Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ N elson Mandela er án efa í hópi merk- ustu stjórnmála- manna heimsins. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að skipst hafi á skin og skúrir í ævi hans. Mandela sat í 27 ár í fangelsi en eftir að honum var sleppt varð hann forseti Suður-Afríku, fyrsti blökkumaðurinn í sögu landsins. Eftir að Mandela var sleppt úr fangelsi gaf hann út ævisögu sína sem er geysilega fróðlegt og skemmtilegt verk. Frásögn Mandela er spennandi og heldur athygli manns allan tímann, en bókin er um 750 blaðsíður að stærð. Sá sem les þessa bók get- ur ekki annað en borið djúpa virðingu fyrir Mandela og baráttu hans fyrir frelsi þjóðar sinnar. Mandela fæddist í héraðinu Transkei í S-Afríku árið 1918. Faðir hans var ættarhöfðingi, en hann lést þegar Mandela var ungur og ólst hann því upp hjá móður sinni í skjóli skyldmenna. Sem ungur maður fór hann til Jó- hannesarborgar í andstöðu við ættarhöfðingjann og einsetti sér að læra lögfræði. Hann lýsir vel fátækt sinni á námsárunum, en lengi átti hann varla fyrir mat og gekk um 30 kílómetra leið í skól- ann til að spara sér strætó- fargjald. Hann átti aðeins ein föt og lýsir því hvernig hann forð- aðist að mæta vinkonu sinni á götu vegna þess að hann skamm- aðist sín fyrir gömlu og slitnu föt- in sín. Að loknu námi settu Mandela og vinur hans, Oliver Tambo, upp fyrstu lögfræðiskrifstofuna í S- Afríku sem rekin var af blökku- mönnum. Samhliða tók hann virkan þátt í baráttu Afríska þjóðarráðsins (ANC) gegn að- skilnaðarstefnu hvítu minnihluta- stjórnarinnar (apartheid). ANC reyndi með margvíslegum hætti að þvinga stjórnina til að breyta um stefnu. Baráttuaðferðir sam- takanna byggðust á að beita ekki ofbeldi, en þegar stjórnvöld gerðu ekkert nema að herða á að- skilnaðarstefnunni jókst stuðn- ingur innan ANC við að samtökin tækju upp vopnaða baráttu. Allir helstu forystumenn ANC, Mandela þar með talinn, voru handteknir árið 1956 og sakaðir um samsæri og fyrir að vera kommúnistar, en samkvæmt lög- um var starfsemi kommún- istaflokks S-Afríku bönnuð. Rétt- arhöld vegna þessara ásakana stóðu í mörg ár en þeim lauk með því að hinir ákærðu voru sýkn- aðir. Mandela segir að hann hafi gert sér grein fyrir því áður en réttarhöldunum lauk að það væri aðeins tímaspursmál hvenær stjórnvöld myndu banna starf- semi ANC og því lagði hann fram tillögur um hvernig samtökin ættu að bregðast við slíku banni. Tillögurnar miðuðu að því að stofnuð yrði vopnuð deild, MK, sem stæði fyrir skemmd- arverkum með það að markmiði að lama starfsemi ríkisins. Áður en til þess kom sendi ANC stjórnvöldum bréf þar sem því var lýst að samtökin ættu ekki annan kost en að taka upp vopn- aða baráttu ef stjórnvöld breyttu ekki um stefnu. Bréfinu var ekki svarað. Eftir réttarhöldin fór Mandela í felur og lifði sem útlagi í eigin landi í á annað ár. Hann fór í ferð til Afríkulanda og Evrópu til að afla málstað ANC stuðnings og fór í lok ferðarinnar til Eþíópíu þar sem hann gekkst undir her- þjálfun í átta vikur. Stuttu eftir að hann sneri heim var hann handtekinn. Mandela fékk ekki þungan dóm enda höfðu stjórn- völd ekki í höndunum miklar sannanir gegn honum. Það breyttist hins vegar þegar lög- reglan komst yfir öll helstu gögn MK og ANC þar sem lýst var í smáatriðum skemmdarverka- starfsemi samtakanna. Mandela og félagar hans voru enn á ný kærðir og að þessu sinni fór ákæruvaldið fram á dauðadóm. Mandela var í forystu fyrir hinum ákærðu og réttarhöldin notaði hann til að saka stjórnvöld um mannréttindabrot, en hunsaði sjálf ákæruatriðin enda vissi hann að hann væri sekur. Hann minnti m.a. á