Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 33
flaskan hátt í fimm þúsund krónur í Heiðrúnu. Til eru fjölmargir aðrir góðir framleiðendur. Til að mynda finnast mér rauðvínin frá Peter Lem- ann í Ástralíu afbragðs góð auk þess sem chilesk og suður-afrísk vín svíkja sjaldan. Ég er hinsvegar hvorki hallur undir frönsk né spönsk vín, en þónokkur ítölsk koma til greina. Þegar kemur að hvítvínsvali verða ítölsk vín oftar en ekki fyrir valinu,“ segir Einar. Silungur í álvasa Einn smásilungur á mann. Tekið er innan úr silungnum hryggmegin, en kviðurinn á silungnum skal vera óskorinn. Skerið frá hnakka að sporði báðum megin við bakuggana og skerið eða farið varlega með þum- alfingrum niður með þunn- ildabeinum. Þegar tekið er innan úr með þessum hætti er hægt að fjar- lægja þunnildabeinin auðveldlega. Klippið síðan hrygginn í sundur með skærum, þétt við hnakkann og fram- an við sporðinn. Því næst skal skera á kútmagann og görn við gotrauf og taka þannig allt innan úr fiskinum. Snúið silungnum síðan á rönguna og þvoið með köldu vatni. Nú er fisk- urinn tilbúinn til fyllingar. Fylling í einn silung: ¼–½ rauðlaukur ¼–½ salatlaukur ¼–½ rauð paprika ¼ gul paprika 5 þunnt skornar púrrulauksneiðar 2 meðalstórir sveppir ½ tómatur 1 tsk. tómatþykkni 1 tsk. mango chutney ½ tsk. marinn hvítlaukur Knorr eða Oskar fiskikraftur salt svartur pipar sítrónupipar 1 msk. smjör gráðostur eða rifinn mozzarellaostur Laukinn, paprikuna, tómatinn og sveppina skal skera frekar smátt og setja í skál. Stráið kryddinu yfir og blandið vel saman. Klípið smjörið og fiskikraftinn saman við. Smyrjið sil- unginn að innan með mango chutney og tómatþykkni og hvítlauknum. Fyllið nú silunginn vel með krydd- blandaða grænmetinu. Takið fram ál- pappír og rífið tvö stykki, það stór að hægt sé að brjóta þau saman ofan við fiskinn, og leggið þau hvort ofan á annað. Smyrjið álpappírinn með smjöri og stráið grófum svörtum pip- ar og sítrónupipar í smjörið. Leggið fiskinn á kviðinn á miðjan álpappír- inn, brjótið álpappírinn fyrst saman ofan við silunginn og síðan til end- anna þannig að silungurinn sé eins og í poka. Nú er hann tilbúinn á útigrillið eða í skúffuna í ofninum. Ofninn skal vera um 180°C, og þegar fiskurinn er búinn að vera í 10–15 mínútur í ofn- inum skal taka skúffuna með álpok- unum út og klippa ofan af þeim rétt ofan við silunginn og klípa gráðostinn eða rífa annan ost yfir grænmetið. Sett aftur inn í ofninn eða grillinu lok- að þar til osturinn hefur bráðnað yfir fyllinguna. Þessa aðferð er einnig gott að nota til þess að ofnbaka annan fisk með fyllingu, t.d. fiskflak skorið í strimla og fyllingin lögð ofan á striml- ana. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 33 Að þessu sinni röltum við umsýninguna Matur 2004sem var nýlega haldin íKópavogi. Þeir sem búa einir hafa oft kvart- að yfir því hve fjölskyldupakkningar virðast allsráðandi í allri matvöru hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd að tæp 27% allra Íslendinga búa ein- ir. Fyrirtækið Fjallalamb á Kópa- skeri ákvað sl. sumar að bregðast við slíkri eftirspurn og setti á markað Einbúann, línu af lambasteikum í 200–350 g pakkningum, sem ætlaðar eru þeim sem eru 1–2 í heimili. Viðtökurnar hafa líka verið góðar að sögn Garðars Eggertssonar, framkvæmdastjóra