Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 35
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 35
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar.
(Afgr. gjöld á flugvöllum).
Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna,
minibus og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
Norðurlönd og Mið - Evrópa.
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
Glasgow 14.490 kr.
London 16.900 kr.
Kaupmhöfn 16.900 kr.
Hamborg 16.900 kr.
Berlín 16.900 kr.
Nýr netsmellur
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
• N
M
0
9
0
6
2
/ S
IA
.IS
áttan mikil og hægt að ferðast um
langan veg einn síns liðs án þess að
rekast á annað en fjórfætlinga, að
sögn Ágústs. „Þessa fágætu kosti
skildum við vel þegar kom til Pal-
ermo þar sem mannmergð er mikil
og flestar götur ráða illa við umferð-
arþungann. Þó að maður hafi keyrt
víða, þurfti góðan tíma til að komast í
takt við umferðina í Palermo.
Við fengum þriggja herbergja
rúmgóða íbúð á efstu hæð í níu hæða
fjölbýlishúsi með stórum svölum,
sem óspart voru notaðar, og í kring-
um húsið var há girðing með raf-
knúnu hliði. Íbúðin stendur nærri
Mondello-ströndinni, sem er fræg-
asta og vinsælasta baðströnd Pal-
ermo. Við notuðum ströndina mikið,
lágum í hvítum sandinum og syntum
í sjónum. Þarna voru sárafáir erlend-
ir ferðamenn að undanskildum Ítöl-
um.
Bíllinn gufaði upp
Skólastjórahjónin frá Sikiley
fengu afnot af fjölskyldubílnum okk-
ar og á móti fengum við rúmgóðan bíl
frá þeim. Að auki fylgdi með gamall
Fiat Panda, sem við kölluðum
strandbílinn því auðvelt var að leggja
honum. Á fyrsta degi lentum við í æv-
intýri með Fiatinn. Þegar við komum
af ströndinni var bíllinn hvergi sjáan-
legur þar sem við höfðum skilið við
hann. Nú voru góð ráð dýr. Við
brugðum á það ráð að hringja í tengi-
liðinn okkar og kom í ljós að við höfð-
um lagt ólöglega. Bíllinn hafði verið
dreginn í burtu af dráttarbíl. Eftir
nokkur símtöl fannst bíllinn í bíla-
porti og eftir þónokkra snúninga og
ferðir á lögreglustöðina tókst okkur
að leysa bílinn út með greiðslu sektar
eftir að hafa fært sönnur á að við
mættum nota bílinn. Í þessum að-
stæðum reyndist tengiliðurinn betri
en enginn. Okkur var bent á að skilja
aldrei neitt eftir í bílnum, allra síst
skráningarskírteinið, því bíllinn væri
þjófum einskis virði án þess. Í eitt
skipti er við komum að bílnum eftir
dag á ströndinni hafði verið farið inn í
hann, en þar var engu að stela.
Ævintýri og sandstrendur
Þau Ágúst og Ragnheiður hugsuðu
ferðina fyrst og fremst til afslöpp-
unar í nýju umhverfi. „Með þessu
móti göngum við inn í daglegt líf
fólks, eignumst nágranna og upp-
lifum hvernig fólk býr á þessum slóð-
um, kaupum inn í hverfisverslunum,
sem eru fjölbreyttar og um margt
ólíkar því sem við eigum að venjast.
Mestum tíma eyddum við í Palermo,
sem státar af mörgum fallegum
byggingum, og á ströndinni. Við ferð-
uðumst til Catania, næststærstu
borgar eyjarinnar, sem stendur við
rætur Etnu og á þeim hluta Sikil-
eyjar sem er næst Ítalíuskaganum.
Borgin hefur farið undir hraun oftar
en einu sinni eftir gos í Etnu, en verið
byggð upp jafnharðan aftur. Fyrir
okkur var Etna eins og stækkuð út-
gáfa af Heklu, en ekki eins falleg. Við
ferðuðumst líka til Cefalu, sem er
bær nærri Palermo og státar m.a. af
gömlum og vel við höldnum bæj-
arhluta, sem gaman er að ganga um.
Allir þessir staðir státa af strandlífi
og eru strandirnar stórar með hvít-
um sandi svo langt sem augað eygir.
Börnin okkar þrjú upplifðu ferða-
lagið allt sem mikið ævintýri. Þeim
fannst gaman að taka þátt í daglegu
lífi Sikileyjarbúa og pitsurnar voru
þær langbestu sem þau höfðu smakk-
að. Þá fannst þeim virkisveggurinn
umhverfis húsið afar framandi og á
sama tíma fannst Ítölunum húsið
okkar illa varið. Við mælum hiklaust
með svona ferðafyrirkomulagi. Við
kynntumst nýjum siðum og venjum,
sem við vorum í snertingu við allan
tímann, og ævintýrin voru aldrei
langt undan.“
Gagnlegar slóðir:
www.intervac.is
http://213.82.254.66/
tourpass/eng/collega-
menti.htm
www.regione.sicilia.it/turismo/
web_turismo/
www.sicilia.indettaglio.it/eng/
index.html
www.comune.palermo.it/
site.htm
Ítalía, ítalskur matur og ítölskmenning heillar sífellt fleiri.Ekkert er auðveldara en aðsameina þetta allt í einni ferð
og læra að elda ítalskan mat um leið
og maður nýtur menningarinnar og
landslagsins og samvista við íbúana.
Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft
sig í að bjóða upp á svokallaðar
matarferðir út um allan heim. Eitt
slíkt, The International Kitchen,
hefur starfað í 10 ár og býður upp á
matarferðir til Frakklands og Ítal-
íu. Hægt er að velja um ótrúlegan
fjölda áfangastaða, allt eftir áhuga
hvers og eins. Eins er hægt að velja
hvort maður vill læra að elda hjá
gamalli ömmu eða matreiðslumeist-
ara sem hlotið hefur hina eftirsóttu
Michelin stjörnu og allt þar á milli.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af því
að hafa ekki græjur með því þær
eru útvegaðar. Miðað er við 8–12
manna hópa og fer kennslan fram á
ensku.
Matreiðslunámskeiðin eru haldin
við ýmsar aðstæður svo sem í sögu-
frægum þorpum, á bóndabæjum,
lúxushótelum og venjulegum heim-
ilum sem mörg hver eru staðsett í
fallegu umhverfi.
Sem dæmi um hvað er boðið er
upp á má nefna námskeiðið Mat-
argerð í Suður-Toskana sem haldið
er í Chianciano í Toskana-héraði. Á
svæðinu eru ræktuð vel þekkt vín,
Montalcino og Montepulciano og
pecorino-ostarnir frá Pienza.
Fjöldaferðamennska er svo til
óþekkt í þessum hluta Toskana og
veitingahús bjóða upp á ferskan
hefðbundinn mat frá svæðinu.
Námskeiðið fer fram á Palazzo
Bandino, heimili fjölskyldu sem sér
um það. Þar fá þátttakendur ein-
mitt að kynnast þessum hefðbundna
mat og læra að elda hann. Til þess
nota þeir hráefni sem yfirleitt er
ræktað á sjálfri landareigninni, ólíf-
ur, grænmeti og ávexti sem öllum
er frjálst að tína beint af trjánum.
Kennslan er í höndum Luciano
Benocci, sem er vel þekktur mat-
reiðslumeistari á svæðinu og deg-
inum er eytt við matreiðslu eða í
ferðir um svæðið til að kynnast því
nánar.
Þetta námskeið er í boði frá því í
mars og fram í nóvember og stend-
ur yfir í viku. Nokkur námskeið eru
þegar uppseld. En allar upplýs-
ingar um verð og dagskrá er að
finna á heimasíðu The International
Kitchen. Á Netinu er að finna
fjöldann allan af fyrirtækjum sem
bjóða upp á matarferðir víða um
heim.
Eldað
í sumar-
leyfinu
Morgunblaðið/Ómar
Matargerð: Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða matarferðir um
allan heim þar sem ferðamenn læra að elda af heimamönnum.
The International Kitchen
One IBM Plaza
330 N. WabashSuite #3005
Chicago, IL 60611
Sími: 312-726-4525
Fax: 312-803-1593
Veffang: www.theinternational-
kitchen.com/
Netfang:info@theinternational-
kitchen.com
asdish@mbl.is
Rússlandsferð
Ferðaskrifstofan Bjarmaland skipu-
leggur sumarferð til tveggja stærstu
borga Rússlands í byrjun júní í sumar.
Flogið verður til Stokkhólms og þaðan
til Moskvu. Farið verður í sveitaferð til
klausturborgarinnar Sergiev Possad
(áður Zagorsk) sem er 75 km fyrir
norðan höfuðborgina. Seinni hluta
ferðarinnar verður varið í Pétursborg
en þangað verður farið með járnbraut-
arlest. Það markverðasta sem þar er
að sjá er Hermitage-listasafnið sem
áður var vetrarhöll keisarafjölskyld-
unnar og sumarhöllin fyrir utan borg-
ina, „Péturshof“, auk minja um heims-
styrjöldina síðari og
Leníngradumsátrið.
Sérstök ferðakynning verður haldin í
Reykjavík um mánaðamótin mars–apríl
2004, sem verður nánar auglýst síðar.
Bretland – Frakkland
Heimsferðir bjóða einnig upp á
ferð um söguslóðir ólíkra tíma og
menningar í Bretlandi og Frakk-
landi 4. til 15. júní. Í ferðinni gefst
tækifæri á að kynnast samfélagi,
listum, bókmenntum og náttúru
þessara tveggja gamalgrónu
menningarríkja. Flogið til Bret-
lands og dvalið í 2 nætur í Strat-
ford-upon-Avon, fæðingarbæ
Shakespeares. Þaðan er haldið til
Plymount á suðurströnd Bretlands
og gist í tvær nætur. Kynnisferðir
eru í boði meðal annars til Stone-
henge og Glastonbury. Á fimmta
degi er siglt yfir Ermarsundið til
Frakklands. Gist í nágrenni St. Malo
í fimm nætur. Kynnisferðir til Mt.
Saint Michel, Bayeux, Omaha, Ca-
en, og til Paimpol á slóðir franskra
sæfara sem sóttu Íslandsmið fyrr-
um. Í lok ferðarinnar er dvalið í Par-
ís í þrjár nætur. Fararstjóri er Lilja
Hilmarsdóttir.
Nánari upplýsingar um ferð
til Bretlands og Frakklands
Heimsferðir
Skógarhlíð 18
Sími: 595 1000
Fax: 595 1001
Netfang: victoria@heims-
ferdir.is
Veffang: www.heimsferdir.is
Nánari upplýsingar um Rúss-
landsferðina:
Haukur Hauksson fararstjóri
Farsími: 007 916 125 12 90.
Eða á netfanginu bjarma-
land@strik.is.
Veffang: www.austur.com