnefnd Blönduósbæjar hugmyndir sínar þar um. Svæði það sem rætt er um og samræmist fullkomlega skipulagi bæjarins er vestan Hnjúkabyggð- ar í átt að gamla bæjarhlutanum. Inni í hugmyndinni að húsdýragarði er endur- bygging gamla Guðlaugsstaðabæjarins en sá bær er sá hinn sami og tengist hinu fræga kyni sem við hann er kennt og má þar m.a. nefna Björn heitinn Pálsson al- þingismann og frænda hans Pál Pétursson, fyrrv. félagsmálaráðherra. Einn af for- göngumönnum húsdýragarðshópsins er hinn landskunni Grímur Gíslason sem nú fetar tíræðisaldurinn af festu og bjartsýni.    Meistarflokkur knattspyrnudeildar Hvat- ar er á leið í viku æfinga- og keppnisferð til Portúgals og leita knattspyrnumenn allra leiða til að safna farareyri. Meðal annars eru bílar þvegnir og bónaðir og rækjur seldar. Talandi um knattspyrnu eru miklar líkur á því að tveir landsleikir verði á Blönduósvelli í sumar. Opna Norðurlanda- mótið hjá U21 landsliðum kvenna verður á Íslandi og hefur KSI beðið Hvöt og Blöndu- ósbæ um að taka að sér tvo leiki; Ísland- Svíþjóð og England-Svíþjóð. Ekki er hægt að liggja fram á lappir sínar og þegja þegar minnst er á íþróttir því Blönduósingar hafa verið að gera það gott að undanförnu og nægir að nefna afrek Heiðars Davíðs Bragasonar í golfinu og Sunnu Gestsdóttur í frjálsum íþróttum. Þó svo að þau starfi í félögum utan síns heimahéraðs hikum við Austur-Húnvetningar ekki við að eigna okkur þau. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA Sveitarfélagið Austur-Hérað og Íþrótta-félagið Höttur hafa gert með sér samning um að félagið fái endurgjalds- laus afnot af íþróttamann- virkjum sveitarfélagsins fyrir iðkendur yngri en 19 ára. Gerir það félaginu kleift að einbeita sér frekar að sínu innra starfi. Vilja samningsaðilar stuðla að styrkari tengslum sín á milli, með það að markmiði að styrkja sveitarfélagið sem áhugaverðan og góðan búsetukost þar sem m.a. fer fram kraftmikið íþróttastarf. Skuldbindur Höttur sig til að gera sem flestum á svæðinu kleift að stunda íþróttir og gæta þess að allir iðkendur hafi jafnan aðgang að félaginu og starfsemi þess. Frí afnot Bílasala Akureyrarafhenti fyrirskemmstu Heima- hjúkrun á Akureyri sjö nýja vinnubíla af gerðinni Hyundai Getz, sem teknir eru á rekstrarleigu til þriggja ára í gegnum Ríkiskaup. Það er alvana- legt að bílar séu teknir til slíkra nota á þriggja ára fresti því starfsfólk heimahjúkrunarinnar þarf að vera á góðum og tryggum bílum, segir í frétt um bílaviðskiptin. Frá vinstri eru Ása Þor- steinsdóttir og Helga Guðnadóttir sjúkraliðar, Rut Petersen og Val- gerður Vilhelmsdóttir hjúkrunarfræðingar og Þorsteinn Ingólfsson eig- andi Bílasölu Akureyrar. Heimahjúkrun fær nýja bíla Hlýlegum orðumvar beint til AraTeitssonar, frá- farandi formanns bænda- samtakanna, í boði þing- flokks Framsóknar- flokksins fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi. Sagði hann þetta minna á jarðarför, en bað þingmenn duga vel í ákveðnum málum. Jón ráðherra Kristjánsson orti: Ari vill okkur brýna alla félaga sína. Það ansi er frekt og óvenjulegt einkum við jarðarför sína. Helgi Zimsen var ekkert alltof kátur þegar hann vaknaði í morgunsárið: Vekjarasvínið viðbjóðslega rýtur. Vargurinn rafmagnsknúinn drauginn lítur, rís hann við dogg og skrapatóli skýtur skrækjandi beint í vegg sem klukku brýtur. Eigin jarðarför pebl@mbl.is Borgarnes | Birna Þorsteins- dóttir tónlistarkennari stóð fyrir nemendatónleikum í nýja tónlistarskólanum fyrir skömmu en þá var rétt tæp vika liðin