Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 42
MESSUR/KIRKJUSTARF 42 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Gítarleikari Aðalheiður Margrét Gunnars- dóttir. Messa kl.14:00, altarisganga, ein- söngur. Kór Áskirkju syngur, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Sabine Hill syngja tvísöng Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl.11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Að lokinni messu er fundur í Safn- aðarfélagi Dómkirkjunnar. Þar mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir segja frá starfi sínu sem Miðborgarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o. fl. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Tekin samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Einsöngur Stef- án Helgi Stefánsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldmessa kl. 20:00. Schola cantorum syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur Jóhann Borg- þórsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór kórskóla Langholtskirkju og Graduale futuri syngja. Einsöngur. Amerísk blásara- sveit leikur. Séra Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir messar. Organisti Jón Stefáns- son. Börn og fullorðnir eiga saman stund í kirkjunni. Kaffisopi og djús eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Kl. 11:00 Messa og sunnudagskóli. Kór Laugarneskirkju syng- ur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, Sunnudagaskólakennararnir Hildur Eir Bolladóttir, Haraldur Heimisson og Þor- valdur Þorvaldsson leiða börnin með sér, sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigur- birni Þorkelssyni meðhjálpara. Kl. 13:00 Helgistundí Þjónustumiðstöð Sjálfs- bjargar. Þorgils Hlynur Þorbjörnsson guð- fræðingur prédikar, Þórður Guðmundsson guðfræðingur leikur á gítar og leiðir söng og hópur sjálfboðaliða annast ýmsa aðra þjónustu. Að messu lokinni kl. 13:30 er aðalsafn- aðarfundur haldinn í safnaðarheimilinu. Kl. 20:30 Kvöldmessa. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór Laugar- neskirkju syngur. Sr. Bjarni Karlsson mun prédika og gera grein fyrir grundvallar- atriðum kristins siðar og hvernig þau tengjast málefnum samkynhneigðra í samfélagi okkar. Að messu lokinni verður boðið til umræðna um inntak prédikunar- innar. Messukaffi og fyrirbænir við altarið eru einnig í boði að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Helgi Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sagan um Hans klaufa eftir H. C. Andersen verður sýnd í leikgerð Stoppleikhópsins. Leikarar eru þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Barnakór Seltjarnarness syngur undir stjórn Vieru Manasek. Organisti er Pavel Manasek. Leiðtogar barnastarfsins leiða þjónust- una. Sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14:00. Bjargarkaffi eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta klukkan 11:00. Þema dagsins er: Fyrirgefningin. Í guðsþjónustum Frí- kirkjunnar í Reykjavík er áhersla lögð á: kærleikssamfélagið, aðgegnilega boðun Guðsorðs og fagra og góða tónlist sem hvetur til almenns safnaðarsöngs. Ferm- ingarbörn og aðstandendur þeirra eru hvött til þátttöku í þessari guðsþjónustu. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl.11.00. Börn úr Tíu til tólf ára starf- inu flytja helgileik um miskunnsama sam- verjann. Börnin í sunnudagaskólanum skreyta kirkjuna. Rebbi refur kemur og segir frá ævintýrum sínum. Börn í sjö til níu ára starfinu munu ásamt TTT börn- unum gefa kirkjunni gjafir. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur stór og lítil systkini koma og eiga góða stund í kirkj- unni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Org- anisti Bjartur Logi Guðnason. Léttar veit- ingar í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11.00. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju, A hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellunni á neðri hæð kirkj- unnar. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. (500 kr.). Kvöldsamkoma með Þorvaldi Halldórssyni kl 20:30. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. (Sjá nán- ar:www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur: Sr. Svavar Stefáns- son. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn organista. Pre- dikun flytur Harpa Njáls, formaður Fellasóknar. Meðhjálpari: Kristín Ingólfs- dóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu á sama tíma undir stjórn Elfu Sifjar Jónsdóttur. Kaffi og svaladrykkur í safn- aðarheimilinu eftir messu. Rúta ekur um hverfið í lokin. Sjá nánar á www.kirkjan.is/ fella-holakirkja GRAFARVOGSKIRKJA: Kristniboðsguðs- þjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir alt- ari. Séra Kjartan Jónsson prédikar. Að guðsþjónustunni lokinni er kynning á kristniboðinu í Afríku í umsjá kristniboðs- sambandsins. