Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 61 STEFÁN Hallgrímsson úr ÍR, varð í fyrrakvöld heims- meistari í fimmtarþraut í flokki 55–59 ára heimsmeist- aramóti öldunga í frjálsum íþróttum sem stendur yfir þessa dagana í Sindelfingen í Þýskalandi. Auk Stefáns keppa á mótinu Kristján Gissurarson og Árný Heiðars- dóttir. Keppendur í fimmtarþrautinni voru 21 alls tals- ins og hlaut Stefán 4.051 stig, 148 stigum meira en næsti keppandi. Stefán var á árum áður einn fremsti frjálsíþrótta- maður þjóðarinnar og átti Íslandsmetin í tugþraut og í 400 m grindahlaupi um nokkurra ára skeið. Stefán hljóp 60 metra grindahlaup á 10,31 sek. Stökk 4,85 metra í langstökki, varpaði kúlunni 13,04 metra, stökk 1,52 metra í hástökki og hljóp 1.000 metr- ana á 3.27,80 mínútu. Árný varð í 9. sæti í langstökki í flokki 45–49 þegar hún stökk 4,06 metra, fimmta í þrístökki me 9,50 metra og hún lenti í 11. sæti í 60 metra hlaupi á 8,60 sek. Í dag keppa þeir Stefán og Kristján í stangar- stökki. Stefán varð heimsmeistari LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Giessen 46’ers, fór enn og aftur úr axlarlið á æfingu liðsins í vik- unni og nú er útséð með að hann þarf að gang- ast undir aðgerð og leikur því ekki meira með liði sínu á yfirstandandi leiktíð. Þetta var í þriðja sinn sem Logi fer úr axlarlið en hann var rétt búinn að jafna sig eftir að hafa farið úr axlarlið í nóvember. Logi átti mjög góðan leik um síðustu helgi og skoraði 14 stig í tap- leik gegn Leverkusen en á æfingu á þriðju- dagskvöldið tóku meiðslin sig upp á nýjan leik. Logi segir á heimasíðu Njarðvíkinga að illa hafi gengið að koma öxlinni í liðinn og hafi hann þurft að dvelja eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann var svæfður meðan öxlinni var kippt í liðinn. Logi segir ennfremur að hann fari í aðgerð á næstunni en enn sé ekki ljóst hvort hún verði framkvæmd hér heima eða í Þýskalandi. Logi er samningsbundinn Giessen 46’ers til ársins 2005. Liðinu hefur vegnað illa í þýsku úrvalsdeildinni og er í næstneðsta sæti af 16 liðum með tíu stig eftir 19 leiki. Logi enn og aftur úr axlarlið Logi Gunnarsson KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur hafið samstarf við Knattspyrnu Akademíu Íslands, KAÍ, (knattspyrnu- skóla Arnórs Guðjohnsen), fyrst allra liða. Samstarfið er með þeim hætti að 3. flokkur félagsins, bæði karlar og konur alls um 70 einstaklingar, hafa í tvo mánuði æft 2–3 í vikur í séræfingum hjá skólanum. Fylkis- menn nýta sér styrk sem KSÍ veitir vegna barna- og unglingaþjálfunar til að niðurgreiða fyrir sína iðk- endur.  Arnór Guðjohnsen, skólastóri knattspyrnuskólans, segir að viðræður standi yfir við fleiri félög en hann segir að þau kunni vel að meta knattspyrnuskólann og telja hann hreina viðbót við æfingarnar hjá félögunum.  Guðni Bergsson, einn meðlimur í KAÍ, hefur komið á samstarfi skólans við enska úrvalsdeildarliðið Bolton enda hæg heimatökin hjá Guðna sem lék um árabil með liðinu. Guðni segir að samstarf sé að vænta við fleiri úrvalsdeildarlið á Englandi og eins við þýsk lið en Eyjólfur Sverrisson hefur verið í viðræðum fyrir hönd Akademíunar við nokkur lið þar í landi. Fylkir í samstarf með skóla Arnórs NÍNA Ósk Kristinsdóttir, markadróttning úr Val og annar af nýlið- unum í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, segist hafa orðið mjög hissa en ánægð þegar hún fékk þau skilaboð að hún hefði verið valin í landsliðshópinn fyrir leikinn á móti Skotum sem fram fer í Egilshöll- inni í dag. Nína, sem er 19 ára gamall Sandgerðingur, hefur farið mikinn með liði Vals og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 21 mark fyrir Val á Reykjavíkurmótinu í sex leikjum, þar af skoraði hún sjö í einum leik gegn KR og sex á móti ÍBV. „Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á að verða val- in í landsliðið. Ég hef stefnt að þessu síðan ég byrjaði að æfa níu ára gömul svo ég er auðvitað rosalega ánægð,“ sagði Nína Ósk við Morgunblaðið. „Ég vonast innilega eftir því að fá tækifæri í leiknum og ég mun þá reyna að gera mitt besta til að skora en aðalmálið er að liðinu gangi vel.