Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýnum í dag Hardy Angel - nýjasta fluguhjólið frá House of Hardy Andy Murray frá House of Hardy er gestur Veiðihornsins í dag, laugardag. Andy frumsýnir nýjustu veiðivörurnar frá Hardy og Greys í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5, á milli kl. 10 og 14. Ef veður leyfir verður Andy með útikynningu á nýjum flugu- stöngum. Nánari upplýsingar í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5, sími 551 6760 eða á www.veidihornid.is. Taktu laugardaginn frá og skoðaðu Hardy og Greys í dag. KB BANKI hefur fengið einkaleyfi frá Kauphöll Íslands til að nota nýja ICEX-15 cap vísitölu til rekst- urs kauphallarsjóðs (ETF-sjóðs). Kauphöll Íslands átti frumkvæði að því að kanna hvort forsendur væru fyrir ETF-markaði á Íslandi. Í kjölfarið var óskað eftir tilboðum markaðsaðila í rekstur ETF-sjóðs og ákveðið að ganga að tilboði KB banka. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði á blaða- mannafundi í gær að markmiðið væri að efla hlutabréfamarkaðinn og þetta væri einn liður í því efni. „Við viljum fá útlendinga meira inn á markaðinn. Þetta höfðar til þeirra enda einfalt fyrir útlendinga að fjárfesta í sjóðum af þessu tagi.“ Hann sagðist gera sér vonir um að útlendingar myndu fljótlega fara að fjárfesta í sjóðnum og áréttaði mikilvægi þess að fá út- lendinga inn í kauphallarviðskipti hér á landi til þess að stuðla að traustari verðmyndun. „Þetta hef- ur gerst með skuldabréfin. Á stutt- um tíma hafa útlendingar orðið virkir þátttakendur á innlendum skuldabréfamarkaði. Við gerum okkur vonir um að svipað muni gerast með hlutabréfamarkaðinn.“ Eykur seljanleika og styrk Hrafn Árnason hjá KB banka sagði innlendan hlutabréfamarkað einstakan miðað við erlenda mark- aði, hann sveiflaðist öðruvísi og byði því upp á góð tækifæri fyrir erlenda fjárfesta. „Við teljum að þetta muni auka seljanleika á ís- lenskum hlutabréfamarkaði og auka styrk hans.“ KB banki stefnir að opnun sjóðs- ins 1. maí nk. og verður hann þá kynntur nánar. Í Kauphallartíðindum í júlí sl. segir að ETF-sjóðum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum og á síðustu árum hafi einnig orðið mikill vöxt- ur á þessu sviði í Evrópu. Segir jafnframt að sérfræðingar á helstu mörkuðum þar búist við áfram- haldandi vexti þar sem sífellt fleiri verði meðvitaðir um kosti sjóð- anna. Þórður sagði í gær að þótt misjafnlega hefði gengið hjá mörg- um sjóðanna þá væri talsverð velta með þá. Algengur veltuhraði væri 250–300%. Kauphöllin mun í framhaldinu kanna hvort forsendur eru fyrir sams konar sjóði fyrir skuldabréf auk þess sem til stendur að kanna á ný fjárhagslegar forsendur fyrir afleiðumarkaði á Íslandi. Morgunblaðið/Sverrir Klappað og klárt Þórður Friðjónsson og Hrafn Árnason að lokinni und- irritun samnings um notkun ICEX-15 cap vísitölunnar til reksturs ETF-sjóðs. KB banki fær einkaleyfi til að reka kauphallarsjóð Laðar erlenda fjárfesta að ís- lenskum hluta- bréfamarkaði, segir forstjóri Kauphallar KAUPHALLARSJÓÐUR (e. ETF eða exchange traded fund) sam- anstendur af safni verðbréfa sem endurspeglar samsetningu tiltek- innar vísitölu, í þessu tilviki Úrvals- vísitölu Aðallista í Kauphöll Ís- lands. Fjárfestir eignast hlutdeild- arskírteini í sjóðnum og getur átt viðskipti með það í kauphöll líkt og um hlutabréf í fyrirtæki væri að ræða. Fyrir tilkomu kauphall- arsjóða var þetta ekki hægt. Meðal helstu kosta sem ETF- sjóðir eru taldir hafa er skatta- hagræði, lægri kostnaður og sveigj- anleiki með viðskiptum í gegnum kauphöll. Hvað er ETF-sjóður? ICEX-15 cap er ný vísitala sem Kauphöll Íslands mun reikna og birta. Svipar henni til ICEX-15 vísi- tölunnar, þ.e. Úrvalsvísitölu Að- allista, og verður hún samsett af sömu félögum. Munurinn liggur í því að við val í ICEX-15 cap getur vægi hvers fé- lags ekki farið upp