Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Keflavík | Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á verkum Árna Johnsen í Gryfjunni í Duushúsum í Keflavík um viku. Sýningu Carlosar Barao í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar lýkur á morgun, sunnudag. Portúgalski listmálarinn Carlos Barao sýn- ir þrettán verk í Listasafni Reykjanesbæjar. Síðasti sýningardagur er á sunnudag og af því tilefni er aðgangur endurgjaldslaust um helgina. Sýningin er opin frá kl. 13 til 17 báða dagana Á morgun hefjast tónleikar í salnum klukkan 16 og er selt inn á þá. Sýningu Árna Johnsen í Gryfjunni í Duus- húsum var ætlað að ljúka um næstu helgi en vegna mikillar aðsóknar verður hún fram- lengd um viku, að því er fram kemur í frétt frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og stendur hún því til sunnudagsins 21. mars. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 18. Í Duushúsum er einnig sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar og er hún opin alla daga frá kl. 13 til 18.    Sýning Árna framlengd um eina viku Sandgerði | Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar samþykktu á fundi bæjarstjórnar að gerast hluthafi í Fasteignafélaginu Fasteign hf. og ganga til samninga við félagið um sölu á skóla- og íþróttamannvirkjum og samkomu- húsi bæjarins og um viðhald og frá- gang á þessum byggingum. Fulltrú- ar minnihlutans greiddu atkvæði á móti. Fulltrúar bæjarstjórnar hafa um tíma verið í viðræðum við fulltrúa Fasteignafélagsins Fasteignar hf. um aðild að félaginu sem Íslands- banki, Reykjanesbær og fleiri standa að. Var þessi ráðstöfun sam- þykkt á sérstökum aukafundi í bæj- arstjórn síðastliðinn miðvikudag. Jafnframt var ákveðið að ganga til samninga við félagið um yfirtöku á tilteknum eignum og sérfræðingum falið að yfirfara og sannreyna end- anlegan samning. 300 milljónir í bæjarsjóð Þau drög að samningum sem gerð hafa verið fela það í sér að Fasteign hf. kaupir skólabygginguna í Sand- gerði ásamt íþróttahúsi og sundlaug og öðrum mannvirkjum á skólalóð og samkomuhús bæjarins. Sam- komuhúsið er í niðurníðslu og mun Fasteign hf. gera það upp og ganga frá lóð. Sömuleiðis mun félagið ráð- ast í nýframkvæmdir og viðhald á skólamannvirkjunum. Þannig verð- ur framkvæmdum við skólann lokið og gengið frá lóð hans. Gerður verð- ur gervigrasvöllur á skólalóðinni og sett nýtt gólf á sal íþróttahússins. Áætlað er að þessar framkvæmdir kosti Fasteignafélagið rúmar 100 milljónir kr. Bæjarsjóður leggur 15% af sölu- andvirði eignanna fram sem hlutafé í Fasteign hf. Komið hefur fram í bókunum á fundum um málið að gert er ráð fyr- ir að Sandgerðisbær fái um 300 milljónir kr. við yfirfærslu eignanna til Fasteignar. Sigurður Valur Ás- bjarnarson bæjarstjóri segir að þeir fjármunir verði notaðir til að greiða upp óhagstæðari lán sem bærinn skuldi, meðal annars vegna Sand- gerðishafnar. Sigurður Valur segir að vonir séu bundnar við að við þetta fyrirkomulag fáist betri vaxta- kjör og að með þeirri sérhæfingu í rekstri fasteigna sem verið sé að koma á takist betur til um viðhald viðkomandi eigna og það kosti minna. Aðildin að Fasteign hf. var sam- þykkt með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans, Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Fram- sóknarflokks og Sandgerðislistans greiddu atkvæði á móti. Í bókun fulltrúa Framsóknar- flokks kemur meðal annars fram að framkvæmdirnar sem ráðist verði í á skólalóð og við samkomuhúsið kalli á aukin útgjöld og auknar skuldir og þeirri skoðun jafnframt lýst að nú þegar sé of langt gengið í því. Bent er á að frá 1998 hafi tekjur sveitarfélagsins aukist um 50% en skuldir um 100%. „Það að selja og endurleigja léttir greiðslubyrði bæj- arins tímabundið en til langframa er ávinningurinn enginn,“ segir í bók- un framsóknarmanna. Fulltrúi Sandgerðislistans segist ekki sannfærður um að samning- urinn verði Sandgerðisbæ til hags- bóta. Hann sjái ekki stóran mun á því að eiga eða leigja opinbert hús- næði því í báðum leiðum felist skuldbindingar og útgjöld fyrir bæj- arsjóð. Erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvor leiðin sé hagkvæmari til lengri tíma litið. Fulltrúar meirihlutans vísuðu á bug þeim skoðunum sem fram komu í bókunum minnihlutans. Benda þeir á að miklir möguleika séu fram- undan í að greiða niður lán á næstu árum, eða um og yfir fimmtíu millj- ónir kr. á ári. Allt tal um skulda- aukningu vegna aukins rekstrar sé byggt á misskilningi eða sett fram til að koma í veg fyrir eðlilega upp- byggingu í Sandgerðisbæ. „Það vek- ur furðu að bæjarfulltrúi í Sand- gerðisbæ leggist gegn öllum framfaramálum og allri uppbygg- ingu í sveitarfélaginu,“ segir enn- fremur í bókun meirihlutans en þar er vísað til oddvita Framsóknar- flokksins. Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkir aðild að Fasteignafélaginu Fasteign hf. Selja skóla og samkomuhús Uppbygging: Samkomuhúsið verður endurbyggt í höndum nýrra eigenda. Ofsahraði | Sextán ökumenn voru kærðir á fimmtudag fyrir hin ýmsu brot á umferð- arlögum í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Meðal annars voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 154 km þar sem hámarks- hraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn og einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka hægra megin fram úr bifreið á Reykjanesbraut. Keflavík | Málmblásarakvintettinn Kventett heldur tónleika í sýning- arsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun, sunnudag, klukkan 16. Kventett er fyrsti ís- lenski málmblásarakvintettinn sem eingöngu er skipaður konum. Kventett er skipaður þeim Kar- en Sturlaugsson trompetleikara, Ásdísi Þórðardóttur trompetleik- ara, Lilju Valdimarsdóttur horn- leikara, Vilborgu Jónsdóttur bás- únuleikara og Þórhildi Guðmundsdóttur túpuleikara. Tvær þeirra, Karn og Lilja, kenna við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem Karen er aðstoðarskóla- stjóri. Gestaspilarar á tónleikunum eru Rebekka B. Björnsdóttir á bassa og Þorvaldur Halldórsson á slagverk. Uppistaðan í efnisskrá tón- leikanna er tónlist sem samin var sérstaklega fyrir málmblásara- kvintetta á 20. öldinni. „Við leit- umst við að spila tónlist með léttu yfirbragði og gjarnan með smá jassívafi og því mun verkefnavalið litast af því,“ segir í fréttatilkynn- ingu Kventett um tónleikana. Kventett með tónleika í Duushúsum Kventett: Kvenblásararnir hafa æft af kappi fyrir tónleikana um helgina, f.v. Þórhildur Guðmundsdóttir, Ásdís Þórðardóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen Sturlaugsson og Vilborg Jónsdóttir. Fimm konur blása Grindavík | Það tilheyrir á vorönn að gestagangur sé mikill í skólum landsins. Krökkunum í Grunnskóla Grindavíkur þótti ekki leiðinlegt að fá jafn góðan gest og Kalla Bjarna Idol-stjörnu í heimsókn og heyra hann syngja nokkur lög. „Það er búið að vera nóg að gera. Ég var að hitta Þorvald, Vigni í Írafári og Eið í Skífunni vegna plötunnar. Við hlustuðum á einhver 25 lög og fundum mörg góð lög og þar á meðal voru tvö eftir mig. Ég hef verið að kíkja í skólana og syngja og í dag er ég einnig að gefa eiginhand- aráritanir. Þetta tekur mikinn tíma því að ég vil hafa þetta persónulegt og skrifa því til viðkomandi og frá Karli B.“, sagði Kalli Bjarni. Stjarna kemur í heimsókn Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Eiginhandaráritanir: Krakkarnir söfnuðust að Karli B. sem skrifaði kveðju til hvers og eins. Keflavík | Samkomulag náðist um einn lista við kjör stjórnar Spari- sjóðsins í Keflavík á aðalfundi sem haldinn var í Stapanum síðdegis í gær. Þrír nýir menn koma í stjórn. Óskað var eftir hlutfallskosningu við stjórnarkjör í byrjun vikunnar og tveir listar komu fram, listi stjórnar og annað framboð. Forystumenn Sparisjóðsins leituðu sátta og á aðal- fundinum í gær voru báðir listarnir dregnir til baka og einn listi lagður fram. Var hann sjálfkjörinn. Í stjórn eru Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Karl Njálsson, útgerðarmaður, og Kristj- án Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Karl var í fráfarandi stjórn en Guðjón og Kristján eru ný- ir fulltrúar. Í varastjórn voru kosnir Eðvarð Júlíusson, formaður Lífeyr- issjóðs Suðurnesja, Árni Björgvins- son starfsmaður Sparisjóðsins og Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Sveitarfélögin skipa tvo menn til viðbótar í stjórn. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Sandgerðis, tók þar sæti á aðalfundinum. Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ, er þar fyrir. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður síðar. Samkomu- lag við stjórnarkjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.