Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 29 Námsstefna: Gæði og umönnun á hjúkrunarheimilum Notkun gæðavísa og matslykla RAI mælitækisins í starfi Hótel Loftleiðum 24. marz 2004 Dagskrá 12:45-13:15 Skráning 13:15-13:25 Setning: Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. 13:25-14:15 Skilgreiningar á gæðavísum, matslyklum og kvörðum í RAI mælitækinu: Hlíf Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar. 14:15-14:45 Notkun matslykila: Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir. 14:45-15:15 Kaffi 15:15-16:00 Gæðavísar og matslyklar notaðir til að þróa hjúkrun og bæta líðan. Raunveruleg dæmi tekin um byltur, verki og lyfjanotkun: Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns. 16:00-16:30 Helstu spurningar um RAI mælitækið: Sigríður Egilsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknis- embættinu. 16:30-17:00 Umræður Vinsamlega skráið þátttöku hjá heilbrigðisráðuneytinu í síma 545 8700 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13,469,400 kr. 2,693,880 kr. 269,388 kr. 26,939 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,435,546 kr. 2,087,109 kr. 208,711 kr. 20,871 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,003,001 kr. 2,000,600 kr. 200,060 kr. 20,006 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1,687,334 kr. 168,733 kr. 16,873 kr. Innlausnardagur 15. mars 2004 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1.68733449 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1.30013233 ÞREMENNINGARNIR Daníel Þorkell Magnússon, Haraldur Jónsson og Hrafnkell Sigurðsson sýna það sem þeir kalla „þrjár einkasýningar í einni sýningu“ í Nýlistasafninu. Sýningin hefur staðið yfir undanfarnar vikur og lýkur á morgun sunnudag svo enn er tækifæri til að njóta hennar. „Við eigum það sameiginlegt að hafa allir útskrifast úr MHÍ, skóla sem ekki er lengur til, og síðan höfum við stundað listina og verið í sambandi hver við annan með ýmsum hætti þó ekki hafi orðið úr sameiginlegu sýningarhaldi fyrr en nú,“ segir Haraldur í spjalli við blaðamann. „Við gáfum hver öðrum full- komið frelsi en áttuðum okkur á því fimm mínútum fyrir sýningu að sýningarnar féllu mjög skemmtilega hver að annarri,“ segir Daníel. „Tema sýningarinnar er Heim- ilið og innihald þess,“ bætir hann við. „Það sem gerist á milli hús- gagnanna,“ skýtur Haraldur inní. Verk Hrafnkels eru myndir af húsum í byggingum. „Hús á jaðri borgarsamfélagsins. Eins konar þroskasaga bygginga, þar sem fylgst er með þeim frá fyrstu út- veggjum til þess að að þau eru tilbúin undir tréverk, “ segir Har- aldur. „Þau kallast á við hefðina í landslagsmálverkinu þar sem sjá má síbreytilega manngerða nátt- úru,“ segir Daníel. Verk Haraldar eru annars vegar 44 mynda sería af eins konar portrettum sem hann lýsir sjálfur sem „yfirborðs- teikningum frá húsi að minnsta smáatriði andlits. Uppbygging myndanna minnir jafnvel á flæmska nákvæmni. Í næsta ná- grenni standa verk sem áhorfand- inn getur líka mátað sig við á ýmsan hátt.“ Daníel fer inn á heimilið og hefur jafnvel lagt til sitt eigið eldhúsborð og stóla í innsetningu af heimilinu. „Heimili landsmanna eru í mörgum skilningi mikilvægur vettvangur myndlistar. Mér finnst alltaf merki legt þegar ókunnugt fólk kaupir myndir af mér til að hafa á heimili sínu. Borðið og stólana smíðaði ég sjálfur svo það fær aðra merkingu í samhengi sýningarinnar. Ég tek þó skýrt fram að þessir þrír hlutir eru ekki til sölu.