Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 37 V erslun með konur og stúlkubörn, eða það sem við í daglegu tali köllum mansal, er eitthvað sem margir tengja við þrælahald fyrri alda, en er engu að síður blákaldur veruleiki í Evrópu og annars staðar í heiminum árið 2004. Mansal er sú alþjóðlega glæpa- starfsemi sem fer mest vaxandi í heiminum í dag að mati al- þjóðastofnana, sem við vandann glíma. Ríki heims eru í vaxandi mæli að vakna til vitundar um hversu umfangsmikil þessi vel skipulagða glæpastarfsemi er orðin. Í Evr- ópu hefur mansal vaxið hröðum skrefum eftir fall járntjaldsins og í kjölfar upplausnar vegna átak- anna á Balkanskaga. Skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér þenn- an jarðveg auk fátæktar og bágr- ar stöðu kvenna í viðkomandi ríkjum. Fjórar milljónir manna seldar árlega Sem dæmi um umfang vandans má nefna að allt að fjórar millj- ónir manna, einkum konur og börn, eru seldar mansali á hverju ári í heiminum að mati al- þjóðastofnana og frjálsra fé- lagasamtaka. Erfitt er að nefna nákvæmar tölur um mansal en leynd hvílir yfir þessari glæpa- starfsemi sem jafnframt tengist annarri alþjóðlegri glæpastarf- semi eins og ólöglegri vopnasölu og fjármögnun hryðjuverka. Einn aðalvandinn er að fyrir harðsvíraða glæpamenn er eftir miklu að slægjast í þessum efn- um. Áætlað er að hagnaður af mansali nemi fimm til sjö millj- örðum bandaríkjadala ár hvert. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín áætlar að á hverju ári verði á annað hundruð þúsund einstaklingar í Suðaustur- Evrópu fórnarlömb mansals. Þetta eru óhugnanlegar tölur sem segja sína sögu um umfang vand- ans, en að baki þeim býr mann- legur harmleikur og þjáningar. Fórnarlömbin aðallega konur og litlar telpur Fórnarlömb mansals eru að- allega konur og litlar telpur frá fátækum ríkjum sem þvingaðar eru til kynlífsþrælkunar. Glæpa- samtök nýta sér fátækt og lítil at- vinnutækifæri kvenna og oft eru fórnarlömbin blekkt með auglýs- ingum um vinnu erlendis sem síð- an reynist þegar á staðinn er komið vera þvingað vændi eða nauðungarvinna á vegum skipu- lagðra glæpasamtaka. Þekkt kvik- mynd sænska kvikmyndaleik- stjórans Lukas Moodyson ,,Lilya 4-ever“ lýsir tilfelli mansals til Svíþjóðar á raunsæjan og átak- anlegan hátt, þar sem fórn- arlambið er neytt til að stunda vændi og á engrar undankomu auðið. Enginn er samur eftir að hafa séð þá kvikmynd. Hvað er til ráða? Alþjóðasamfélagið hefur á und- anförnum árum brugðist við vandamálinu með því að efla að- gerðir sínar gegn mansali og má þar sérstaklega nefna samning Sameinuðu þjóðanna gegn al- þjóðlegri og skipulagðri glæpa- starfsemi og viðauka hans um verslun með manneskjur, einkum konur og börn. Skilvirk alþjóðleg samvinna og upplýsingamiðlun á milli héraða, ríkja, alþjóðastofn- ana og frjálsra félagasamtaka, er nauðsynleg til að hægt sé að vinna bug á mansali. Slík sam- vinna miðar einnig að því að man- sal sé gert refsivert í refsilöggjöf ríkja og að glæpamenn sem slíka iðju stunda séu leiddir fyrir lög og rétt. Einnig verður að leggja áherslu á að styrkja lagalegu stöðu fórn- arlamba mansals og vitnavernd. Nefna má að ýmsir þjóð- arleiðtogar lögðu áherslu á hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali í ávörpum sínum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á síðastliðnu ári, t.d. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og norrænir starfs- bræður hans. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á allsherj- arþinginu að ,,sérstök illska væri fólgin í misnotkun þeirra sem minnst mættu sín.“ Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á mannréttindi kvenna og barna á alþjóðlegum vettvangi. Hvað varðar baráttuna gegn man- sali ber þar sérstaklega að nefna sameiginlegt átak jafnréttis- og dómsmálaráðherra Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna til að sporna við mansali en í því felst markviss kynning á vandamálinu meðal al- mennings í þessum lönd- um. Einnig hefur Ísland beitt sér á virkan hátt í baráttunni gegn mansali á vettvangi ÖSE, en innan þeirrar stofnunar fer fram margþætt starf á sviði átakavarna, öryggismála auk eflingar lýðræðis og mann- réttinda í aðildarríkjunum, sem eru fimmtíu og fimm talsins. Ráðstefna í næstu viku Það er sérstakt ánægjuefni að geta greint frá því að utanrík- isráðuneytið, í samvinnu við dóms- og kirkjumálaráðuneytið, mun hinn 19. mars nk. standa fyr- ir ráðstefnu í Norræna húsinu þar sem fjallað verður um barátt- una gegn mansali í alþjóðlegu samhengi. Þar verður lögð sér- stök áhersla á aðgerðir ÖSE gegn mansali og kynlífsþrælkun kvenna í aðildarríkjunum en stofnunin hefur eflt aðgerðir sínar gegn vandamálinu að undanförnu. Einnig verður gerð grein fyrir ár- angri af starfsemi sérstaks al- þjóðlegs ráðgjafar- og vinnuhóps gegn mansali sem starfar á veg- um Stöðugleikasáttmálans fyrir Suðaustur-Evrópu (Stability Pact) og vinnur náið með viðkomandi ríkjum. Sérstakir erlendir gestir ráð- stefnunnar verða Stephan Minik- es, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá ÖSE, og dr. Helga Konrad, formaður ofangreinds vinnuhóps, og munu þau flytja þar ávörp. Á ráðstefnunni verður ennfremur fjallað um hvernig Ísland geti lagt sitt af mörkum til að stemma stigu við þessari glæpastarfsemi. Meginmarkmiðið með ráðstefn- unni er að hvetja til aukinnar um- ræðu og efla vitund almennings um mansal, auk þess að kynna al- þjóðlegar aðgerðir gagnvart vandamálinu. Í mansali felst al- varlegt brot á grundvallarmann- réttindum einstaklinga. Að konur og stúlkubörn séu seld mansali til kynlífsþrælkunar eða vændis er eitthvað sem ekki á að eiga sér stað, hvergi. Það er því skylda okkar Íslend- inga að taka virkan þátt í al- þjóðlegu samstarfi gegn mansali og aðstoða samfélag þjóðanna til að uppræta þessa ömurlegu glæpastarfsemi. Baráttan gegn mansali Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Að konur og stúlkubörnséu seld mansali til kyn- lífsþrælkunar eða vændis er eitthvað sem ekki á að eiga sér stað, hvergi. ‘ Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. landi. nar bætt kja að endis. narhætti sem þau ds eða gum og sveitar- heild framt agaforma rst um sem essar ndi til nberra triðum gunum nberra að ríkið væði í að il að auka a þeirra frekar ð laga ningum lög er að álfur fyr- stjórn- kaðs- um frá hvaða leiðbeiningum þau fylgja. Ef þau fylgja ekki tilteknum leiðbeiningum munu markaðsaðilar óska eftir skýringum á því. Þessi aðferð hefur verið nefnd „fylgið eða útskýrið“ (e. comply or explain). Eðlilega