Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FARÞEGAR grétu, kveiktu á kertum og lögðu blóm á jörðina á Atocha-brautarstöðinni í mið- borg Madrídar í gær, þar sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið mikil ös og allir á hraðferð. Í gær féllu þar þögul tár í kjölfar hryðjuverkanna sem urðu 198 að bana og særðu rúmlega 1.400 í fyrradag. Flak lestanna fjögurra voru enn á teinunum skammt frá Atocha í gær. „Ég var mjög hrædd við að koma hingað,“ sagði Isabel Galan, 32 ára, sem kom til Atocha úr úthverfinu Fuenlabrada. „Þegar ég sá lestirnar fór ég að gráta. Mér fannst ég svo hjálparvana, varð svo reið,“ sagði hún og tárin runnu niður vanga hennar. Atocha var óvenju þögul í gær. Fáir sögðu orð, flestir voru að lesa blöð eða hlusta á útvarpið. Á öllum lestunum sem komu inn á stöðina hafði svartur sorgarborði verið hengdur út um glugga stjórnklefans. Samkvæmt upplýsingum spænsku járnbrautanna, RENFE, voru farþegar í gær- morgun um 30% færri en venjulega. Margar lest- anna sem komu inn á Atocha voru hálftómar. Fjórar af sex járnbrautarlínum fyrir úthverfa- og héraðslestir sem koma til Atocha voru opnar í gær og umferð var að mestu með eðlilegum hætti. Lestum á þeirri línu þar sem tilræðin voru framin var beint á hina stóru brautarstöðina í borginni, Chamartin. Þögul tár á Atocha Madríd. AP. ELENA, 12 ára spænsk stúlka, kemur fyrir spænska fánanum með svörtum borða úti í glugga heima hjá sér í gær, þar sem sér yfir Atocha-brautarstöðina. Víða í Madríd hafði fólk sett þjóðfánann eða hvít flögg með svörtum borða út á svalir eða út í glugga. AP Þjóðarsorg á Spáni TOM Ridge, ráðherra heima- varnarmála í Bandaríkjunum, sagði í gær, að hryðjuverkin í Madríd í fyrradag gætu ekki orðið til annars en að auka stað- festu alþjóða- samfélagsins í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi. „Villimennsk- an sem ein- kennir þessi hryðjuverk mun án efa ekki verða til annars en að styrkja eindrægni þjóða heims í barátt- unni gegn hryðjuverkum í hvaða mynd sem er,“ sagði Ridge er hann ávarpaði samtök erlendra fréttamanna í Bang- kok í Taílandi. Enn fremur sagði Ridge að hann gæti ekki sagt um hvort hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, hefðu átt þátt í voðaverkunum í Madríd, sem kostuðu 198 lífið. Eykur staðfestu Bangkok. AP. Tom Ridge Í LÍKHÚSUM sjúkrahúsanna í Madríd í gær mátti sjá raðir fólks sem var að reyna að afla sér vitn- eskju um hvort ættmenni þess hefðu farist í hryðjuverkunum í borginni í fyrradag. Margir áttu erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum og geðshræringu, óvissan nagaði aðra: í sumum tilfellum var lítið eftir af fórnarlömbunum nema klæðnaður eða einstaka útlimur. Ungur sálfræðingur, Gema Perez, var við störf í einu sjúkrahúsanna í gærmorgun og reyndi að hugga fólk sem fengið hafði slæmar fregnir af afdrifum ástvina eða beið enn í óvissu um það hvort viðkomandi hefði beðið bana. „Það erfiðasta af öllu er að þurfa að bera kennsl á lík- in. Stundum er ekkert eftir nema handleggur eða fótleggur. Þá er reynt að bera kennsl á viðkomandi með því að skoða önnur auðkenni, s.s. ör, fatnað eða skartgripi,“ sagði Perez. „Það er algert öngþveiti þarna inni. Fólk hleypur um gangana og leitar dauðaleit að ástvinum sínum,“ sagði Jose Flores, Ekvador-búi sem var að leita að Liliönu Acero, mág- konu bróður síns. Acero, sem var aðeins 26 ára gömul, hafði aðeins verið búsett í Madríd í nokkra mán- uði. „Hún tekur alltaf lestina kl. 7.15 í vinnuna á morgnana,“ sagði Flores. A.m.k. 17 útlendingar létust Mörg fórnarlamba hryðjuverk- anna