að stjórn hvíta minnihlutans hefði tekið upp vopnaða baráttu gegn yfirráðum Breta í S-Afríku um aldamótin 1900. Mandela komst hjá dauða- dómi og var dæmdur í ævilangt fangelsi. Frásögn Mandela af þrælk- unarvinnunni á Robben-eyju er nöturleg. Allt var gert til að brjóta niður baráttuþrek hans og það er raunar ótrúlegt að hann skuli hafa komist í gegnum þessa vist óbugaður. Greinilegt er á frá- sögn Mandela að hann á erfiðast með að sætta sig við að fá ekki að hitta fjölskyldu sína. Samkvæmt reglum átti Mandela rétt á að hitta konu sína í 30 mínútur á sex mánaða fresti, en glerveggur var á milli þeirra í þessum stuttu heimsóknum. Stundum liðu ár á milli heimsóknanna. Dætur sínar sá hann ekki í um 15 ár. Það kemur á óvart að það skuli hafa verið Mandela, en ekki hvíta minnihlutastjórnin, sem átti eftir 1980 frumkvæði að samninga- viðræðum. Sumir af félögum hans voru andsnúnir slíku frum- kvæði, en Mandela, sem þá hafði verið fluttur frá Robben-eyju í annað fangelsi, lét það ekki stöðva sig. Þrátt fyrir þrönga stöðu náði hann árangri. Mest reyndi þó á forystuhæfileika hans eftir að hann losnaði úr fangelsi og hann tók upp formlegar við- ræður við stjórnvöld, en þau reyndu með öllum ráðum að tryggja sér áframhaldandi völd. Landið var þá á barmi borg- arastyrjaldar sem stuðnings- menn de Klerk forseta kyntu að nokkru leyti undir. Saga Mandela er saga manns sem barðist af hugrekki við ótrú- legar aðstæður og hafði sigur. Það er öllum hollt að kynnast sögu hans. Barátta Mandela Samkvæmt reglum átti Mandela rétt á að hitta konu sína í 30 mínútur á sex mánaða fresti, en glerveggur var á milli þeirra í þessum heimsóknum. Stundum liðu ár á milli heimsóknanna. Dætur sínar sá hann ekki í um 15 ár. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ORRI Vigfússon skrifar óvandaða grein um Elliðaárnar í Mbl. fimmtu- daginn 11. mars. Sem formaður sam- ráðshóps sem starfað hefur um hríð um málefni ánna verð ég að gera nokkrar athugasemdir við grein Orra, þó brýnna sé að láta verk- in tala. Verkin tala reyndar gegn þeirri fullyrðing Orra að Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hafi ,,tafið raunhæfar aðgerðir til að endurreisa lífríki Elliðaánna“. Þvert á móti tala nú verkin á ósasvæðinu þar sem gagngerar breytingar til hins betra hafa átt sér stað, ekki síður fyrir tilstuðlan þeirra stofnana sem fylgja eftir stefnumótum borgaryfirvalda en annarra. Samráðs- hópurinn sem nú starfar um málefni ánna var upplýstur um það í lok nóv. síð- astliðinn að enn væru frárennslismál frá fyr- irtækjum á svæðinu óviðunandi þótt vissu- lega horfði til bóta. Í framhaldi af því skrif- aði ég sem formaður til viðkomandi stofnana eftir áramót og bað um að tryggt yrði að nauðsynlegar umbæt- ur yrðu komnar fyrir vorið þegar seiði halda til sjávar og lax gengur í árnar. Í kjölfar hef ég átt viðræður við fulltrúa Umhverfisstofu, gatna- málastjóra og eins af þeim fyr- irtækjum sem koma við sögu. Hin almenna niðurstaða er þessi: Ástand hefur batnað mjög á ósasvæðinu, en úrbóta er enn þörf. Markmið sam- ráðshópsins er að knýja á um lok þessa verkefnis og um það er ekki deilt. Orri á auðvitað að fagna þessu en ekki láta eins og engu skipti. Raforkuvinnslan og vatnsrennsli Samtímis hefur samráðshópurinn fjallað um aðrar breytingar sem varða raforku- vinnslu í ánum. Það er ótvíræð stefna borgaryfirvalda að hagsmunir lífríkis séu í forgangi, raforkuvinnslan víkjandi. Allt er þar í góðri samvinnu fulltrúa Veiðimálastofn- unar, Orkuveitunnar og Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Á sama hátt og fyr- irtækin við ósasvæðið hafa breytt og bætt umgengi