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Frjáls fram- lög til nýstofnaðs kristniboðsfélags Grafarvogskirkju. Eftir guðsþjónustuna er í boði léttur hádegisverður á vægu verði. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafar- vogskirkju. Prestur er séra Lena Rós Matt- híasdóttir. Umsjón: Signý og Laufey. Org- anisti: Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgar- holtsskóla. Prestur er séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Siffi og Sigga. Undir- leikari er Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barnakórar úr Hjallaskóla og Vogaskóla syngja undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og Guðrúnar Magnúsdóttur. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barnakórar úr Hjallaskóla og Vogaskóla syngja undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og Guðrúnar Magnúsdóttur. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). LINDAKIRKJA í Kópavogi: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslu- stofum meðan á messu stendur. Prestur sr. Ingimar Ingimarsson fyrrv. prófastur á Þórshöfn. Kór Lindakirkju syngur. Organ- isti. Sigrún Þórsteinsdóttir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Efni dagsins er: „Þjónusturnar að verki.“ Einnig er fræðsla fyrir börn á öllum aldri. Samkoma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænaþjón- usta. Friðrik Schram talar um: „Vakning, endurnýjum og vitjun Heilags anda.“ Þátt- ur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaginn 14. mars kl. 19.30 bænastund, kl. 20 Hjálp- ræðissamkoma í umsjón Inger Dahl, Mánudaginn 15. mars kl. 15 Heim- ilasamband. Harold Reinholdtsen talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Í dag er samkoma kl. 14.00. Freddie Filmore frá Bandaríkjunum er gestaprédik- ari. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára á samkomu- tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17:00. Yfirskrift: Kristniboð, köllun kirkjunnar, Jónas Þórir Þórisson, formaður Kristniboðssambandsins flytur ávarp í upphafi kristniboðsvikunnar. Ræðumað- ur: Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafar- vogi. Upphafsorð: Friðrik Hilmarsson. Kanga kvartettinn syngur. Leifur Sigurðs- son, kristniboði kynnir starf kristniboðs- ins. Lofgjörðar- og fyrirbænastund eftir samkomuna. Matur til sölu eftir samkomu FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30 Ræðumaður Glenn Kaiser. Gospelkór Fíla- delfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok sam- komu. Barnakirkja á sama tíma. Miðviku- daginn 17. mars kl. 18:00-20:00 er fjölskyldusamvera með léttri máltið. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudaginn 17. mars kl. 20:30 eru Lof- gjörðartónleikar með Glenn Kaiser, miða- salan er hafin. Fimmtudaginn 18. mars kl. 15:00 er samvera eldri borgara. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Fimmtudaginn 18. mars kl. 20:30 eru Bluestónleikar með Glenn Kaiser, miða- salan er hafin. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir annast guðsþjónustuna. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Æsku- lýðsdagur Þjóðkirkjunnar Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill söng- ur, biblíusaga, biblíukerti og brúðuheim- sókn. Fjölmennum í kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræðararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Fermingarbörnum eru velkomið að ganga til altaris, ásamt for- Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. ( Lúk. 11). Morgunblaðið/ÁsdísBústaðakirkja í Reykjavík. SUNNUDAGINN 14. mars verður messa í Lágafellskirkju kl. 11.00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sem ný- verið var valin prestur í Mosfells- prestakalli, verður sett inn í emb- ætti af prófasti, sr. Gunnari Kris- tjánssyni. Sr. Ragnheiður flytur predikun dagsins. Altarisþjónusta verður í umsjá hennar og prófasts, Þórdísar Ás- geirsdóttur djákna og sóknar- prestsins séra Jóns Þorsteinssonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Sig- ríður Helgadóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir syngja við athöfnina og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti er Jónas Þórir. Kirkjukaffi verður í safn- aðarheimilinu að messu lokinni og rétt er að minna á að sunnudaga- skólinn fellur niður þennan dag Framvegis munu því tveir prestar sinna þjónustu í ört vaxandi sókn en sóknarbörn eru nú orðin liðlega 6.700 talsins. Harpa Njáls prédikar í Fella- og Hólakirkju MESSA verður í Fella- og Hóla- kirkju kl. 11 eins og venjulega sunnudaginn 14. mars sem er 3. sunnudagur í föstu. Sr. Svavar Stef- ánsson þjónar fyrir altari, Lenka Mátéová leikur á orgel og stjórnar söng kirkjukórsins. Altarisganga verður í messunni. Harpa Njáls, for- maður sóknarnefndar Fellasóknar og