“ Heimilið utan og innan Morgunblaðið/Brynjar GautiHrafnkell Sigurðsson: Hús í byggingu SAMSÝNING nemenda í listfræði við HÍ og LHÍ verður opnuð í Listaháskólanum í Laugarnesi kl. 16 í dag, laugardag. Samsýningin á að fjalla um sjálfa sig. Samhengi henn- ar byggist á því að nemendur hug- leiði hugtakið samsýning þegar þeir velja verkin sem þeir ætla að sýna. Nemendurnir hafa verið í áfang- anum „Sýningargerð og sýn- ingastjórn“ hjá Halldóri B. Runólfs- syni og hafa fengið að spreyta sig á sýningargerð og notast við verk nemendanna. Hver nemandi fyrir sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna við sýningargerðina og er þetta í fyrsta sinn sem þessi áfangi er í boði hérlendis. Í tilefni af sýn- ingunni verður opnað vefsetur þar sem gefur að líta þátttakendur í sýn- ingunni, hlutverk hvers og eins, hugsunina á bak við verkin og ljós- myndir af verkum eftir listamenn- ina. Slóðin er www.1321.lhi.is. Samsýning í LHÍ Morgunblaðið/Ásdís Anna Lind Sævarsdóttir, Sóley Lilja Brynjarsdóttir og sýningarstjórinn, Ásgerður Júlíusdóttir, að setja upp sýninguna í Listaháskólanum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinnFORSALA aðgöngumiða á viðburði Listahátíðar í Reykjavík, sem hófst á Netinu sl. miðvikudag, hefur farið vel af stað. Alls er selt inn á átján við- burði í átta húsum og er því um að ræða umfangsmestu netmiðasölu á listviðburði á Íslandi til þessa. Guðrún Kristjánsdóttir kynning- arstjóri segir miðasöluna langt komna á leikflokkana þrjá frá Japan, Rússlandi og Þýskalandi. „Mér sýn- ist að slegist verði um hvern miða á rússneska St. Basil karlakórinn sem verður með tvenna tónleika 15. maí en fjölmargir hafa líka fest sér miða á Olgu Borodinu og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í Háskólabíó 19. og 22. maí og Susana Baca frá Perú er mjög vinsæl. Mér sýnist líka mikill áhugi á gyðingabandinu Klezmer Nova frá Frakklandi og ítölsku hljómsveitunum I Solisti Veneti og NCCP. Af innlendum viðburðum verður augljóslega mikil aðsókn í Þjóðleikhúsið á Kvöldstund með Jónasi Ingimundarsyni og tónlistar- ævintýrið Ísland-Írland í Laugar- dalshöll 29. maí hefur tekið ágætis kipp,“ segir Guðrún. Miðasalan í Bankastræti 2 hefst 2. apríl. Netsalan er á slóðinni www.artfest.is. Listahátíð Miðasala fer vel af stað 15:15 TÓNLEIKASYRPAN á nýja sviði Borgarleikhússins býður upp á Breskar fantasíur næstu tvo laugar- daga, þar sem skyggnst verður inn í hinn stóra heim breskar kammer- tónlistar. Flytjendur eru Poulenc- hópurinn, skipaður Þórunni Guð- mundsdóttur, sópran, Hallfríði Ólafsdóttur, flautuleikara, Eydísi Franzdóttur, óbóleikara, Zbigniew Dubik, fiðluleikara, Bryndísi Páls- dóttur, fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur, víóluleikara og Bryndísi Björgvinsdóttur, sellóleikara. Fyrri tónleikarnir, á morgun kl. 15.15, hefjast á æskuverki eftir Ben- jamin Britten, Fantasíu-kvartett fyrir óbó og strengi. „Kvartettinn er líklega eitt mest flutta verk Brittens, enda nýtur það jafnan mikillra vin- sælda bæði flytjenda og áheyrenda, fullt af æskufjöri, samið af Britten einungis 19 ára,“ segir Eydís. „Peter Warlock er ekki jafn þekkt nafn í tónlistarheiminum og Britten. Eftir hann liggja aðallega sönglög ásamt meistarastykki hans The Curlew (Spóinn) sem hér verður flutt. Þetta undurfagra verk er samið fyrir söng- rödd, flautu, enskt horn og strengja- kvartett, við fjögur ljóð eftir W.B.Yeats. Ljóð um óendurgoldna ást í líkingu vellandi spóa.“ Tónleikunum lýkur á Kvintett eft- ir Arnold Bax fyrir óbó og strengja- kvartett. „Bax er eitt athyglisverð- asta tónskáld Breta frá fyrri hluta 20.aldar. Hann heillaðist mjög af írskri þjóðlagatónlist og bera verk hans merki þess. Kvintettinn gæti verið einskonar heimsókn á írska þjóðlagahátíð.“ Tónleikarnir eru undir hatti ,,Ferðalaga“ þar sem ferðast er á vængjum tónlistarinnar um ákveðin lönd eða landsvæði. Breskar fantasíur Morgunblaðið/Ásdís Poulenc-hópurinn leikur breska fantasíutónlist í 15:15 tónleikasyrpunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.