voru innflytjendur frá öðrum löndum og fram kom í máli José Maria Aznars, forsætisráðherra Spánar, í gær að meðal látinna væri fólk frá að minnsta kosti ellefu þjóð- löndum, auk Spánar. Kom fram í gær að ljóst væri að a.m.k. þrír Perú-búar væru í hópi látinna, tveir menn frá Hondúras, tveir Pólverjar, tveir Rúmenar og ein manneskja frá Frakklandi, Chile, Kúbu, Ekvador, Kólumbíu, Marokkó og Gíneu-Bissau. „Fjölskyldurnar skilja þetta ein- faldlega ekki. Þau spyrja í sífellu: hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna gerðist þetta? Margir eru al- veg óhuggandi,“ sagði Fernando Olivera, sendiherra Perú á Spáni, sem hafði gert sér ferð í líkhúsið til að aðstoða þá sem um sárt eiga að binda. „Þrír landa minna eru látnir. Þeir skilja eftir sig ekkjur og börn. Við deilum angistinni með íbúum Spánar,“ sagði Olivera. AP Spænskir rannsóknarmenn leita að líkamsleifum í flaki lestarinnar á Atocha-stöðinni. Mjög erfitt hefur reynst að bera kennsl á sum líkanna enda stund- um ekki annað eftir en einn útlimur. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti 17 útlendingar frá 11 þjóðlöndum. Mjög erfitt að bera kennsl á sum líkanna Fólk frá að minnsta kosti ellefu þjóð- löndum, auk Spánar, meðal látinna Madríd. AFP. EKKI er enn vitað hverjir stóðu að hryðjuverkunum í Madríd en vissu- lega berast böndin fyrst og fremst að basknesku aðskilnaðar- og hryðju- verkasamtökunum ETA. Ekki er þó talið útilokað, að íslömsk hreyfing, Abu Hafs al-Masri, að sögn nátengd al-Qaeda, hafi verið þar að verki en sérfræðingar í hryðjuverkum benda á, að hingað til hafi yfirlýsingar þess- ara samtaka, ef þau eru þá til í raun og veru, ekki verið mjög trúverðugar. Í yfirlýsingu al-Masri, sem send var arabíska dagblaðinu Al-Quds Al- Arabi í London, segir, að árásirnar í Madríd hafi verið gerðar til að hefna stuðnings Spánarstjórnar við Banda- ríkjastjórn. Sagt er, að yfirvofandi sé árás á Bandaríkin og hreyfingin seg- ist hafa staðið fyrir árásinni á frímúr- arastúku í Istanbul fyrir nokkrum dögum og fellt þar þrjá menn. Eignuðu sér rafmagnsleysið Yfirvöld í Tyrklandi segjast ekki leggja trúnað á yfirlýsinguna og benda á, að í árásinni á frímúrara- stúkuna hafi fallið tveir menn, ekki þrír, og þar af annar sprengjumann- anna. Þá er einnig minnt á, að al- Masri lýsti yfir ábyrgð sinni á raf- magnsleysinu í Bandaríkjunum á síð- asta ári en ástæðan fyrir því átti ekkert skylt við hryðjuverk. Banda- rískir leyniþjónustumenn segjast heldur ekki þekkja þess nein dæmi, að al-Qaeda hafi lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkum samdægurs eins og gerðist í fyrradag. Suma grunar einfaldlega, að al- Masri sé ekki til sem hreyfing. Eins líklegt sé, að um sé að ræða einn ein- stakling með faxtæki og tölvu. Breyttar baráttuaðferðir? Hryðjuverkin í fyrradag bera samt ýmis einkenni al-Qaeda, til dæmis það hve sprengjurnar voru margar, auk þess að ekki var varað við þeim eins og ETA hefur jafnan gert. Á hinn bóginn óttast margir, að baráttuað- ferðir ETA séu að breytast, kannski vegna þess hve mjög hefur verið þjarmað að þeim. Sem dæmi um það má nefna, að síðastliðinn aðfangadag reyndu samtökin að fremja sams kon- ar hryðjuverk og í fyrradag í lest í Madríd. Voru þá tveir ETA-menn handteknir eftir að hafa komið fyrir 25 kílóa sprengju og reynt að koma fyrir annarri. Þá voru tveir menn handteknir 29. febrúar sl. með 500 kíló af dýnamíti í bílnum sínum. Ekki þarf mikið hugarflug til að ímynda sér hvað gera hafi átt við það. Ótrú- verðugur hulduher
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.