Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 35
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 35 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 6 2 / S IA .IS áttan mikil og hægt að ferðast um langan veg einn síns liðs án þess að rekast á annað en fjórfætlinga, að sögn Ágústs. „Þessa fágætu kosti skildum við vel þegar kom til Pal- ermo þar sem mannmergð er mikil og flestar götur ráða illa við umferð- arþungann. Þó að maður hafi keyrt víða, þurfti góðan tíma til að komast í takt við umferðina í Palermo. Við fengum þriggja herbergja rúmgóða íbúð á efstu hæð í níu hæða fjölbýlishúsi með stórum svölum, sem óspart voru notaðar, og í kring- um húsið var há girðing með raf- knúnu hliði. Íbúðin stendur nærri Mondello-ströndinni, sem er fræg- asta og vinsælasta baðströnd Pal- ermo. Við notuðum ströndina mikið, lágum í hvítum sandinum og syntum í sjónum. Þarna voru sárafáir erlend- ir ferðamenn að undanskildum Ítöl- um. Bíllinn gufaði upp Skólastjórahjónin frá Sikiley fengu afnot af fjölskyldubílnum okk- ar og á móti fengum við rúmgóðan bíl frá þeim. Að auki fylgdi með gamall Fiat Panda, sem við kölluðum strandbílinn því auðvelt var að leggja honum. Á fyrsta degi lentum við í æv- intýri með Fiatinn. Þegar við komum af ströndinni var bíllinn hvergi sjáan- legur þar sem við höfðum skilið við hann. Nú voru góð ráð dýr. Við brugðum á það ráð að hringja í tengi- liðinn okkar og kom í ljós að við höfð- um lagt ólöglega. Bíllinn hafði verið dreginn í burtu af dráttarbíl. Eftir nokkur símtöl fannst bíllinn í bíla- porti og eftir þónokkra snúninga og ferðir á lögreglustöðina tókst okkur að leysa bílinn út með greiðslu sektar eftir að hafa fært sönnur á að við mættum nota bílinn. Í þessum að- stæðum reyndist tengiliðurinn betri en enginn. Okkur var bent á að skilja aldrei neitt eftir í bílnum, allra síst skráningarskírteinið, því bíllinn væri þjófum einskis virði án þess. Í eitt skipti er við komum að bílnum eftir dag á ströndinni hafði verið farið inn í hann, en þar var engu að stela. Ævintýri og sandstrendur Þau Ágúst og Ragnheiður hugsuðu ferðina fyrst og fremst til afslöpp- unar í nýju umhverfi. „Með þessu móti göngum við inn í daglegt líf fólks, eignumst nágranna og upp- lifum hvernig fólk býr á þessum slóð- um, kaupum inn í hverfisverslunum, sem eru fjölbreyttar og um margt ólíkar því sem við eigum að venjast. Mestum tíma eyddum við í Palermo, sem státar af mörgum fallegum byggingum, og á ströndinni. Við ferð- uðumst til Catania, næststærstu borgar eyjarinnar, sem stendur við rætur Etnu og á þeim hluta Sikil- eyjar sem er næst Ítalíuskaganum. Borgin hefur farið undir hraun oftar en einu sinni eftir gos í Etnu, en verið byggð upp jafnharðan aftur. Fyrir okkur var Etna eins og stækkuð út- gáfa af Heklu, en ekki eins falleg. Við ferðuðumst líka til Cefalu, sem er bær nærri Palermo og státar m.a. af gömlum og vel við höldnum bæj- arhluta, sem gaman er að ganga um. Allir þessir staðir státa af strandlífi og eru strandirnar stórar með hvít- um sandi svo langt sem augað eygir. Börnin okkar þrjú upplifðu ferða- lagið allt sem mikið ævintýri. Þeim fannst gaman að taka þátt í daglegu lífi Sikileyjarbúa og pitsurnar voru þær langbestu sem þau höfðu smakk- að. Þá fannst þeim virkisveggurinn umhverfis húsið afar framandi og á sama tíma fannst Ítölunum húsið okkar illa varið. Við mælum hiklaust með svona ferðafyrirkomulagi. Við kynntumst nýjum siðum og venjum, sem við vorum í snertingu við allan tímann, og ævintýrin voru aldrei langt undan.“ Gagnlegar slóðir: www.intervac.is http://213.82.254.66/ tourpass/eng/collega- menti.htm www.regione.sicilia.it/turismo/ web_turismo/ www.sicilia.indettaglio.it/eng/ index.html www.comune.palermo.it/ site.htm Ítalía, ítalskur matur og ítölskmenning heillar sífellt fleiri.Ekkert er auðveldara en aðsameina þetta allt í einni ferð og læra að elda ítalskan mat um leið og maður nýtur menningarinnar og landslagsins og samvista við íbúana. Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða upp á svokallaðar matarferðir út um allan heim. Eitt slíkt, The International Kitchen, hefur starfað í 10 ár og býður upp á matarferðir til Frakklands og Ítal- íu. Hægt er að velja um ótrúlegan fjölda áfangastaða, allt eftir áhuga hvers og eins. Eins er hægt að velja hvort maður vill læra að elda hjá gamalli ömmu eða matreiðslumeist- ara sem hlotið hefur hina eftirsóttu Michelin stjörnu og allt þar á milli. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að hafa ekki græjur með því þær eru útvegaðar. Miðað er við 8–12 manna hópa og fer kennslan fram á ensku. Matreiðslunámskeiðin eru haldin við ýmsar aðstæður svo sem í sögu- frægum þorpum, á bóndabæjum, lúxushótelum og venjulegum heim- ilum sem mörg hver eru staðsett í fallegu umhverfi. Sem dæmi um hvað er boðið er upp á má nefna námskeiðið Mat- argerð í Suður-Toskana sem haldið er í Chianciano í Toskana-héraði. Á svæðinu eru ræktuð vel þekkt vín, Montalcino og Montepulciano og pecorino-ostarnir frá Pienza. Fjöldaferðamennska er svo til óþekkt í þessum hluta Toskana og veitingahús bjóða upp á ferskan hefðbundinn mat frá svæðinu. Námskeiðið fer fram á Palazzo Bandino, heimili fjölskyldu sem sér um það. Þar fá þátttakendur ein- mitt að kynnast þessum hefðbundna mat og læra að elda hann. Til þess nota þeir hráefni sem yfirleitt er ræktað á sjálfri landareigninni, ólíf- ur, grænmeti og ávexti sem öllum er frjálst að tína beint af trjánum. Kennslan er í höndum Luciano Benocci, sem er vel þekktur mat- reiðslumeistari á svæðinu og deg- inum er eytt við matreiðslu eða í ferðir um svæðið til að kynnast því nánar. Þetta námskeið er í boði frá því í mars og fram í nóvember og stend- ur yfir í viku. Nokkur námskeið eru þegar uppseld. En allar upplýs- ingar um verð og dagskrá er að finna á heimasíðu The International Kitchen. Á Netinu er að finna fjöldann allan af fyrirtækjum sem bjóða upp á matarferðir víða um heim. Eldað í sumar- leyfinu Morgunblaðið/Ómar Matargerð: Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða matarferðir um allan heim þar sem ferðamenn læra að elda af heimamönnum.  The International Kitchen One IBM Plaza 330 N. WabashSuite #3005 Chicago, IL 60611 Sími: 312-726-4525 Fax: 312-803-1593 Veffang: www.theinternational- kitchen.com/ Netfang:info@theinternational- kitchen.com asdish@mbl.is Rússlandsferð Ferðaskrifstofan Bjarmaland skipu- leggur sumarferð til tveggja stærstu borga Rússlands í byrjun júní í sumar. Flogið verður til Stokkhólms og þaðan til Moskvu. Farið verður í sveitaferð til klausturborgarinnar Sergiev Possad (áður Zagorsk) sem er 75 km fyrir norðan höfuðborgina. Seinni hluta ferðarinnar verður varið í Pétursborg en þangað verður farið með járnbraut- arlest. Það markverðasta sem þar er að sjá er Hermitage-listasafnið sem áður var vetrarhöll keisarafjölskyld- unnar og sumarhöllin fyrir utan borg- ina, „Péturshof“, auk minja um heims- styrjöldina síðari og Leníngradumsátrið. Sérstök ferðakynning verður haldin í Reykjavík um mánaðamótin mars–apríl 2004, sem verður nánar auglýst síðar. Bretland – Frakkland Heimsferðir bjóða einnig upp á ferð um söguslóðir ólíkra tíma og menningar í Bretlandi og Frakk- landi 4. til 15. júní. Í ferðinni gefst tækifæri á að kynnast samfélagi, listum, bókmenntum og náttúru þessara tveggja gamalgrónu menningarríkja. Flogið til Bret- lands og dvalið í 2 nætur í Strat- ford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares. Þaðan er haldið til Plymount á suðurströnd Bretlands og gist í tvær nætur. Kynnisferðir eru í boði meðal annars til Stone- henge og Glastonbury. Á fimmta degi er siglt yfir Ermarsundið til Frakklands. Gist í nágrenni St. Malo í fimm nætur. Kynnisferðir til Mt. Saint Michel, Bayeux, Omaha, Ca- en, og til Paimpol á slóðir franskra sæfara sem sóttu Íslandsmið fyrr- um. Í lok ferðarinnar er dvalið í Par- ís í þrjár nætur. Fararstjóri er Lilja Hilmarsdóttir.  Nánari upplýsingar um ferð til Bretlands og Frakklands Heimsferðir Skógarhlíð 18 Sími: 595 1000 Fax: 595 1001 Netfang: victoria@heims- ferdir.is Veffang: www.heimsferdir.is  Nánari upplýsingar um Rúss- landsferðina: Haukur Hauksson fararstjóri Farsími: 007 916 125 12 90. Eða á netfanginu bjarma- land@strik.is. Veffang: www.austur.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.