Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 12
ÚR VERINU 12 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur stofnað nýtt dótturfélag í Kína sem styrkja á starf SH samstæðunn- ar í landinu. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Gunnars Svavars- sonar, forstjóra SH, á aðalfundi fé- lagsins í gær. Nýja dótturfélagið, Icelandic China, er staðsett í borginni Qingdao og er að taka til starfa um þessar mundir. Fyrirtæki SH samstæðunn- ar hafa í allnokkur ár keypt afurðir frá Kína og kínversk fyrirtæki annast vinnslu í verktöku. Sagði Gunnar að með opnun skrifstofu á staðnum væri ætlunin að styrkja þetta starf en verkefni Icelandic China yrði að velja og semja við vinnslur, hafa eftirlit með þeim, sjá um gæðamál, innflutn- ing á hráefni og útflutning á fullunn- um vörum. Þá geti fyrirtækið nýst vel við sölu inn á kínverska markaðinn. Framkvæmdastjóri er Hans Bragi Bernharðsson, sem starfað hefur í sendiráði Íslands í Kína og mælir hann á tungu þarlendra. Gunnar Svavarsson segir að kín- versk fiskvinnsla hafi eflst mjög á síð- ustu árum og flestir stórir seljendur sjávarafurða í heiminum vinni fisk í Kína. „Við höfum sjálfir gert það í nokkur ár, sérstaklega dótturfélag okkar í Þýskalandi. Vara sem unnin er ódýrari en merkjavara Icelandic á markaðnum en vissir markaðshlutar taka hana og því verðum við að bjóða upp á hana. Þessi umsvif eru orðin það mikil að okkur þótti rétt að setja upp skrifstofu í Kína sem heldur utan um starfsemi okkar á svæðinu, hjá því varð ekki komist. Við teljum að í því felist jafnframt mikið sóknartæki- færi.“ Gunnar segir að Kína sé sömuleiðis framtíðarmarkaður. SH selji nú þeg- ar afurðir til Kína en flest bendi til að markaðurinn muni styrkjast mjög á næstu árum og taka dýrari afurðir í meiri mæli. Skrifstofa í Kína muni hjálpa til við að skapa þau viðskipta- tengsl sem nauðsynleg eru. Erfiðleikar í Bretlandi og Bandaríkjunum Í ræðu sinni á aðalfundi SH í gær fór Gunnar yfir rekstur einstakra fyr- irtækja innan SH samstæðunnar á síðasta ári. Hjá honum kom m.a. fram að þó afkoma hefðbundinnar starf- semi Icelandic USA, dótturfélags SH í Bandaríkjunum, hafi ekki verið við- unandi á síðasta ári, hafi hún batnað frá fyrra ári og verið á áætlun á síðari hluta ársins. Hins vegar hafi tap- rekstur Ocean to Ocean, sem keypt var um mitt síðasta ár, dregið afkom- una niður. Sagði Gunnar að búist væri við frekari vexti hefðbundinnar starf- semi og bættri afkomu hennar og vonandi einnig hjá Ocean to Ocean. Þá var afkoma Coldwater UK, dótturfélagsins í Bretlandi, einnig óviðunandi á síðasta ári, einkum vegna erfiðleika á markaði fyrir frosnar vörur. Sagði Gunnar að mark- aðurinn yxi lítið sem ekkert, vöruþró- un væri takmörkuð, samkeppni kæmi helst fram í verði og framlegð væri sí- fellt undir pressu. Lægra fiskverð hafi ekki skilað sér til neytenda þar sem stórmarkaðirnir noti tækifærið og hækki álagningu sína. Afkoma kældra vara hjá Coldwater UK gekk hinsvegar samkvæmt áætl- un í fyrra að sögn Gunnars og var starfsemin rekin með hagnaði. Áætl- anir gera svo ráð fyrir að afkoman fari verulega batnandi með hverjum mánuði og að veltan 2004 verði um þriðjungi meiri en í fyrra. Sagði Gunnar að á komandi árum yrði lögð áhersla á að auka sölu kældra vara en stefnt að því að draga úr framleiðslu á frystum vörum. Reiknaði hann því með verulega bættri afkomu Cold- water í ár. Rekstur Icelandic UK gekk allvel í fyrra, þrátt fyrir lágt rækjuverð og aukið framboð á þorski og ýsu. Sala fyrirtækisins dróst lítið eitt saman í magn en öllu meira í verðmætum, vegna lækkunar á afurðaverði en hún var 35 milljónir sterlingspunda. Góðar horfur víðast hvar Sala Icelandic France, dótturfélag SH í Frakklandi, nam á síðasta ári um 45 milljónum evra sem er 28% aukn- ing frá fyrra ári. Kaup fyrirtækisins á Barogel mörkuðu að sögn Gunnars þáttaskil í rekstri SH í Frakklandi en Barogel er sérhæft í skelfiski og er rækja mik- ilvægasta tegundin. Vænti Gunnar þess að sameinað fyrirtæki eflist enn frekar á þessu ári og