við árnar á liðnum miss- erum hefur Orkuveitan gert það. Dæmi eru um mjög slæm mistök í þessu efni frá liðnum árum, al- veg eins og hjá fyr- irtækjum á ósasvæðinu sem skaðað hafa lífríkið. Úrbætur eru samt greini- legar á áhrifasvæði virkj- unarinnar. Hópurinn mun á næstunni kynna tillögur um þetta efni, sérstaklega er varðar þann mikilvæga þátt sem Orri nefnir, rennslisbreytingar vatns. Rétt er að upplýsa Orra og aðra áhugamenn um laxinn að undanfarin ár hefur afkoma seiða í Ell- iðaánum verið best á áhrifasvæði virkjunar- innar: Neðan Elliðavatns- stíflu. Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til svo nægu vatni sé miðlað um búsvæðin hafa skilað árangri, þær tillögur sem nú eru í burðarliðnum munu enn betur tryggja þennan árangur. Lykillinn að þeirri velgengni er hæfilegt vatn í kvíslum ánna og að sveiflur (af manna- völdum) skaði ekki lífríkið; mælanleg við- mið og reglubundið eftirlit eiga að sjá til þess. Hvað veldur utan áhrifasvæðis virkjunar? Það sem mikilli áhyggju veldur er hins vegar sú staðreynd að langt ofan við áhrifasvæði virkjunarinnar, á hrygningarsvæðum í Suðurá og Hólmsá, hafa nær engin seiði komist á legg hin síðari ár, meðan seiðin dafna mun betur neðan Elliðavatns- stíflu. Það getur ekki verið virkj- uninni að kenna og er mál sem allir hljóta að láta sig varða. Það er því rangt hjá Orra að hið eina rétta svar um málefni Elliðaánna blasi við. Meginmálið: Laxinn og lífríkið Laxinn í Elliðaánum er í hættu. Verndun hans er sameiginlegt áhugamál fjölmargra borgarbúa og þar eigum við Orri marga samherja. Ef ég hefði sem borgarfulltrúi sann- færingu fyrir því að bann við raf- orkuvinnslu í ánum með þeim hætti sem hún er nú stunduð myndi bjarga laxinum væri ég löngu búinn að leggja það til. Því miður er málið ekki svo einfalt. Virkjanir og stíflur í lax- veiðiám eru vissulega einn þeirra þátta sem raskað geta lífríki með af- drifaríkum hætti. Því teljum við í samráðshópnum brýnt að setja skýr- ar reglur um starfsemi og miðlun til virkjunarinnar í Elliðaám í góðu samráði umhverfisverndarsinna, virkjunarmenn og fiskifræðinga. Betur að svo væri gert víðar. Eitt stærsta miðlunarlón landsins er Þingvallavatn, en þar er steypt stömpum vegna Sogsvirkjana með síbreytilegu rennsli sem hugsanlega veldur tjóni á viðkomu laxa. Að minnsta kosti minnkar fiskigengd þar. Við Orri eigum báðir það áhuga- mál að endurreisa laxastofninn í Laxá í Aðaldal þar sem orðið hefur hrun í formannstíð Orra (án þess að neitt samband sé þar á milli!). Því miður heyrðist lítið frá formanni NASF, Verndarsjóði villtra laxa, í nýlokinni orrahríð um hækkun stíflu í Laxá. Grein sem Orri Vigfússon skrifaði fyrir nokkrum misserum í Mbl. um skaðsemi virkjunarlóna fyr- ir lífríki laxveiðiáa gefur þó tilefni til ítrekunar ábendinga um það efni. Það gagn sem Orri hefur gert fyrir umræðuna um náttúruverndarmál er þakkarvert, við erum margir sam- herjar sem viljum vernda laxinn – nær og fjær. Ég hef trú á því að sá árangur sem náðst hefur í ýmsu efni við Elliðaárnar muni skila sér, og þau áform sem nú eru uppi muni gera enn betur. Hættan er samt ekki liðin hjá og málefnaleg hjálp Orra Vigfússonar eins og annarra vel þeg- in. Röng sök og rétt um Elliðaárnar Stefán Jón Hafstein svarar Orra Vigfússyni ’Virkjanir ogstíflur í lax- veiðiám eru vissulega einn þeirra þátta sem raskað geta líf- ríki með af- drifaríkum hætti.