Fjallalambs. „Þemað bak við línuna var að bjóða upp á góðan valkost fyrir þá sem eru kannski bara einn til tveir í heimili og vilja elda góðan mat án þess að sitja svo uppi með mikla afganga og undirtektirnar hafa verið afar góð- ar,“ segir Garðar. „Ég held líka að við höfum verið heppin með val á kryddi, en hugsunin þar var að vera með mild krydd og náttúruleg og lít- ið salt svo að lambakjötsbragðið skili sér í gegn. Menn eiga þá líka frekar möguleika á að bæta við kryddi ef þeir vilja skerpa á bragðinu.“ Hægt er að velja um fjórar mis- munandi gerðir af Einbúasteikum: lundir, fillet, ribeye og sirloin og hef- ur kjötið m.a. verið til sölu í Fjarðar- kaupum, verslunum Hagkaupa og Melabúðinni svo dæmi séu tekin. Á sýningunni voru hressir menn frá fyrirtækinu Grími kokki í Vest- mannaeyjum að kynna heilsurétti, þrjár tegundir af grænmetisbuffum, gulrótar- og linsubaunabuff, hvít- lauks- og hvítbaunabuff og ítalskt linsubaunabuff. „Við förum af stað með þrjár teg- undir og svo getur vel verið að fleiri fylgi í kjölfarið því viðtökurnar hafa verið það góðar,“ segir Sigmar Georgsson sem rekur fyrirtækið Grím kokk ásamt Grími Þór Gísla- syni. Þeir hafa um árabil framleitt fisk- rétti eins og plokkfisk, fiskibollur og buff og viðskiptavinir hafa af og til innt þá eftir því hvort þeir vilji ekki líka hefja framleiðslu grænmet- isrétta. „Við fórum að fikra okkur áfram og þetta varð niðurstaðan. Buffin eru seld í neytendapakkningum og þá eru fjögur stykki í pakka. Buffin eru full- elduð og þarf bara að hita þau upp. Þá er einnig hægt að fá buffin pökkuð lausfryst, fimmtíu saman í pakka. Grænmetisréttirnir fást í Nóatúns- búðunum, Hagkaupum, Fjarð- arkaupi, 11-11 og hjá Samkaupum.  MATUR | Á röltinu Þrjár tegundir af grænmetisbuffum eru í boði hjá Grími kokki. Einbúalínan: Lambasteikur sem ætlaðar eru fyrir einn eða tvo. Veisla fyrir einn og grænmetisbuff VINSÆLDIR megrunarkúra sem byggjast á því að kol- vetna sé neytt í sem minnstu magni hafa leitt til þess að ýmsir matvælaframleiðendur eru nú farnir að markaðs- setja kolvetnasnauðar vörur. Matvælafyrirtæki og veit- ingastaðir hafa áttað sig á því að fjölmargir vilja draga úr hlutfalli kolvetna í dag- legu fæði, þótt þeir séu ekki tilbúnir að fara eftir ströng- um megrunarkúrum eins og þeim sem kenndir eru við Atkins eða South Beach. Í síðasta mánuði komu fulltrú- ar 450 fyrirtækja, þar á með- al matvælarisa á borð við Kraft og Wal-Mart, saman í Denver til að ræða mögu- leikana á þessum markaði, sem spáð er að muni velta um 25 milljörðum dollara á þessu ári. Þá hafa veitingastaða- eigendur í vaxandi mæli svar- að eftirspurn eftir kolvetna- snauðu fæði, þar á meðal keðjur eins og T.G.I. Fri- day’s, auk þess sem nýjar veitingastaða- og versl- anakeðjur sem sérhæfa sig á þessu sviði eru að spretta upp. Þá hóf nýtt tímarit helg- að efninu, LowCarb Living, göngu sína í janúar. Bjóða kolvetna- snauða fæðu  BANDARÍKIN opi›: laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 FATBOY GRJÓNAPOKINN S t æ r › :1 4 0 x 1 8 0 c m FLOTTASTA FERMINGARGJÖFIN VER‹ 19.900 KR. Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 “Ein með öllu” Tölva, sími og myndavél Allur pakkinn á aðeins 149.900 Það gerist ekki betra. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.