skili góðri af- komu. Afkoma Icelandic Iberica á Spáni var góð á síðasta ári en Gunnar sagði að eftir mjög hraðan vöxt undanfar- inna ára, allt fram til 2001, hefði sala fyrirtækisins staðnæmst við 80 millj- óna evra markið. Svo virtist sem helst markaður fyrirtækisins væri mettað- ur og því fælust tækifærin í nýjum mörkuðum og nýjum afurðum. Síð- ustu tvö árin hefði þannig aukin áhersla verið lögð á Ítalíumarkað, ásamt Grikklandi. Framundan væri svo aukin sókn inn á smásölumark- aðinn á Spáni og víðar, fjölbreytni fisktegunda færi vaxandi og æ fleiri unnar vörur yrðu til við vöruþróun. Árið 2003 var Icelandic Japan mjög hagfellt, salan var sú mesta í langan tíma, fór yfir 13 milljarða yena og af- koman var góð, þrátt fyrir erfiðar að- stæður í Japan. Sagði Gunnar að ár- angur af starfsemi fyrirtækisins og Marinus hafi farið fram úr björtustu vonum, en Marinus er innkaupa- og sölufyrirtæki á Íslandi sem starfar í nánum tengslum við starfsemina í Japan. Afkoma Icelandic Germany í Þýskalandi var jákvæð í fyrra, verð- mæti seldra afurða stóð í stað en selt magn jókst um 8. Sagði Gunnar að ekki væri gert ráð fyrir miklum breytingum á þessu ári hvað mark- aðsaðstæður varðar, Fyrirtækið hafi styrkt stöðu sína í smásölunni og hef- ur náð ágætri fótfestu þar. Söludeild- in hafi verið efld verulega og stefnt er að aukinni sölu í ár. Rekstur Icelandic Norway í Noregi var nálægt jafnvægi á síðasta ári en fyrirtækið tók miklum breytingum árið 2002 þegar breytt viðskiptaum- hverfi í Rússlandi og taprekstur leiddu til mikils niðurskurðar á starf- seminni og hagræðingar. Þá gekk starfsemi SH þjónustu ágætlega á síðasta ári en fyrirtækið starfar að mestu leyti í þágu erlendra systurfyrirtækja og framleiðenda. Morgunblaðið/Eggert Nýir í stjórn Árni Tómasson og Hjörleifur Jakobsson tóku sæti í stjórn SH en Haraldur Sturlaugsson fór úr stjórn. SH stofnar dótturfélag í Kína RÓBERT Guðfinnsson, fráfarandi formaður stjórnar SH, segir að rekstur dótturfyrirtækisins í Banda- ríkjunum, Icelandic USA, hafi verið algjörlega óviðunandi undanfarin ár og ávöxtun eigin fjár hafi verið allt of lítil. Þetta kom fram í ræðu Róberts á aðalfundi SH í gær. Róbert fjallaði meðal annars um gang mála hjá dótturfyrirtækjum SH erlendis og sagði: Ávöxtun eigin fjár undir 5% „Í Bandaríkjunum er rúmlega helmingur eigin fjár samstæðunnar bundinn, tæplega tveir og hálfur milljarður króna. Icelandic USA er því sú eining sem mestu ræður um það hvort afkoma SH-samstæðunn- ar er ásættanleg eða ekki. Ég verð því miður að viðurkenna að á und- anförnum árum hefur rekstrarár- angur okkar í Bandaríkjunum verið algjörlega óviðunandi. Mörg undan- farin ár hefur ávöxtun eigin fjár ver- ið um og undir 5%. Til samanburðar má benda á að arðsemi eigin fjár samstæðunnar var síðustu þrjú árin á bilinu 13–19%. Fæsta ætti því að undra áhugi minn á sameiningu Icelandic USA og Fishery Products í Bandaríkjunum. Að því verkefni vann ég síðastliðin tvö ár. Ekki tókst að koma því máli í höfn vegna afstöðu meirihluta eig- enda SH. Með sameiningunni hefði orðið til eitt öflugasta framleiðslu- og sölufyrirtæki sjávarafurða í Banda- ríkjunum með góða afkomu að mínu mati. Að öðru leyti geri ég upp við þau fimm ár sem ég hef setið sem stjórn- arformaður með miklu stolti. Rekst- ur SH-samstæðunnar hefur gengið ágætlega og við skilum nú 500 millj- óna króna hagnaði. Vissulega gerð- um við okkur vonir um meiri arðsemi og settum markið á 15–18%. Arð- semin fór eitt árið í 19% en á því síð- asta var hún 13%. Ekki hefði þurft nema 190 milljónir í viðbótarhagnað til að 18% markið næðist á síðasta ári. Ég er viss um að þess verður ekki langt að bíða,“ sagði Róbert. Róbert sagði að síðasta ár hefði að mörgu leyti verið óvenjulegt hjá SH. Nefndi hann breytingar á eignar- haldi og árangurslausar tilraunir til sameiningar SH og SÍF og sagði svo: „Það má ljóst vera að þegar sam- eina á tvö rótgróin félög sem hafa verið lengi í virkri samkeppni koma upp mörg álitamál. Við slíkar að- stæður finnst hverjum sinn fugl