kann aðhald á óskráð félög að vera minna hvað þessar leiðbeiningar varðar en þó munu hluthafar þeirra án efa sjálfir setja sér markmið um stjórn- arhætti og lánveitendur óskráðra fyrirtækja kunna jafnframt að óska eftir því að leiðbeiningunum sé fylgt. Hvati einstakra fyrirtækja til þess að framfylgja leiðbeiningum um góða stjórnarhætti er fyrst og fremst sá að fjárfestar og lánveit- endur sýna þessum fyrirtækjum meiri áhuga en öðrum. Ýmsar at- huganir í Bretlandi hafa sýnt að fjárfestar eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutabréf í fyr- irtækjum sem framfylgja leiðbein- ingum um góða stjórnarhætti. Þannig fara hagsmunir fyrirtækj- anna og fjárfestanna saman. Eðlilegt er að skoða með reglu- bundnum hætti lagaumhverfi við- skiptalífsins með hliðsjón af breytt- um aðstæðum og reynslu. Ástæða er þó til að gefa viðskiptalífinu svig- rúm til þess að sinna sjálft hlutverki eftirlitsaðila eins og reynt er með þeim leiðbeiningum sem kynntar verða á mánudag. Þannig er komið í veg fyrir að lög séu sett, sem taka ekki tillit til ólíkra aðstæðna og um- svifa fyrirtækja, og virki því íþyngj- andi á fyrirtækjarekstur almennt og geri félög að síðri fjárfestingarkosti. Í fjölmiðlum hérlendis hefur komið fram að í nágrannalöndum okkar eins og Svíþjóð sé nú stefnt að laga- setningu um stjórnarhætti fyr- irtækja í stað almennra leiðbein- inga. Þetta er rangt. Nær alls staðar í nágrannalöndunum er byggt á leið- beiningum um stjórnarhætti sem viðbót við þá lagaumgjörð sem fyrir er. Sú vinna sem fram fer í Svíþjóð um stjórnarhætti fyrirtækja byggir á leiðbeiningum en ekki lagasetn- ingu en þó hefur komið fram að hafi þessar leiðbeiningar ekki tilætluð áhrif komi lagasetning til greina. Frumkvæði fyrirtækja Á aðalfundi Bakkavarar hf. fyrir skömmu lýstu forsvarsmenn fyr- irtækisins því yfir að fyrirtækið hefði tekið upp innri starfsreglur um stjórnarhætti sem m.a. fela í sér að allir hluthafar vita hvernig staðið er að ákvörðun um starfskjör stjórnenda og um innra eftirlit stjórnar. Það er til fyrirmyndar þegar íslensk fyrirtæki taka frum- kvæðið í þessum efnum. Íslensku útrásarfyrirtækin hafa einna mestu reynslu af leiðbeiningum um stjórn- arhætti fyrirtækja þar sem þau hafa kynnst slíkum leiðbeiningum í öðr- um löndum. Viðskiptalífið hefur tekið frum- kvæði með þeim leiðbeiningum um stjórnarhætti sem kynntar verða á mánudag. Það er mikið í húfi fyrir viðskiptalífið að vel takist til um eft- irfylgni þessara leiðbeininga þannig að auka megi traust hluthafa morg- undagsins gagnvart fyrirtækja- starfsemi og koma í veg fyrir íþyngjandi lagasetningu. morgundagsins ’ Íslenskt viðskiptalíf vill axla ábyrgð íþví aukna frelsi sem ríkir í viðskiptum. Fyrirtæki verða að sýna hluthöfum virð- ingu og hlúa að samskiptum við við- skiptavini og þjóðfélagið í heild. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. skort og RÚV t út í kaði, þar naður og gast á dum á undan annig al- æðum í la í land- laráð- ngar- til um- fjöllunar á vettvangi Bandalags íslenskra listamanna. Þannig sagði Björn Bjarnason á samráðsfundi með stjórn BÍL, hinn 17. janúar árið 2002: „Brýnt er að RÚV skilgreini starfsemi sína sem menningarstarf til að ríkisrekstur sé forsvaranlegur, m.a. vegna um- ræðna í þjóðfélaginu um stofnunina og reglna ESB um ríkisrekstur og samkeppnismál.