fyrir ákveðið hámark en það er gert til að tryggja lágmarksdreifingu. Um ICEX-15 cap vísitöluna BENEDIKT Sveinsson fráfarandi stjórnarformaður Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. sagði í ræðu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær að allar líkur væru á því að hin miklu umbrot sem urðu í viðskiptalífi landsins á síðasta ári kölluðu á nýja löggjöf sem myndi breyta leikreglum á markaðnum. Sagði hann að í stað þess að snú- ast gegn slíkri löggjöf ættu menn að reyna að hafa áhrif á lagasetn- inguna með jákvæðum hætti. Benedikt sagði einnig að skoða ætti með opnum huga að krónan tengdist öðrum gjaldmiðli föstum böndum, sem í framhaldinu gæti leitt af sér að hún hyrfi af vett- vangi, eins og hann orðaði það. „Meðan landið er með sjálfstæðan gjaldmiðil og gengi hans ræðst á frjálsum markaði er hætt við því að sveiflur geti orðið miklar. Þetta veldur því að sú festa sem almennt er nú í atvinnulífinu er minni en æskilegt væri,“ sagði Benedikt. Heiðarleiki og traust hefur hopað Þá sagði hann að almennur heiðarleiki og traust í viðskiptum hér á landi hefði hopað á und- anförnu ári. „Þjóðfélagið verður að geta treyst því að viðskiptalífið sé heilbrigt. Það er mjög mik- ilvægt að viðskiptavinir, starfs- menn og eigendur fyrirtækja geti treyst því að þau starfi í góðu samræmi við lög og reglur og góða viðskiptahætti.“ Umbrot kalla á nýja löggjöf BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var í gær kjörinn formaður stjórnar Sjóvár-Al- mennra trygginga hf., en félagið er dótturfélag Íslandsbanka. Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannes- son varaformaður, Aðalsteinn Jónasson hrl., Kristján Ragnars- son fyrrum stjórnarformaður Ís- landsbanka, og Magnús L. Sveinsson fyrrum formaður VR. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórn. Stjórnarmenn sem hættu störfum í gær eru Benedikt Sveinsson sem verið hefur stjórnarformaður í 25 ár, Hjalti Geir Kristjánsson sem verið hef- ur varaformaður frá stofnun fé- lagsins, Krist- inn Björnsson, Kristján Loftsson, Guð- rún Péturs- dóttir, Garðar Halldórsson og Ólafur B. Thors. Einar Sveinsson, frá- farandi fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, sagði spurður í samtali við Morgunblaðið að það yrði fyrsta verk nýrrar stjórnar að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra til félagsins, en stjórnin mun að hans sögn hitt- ast á næstunni. Bjarni Ármanns- son nýr formaður Formennska Bjarni Ármannsson. ● KB BANKI hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána um 0,10-0,15%. Vextir óverðtryggðra sparireikninga lækka auk þess um 0,10%. Einnig var ákveðið að hækka vexti Lífeyrisbókar og Framtíðarbókar, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa- lána lækka t.d. um 0,10 prósentustig. Þannig lækka kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa úr 5,60% í 5,50%. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að frá því í nóvember 2001 hafi hann lækkað verðtryggða útlánsvexti um 2,25 prósentustig en verðtryggða innlánsvexti um 2,00% prósentustig að jafnaði. Á sama tíma hefur ávöxt- unarkrafa 25 ára húsbréfa lækkað úr 5,88% í 4,40% eða um 1,48 pró- sentustig. KB banki lækkar vexti ● BIRGIR S. Jóhannsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri SÍF France, dótturfyrirtækis SÍF hf. í Frakklandi, hefur látið af störfum. Í fréttatilkynn- ingu frá SÍF er það orðað svo að samkomulag hafi orðið um að Birgir léti af störfum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er það óánægja helztu stjórnenda SÍF með slaka af- komu SÍF France, sem er ástæða starfsloka Birgis. Í tilkynningu SÍF segir að nýr fram- kvæmdastjóri verði ráðinn fljótlega. Birgir hættir hjá SÍF France Hættur Birgir Sæv- ar Jóhannsson hef- ur látið af störfum hjá SÍF France. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.