Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „FJÓRFLOKKURINN verður að minnka og við að stækka,“ sagði Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, við upphaf málþings og landsráðsfundar Frjálslynda flokksins á Hótel Loftleiðum í gær. „Með fleiri flokkum kemst á virkara lýðræði,“ sagði hann og minnti á að lengi hefðu stjórnmál á Íslandi ein- kennst af fjórflokknum svokallaða. „Flokksvald ríkisstjórnarflokksins sem ævinlega keyrir fram sín mál er vont,“ sagði hann síðan. „Áratuga völd sömu flokka minna á flokksræði gamla Sovétsins; ráðstjórn sem ræð- ur þinginu og afgreiðir aðeins sín mál. Góð mál stjórnarandstöðu eru fótum troðin árum saman en efni þeirra að hluta einstöku sinnum sett í ráð- herrafrumvörp löngu síðar.“ Guðjón sagði að til þess að brjóta upp veldi fjórflokksins yrði Frjáls- lyndi flokkurinn að halda velli og stækka yfir 10 prósenta fylgi. Flokk- urinn ætti að stefna að tólf prósenta fylgi. „Markmið okkar er að breyta völdum í íslensku þjóðfélagi og ná þeim áhrifum að veldi fjórflokksins verði minna og að hér þurfi í framtíð- inni að taka mið af sjónarmiðum fleiri stjórnmálaflokka. Sem sagt, að lýð- ræði verði meira, en flokksræði og ráðherravald minna.“ Þátttakendur á málþingi flokksins munu starfa í málefnahópum í dag og verður rætt um niðurstöðu hópanna síðdegis. Þá hefst jafnframt lands- ráðsfundur flokksins, en landsráð er skipað af miðstjórn og sex fulltrúum tilnefndum af hverju kjördæmis- félagi. Stefnir að þátttöku í sveit- arstjórnarkosningum 2006 Guðjón sagði í setningarræðu sinni að flokkurinn teldi brýnt að taka í auknum mæli þátt í sveitarstjórnar- málum. Sagði hann að flokkurinn stefndi að framboði til sveitarstjórn- arkosninga vorið 2006. „Það eru svo ótal mörg hagsmunamál landsmanna sem ráðast í sveitarstjórnum. Verk- efnum hjá sveitarfélögum fjölgar á næstu árum og því telur flokkurinn brýnt að beita sér af auknum krafti á þeim vettvangi. Frjálslyndi flokkur- inn stefnir að framboðum til sveitar- stjórnarkosninga vorið 2006 með list- um í eigin nafni og/eða í samstarfi við aðra stjórnmálaflokka samkvæmt ákvörðun miðstjórnar og í fullu sam- ráði við kjördæmisfélög á hverjum stað.“ Guðjón ítrekaði að stefna flokksins væri aukið lýðræði og valddreifing – bæði í sveitarstjórnum og í landsmál- um. „Það er ljóst að sveitarfélögum mun halda áfram að fækka enda í takt við betri samgöngur innan land- svæða. Sveitarfélögin þurfa að stækka til þess að takast á við ný verkefni á fleiri sviðum sem færð verða til þeirra á næstu árum. Þar má nefna öldrunarmál og málefni geð- fatlaðra sem líkleg verkefni sem færð verða frá ríki til sveitarfélaga. Síðan er einnig líklegt að viðhald og vetr- arsamgöngur vega innan stærri sveitarfélaga færist til þeirra þó ný- byggingar vega, brúa og jarðganga verði áfram hjá ríki.“ Efla byggð til sjávar og sveita Guðjón gerði stefnumál flokksins einnig að umtalsefni og vísaði því á bug að flokkurinn væri einungis kvótaflokkur eins og stundum væri haldið fram. „Eins og þið sjáið, á lista sem hér liggur frammi yfir þingmál, hafa þingmenn Frjálslynda flokksins komið víða við í málflutningi sínum og flutt fjölda mála og tillögur af marg- víslegum toga. Þeir hafa einnig tekið virkan þátt í umræðum um ótal mála- flokka á Alþingi.“ Hann sagði að þingmenn hefðu þó einnig flutt þing- mál um stjórnun fiskveiða, m.a. þing- mál um aðskilnað veiða og vinnslu. Að lokum sagði Guðjón að flokks- menn tryðu því að hægt væri að skapa réttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna væri skipt meðal þeirra með sanngjarnari hætti en nú er. „Við viljum land sem er í byggð þar sem réttur fólks til búsetu um allt land er tryggður, kjósi það svo. Fólk hefur rétt til land- og sjáv- arnytja og jafnræði til þeirra lífsgæða að velja sér atvinnu. Ísland er vax- andi ferðamannaland og innan fárra ára verða ferðamenn á hverju ári tvö- falt fleiri en Íslendingar. Ef við ætl- um að efla ferðaþjónustuna þarf land- ið að vera í byggð, sem er forsenda þess að þjóna ferðamönnum.