“ „Valið kom mér á óvart“ ENSKI knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, ætlar að áfrýja átta mánaða leikbanni sem hann var úrskurð- aður í fyrir að mæta ekki í lyfja- próf. Mun Ferdinand m.a. leggja fram hársýni sem hann segir að sanni að hann hafi aldrei neytt ólöglegra lyfja og segja enskir fjöl- miðlar að leikmaðurinn voni að hann verði sýknaður á grundvelli þessa. Ferdinand hóf að afplána keppnisbannið í janúar en áfrýjun hans verður tekin fyrir í næstu viku. Frá því Ferdinand hóf bannið hefur hvorki gengið né rekið hjá Englandsmeisturunum. Þeir eru níu stigum á eftir Arsenal í barátt- unni um titilinn og féllu úr leik í Meistaradeildinni í vikunni. Rann- sóknir á hári manns geta leitt í ljós hvort hann hefur tekið steralyf en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hár hefur verið notað í lyfjamáli. Christoph Daum var rekinn sem þjálfari þýska liðsins Bayer Lever- kusen árið 2000 þegar hann féll á svipuðu prófi, sem hann vonaði að myndi afsanna fullyrðingar tíma- rits um að hann hefði tekið kókaín. Verði leikbann Ferdinands staðfest mun hann ekki geta leikið með liði sínu, Manchester United, og enska landsliðinu, fyrr en 20. september. Bjargar hárið Ferdinand?  GUÐMUNDUR E. Stephensen, landsliðsmaður í borðtennis, og sam- herjar hans í norska liðinu B-72 eru komnir í úrslit í norsku úrvalsdeild- inni. Þeir fögnuðu sigri á Modum í undanúrslitum og mæta Fokus í úr- slitum.  AC Milan hyggst reyna að krækja í ítalska markvörðinn Carlo Cudicini frá Chelsea í sumar. Félagið er sagt reiðubúið að punga út 5 milljónum punda fyrir Cudinini en Chelsea festi nýlega kaup á tékkneska mark- verðinum Peter Chec fyrir 12 millj- ónir punda. Hitt Mílanóliðið, Inter, hefur einnig áhuga á að fá Cudicini en forráðamenn Inter vilja fá hann til að leysa Francesco Toldo af hólmi.  MICHAEL Biegler, þjálfari Gylfa Gylfasonar handknattleiksmanns hjá þýska 1. deildar liðinu Wil- helmshaverner, framlengdi samn- ing sinn við félagið í gær til tveggja ára. Biegler tók við liðinu í desem- ber í slæmu ástandi og hefur náð að laga stöðuna en það er þó enn á með- al neðstu liða deildarinnar. Sigur Wilhelmshaverner á Magdeburg á miðvikudaginn lagaði stöðuna, all- tént um stund.  TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, vill fá nýjan samning við fé- lagið. Pulis tók við liði Stoke fyrir 14 mánuðum og hefur liðinu vegnað ágætlega undir hans stjórn.  PULIS er á höttunum eftir Mark Crossley markverði Fulham en meiðsli hafa verið að hrjá báða markverði Stoke-liðsins þá Ed de Goey og Neil Cutler. Crossley er ekki alveg ókunnugur herbúðum Stoke en í tvígang á síðustu tveimur árum hefur hann verið hjá liðinu sem lánsmaður.  JAMIE Redknapp, fyrirliði Tott- enham, er óðum að ná sér eftir erfið hnémeiðsli og möguleiki er á að hann verði í leikmannahópi liðsins í leiknum við Newcastle á morgun. Redknapp hefur ekkert leikið með aðalliði Tottenham síðan í septem- ber en hann lék með varaliðinu í vik- unni og komst klakklaust frá honum.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Arjen Robben, sem leikur með PSV en gengur í raðir Chelsea í sumar, meiddist á hné í leik PSV og Aux- erre í UEFA-keppninni í fyrra- kvöld. Talið er að Robben verði frá æfingum og keppni næstu vikurnar en hann og Marc Overmars hjá Barcelona hafa barist hart um sæti í byrjunarliði Hollendinga.