Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ENGINN þarf að velta því fyrir sér hver sigri í forsetakosningunum í Rússlandi á morgun, sunnudag. Allar skoðanakannanir spá Vladímír V. Pútín forseta 70–80% atkvæða. Svo mikils álits nýtur hann að í könnun sem sagt er frá í þýska tímaritinu Der Spiegel svarar um helmingur nei þegar spurt er hvort eitthvað sé nei- kvætt í fari forsetans. Aðeins 15% að- spurðra telja að Pútín hafi gripið til réttra aðgerða gegn vandamálum þjóðarinnar en þeir bera samt traust til hans - og vona. Keppinautar forsetans eru alls fimm en margir þekktir leiðtogar ákváðu að hunsa kosningarnar. Öfl- ugastur hefur verið í könnunum Sergei Glazíev, 43 ára hagfræðingur sem berst gegn einkavæðingu en hann hefur þó verið með innan við 10% fylgi. Hann fékk þar að auki ekki flokk sinn til að styðja sig fremur en hin frjálslynda, hálf-japanska Írína Kakamada sem styður einkavæðingu og hefur beitt sér gegn einræð- istilburðum Pútíns. Önnur forsetaefni hafa verið bljúg- ari, til dæmis forseti efri deildar þingsins, Sergei Mírónov en hann er gamall félagi Pútíns. En af hverju þá að bjóða sig fram? „Ég trúi því í einlægni að keppi- nautar í kosningum geti verið ann- aðhvort andstæðingar eða ekki and- stæðingar. Ég er ekki andstæðingur Pútíns,“ segir Mírónov. Komm- únistar og flokkur þjóðernis- pópúlistans Valdímírs Zhírinovskís, bjóða fram nær óþekkta menn. Það eina sem veldur Pútín áhyggjum er að kjörsóknin gæti orðið innan við 50% og þá yrði hann ekki löglega endurkjörinn. Kjósa yrði á ný. Kjörsóknin var aðeins 56% í þing- kosningunum í desember og þá ríkti nokkur spenna um úrslitin. En breska tímaritið The Economist gef- ur í skyn að menn Pútíns muni ekki hika við að reyna að lagfæra tölurnar til að ná 50% markinu. „Pútín er forseti vonarinnar,“ segir félagsfræðingurinn Júrí Levada sem telur að það muni taka tvær kynslóðir að byggja upp rússneskt samfélag þar sem almenningur krefst einhvers á borð við raunverulegt tjáning- arfrelsi, fjölflokkakerfi og gegnsæi í ákvörðunum. Pútín tók við af Borís Jeltsín á ný- ársdag árið 2000. Margt hefur lagast í tíð hans, laun og eftirlaun eru nú yfirleitt greidd á réttum tíma, innheimta skatta gengur betur en fyrr eftir umfangsmiklar endurbætur og ein- földun á skattkerfinu. Margir Rússar kvarta undan spillingu og lélegri stjórn en undanskilja Pútín. „Hann getur ekki fylgst með öllu sem ger- ist,“ er viðkvæðið. Þannig var algengt að almenningur ræddi um jafnt Stalín sem keisarana í tíð þeirra. Leiðtoginn var góður og vildi vel, undirmennirnir vondir. Mannfallið í Tétsníu veldur þó mörgum sorg en fjölmiðlar hunsa að miklu leyti slíkar raddir. Stjórnmálaskýrendur segja að al- þýðuvinsældir Pútíns megi einkum skýra með því að hann hefur komið á stöðugleika og ráðist gegn óvinsæl- ustu auðkýfingunum, olígörkunum svonefndu, sem notuðu tækifærið í upplausninni á tíunda áratugnum og lögðu undir sig mikinn hluta þjóð- arauðsins, oftast með bellibrögðum og óhrjálegum baktjaldasamningum við Jeltsín. Nú eru sumir þeirra búnir að flýja land eða sitja í fangelsi. Rússneskur almenningur er tor- trygginn á lýðræðið eftir slæma reynslu, einkum á síðustu árum Jelts- íns. Gerð var könnun í fyrra þar sem fram kom að aðeins 30% Rússa telja lýðræðið ávallt besta stjórnarformið. En í könnun í öllum Afríkulöndum fyrir fáeinum árum var meðaltals- stuðningurinn við þá fullyrðingu 69%, segir í grein í breska ritinu Prospect. Ósanngjörn gagnrýni? Tveir