Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ENSKU liðin Arsenal og Chelsea dróust saman þegar dregið var til 8 liða úrslitanna í Meistara- deild Evrópu í knattspyrnu í höfuðsstöðum UEFA í Nyon í Sviss. Sigurvegararinn í einvígi ensku liðanna gæti lent á móti stjörnuliði Real Madrid en samhliða drættinum í 8 liða úrslitin var dregið til undanúrslitanna og þar mætast sigurvegararnir í leik Arsenal og Chelsea ann- ars vegar og Real Madrid og Mónakó hins vegar. Porto dróst á móti Lyon og Evrópumeistarar AC Milan eiga í höggi við spænska liðið Deportivo La Coruna en sigurvegarnir í þessum rimmum eigast við í undanúrslitunum. Þetta er í fyrsta sinn frá því Meistaradeildin var sett á laggirnar sem tvö ensk lið eigast við í keppninni og líklega hugsa liðsmenn Chelsea með hryllingi til leikjanna því þeim hefur ekki tekist að leggja Arsenal í síðustu 16 leikjum eða síðan 1998. Liðin hafa ást við þrívegis á leiktíð- inni, tvisvar í úrvalsdeildinni og einu sinni í bikarkeppninni, og hefur Arsenal unnið þá alla með sömu markatölu, 2:1. Forráðamenn Arsenal og Chelsea voru ekki mjög hamingjusamir þegar drátturinn lá ljós fyrir enda vildu félögin síst af öllu mætast á þessu stigi keppninnar. „Ein mesta ánægjan að taka þátt í Evrópu- keppni er að mæta erlendum liðum. Við hefðum því frekar kosið að fá aðra mótherja en Chelsea. Við tökum þessu hins vegar af karlmennsku. Við höfum haft gott tak á Chelsea í gegnum árum og það er til mikils að vinna því leikur við Real Madrid gæti orðið næst á dagskrá,“ sagði David Dein, varastjórnarformaður Arsenal, sem var viðstaddur dráttinn. Viðureign Real Madrid og Mónakó er for- vitnilegur fyrir þær sakir að með liði Mónakó leikur lánsmaður frá Real Madrid, framherjinn Fernando Morientes, sem hefur unnið tvo Evr- ópumeistaratitla með Madrídarliðinu. Arsenal og Chelsea – fyrsta rimma enskra liða í Meistaradeild Evrópu DANSKI miðvallarleikmaðurinn Alex Nørlund, sem var til reynslu hjá úrvalsdeildarliði FH í vikunni, er farinn af landi brott. Hann hafði með sér í farteskinu tilboð frá Hafnarfjarðarliðinu og að sögn Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH- inga, þá heldur hann í vonina um að Nørlund taki tilboðinu. „Hann vildi gefa sér góðan tíma til að fara yfir stöðuna áður en hann svaraði okkur en það verður komið á hreint áður en við höldum í æfingaferðina til Portúgals í lok mánaðarsins hvort hann komi. Nørlund er góður leikmaður sem yrði mikill liðsstyrkur í og ég held bara í vonina um að hann verði með okkur,“ sagði Ólafur við Morgun- blaðið. Fyrir hjá FH eru tveir Dan- ir, Allan Borgvardt og Tommy Nielsen, en þeir áttu frábært tíma- bil með liðinu á síðustu leiktíð. FH gerði Nørlund tilboð KÖRFUKNATTLEIKUR UMFG – KR 95:99 Grindavík, Úrslitakeppni Intersportdeild- ar, 8-liða úrslit, fyrsti leikur, föstudagur 12. mars 2004. Gangur leiksins: 9:4, 13:11, 24:11, 25:19, 25:28, 31:32, 40:35, 49:46, 56:50, 61:59, 65:70, 74:78, 74:83, 86:90, 92:94, 95:99. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 33, Páll Axel Vilbergsson 22, Anthony Jones 17, Jackie Rogers 14, Guðmundur Bragason 6, Pétur Guðmundsson 3. Fráköst: í vörn - í sókn. Stig KR: Elvin Mims 25, Josh Murrey 18, Skarphéðinn Ingason 13, Jesper Jörensen 13, Steinar Kaldal 9, Ingvaldur Magni Haf- steinsson 8, Baldur Ólafsson 7, Magnús Helgason 6. Fráköst: í vörn –í sókn. Villur: Grindavík 25 - KR 22. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Georg Andersen. Áhorfendur: Um 400. UMFN – Haukar 100:61 Íþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 2:4, 9:10, 20:10, 23:16, 32:22, 40:32, 62:43, 74:46, 78:48, 100:61. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 21, Páll Kristinsson 18, William Chavis 17, Brenton Birmingham 16, Ólafur Ingvason 8, Friðrik Stefánsson 7, Kristján Sigurðs- son 6, Ragnar Ragnarsson 3, Arnar Smára- son 3, Sveinbjörn Skúlason 1. Fráköst: 12 í sókn - 31 í vörn. Stig Hauka: Mike Manciel 12, Þórður Gunnþórsson 10, Sævar Haraldsson 9, Whitney Robinson 9, Sigurður Einarsson 9, Ingvar Guðjónsson 3, Kristinn Jónsson 2, Marel Guðlaugsson 2, Halldór Kristmanns- son 2, Predrag Bojovic 3. Fráköst: Sókn 12. Vörn 25. Villur: Njarðvík 16 - Haukar 19. Dómarar: Helgi Bragason og Erlingur Erlingsson voru frekar slakir. Áhorfendur: Um 350. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Houston - New Orleans ........................97:86 Sacramento - Dallas ..........................120:102 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Efri deild, A-riðill: KR – Fylkir................................................2:1 Sölvi Davíðsson, Arnar Jón Sigurgeirsson - Ólafur Stígsson. Haukar – Grindavík .................................1:2 Jón Gunnarson - Guðmundur Bjarnason, Paul McShane. Efri deild, B-riðill: FH – ÍBV....................................................3:1 Sigmundur Ástþórsson 2, Viðar Leifsson - Atli Jóhannsson, Andri Ólafsson. Neðri deild, B-riðill: Selfoss – ÍR................................................4:2 Belgía Heusden-Zolder - Lokeren ......................2:3 England 2. deild: Bristol C. - Rushden & Diamonds ...........1:0 Íslenskur dómari á HM RAGNAR Óskarsson, 19 ára piltur, verður meðal dómara sem dæma á heimsmeistaramótinu í íshokkíi sem hefst hér á landi á þriðjudaginn kemur. Ragnar verður þar með fyrstur Íslendinga til að dæma leik í ís- hokkí á vegur Alþjóðaíshokkísambandsins, en sambandið valdi hann sérstaklega til verksins. Ragnar tók alþjóðlegt dómarapróf í fyrra og er nú valinn til að dæma í 3. deild HM sem fram fer hér á landi. Hann verður einn fjögurra línudómara í mótinu en hinir þrír koma frá Svíþjóð og Noregi. Þrír dómarar dæma á mótinu, einn frá Belgíu, annar frá Danmörku og sá þriðji frá Finnlandi. HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Áskorendakeppni Evrópu 8 liða úrslit kvenna, fyrri leikur: Vestm.: ÍBV – Brodosplit Vranjic........16.30 Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Austurberg: ÍR – Grótta/KR ...............16.30 Ásgarður: Stjarnan – HK..........................17 Framhús: Fram – KA ................................15 Ásvellir: Haukar – Valur ......................16.30 1. deild karla: Hella: Selfoss – FH ....................................14 Akureyri: Þór A. – ÍBV..............................14 Víkin: Víkingur – Afturelding ...................17 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan – Haukar ...................15 Víkin: Víkingur – Valur..............................15 Kaplakriki: FH – KA/Þór..........................17 Sunnudagur: Áskorendakeppni Evrópu 8 liða úrslit kvenna, fyrri leikur: Vestm.: ÍBV – Brodosplit Vranjic ............12 KNATTSPYRNA Laugardagur: Vináttulandsleikur kvenna Egilshöll: Ísland – Skotland ......................14  Ókeypis aðgangur er á leikinn. Deildabikarkeppni karla Neðri deild, A-riðill: Reykjaneshöll: Valur – Leiknir R.............11 Neðri deild, B-riðill: Reykjaneshöll: Reynir S. – KFS..........17.30 Reykjavíkurmót Efri deild kvenna: Fífan: ÍBV – Breiðablik .............................11 Neðri deild kvenna: Egilshöll: ÍR – Þróttur R...........................17 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla Efri deild, B-riðill: Egilshöll: Fram – Stjarnan .......................18 Egilshöll: Þróttur R. – Valur.....................20 Reykjaneshöll: Keflavík – ÍR....................20 Neðri deild: Reykjaneshöll: Sindri – Fölnir..................16 Boginn: Magni – Leiftur/Dalvík ..........17.15 Reykjaneshöll: Skallag. – Víkingur Ó. .....18 Reykjavíkurmót Efri deild kvenna: Egilshöll: Breiðablik – ÍBV.......................14 Neðri deild kvenna: Egilshöll: Fylkir – HK/Víkingur...............16 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni, Intersport-deildin: 8 liða úrslit, annar leikur: Hveragerði: Hamar – Snæfell...................16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík........16 Úrslitakeppni, 1. deild karla, fyrsti leikur: Grafarvogur: Fjölnir – Valur ....................18 Sunnudagur: Úrslitakeppni, Intersport-deildin: 8 liða úrslit, annar leikur: Ásvellir: Haukar – UMFN ...................19.15 DHL-höllin: KR – UMFG ....................19.15 Mánudagur: 1. deild kvenna, undanúrslit, fyrstu leikir: Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15 Kennaraháskóli: ÍS – KR .....................19.15 Úrslitakeppni 1. deild