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. SAMRÆÐA Sjónvarpsins og kvikmyndagerðarmanna um inn- lent efni sem keypt er frá sjálf- stæðum framleiðendum hefur þróast vel eftir nokkuð harkalega byrjun. Ásgrímur Sverrisson segir í Morgunblaðinu 5. mars: „Brýnt er að umræðan snúist ekki fyrst og fremst um smáatriðakryt og þjark um krónur hér og aura þar, heldur beinist fyrst og fremst að hinum stóru málum. Hvernig get- ur Sjónvarpið sinnt sem best því meg- inhlutverki sínu að færa áhorfendum vandaða og fjöl- breytta innlenda dag- skrá? Í þeim efnum verða stjórnvöld og RÚV, auk kvikmyndagerðarmanna og annarra listamanna, að taka höndum saman og lyfta menning- arlegu grettistaki.“ Ólafur Jóhann- esson segir í sama blaði daginn eft- ir: „Við kvikmyndagerðarmenn erum í sama liði og Ríkissjón- varpið, báðir aðilar bera hag þess djúpt fyrir brjósti.“ Ásgrímur lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með fund fulltrúa Sjónvarpsins og fé- laga í Félagi kvikmyndagerð- armanna þar sem „opin og hrein- skiptin umræða fór fram milli kvikmyndagerðarmanna og full- trúa Sjónvarpsins um innlenda dagskrárgerð; markmið Sjón- varpsins og leiðir til að efla hana“. Mig langar til að taka undir þessi orð og lýsi mig jafnframt reiðubúinn til samtals og samvinnu. Á móti vænti ég skilnings á þeirri stöðu sem Sjónvarpið er í en það þarf að sinna margþættu hlutverki í smáu sam- félagi og verður að gera það besta úr þeirri stöðu sem það er í hverju sinni. Auðvitað verða stjórnendur fyrirtækja í eigu ríkisins að bregð- ast vel við allri umræðu og málefnalegri gagn- rýni á rekstur þeirra. Ef hún beinist hins veg- ar eingöngu að því að setja spurningarmerki við hvernig fé er ráð- stafað innan Sjónvarps- ins verður það fyrst og fremst til þess að gera rekstur Sjónvarpsins og viðskipti – þar með talið við kvikmynda- gerðarmenn – tortryggileg. Björn Br. Brynjólfsson fer fram á það við mig í Morgunblaðinu 4. mars að ég gefi ítarlega sundurliðun á kaupum Sjónvarpsins á efni frá sjálfstæðum framleiðendum síðustu fimm ár. Mig langar til að svara hon- um á eftirfarandi hátt: Í ár er ráð- gert að Sjónvarpið verji um það bil 125 milljónum til kaupa á íslensku dagskrárefni frá fyrirtækjum sem framleiða innlent dagskrárefni. Þetta getur þó breyst ef fjárhagur rýmkar og eins gæti samdráttur haft áhrif á kaup frá sjálfstæðum framleiðendum. Af milljónunum 125 renna 95 milljónir til kaupa á inn- lendu dagskrárefni og tæplega 30 milljónir til talsetningar sem fram fer samkvæmt samningi við sjálf- stætt fyrirtæki að undangengnu út- boði. Hluti talsetningar er hér til- greindur sérstaklega þar sem sumir vilja ekki flokka talsetninguna sem efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Deildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarps las upp á fundinum með FK-félögunum, sem nefndur er hér að framan, verkefni sem fram undan eru á árinu. Innkaup Sjónvarpsins, frá fyr- irtækjum sem framleiða sjónvarps- efni, jukust allmikið fyrir nokkrum árum eða úr um 50 milljónum og í um 140 milljónir ef miðað er við meðaltal síðustu fimm ára. Kjósi menn að draga það fé sem varið er til íslenskrar hljóðsetningar á að- keyptu efni frá þessari upphæð nem- ur hún um 110 milljónum að með- altali síðastliðin fimm ár. Ég ætla að láta þetta verða mín síðustu orð um „krónur hér og aura þar“. Stóra málið er að Sjónvarpið og sjálfstæðir framleiðendur eiga mörg sameiginleg baráttumál sem best verða leyst í hreinskilinni um- ræðu eins og gert var nýlega á fundi með félögum í FK en síður með ein- hliða yfirlýsingum, þrefi og þrasi. Tölum saman Bjarni Guðmundsson svarar Birni Br. Björnssyni ’Stóra málið er að Sjón-varpið og sjálfstæðir framleiðendur eiga mörg sameiginleg bar- áttumál ...‘ Bjarni Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjónvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.