Rússlandssérfræðingar við bandaríska háskóla, Andrei Shleifer og Daniel Treisman, rituðu nýlega grein í Moscow Times sem gefið er út á ensku í Moskvu. Þeir gagnrýna þar hömlurnar á fjölmiðlafrelsi og fleira en benda samt á að miðað við sögu- legar forsendur og þjóðarframleiðslu komi Rússar ekki illa út í samanburði við þjóðir með svipaðar þjóðartekjur, t.d. Mexíkóa, Brasilíumenn, Malas- íumenn og Króata. Ástandið sé eðli- legt, þegar tekið sé tillit til erfiðleik- anna og ef til vill hafi menn gert sér of miklar væntingar fyrst eftir hrun Sovétríkjanna 1991. ekki sé hægt að búast við að samfélagið verði á svip- stundu eins og vestræn lýðræðissam- félög. Margt horfi nú til framfara í Rúss- landi, segja þeir. Æ fleiri eignist nú ýmis nauðsynleg heimilistæki og bíla og þótt það sé rétt að fáeinir auðkýf- ingar með góð sambönd ráði miklu sé sama upp á teningnum í sambæri- legum, fátækum löndum. Og þrátt fyrir græðgi olígarkanna hafi þeir oft lagt grunn að nútímalegum rekstri. Þjóðarframleiðsla hafi minnkað um 40% fyrstu sex árin eftir fall Sov- étríkjanna en hafi vaxið um 24% eftir að stórfyrirtæki voru einkavædd. Einnig benda þeir á að kjörsókn hafi í fyrra verið meiri en í síðustu kosn- ingum í Bandaríkjunum. Rússar aftur farnir að hvísla? Á síðustu árum hefur hækkandi verð á olíu á heimsmarkaði valdið því að lífskjör Rússa hafa batnað veru- lega, einkum í stórborgunum. Annað sem lagði, þrátt fyrir allt, grunn að bættri stöðu fyrirtækja er hrun rúbl- unnar 1998, það gerði erlendar vörur dýrari en innlendar. En andstæðingar Pútíns, þeir sem fá að tjá sig, hika ekki við að velja honum hin verstu orð. Þeir segja að búið sé að endurreisa sovétkerfið, að þessu sinni án kommúnisma en með flokkseinræðinu. Hvarvetna sé þrengt að mannréttindum þótt vissu- lega fái fólk að nota Netið og fáeina frjálsa fjölmiðla, fólk er heldur ekki handtekið og skotið án dóms og laga. „En fólk í Rússlandi er aftur farið að hvísla,“ segir Írína Kakamada, einn af keppinautum Pútíns. Óvinur „forseta vonar- innar“ er áhugaleysið Pútín er sakaður um einræði en flestir Rússar hylla hann kjon@mbl.is Vladímír Pútín ’Gerð var könnun ífyrra þar sem fram kom að aðeins 30% Rússa telja lýðræðið ávallt besta stjórn- formið. ‘ ÞING Suður-Kóreu vék í gær Roh Moo-Hyun, forseta landsins, úr embætti fyrir meint brot á kosningalögum, spillingu og vanhæfni. Embættissviptingin á sér ekkert fordæmi í sögu S-Kóreu og kom til nokkurra ryskinga í þingsalnum, eins og hér sést, þegar gengið var til at- kvæða um tillöguna til embættismissis. Alls greiddu 193 fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem meirihluta hefur á s-kóreska þinginu, atkvæði með til- lögunni, tveir voru á móti. Atkvæði tveggja þriðju hluta þingheims þurfti til þess að tillagan yrði samþykkt. 47 þingmenn Uri-flokksins, sem styður Roh, greiddu ekki atkvæði og hrópuðu þeir slagorð gegn þingmeiri- hlutanum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Málið fer nú fyrir stjórnmáladómstól landsins. Forseti Suður-Kóreu sviptur embætti AP EINN af Bretunum fimm, sem ný- komnir eru heim eftir að hafa verið fangar Bandaríkjamanna í Guant- anamo á Kúbu í tvö ár, segir í viðtali sem birtist í gær að hann hafi ítrekað mátt þola barsmíðar. Þá hafi Banda- ríkjamenn einnig beitt fanga sína sál- rænu harðræði. Jamal al-Harith er þrjátíu og sjö ára gamall Breti og var handtekinn af snemma árs 2002 í Afganistan. Daily Mirror birti í gær einkaviðtal við