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, gekkst undir smáaðgerð á dögunum þar sem græddur var í hann hjartagang- ráður. Ferguson fann fyrir óreglu- legum hjartslætti seint á síðasta ári og í kjölfarið var ákveðið að hann þyrfti að fá gangráð. FÓLK Leikurinn við Skota er einn liður íundirbúningi liðsins fyrir loka- baráttuna í undankeppni EM en ís- lensku konurnar eiga þrjá leiki eftir í riðlinum. Þær mæta Ungverjum ytra í lok maí, fá Frakka í heimsókn í júní og taka síðan á móti Rússum í ágúst. Fyrir þessa leiki verður vináttuleikur við Hollendinga ytra hinn 15. maí. Ísland er í efsta sæti síns riðil með 10 stig eftir fimm leiki, Frakkar hafa 9 stig eftir þrjá leiki og Rússar eru í þriðja sæti með 7 stig að loknum þremur leikjum. Morgunblaðið leit inn á æfingu landsliðsins í Fífunni og spurði Hel- enu Ólafsdóttur fyrst hvort ekki væri skrítið að undirbúa liðið undir leik á þessum árstíma? „Jú, ég verð að segja það en það er frábært að fá þetta verkefni. Við tök- um fegins hendi þeim leikjum sem við fáum upp í hendurnar. Tímasetn- ingin er kannski ekkert frábær. Stelpurnar eru rétt komnar af stað en það breytir því ekki að leikurinn er góður liður í undirbúningi okkar fyrir stóru leikina í sumar.“ Helena segir að ástand leikmanna sé mis- gott. Hún segir að nokkrir leikmenn hafi átt í meiðslum en almennt sé ástandið í góðu lagi. „Það vantar í liðið að þessu sinni Þóru Helgadóttur og Eddu Garðars- dóttur. Það er auðvitað slæmt að vera án þeirra enda tveir af lykil- mönnum liðsins. En það fá bara aðrir leikmenn tækifæri og það er hið besta mál. Breiddin hjá okkur er alltaf að aukast og þessar stelpur eru alltaf að taka framförum. Það er ekki sjálfgefið hvernig á að velja lands- liðið í dag. Það eru margar sem gera tilkall í liðið og það er skemmtilegt verkefni fyrir mig að velja úr stærri hópi leikmanna.“ Hvað veist þú um styrk skoska liðsins? „Skotarnir hafa spilað töluvert meira en við og ég held að þetta sé þeirra fimmti leikur á árinu. Þeir eru því í betri leikæfingu en við. Við er- um ofar á styrkleikalistanum en mér skilst að þetta skoska lið sé nokkuð sterkt. Leikmenn eru líkamlega sterkir og við sjáum að þessar skosku stelpur sem hafa spilað með ÍBV hafa komið vel út. Þetta verður örugglega hörkuleikur og við þurf- um tvímælalaust að taka á öllu okkar til að ná góðum úrslitum.“ Tveir nýliðar eru í hópi Helenu; Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörð- ur úr Val, og Nína Ósk Kristinsdótt- ir, framherji úr Val, sem hefur farið á kostum með Val að undanförnu. „Mér finnst mjög jákvætt að velja í landsliðið leikmenn sem standa sig. Guðbjörg er mjög efnilegur mark- vörður og Nína Ósk hefur slegið í gegn að undanförnu. Hún á ekki marga leiki með yngri landsliðunum og hún þarf sinn tíma. Það er hins vegar gott fyrir hana að fá að kynn- ast þessu umhverfi og enn betra ef hún fær að spila. Hún hefur staðið sig vel og mér finnst hún verðskulda landsliðssætið.“ Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari um leikinn gegn Skotum í Egilshöll Góður undirbúningur fyrir stóru leikina Morgunblaðið/Jim Smart Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari í knattspyrnu kvenna, stjórnar hér landsliðsæfingu í Fífunni. ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í vináttuleik í dag og fer viður- eignin fram innandyra, nánar tiltekið í Egilshöllinni í Grafar- vogi kl. 14 – aðgangur er ókeyp- is. Þetta verður í fyrsta sinn sem A-landsleikur fer fram und- ir þaki hér á landi og þá er þetta fyrsti vináttulandsleikur A- landsliðs kvenna á íslenskri grund síðan 1986. Fyrsti lands- leikur íslenska kvennalands- liðsins var gegn Skotum fyrir 23 árum þar sem Skotar fögnuðu sigri, 3:2. Guðmundur Hilmarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.