karla, annar leikur: Hlíðarendi: Valur – Fjölnir...................20.30 BLAK Laugardagur: 1. deild karla: Digranes: HK – Stjarnan ..........................18 1. deild kvenna: KA-heimili: KA – Þróttur R. ................14.30 Sunnudagur: 1. deild kvenna: KA-heimili: KA – Þróttur R. ................13.30 BORÐTENNIS Stigamót, Coca Cola, fer fram í TBR-hús- inu á morgun, kl. 10. Keppt er meistara- flokki kvenna kl. 13.30 og karlaflokki kl. 14. UM HELGINA Króatíska liðið ætlaði að koma tillandsins í gær og síðan til Eyja í dag, en eins og veðrið hefur verið síðustu daga er óvíst hvenær þær komast til Eyja, fari þær með Herj- ólfi koma þær til Eyja skömmu fyrir leikinn sem hefst kl. 16.30 í dag. „Það eru fastir leiktímar á þessum Evr- ópuleikjum þannig að leikurinn verð- ur, með eða án þeirra. Vonandi verð- ur liðið komið til Eyja þegar flautað verður til leiks,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, í gær. Ferðaáætlunin raskaðist nokkuð „Ætlunin hjá þeim var að koma hingað til lands á fimmtudaginn með leiguflugi frá Króatíu og þá áttu ein- hverjir stuðningsmenn að koma með liðinu. Einhverra hluta vegna klikk- aði þetta hjá þeim og því kemur liðið með áætlun frá Króatíu til Þýska- lands og þaðan til Lundúna eða Kaupmannahafnar og hingað heim. Þetta er mjög knappur tími sem þær hafa en það er alfarið á ábyrgð við- komandi liðs að koma sér tímanlega á leikstað því eins og ég segi þá eru leiktímarnir njörvaðir niður,“ sagði Aðalsteinn. Þjálfarinn sagðist í raun ekki vita mikið um liðið annað en að í því væru þrjár eða fjórar landsliðskonur sem léku á HM sem fram fór í Króatíu í desember. „Liðið leikur ákafan handknattleik, spilar mest 3-2-1 vörn og keyrir upp hraðann. Þetta er það sem við höfum lagt áherslu á í allan vetur og ég held að við séum komin ágætlega á veg með þetta þannig að við verðum tilbúin í þessa leiki. Það hentar okkur ekkert illa að leika hraðan handknattleik,“ sagði Aðal- steinn. Þurfum stuðning til að komast áfram í Evrópukeppninni Aðalsteinn sagðist mjög ánægður með að fá báða leikina í Eyjum. „Hlynur [Sigmarsson formaður deildarinnar] reddaði þessu með miklum myndarskap eins og hans er von og vísa. Nú verða heimamenn bara að fjölmenna og styðja við bakið á okkur, því við ætlum okkur að komast lengra í keppninni,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði flesta leikmenn sína tilbúna í slaginn. „Elísa [Sigurðar- dóttir, fyrirliði] er reyndar meidd og verður ekki með og svo hefur Alla Gorkorian verið lítillega meidd og það er óvíst hvort hún getur verið með, en maður vonar það best,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. Leikurinn í dag hefst kl. 16.30 og á morgun verður leikið klukkan tólf á hádegi. ÍBV mætir króatískum stúlkum í Evrópukeppninni í handknattleik Morgunblaðið/Þorkell Eyjastúlkan Anna Yakova hefur leikið vel með ÍBV-lið- inu að undanförnu og skor- að grimmt, jafnt í deildinni sem í Evrópukeppninni. Komast vonandi til Eyja KVENNALIÐ ÍBV í handknattleik mætir um helgina króatíska lið- inu Brodosplit Vranjic í átta liða úrslitum áskorendakeppni Evr- ópu. Báðir leikir liðanna verða í Eyjum, sá fyrri í dag og sá síðari á morgun. FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun í úrvals- deild karla við lok leiktíðar í vor, en Friðrik hefur þjálfað nokkur af fremstu körfuknattleiksliðum landsins árum saman, m.a. Grindavík og Njarðvík hvar hann lék einnig árum saman. Þá var Friðrik um nokkurra ára skeið einnig landsliðsþjálfari en hætti því á síðasta ári. Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hygðist leggja meiri rækt við verslunarrekstur á næstu miss- erum og því yrði hann að taka sér eitthvert hlé frá þjálfun en hann væri alls ekki hættur afskiptum af körfuknattleik. „Ég ætla að taka eitthvert frí og snúa mér að öðrum þáttum. Verð kannski eitthvað tengdur körfunni á annan hátt en hingað til. Ég er að færa út kvíarnar í verslunarrekstri og til að geta sinnt því eins og ætlast er til verður að minnka við sig í körfuboltanum,“ sagði Friðrik Ingi sem gert hefur bæði Njarðvík og Grindavík að Íslandsmeisturum. Friðrik Ingi hættir þjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.