al-Harith en þar seg- ist hann alls engin tengsl hafa haft við hryðjuverkamenn. Al-Harith kom heim til Bretlands á þriðjudag en ásamt honum slepptu Bandaríkjamenn fjórum öðrum mönnum sem hafa breskan ríkis- borgararétt. Fjórir Bretar eru enn í Guantanamo en alls eru þar hafðir í haldi um 650 manns. Létu vændiskonur berhátta til að valda föngunum hugarangri Al-Harith var skírður Ronald Fiddler, foreldrar hans eru frá Ja- maíku en hann snerist til íslam og skipti þá um nafn. Hann segir í við- talinu í Daily Mirror að hann hafi oft hafa mátt una því að vera hlekkjaður í lengri tíma á meðan á dvölinni í Gu- antanamo stóð. Þá hafi bandarískir herlögreglumenn barið hann eftir að hann hafnaði lyfjagjöf með sprautu. Al-Harith segir að Bandaríkja- menn hafi ítrekað niðurlægt strang- trúaða múslíma, sem haldið var föngnum í búðunum, með því að fá í heimsókn þangað vændiskonur sem síðan var falið að berhátta sig fyrir framan valda fanga. „Ég veit um tíu slík atvik. Svo virtist sem þeir beittu einkum unga menn þessum brögð- um, það voru einkum menn sem vitað var að væru afar trúaðir sem lentu í þessu,“ sagði al-Harith. „Mest áhersla var lögð á það í Gu- antanamo að veikja þig andlega. Bar- smíðarnar voru aldrei eins slæmar og sálrænu pyntingarnar,“ sagði al-Ha- rith. Nefnir hann sem dæmi að jafn- an hafi verið skrúfað fyrir vatn þegar bænastundir múslíma runnu upp „til að við gætum ekki þvegið okkur í samræmi við reglur trúar okkar“. Al-Harith er frá Manchester og er fráskilinn, þriggja barna faðir. Hann segir í viðtalinu að aðstæður fanga í Guantanamo hafi almennt verið slæmar og að fangar hafi lítilla rétt- inda notið. „Þeir sögðu reyndar ein- mitt þetta: hér njótið þið engra rétt- inda,“ sagði al-Harith um fangaverðina bandarísku. Al-Harith segist hafa flogið til Pakistans síðla árs 2001 í því skyni að nema fræði Kóransins. Síðan hafi hann ætlað að ferðast með flutninga- bíl til Tyrklands en bíllinn fór hins í gegnum Afganistan án þess að hann vissi að það stæði til. Al-Harith segir að við komuna til Afganistans hafi hann verið fangelsaður af talibönum sökum þess að hann hafði breskt vegabréf meðferðis. Seinna hand- tóku Bandaríkjamenn hann. „Þegar Bandaríkjamennirnir yfir- heyrðu mig spurðu þeir: hvers vegna ertu svo hreinn? Við erum búnir að grennslast fyrir um þig hjá Interpol og getum ekki einu sinni fundið sönn- un þess að þú hafir verið sektaður um umferðarlagabrot um ævina,“ sagði al-Harith í viðtalinu. „Ég svaraði: Það er af því að ég hef aldrei brotið neitt af mér um ævina.“ Ásakanir um andlegar pyntingar Breti, sem var sleppt úr Guant- anamo-búðunum, segir sögu sína London. AFP, AP. RÚSSNESKIR leitarmenn á þyrl- um hafa fundið merki um tjaldstað og för eftir skíði á ísbreiðunni á Norður-Íshafinu, og eykur það vonir um að finnsk kona, Dominick Ardu- in, sem er ein síns liðs á leið á norð- urpólinn, sé heil á húfi. Ekkert hefur heyrst frá henni í viku. Reijo Hietanen, forstjóri finnsku auglýsingastofunnar sem sér um vefsíðu Arduins, sagði að sést hefðu ummerki eftir Arduin á íshellunni og því væri virtist hún hafa komist heilu og höldnu 55 km leið sem hún hugð- ist fara á kajak frá Mís Arktitséskíj- skaga á N-Íshafsströnd Rússlands og að íshellunni og halda síðan för- inni áfram á skíðum. Arduin er 43 ára, hún reyndi að komast á pólinn í fyrra en varð að gefast upp. Týndi pólfarinn í Rússlandi Ummerki eftir Arduin Helsinki. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.