“ Hann sagði að höfuðborgin væri lands- byggðinni mjög verðmæt og að lands- byggðin væri borgarbúum verðmæt. Sagði hann síðan að það væri eitt meginhlutverk þeirra sem störfuðu í stjórnmálum að efla byggð til sjávar og sveita. Guðjón A. Kristjánsson setti málþing og landsráðsfund Frjálslynda flokksins Vilja brjóta upp veldi fjórflokksins Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lýsti í upphafi ræðu sinnar hryggð yfir hinum hörmulegu hryðjuverkum á Spáni. Bjóði fram til sveitarstjórna 2006 BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) tók til starfa hér á landi í gær þegar Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra opnaði skrif- stofu Miðstöðvar Sameinuðu Þjóð- anna. Auk UNICEF munu Félag Sameinuðu þjóðanna og UNIFEM (styrktarsjóður SÞ fyrir konur í þróunarlöndunum) heyra undir Miðstöðina en bæði félögin hafa starfað hér á landi um árabil. Að sögn Stefáns Inga Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Barnahjálpar SÞ á Íslandi, eru von- ir bundnar við að starfsemi Samein- uðu þjóðanna hér á landi verði sýni- legri með opnun Miðstöðvarinnar. „Við erum bjartsýn á að félögin geti stutt hvort annað og hjálpað hvort öðru í innra og ytra starfi. Sömu- leiðis er það von okkar að hægt verði að nota þennan stað sem upp- lýsingamiðstöð um þá starfsemi sem tengist Sameinuðu þjóðunum almennt og fólk geti leitað hingað til að fá upplýsingar, hvort heldur sem er um þessi þrjú félög eða Sam- einuðu þjóðirnar í heild.“ Hann segir starfið framundan mjög spennandi. „Undanfarin miss- eri hefur verið mikil umræða um þróunarmál og hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi. Við erum mjög spennt og bjartsýn á að þessi mið- stöð komi til með að spila þar ríku- legt hlutverk. Tvö félaganna eru mjög rótgróin hér á landi og þetta nýja félag er fulltrúi stærstu hjálp- arstofnunar í heimi fyrir börn þannig að þetta eru öflugir aðilar sem koma hér saman.“ Skrifstofa Miðstöðvarinnar er í Skaftahlíð 24 og verður opin á skrifstofutíma. Skrifstofa Miðstöðvar SÞ opnuð í gær Morgunblaðið/Golli Meðal gesta voru Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem opnaði skrifstofuna formlega. Þrjú öflug félög á einum stað ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá 1, hefur náð samningum um útsend- ingu á enska boltanum til næstu þriggja ára, og hefjast útsendingar næsta haust. Ekki er ljóst hvort sýnt verður í opinni eða læstri dagskrá. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps- félagsins, segir að verðið, sem og annar kostnaður við útsendingarn- ar, sé trúnaðarmál milli viðsemj- enda. Hann bendir á að aftur verði samið eftir þrjú ár og því sé ekki rétt að gefa upplýsingar sem muni gagnast samkeppnisaðilanum þá. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig dreifingin á efninu verður, en Magnús segir ljóst að það falli ekki að dagskrá Skjás 1 að setja allar útsendingar frá enska boltanum inn í dagskrá þeirrar stöðvar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvernig dreifingin á efninu verður,“ segir Magnús, og segir hann slíkrar ákvörðunar ekki að vænta fyrr en með vorinu. Hann segir þó að þetta verði ekki til að blása aftur lífi í hugmyndina um Skjá 2, sem hætti útsendingum nýlega. Passar ekki við dagskrá Skjás 1 Spurður hvort enski boltinn verði sýndur í heild sinni á Skjá 1 segir Magnús það ósennilegt, og telur líklegra að hann verði sýndur á annarri rás, a.m.k. að hluta til. „Ég held það myndi verða mjög truflandi fyrir þá dagskrá sem fyr- ir er. Það er ekki hægt að bæta þessu öllu inn á Skjá 1, ef það væri reynt myndi dagskráin sem er á Skjá 1 í dag – sem við erum mjög ánægð með – þá myndi hún rask- ast verulega,“ segir Magnús. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nákvæmlega hversu marga íþróttafréttamenn þurfi að ráða til að ráða við þetta nýja verkefni, en Magnús segir ljóst að verulegan fjölda þurfi að ráða. Boltinn ekki í netinu Sigurður G. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurljósa, segir að í raun sé enski boltinn ekki kominn í netið hjá Íslenska sjón- varpsfélaginu. Hann segir að nú hafi forsvarsmenn deildarinnar 30 daga til að staðfesta að Íslenska sjónvarpsfélagið ráði við verkið, geti gert boltanum nægilega vel skil og hafi fjárhagslegan styrk til að standa við tilboð sitt. Sigurður segir að Norðurljós hafi boðið 195 milljónir króna fyrir réttinn næstu þrjú árin, sem er 21% hærra en þeir hafa greitt síðustu þrjú ár. Hann segir ljóst að boð Íslenska sjón- varpsfélagsins hafi verið a.m.k. 10% hærra en það, annars hefði komið til annars útboðs. Ofan á það segir hann að bætast aðra eins upphæð fyr- ir gervihnattanotk- unn. „Þá værum við komnir í um 400 milljónir fyrir enska fótboltann [fyrir þriggja ára samn- ing]. Til að setja það í samhengi þá kostar fréttastofan okkar um 120 til 130 milljónir á ári, og nánast öll dagskrárgerð á Stöð 2 kostar á bilinu 450 til 500 milljónir á ári. Þannig að þetta verð er út úr kort- inu, og er óþekkt í knattspyrnu- heiminum í Evrópu,“ segir Sig- urður. Sigurður þvertekur fyrir að hann hafi áhyggjur af framtíðinni hjá Sýn, sem hefur sýnt enska boltann undanfarin ár. Hann segir að aðrar deildir sem stöðin sé með séu ekki nýttar til fullnustu, og áskrifendur hafi áhuga á góðum íþróttum, ekki bara enska bolt- anum. Norðurljós náðu á sínum tíma ensku knattspyrnunni af Ríkis- sjónvarpinu sem sýndi frá henni í mörg ár. Engar íþróttir hafa verið á Skjá einum fram að þessu en lík- ur eru á að nú verði breyting þar á. Ekki ljóst hvort boltinn verður í opinni dagskrá Íslenska sjónvarpsfélagið semur um sýningar á enska boltanum, en Norðurljós buðu líka í sýningarréttinn Magnús Ragnarsson Sigurður G. Guðjónsson KAUPFÉLAG Árnesinga hefur verið dæmt til að greiða Sparisjóði Mýrasýslu 30 milljónir króna með dráttarvöxtum og vaxtavöxtum, en upphæðin var tekin að láni af fyrr- verandi framkvæmdastjóra Hótel Selfoss. Forsvarsmenn Kaupfélags Ár- nesinga héldu því fram að fram- kvæmdastjórinn hefði ekki haft heimildir til að taka lánið, og hefði Sparisjóðnum átt að vera það full- ljóst þegar tekin var ákvörðun um að veita lánið. Þessu hafnaði Hér- aðsdómur Vesturlands í dómi sín- um, og segir ljóst miðað við um- fang rekstursins að það teljist innan eðlilegs starfssviðs fram- kvæmdastjóra að taka lán að upp- hæð 30 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Brú, sem er í eigu Kaupfélagsins, sá um rekstur Hótel Selfoss út febrúar 2002 en þá tók Kaupfélagið við rekstrinum með leigusamningi við Brú. Brú fékk greiðslustöðvun í júlí 2003, og síðar var það tekið til gjaldþrota- skipta. Kaupfélagið rak hótelið sem Flugleiðahótel, og hafði þann- ig aðild að greiðslumiðlun Flug- leiða. Veðréttur staðfestur Sparisjóður Mýrasýslu fór einn- ig fram á að dómurinn staðfesti veðrétt sparisjóðsins í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða, og féllst dómurinn á rök sparisjóðsins fyrir því. Kaupfélag Árnesinga var einnig dæmt til að greiða máls- kostnað, alls 300.000 kr. Dóminn kvað upp Símon Sig- valdason héraðsdómari. Framkvæmda- stjóri dæmdur hæfur til að taka lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.