frá vígslu húsnæð- isins. Fram komu nemendur Birnu sem eru allt frá tveggja ára aldri og upp í sextán ára. Tónleikarnir sem voru haldnir í salnum á neðri hæð hússins, hófust á því að for- skólahópurinn söng nokkur lög saman en önnur atriði voru einsöngur, píanóleikur og gítarleikur. Stoltir foreldrar og aðrir gestir urðu margir hverjir að standa því enn á eftir að fá stóla í salinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að við- stöddum tækist að njóta tón- listarinnar en hljómburður í nýja húsinu þykir með ágæt- um. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fallegir tónar í Borgarnesi: Forskólahópurinn syngur á tónleikunum í nýju húsnæði tónlistarskólans. Nemendatónleikar í nýju húsnæði Tónlist Eyjafjarðarsveit | Nemendur 8. bekkjar Hrafnagilsskóla tóku á dögunum þátt í ný- stárlegu samskiptaverkefni í ensku- kennslu. Verkefnið er unnið í samstarfi þriggja skóla, Eltang Centralskole í Kold- ing, Danmörku, Yhtenäiskolu í Helsinki, Finnlandi og Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit. Eins og svo margt nú um daga fer verk- efnið fram á Netinu. Meginmarkmið þess er að auka færni nemenda í að lesa og skrifa á ensku, að auka getu nemendanna í að skrifa sögutexta í samvinnu við aðra og að eiga samræður og samskipti við aðra nemendur á enskri tungu. Einnig hefur verkefnið það að markmiði að stuðla að hagnýtingu tölvutækninnar í þessu skyni. Umsjón með verkefninu hafa tveir nem- endur í Samskipta- og upplýsingatækni við Syddansk Universitet í Kolding, þær Yvonne Eriksen og Pernille S. Hansen og voru þær ásamt leiðbeinanda sínum, Rocio Chongtay, aðjúnkt við SDU við kennslu í Hrafnagilsskóla þessa daga. Umsjón með verkefninu af hálfu Hrafnagilsskóla hafði Kristín Kolbeinsdóttir kennari og henni til aðstoðar var Hans Rúnar Snorrason leið- beinandi. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn í kennslustund voru nemendur mjög uppteknir af verkefninu og létu vel af því. Vídeótökuvélar voru stöðugt í gangi og að sjálfsögðu einnig í hinum skólunum, og gátu nemendur þannig fylgst með öllu sem gerðist í kennslustofunum í löndunum þremur. Viðfangsefnið fólst í því að byggja hús eftir að hafa fengið lóð í sameiginlegu hverfi nemendanna, í Danmörku og Finn- landi, síðan þurfti að leggja götur og stíga um hverfið, sem kallaði á mikil samskipti milli allra í verkefninu. Öll samskipti fóru að sjálfsögðu fram á ensku. Kristín Kolbeinsdóttir kennari taldi að mjög vel hefði tekist til með verkefnið, þetta væri nýjung hér á landi sem lofaði góðu. Slóðin á heimasíðu verkefnisins er www.yin.dk/heksesnak.htm Nýjar leiðir í enskukennslu Morgunblaðið/Benjamín Pernille Hansen, tölvusamskiptakennari frá Danmörku, leiðbeinir Hrund Thorl- acius, nemanda í Hrafnagilsskóla. Hrunamannahreppur | Um þetta leyti árs, allt frá árinu 1943, hafa Hruna- menn haldið veglega vetrarskemmtun. Þetta er hjónaballið svonefnda sem nýlega fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum. Auk hefðbundinnar matarveislu voru flutt heimatilbúin skemmtiatriði, sem jafnan eru eins konar annáll árs- ins í bundnu máli sem óbundnu. Já, það var sannarleg líf og fjör, sungið og dansað en hljómsveit Bogomil Font sá um dansmúsíkina langt fram á nótt. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Glaumur og gleði á árlegri skemmtun: Ingibjörg Baldursdóttir, Sjöfn Sig- urðardóttir, Guðrún Björnsdóttir og Fjóla Kjartansdóttir brostu breitt. Söngur og gleði á hjónaballi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.