formaður Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, er prédikari dagsins. Harpa er kunn fyrir skeleggan málflutning um þau málefni sem hún vinnur að. Því verður fróðlegt að hlusta á hana á sunnudaginn tengja saman skoð- anir sínar við guðspjall dagsins. Það er úr Lúkasarguðspjalli 11 kafla versunum 14–28 og fjallar um það er Jesús rak út illan anda. Við glímum daglega við það illa, myrkraöflin sem birtast okkur í ótal myndum. Jesús hvetur okkur að standa staðföst gegn hinu illa og leggja hinu góða og uppbyggilega lið. Um þetta mun Harpa væntan- lega fjalla út frá sínum lífsskoðun- um og með skírskotun til trúarinn- ar. Spennandi efni sem fróðlegt verður að kynnast. Á eftir verður boðið upp á kaffi og afmæliskringlu í safnaðarheimilinu og þar gefst tækifæri til að spjalla um efni dags- ins eða bara um daginn og veginn í góðra vina hópi kirkjugesta og starfsfólks. Sunnudagaskólinn verður að venju á sama tíma. Verið öll hjartanlega velkomin! Svavar Stefánsson. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 14. mars verða tvær messur í Hallgrímskirkju. Morgunmessa og barnastarf verður kl. 11.00 í umsjá sr. Jóns D. Hró- bjartssonar. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar org- anista. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Messuþjónar þennan dag verður fólk sem hefur tekið þátt í nám- skeiðinu Lifnadi steinum, sem stað- ið hefur yfir í kirkjunni síðustu vik- ur. Kl. 20.00 verður kvöldmessa. Schola cantorum syngur tónlist sem tengd er efni föstunnar. Kórstjóri og organisti verður Guðmundur Sigurðsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson stýrir athöfninni. Kvöldmessur í Hallgrímskirkju eru kyrrlátar stundir við kertaljós með vandaðri tónlist, almennum söng, bænum og brotingu brauðsins. Samkomur daglega á Kristniboðsviku hjá KFUM og KFUK SUNNUDAGINN 14. mars hefst kristniboðsvika sem er árviss at- burður á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Dag- legar samkomur verða haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi flest kvöld vikunnar kl. 20.00. Starf kristniboðsins verður kynnt, fluttar verða hugleiðingar út frá Biblíunni, fólk vitnar um trú sína og fjölbreytt tónlistardagskrá verður í boði. Yfir- skrift vikunnar er kristniboðsskip- unin í 28. kafla Matteusarguð- spjalls. Vikan hefst á guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11.00 þar sem séra Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Seinna um daginn, kl. 17.00, er samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi þar sem Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogi verður með hugleiðingu og Jónas Þórir Þórisson, formaður Kristni- boðssambandsins, flytur ávarp. Engin samkoma verður á mánu- dagskvöldið en vikan heldur síðan áfram öll kvöld vikunnar fram á sunnudaginn 21. mars. Í ár eru 75 ár liðin síðan Kristniboðssambandið var stofnað og viljum við vekja at- hygli almennings á því starfi sem unnið hefur verið í Eþíópíu og Ken- ýa til margra ára. Þetta starf hefur borið mikinn árangur og núna eru fimm íslenskir kristniboðar að störfum í þessum löndum. Þótt aðal- áhersla kristniboðsins sé að boða fagnaðaerindið um Jesú Krist er einnig unnið að öðrum málefnum svo sem: menntun, heilsugæslu, neyðarhjálp og þróunarstarfi. Þeir sem vilja kynna sér starf og sögu Kristniboðssambandsins eru sér- staklega boðnir velkomnir á þessa viku. Kristniboðsguðs- þjónusta í Grafarvogskirkju KRISTNIBOÐSGUÐSÞJÓNUSTA kl. 11.00 sunnudaginn 14. mars í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Séra Kjartan Jónsson prédikar. Að guðs- þjónustunni lokinni er kynning á kristniboðinu í Afríku í umsjá kristniboðssambandsins. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Frjáls framlög til nýstofnaðs kristniboðsfélags Graf- arvogskirkju. Eftir guðsþjónustuna er í boði léttur hádegisverður á vægu verði. Flugmaður og kristni- boði í Neskirkju NÆSTA sunnudag 14. mars kl. 11.00 mun séra Helgi Hróbjartsson þjóna fyrir altari og prédika í Nes- kirkju. Séra Helgi er nýkominn frá Afríku, þar sem hann hefur starfað í fjöldamörg ár m.a. sem kristni- boði, starfsmaður neyðarhjálpar kirkjunnar og sem flugmaður. Hann mun þjóna við Neskirju í mars og apríl. Við messuna leiðir Kór Neskirkju safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Fjölskylduguðsþjón- usta í Árbæjarkirkju EINS og alltaf annan sunnudag hvers mánaðar eru fjölskylduguðs- þjónusta í Árbæjarkirkju. Á sunnu- daginn er engin undantekning frá því frekar en endranær. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna helgi- leik um miskunnsama Samverjann. Undanfarið hafa börnin í sunnu- dagskólanum unnið listaverk sem mun skreyta kirkjuna. Börn í STN- starfinu eða sjö til níu ára börnin Tveir prestar í Mosfells- prestakalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.