fag- ur. Vel þarf því að vanda val á mats- aðila til að stýra þeirri vinnu af fagmennsku og óhlutdrægni. Hætt- an er sú að kappið beri forsjónina of- urliði ef matsaðilinn hefur beina hagsmuni af sameiningunni. Sameiningarviðræður okkar við SÍF leiddu ekki til þeirrar niður- stöðu sem við höfðum vonast eftir. Helstu ágreiningsefnin voru mat á óefnislegum eignum og framtíðar- virði félaganna. Niðurstaða mats- aðila var sú, að verðmæti félaganna væri svipað þótt heldur hallaði reyndar á SÍF. Þrátt fyrir þann halla hef ég ætíð talið að þessi niðurstaða hafi verið fráleit og að SH væri mun verðmætara félag. Hvernig var unnt að segja að óefnislegar eignir stæðu undir bókfærðu verði þegar rekst- urinn að baki þeim skilaði engu? Þá byggði virðismatið einnig á rekstri tveggja ára sem liðin voru og eins árs fram í tímann og á framreikn- uðum rekstri þar næstu árin. Bæði lögðu félögin fram mjög svipaðar áætlanir fyrir nýliðið ár. Við hjá SH drógum mjög í efa að svo snögglega myndi birta til yfir rekstri vissra SÍF-eininga. Í kjölfar birtingar árs- uppgjöra félaganna tveggja hefur þessi skoðun mín varðandi framtíð- arvirðið verið staðfest,“ sagði Róbert Guðfinnsson. Ræða Róberts Guðfinnssonar á aðalfundi SH Árangurinn í Banda- ríkjunum óviðunandi Morgunblaðið/Eggert Hann er hættur Róbert Guðfinns- son hættir í stjórn SH eftir stjórn- arformennsku í fimm ár. Hann er að mestu sáttur við árangurinn. FJÓRIR nýir menn tóku sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær. Þeir Árni Tómasson, Eiríkur S. Jóhannsson, Guðmundur Kristjáns- son og Hjörleifur Jakobsson tóku sæti í stjórninni í stað þeirra Róberts Guðfinnssonar, Haraldar Sturlaugs- sonar, Rakelar Olsen og Guðbrands Sigurðssonar sem gengu úr stjórn. Þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, Baldur Guðnason og Þórður Már Jóhannesson sitja áfram í stjórn. Á fyrsta fundi stjórnarinnar í gær var Gunnlaugur Sævar kjörinn for- maður stjórnarinnar, í stað Róberts Guðfinnssonar. Hann sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær hafa mjög bjarta framtíðarsýn fyrir hönd SH. Sú stefna sem forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður hafi fylgt á undan- förnum misserum verði mörkuð áfram. Ekki séu fyrirsjáanlegar nein- ar breytingar á rekstrinum. Aðspurður hvort fyrir dyrum séu breytingar á rekstri Icelandic USA, dótturfélags SH í Bandaríkjunum, í ljósi óviðunandi afkomu félagsins á síðasta ári, sagði Gunnlaugur ekkert ákveðið í þeim efnum „En við hljótum að líta til þeirra tækifæra sem bíða okkar vestanhafs og austan. Í Banda- ríkjunum er árangurinn það sem af er þessu ári betri en verið hefur en auð- vitað kunna að vera tækifæri þar. Ein af meinsemdunum í rekstri Icelandic USA er sú að fyrirtækið er sennilega of lítið og mætti sennilega vaxa meira. Kaupin á Ocean to Ocean á síðasta ári voru liður í því.“ Gunnlaugur sagði aðspurður að sameiningarviðræður við SÍF kæmu til greina af hans hálfu eins og hvað annað. Hann benti hinsvegar á að sameiningarviðræður við SÍF hafi tvisvar farið út um í fyrra og miðað það lítist sér ekki vel á slíkar viðræð- ur aftur. Hann segir breytt eignar- hald á SH ekki skipta höfuðmáli í þeim efnum. „Nýir hluthafar hafa vonandi litið á SH sem vænlegan fjár- festingarkost. Fyrirtækið gengur vel og breytt eignarhald hefur engin áhrif á það hvort teknar verða upp viðræður um sameiningu eða sam- starf við SÍF. Ég var sjálfur þátttak- andi í sameiningarviðræðum við SÍF á síðasta ári. Ef nýjar viðræður eiga að byggja á sömu forsendum og lagt var upp með þá, er ég ekki bjart- sýnn.“ Gunnlaugur sagðist heldur ekki telja að breytt eignarhald ætti eftir að hafa áhrif á daglegan rekstur SH, jafnvel þó nýir eigendur tengist SÍF, helsta keppinauti SH. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, nýr stjórnarformaður SH Engar breytingar fyrirsjáanlegar Morgunblaðið/Jim Smart Hann tekur við Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, var kjörinn nýr stjórnarformaður SH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.