Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 55 TAFLMENNSKAN á 21. Reykjavíkurskákmótinu hefur ver- ið mjög lífleg og mikið um spenn- andi skákir. Fimm umferðum er lokið, þegar þetta er ritað, og eru sex stórmeistarar jafnir í efsta sæt- inu, með 4 vinninga. Þeir eru Dreev (Rússlandi), Timman (Hollandi), Aronjan (Armeni, sem er sestur að í Þýskalandi), Krasenkow (Pól- landi), Erenburg (Ísrael) og Hill- arp-Persson (Svíþjóð). Í hópi næstu keppenda er Hannes Hlífar Stef- ánsson, stórmeistari, með 3½ v. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson, og alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson koma næstir, með 3 vinninga. Jafn þeim er Norð- maðurinn ungi, Magnus Carlsen. Í dag er frí á mótinu, en sjöunda um- ferð verður tefld í Ráðhúsi Reykja- víkur og hefst kl. 17:00. Í hópi efstu manna er sænski stórmeistarinn Tiger Hillarp-Pers- son. Við skulum nú sjá snyrtilegt handbragð hans í skák við ástr- alska stórmeistarann, Ian Rogers. Hvítt: Hillarp-Persson Svart: Ro- gers Nútímavörn 1.d4 g6 2.e4 Bg7 3.Be3 c6 4.Dd2 d5 5.e5 6.f4 Rh6 7.h3 – Kemur í veg fyrir 7.–Bg4. Dæmi um þann leik: 7.Rf3 Bg4 8.Be2 0–0 9.Rc3 Rf5 10.Bf2 Rd7 11.0–0 Bh6 12.Hae1 Bxf3 13.Bxf3 fxe5 14.dxe5 e6 15.Bg4 De7 16.Bh3 Hf7 17.g4 Rh4 18.Bg3 Haf8 19.Kh1 Bg7 20.Df2 Db4 21.Bxh4 Hxf4 22.De2 Dxb2 23.Hxf4 Hxf4 24.Rd1 Dxa2 25.Re3 d4 26.Rc4 b5 27.Bg3 Hf8 28.Rd6 Rb6 29.g5 h5 30.gxh6 Bxh6 31.Dg4 Dxc2 32.Dxe6+ Kh8 33.Bg2 Dd3 34.Be4 Hf1+ 35.Kg2 og svartur gafst upp (Kamsky-Shi- rov, Mónakó 1996). 7...Rf5 8.Bf2 fxe5 9.dxe5 h5 10.Rf3 Rd7 Aðalvandamál svarts er, að hann getur ekki komið í veg fyrir, að hvítur leiki g2-g4 með hin- um hefðbundna leik, h5-h4, því að það peð fellur, eftir uppskipti á riddaranum á f5 fyrir biskupinn á f1. 11.Rc3 Rf8 12.Bd3 Da5 13.0–0–0 Be6 14.Kb1 0–0–0 15.Re2 Dxd2 16.Hxd2 Kb8 17.Hdd1 Bc8 18.Hhg1 Rh6 19.a4 Bf5 20.Bxf5 Rxf5 Eftir 20...gxf5 fellur peðið á h5: 21.Rg3 Re6 22.Rxh5 o.s.frv. 21.g4 hxg4 22.hxg4 Rh6 23.Rg5 -- 23...He8 24.Rd4 e6 25.a5 He7 26.Hd3 Rf7 27.Hb3 Ka8 Eina von svarts um eitthvert mótspil liggur í eftirfarandi leið: 27...Kc7!? 28.Rdf3 Rxg5 29.Rxg5 Rd7 30.Bxa7 Ha8 31.Bb6+ Rxb6 32.axb6+ Kd7 33.Hh1 Ha4 34.Ha3 Hxf4 35.Ha7 Bxe5 36.Hxb7+ Kd6 37.Hxe7 Kxe7 38.He1 Bd6 39.Hxe6+ Kd7 40.b7 Hb4 41.Hxg6, þótt óvíst sé, að hann geti haldið jöfnu í því tilviki. 28.Rxf7 Hxf7 29.a6 c5 30.axb7+ Hxb7 31.Hxb7 Kxb7 32.Rf3 Kc6 33.Bh4 Bh6 34.Bg3 d4 35.c4 dxc3 36.bxc3 Kd5 37.Rd2 Rd7 Svartur getur ekki leikið 37...g5 38.c4+ Kc6 (svartur má ekki leika 38...Kd4, því að hann verður mát, eftir 39.Kc2, ásamt H-e1-e4) 39.f5 og hvítur á yf- irburðatafl. 38.c4+ Kc6 39.Kc2 Hf8 40.g5 Bg7 41.Rf3 -- 41...Rb6 42.Kc3 Rc8 43.Rh4 Rd6 44.Rxg6 Hb8 45.Re7+ Kd7 46.Hd1 Hb6 47.f5 og svartur gafst upp, því að hann á enga von um björgun, eftir 47.–Kxe7 48.f6+, eða 47.–exf5 48.Rxf5 o.s.frv. Sex stórmeistarar jafnir SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XXI. REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7.