“ Tómas Ingi Olrich spilaði á svip- aða strengi á málþingi um menn- ingarhlutverk RÚV, sem BÍL boð- aði til í Þjóðmenningarhúsinu, hinn 14. apríl sama ár. Hann sagði meðal annars: „Gild rök standa til þess að reka hér ríkisljósvakamiðil og enn gildari rök standa til þess að sá miðill leiti allra leiða til að vera framsækinn en þó umfram allt far- vegur fyrir þau framsæknu öfl í þjóðfélaginu sem hafa gert menn- ingu og menningarviðleitni að ein- um mesta vaxtarbroddi íslensks þjóðlífs.“ Það er ljóst á þessum ummælum að menningarhlutverk RÚV er í kjarna þeirrar þjónustu sem það á að veita og sú réttlæting á starf- semi þess og fjármögnun sem rík- ust er og veigamest. Að tilhlutan Bandalags íslenskra listamanna og félaga í kvikmynda- gerð var tekin saman skýrsla um stöðu leikins efnis í sjónvarp á Ís- landi og gefin út af Aflvaka í júní árið 2002. Þar var lagður hugmyndalegur grunnur að sjónvarpsmyndasjóði, sem síðan var stofnaður sem þriðji sjóður kvikmyndasjóðs, með nýjum lögum um Kvikmyndamiðstöð Íslands, frá 1. janúar 2003. Í kjölfarið gætti mikillar bjart- sýni meðal kvikmyndagerð- armanna og listamanna almennt. Menn vildu trúa því að nú væri komið að þeim vatnaskilum að þjóð- in teldi sig loks geta staðið að fram- leiðslu vandaðra leikinna sjón- varpsmynda. Mönnum er þó farið að súrna nokkuð í augum, þar sem sjóðurinn hefur aðeins fengið brot af því fjár- magni sem áætluð þörf kvað á um. Miklu varðar að sjóðurinn verði efldur á næstu árum. Fyrirkomulag styrkveitinga er þannig háttað að vilyrði frá sjón- varpsstöð um kaup á efni verður að liggja fyrir, sem forsenda þess að fjármagn fáist úr sjóðnum. Vilyrðið þarf ekki að koma frá RÚV – allar innlendar sjónvarpsstöðvar sem hyggja á kaup á íslensku efni eru gjaldgengar og þetta er veigamikið atriði í jöfnun samkeppnisstöðu einkarekinna sjónvarpsstöðva gagnvart RÚV. Þarna sem annars staðar hefur RÚV þó yfirburða- stöðu og því ekki undarlegt að kvik- myndagerðarmenn geri væntingar til RÚV í þessum efnum, umfram aðrar stöðvar. Þetta fyrirkomulag ætti líka að vera einkar aðgengilegt fyrir RÚV í þeim margumtalaða fjárhags- vanda sem steðjar að stofnuninni, enda framlag sjónvarpsstöðva að- eins hluti framleiðslukostnaðar. Í því ljósi er afstaða yfirmanna RÚV enn undarlegri. Sú spurning hlýtur að verða æ áleitnari, hvort við sem þjóð ætlum að vera þiggjendur á sjónvarps- markaði til frambúðar, ef undan eru skildar fréttir, íþróttir, auglýs- ingar og afþreyingarefni og láta okkur nægja að spegla okkur í veruleika annarra þjóða og menn- ingarsamfélaga, eða hvort tími er kominn til að snúa vörn í sókn og láta umræðu undanfarinna daga, mánaða og ára, verða aflvaka að- gerða í þágu metnaðarfullrar dag- skrárgerðar og þar með samkeppn- ishæfni íslenskrar menningar, heima og heiman. andi Höfundur er leikkona og forseti Bandalags íslenskra listamanna. Morgunblaðið/Jim Smart vill snúa vörn í sókn og spyr hvers vegna Ríkisútvarpið treysti sér ekki til að sinna endum viðunandi framboð á vönduðu innlendu dagskrárefni. þessum ummælum að erk RÚV er í kjarna þeirrar að á að veita og sú réttlæt- þess og fjármögnun sem gamest. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.