–16. mars 2004 Bragi Kristjánsson Fallegur VW Polo til sölu. Árgerð 2001, 5 dyra, silfurlitaður, ekinn 58.000, heilsársdekk, geislaspilari, vel með farinn og ódýr í rekstri.Gott verð. Uppl. í síma 822 3133. Isuzu Trooper, bensín, 3.5 vél, 215 hö, árg. 12/98, ek. 49 þús. Toppbíll. Sjálfskipur. Ný dekk. Einn eigandi. Verð kr. 2.250 þús. Upplýsingar í síma 893 9968. Scania, Volvo eigendur! Varahlutir á lager. Upplýsingar, www.islandia.is/scania G.T. Óskarsson, Vesturvör 23, Sími 554 6000. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði, ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar, vatnsdælur, gormar, handbremsu- barkar og drifliðshlífar. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Aðalpartasalan Sími 565 9700, Kaplahrauni 11. Eigum varahluti í Hyundai, Honda, Peugeot, Mazda , MMC, Opel o.fl. Kaupum bíla til niðurrifs. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza, 4 wd. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Til sölu lítil 50cc Vespa Mini Melodi. Verð kr. 35.000. Uppl. í s. 847 7466 og 848 7958. Razer/Supermoto 50cc 70cc +130 km/h, einungis 89 kg. Sýningaskellinöðrur á tilboðs- verði. Uppl. og myndir á www.aprilia.is, s. 544 4848. MMC (Mitsubishi) Galant Glsi árg. '89. Einn góður. Skoðaður '04. Sjálfskiptur. Rafmagn í rúðum. Topplúga. Blár. Þarf smá viðhald. Uppl. í s. 898 4804. Sparibaukur til sölu. Nissan Micra '98, 3ja dyra, beinsk., ekinn 77.600 km. Allar nánari upplýsing- ar í síma 695 8383/695 9250 eða bjorgsaem@hotmail.com. Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada. Kíktu á heimasíðu okkar: www.natcars.com Peugeot dísel húsbíll, árg. '90, Mk. 135 þús. Svefnpláss fyrir 5. Toppbox, hjólagrind. Bíll m. öllu. Ísskápur, miðstöð, heitt og kalt vatn og salerni. Upplýsingar í síma 892 2866. Til sölu Land Rover Discovery, árg. '97, ek. 98 þ., dísel, túrbó, ssk., tölvukubbur, 33" breyttur, 1 eigandi. V. 1.690 þ. Topp bíll, s. 863 4443. Öflugur fjölskyldu-/sportbíll til sölu. Pontiac Grand prix, árg.'96, ek. aðeins 51 þ. mílur, toppl. 200 hest. Sumar/vetrard. Ásett v.kr. 930 þ., fæst á kr. 790 þús. stgr. Uppl. í s. 862 3223. Ford Econoline 350 XLT, árg. '02, 15 manna, 5,4 bensín, ek. 54 þús. Upplýsingar í síma 892 1100. Einn sá allra besti! Toyota Landcruiser 90 VX, árg. '03, ek. 28 þús. Einn með öllu. Dráttarkrókur. Tvö sett af dekkj- um. Afar vel með farinn. Upplýsingar í síma 892 8400. Til sölu Toyota Yaris 1,3, árg. '04, ek. 500 km, ssk., spoiler, hlið- arlistar. Uppl. í s. 863 4443. Limmó til sölu. Þjónustusamn- ingur fylgir. Upplýsingar í síma 892 7206. Toyota Landcrusier 100, dísel. Óska eftir að kaupa um 2ja ára Landcrusier 100 (árg. 2001-2002), lítið eða ekkert breyttan. Uppl. í síma 891 7035. IRINA Krush frá Bandaríkjunum er stigahæsta konan í hópi kepp- enda á 21. Reykjavíkurskákmótinu með 2.465 stig. Hún er fædd í Odessa í Úkraínu 24. desember 1983, en fluttist til Bandaríkjanna 5 ára gömul. Irina varð skákmeistari kvenna í Bandaríkjunum 14 ára að aldri, með 8½ v. í 9 skákum. Þremur ár- um áður var hún sú yngsta sem keppt hefur um þann titil. Irina er stórmeistari kvenna og hefur að auki alþjóðlegan meist- aratitil sem hún náði 16 ára að aldri. Hún hefur náð einum stór- meistaraáfanga, í New York City Mayor’s Cup 2001. Fyrir fimm árum vakti Irina mikla athygli fyrir framlag sitt til rannsókna á skák, sem fram fór á „Netinu“, undir yfirskriftinni Kasp- arov gegn heiminum („Kasparov vs the rest of the world“). Það er álit margra að Irina Krush gæti náð mjög langt í skák- inni ef hún sneri sér að henni af fullum krafti. Hjá henni hefur skól- inn forgang en hún er stundar nám við New York-háskóla, með al- þjóðasamskipti (International Rela- tions) sem aðalgrein. Varð skákmeistari 14 ára Irina Krush. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá settum landlækni, Jóni Hilmari Alfreðssyni: „Í máli því, sem nú um hríð hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna meintrar rangrar meðferðar læknis við fæðingu, hefur settur land- læknir nú sent frá sér lokaútgáfu af álitsgerð sinni. Tvær fyrri útgáfur hafa verið kynntar hlutaðeigandi og þeim gefinn kostur á athugasemdum eins og venja er til. Í lokaútgáfu er viðauki með skýr- ingum og svörum vegna athuga- semda lögmanns kærenda. Að öðru leyti er hún óbreytt. Í framhaldi af álitsgerð ber land- lækni að taka ákvörðun um aðgerðir ef um mistök er að ræða að mati hans. Hann getur aðvarað eða áminnt og loks lagt til við ráðherra sviptingu starfsréttinda, allt eftir alvarleika yf- irsjónanna. Landlæknir getur ekki fjallað um efnisatriði kærumála í fjölmiðlum. Hann er bundinn þagnarskyldu. Hann getur því ekki svarað þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á álitsgerð hans. Það mun verða gert á réttum vettvangi kæru- og dóms- mála. Það er erfitt að láta ósvarað dylgj- um um óheiðarleika og hlutdrægni eins og að draga fjöður yfir mikilvægt atriði máls eða jafnvel sönnunargagn. Það hefur ítrekað verið minnst á nál- arstunguför í fjölmiðlum, en þau eru nefnd í krufningarskýrslu án frekari skýringa. Ég tel mig ekki brjóta þagnarskyldu þótt ég upplýsi að þessi för eiga sér einfalda og eðlilega skýr- ingu eftir meðferð á Vökudeild og hafa ekkert með rannsókn málsins að gera. Réttarlæknirinn minntist að- eins á þetta nákvæmni vegna. Lögmanninum hefði verið í lófa lagið að fá munnlegt svar við þessari spurningu hjá mér eða réttarlæknin- um ef honum lá svo lífið á að ekki mátti bíða skriflegs svars. Öðrum gagnrýnisatriðum sem fram hafa komið hjá lögmanninum mun ég láta nægja að svara á réttum vettvangi. Og lýkur þar með allri um- fjöllun af minni hálfu um þetta mál í fjölmiðlum.“ Yfirlýsing frá settum landlækni BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg frum- sýnir um helgina nýjan sportjeppa frá Ford. Ford Escape hefur verið á markaði í Bandaríkjunum síðan árið 2000 og notið mikilla vinsælda. Nú kemur þessi jeppi með nýrri, kraft- mikilli en mun sparneytnari vél sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Vélin er 2,3 lítra og skilar 153 hestöflum. Eldsneytiseyðsla er um 10,6 lítrar á hundraðið. Aðrar mikilvægar breytingar eru þær, að fjórhjóladrifið er skynvætt og getur metið akstursaðstæður 200 sinnum á sekúndu. Kerfið bregst við og færir afl til þeirra hjóla sem hafa best grip. Þetta eykur öryggi, ekki síst í hálku og þar sem stakir hálku- blettir eru á vegum. Veghæðin er um 20,3 sentimetrar undir lægsta punkt Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum og eru öryggispúðarnir skyn- væddir að því leyti að þeir blásast að- eins út ef kerfið telur þörf á því. Ford Escape kynntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.