Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Keflavík | Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á verkum Árna Johnsen í Gryfjunni í Duushúsum í Keflavík um viku. Sýningu Carlosar Barao í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar lýkur á morgun, sunnudag. Portúgalski listmálarinn Carlos Barao sýn- ir þrettán verk í Listasafni Reykjanesbæjar. Síðasti sýningardagur er á sunnudag og af því tilefni er aðgangur endurgjaldslaust um helgina. Sýningin er opin frá kl. 13 til 17 báða dagana Á morgun hefjast tónleikar í salnum klukkan 16 og er selt inn á þá. Sýningu Árna Johnsen í Gryfjunni í Duus- húsum var ætlað að ljúka um næstu helgi en vegna mikillar aðsóknar verður hún fram- lengd um viku, að því er fram kemur í frétt frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og stendur hún því til sunnudagsins 21. mars. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 18. Í Duushúsum er einnig sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar og er hún opin alla daga frá kl. 13 til 18.    Sýning Árna framlengd um eina viku Sandgerði | Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar samþykktu á fundi bæjarstjórnar að gerast hluthafi í Fasteignafélaginu Fasteign hf. og ganga til samninga við félagið um sölu á skóla- og íþróttamannvirkjum og samkomu- húsi bæjarins og um viðhald og frá- gang á þessum byggingum. Fulltrú- ar minnihlutans greiddu atkvæði á móti. Fulltrúar bæjarstjórnar hafa um tíma verið í viðræðum við fulltrúa Fasteignafélagsins Fasteignar hf. um aðild að félaginu sem Íslands- banki, Reykjanesbær og fleiri standa að. Var þessi ráðstöfun sam- þykkt á sérstökum aukafundi í bæj- arstjórn síðastliðinn miðvikudag. Jafnframt var ákveðið að ganga til samninga við félagið um yfirtöku á tilteknum eignum og sérfræðingum falið að yfirfara og sannreyna end- anlegan samning. 300 milljónir í bæjarsjóð Þau drög að samningum sem gerð hafa verið fela það í sér að Fasteign hf. kaupir skólabygginguna í Sand- gerði ásamt íþróttahúsi og sundlaug og öðrum mannvirkjum á skólalóð og samkomuhús bæjarins. Sam- komuhúsið er í niðurníðslu og mun Fasteign hf. gera það upp og ganga frá lóð. Sömuleiðis mun félagið ráð- ast í nýframkvæmdir og viðhald á skólamannvirkjunum. Þannig verð- ur framkvæmdum við skólann lokið og gengið frá lóð hans. Gerður verð- ur gervigrasvöllur á skólalóðinni og sett nýtt gólf á sal íþróttahússins. Áætlað er að þessar framkvæmdir kosti Fasteignafélagið rúmar 100 milljónir kr. Bæjarsjóður leggur 15% af sölu- andvirði eignanna fram sem hlutafé í Fasteign hf. Komið hefur fram í bókunum á fundum um málið að gert er ráð fyr- ir að Sandgerðisbær fái um 300 milljónir kr. við yfirfærslu eignanna til Fasteignar. Sigurður Valur Ás- bjarnarson bæjarstjóri segir að þeir fjármunir verði notaðir til að greiða upp óhagstæðari lán sem bærinn skuldi, meðal annars vegna Sand- gerðishafnar. Sigurður Valur segir að vonir séu bundnar við að við þetta fyrirkomulag fáist betri vaxta- kjör og að með þeirri sérhæfingu í rekstri fasteigna sem verið sé að koma á takist betur til um viðhald viðkomandi eigna og það kosti minna. Aðildin að Fasteign hf. var sam- þykkt með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans, Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Fram- sóknarflokks og Sandgerðislistans greiddu atkvæði á móti. Í bókun fulltrúa Framsóknar- flokks kemur meðal annars fram að framkvæmdirnar sem ráðist verði í á skólalóð og við samkomuhúsið kalli á aukin útgjöld og auknar skuldir og þeirri skoðun jafnframt lýst að nú þegar sé of langt gengið í því. Bent er á að frá 1998 hafi tekjur sveitarfélagsins aukist um 50% en skuldir um 100%. „Það að selja og endurleigja léttir greiðslubyrði bæj- arins tímabundið en til langframa er ávinningurinn enginn,“ segir í bók- un framsóknarmanna. Fulltrúi Sandgerðislistans segist ekki sannfærður um að samning- urinn verði Sandgerðisbæ til hags- bóta. Hann sjái ekki stóran mun á því að eiga eða leigja opinbert hús- næði því í báðum leiðum felist skuldbindingar og útgjöld fyrir bæj- arsjóð. Erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvor leiðin sé hagkvæmari til lengri tíma litið. Fulltrúar meirihlutans vísuðu á bug þeim skoðunum sem fram komu í bókunum minnihlutans. Benda þeir á að miklir möguleika séu fram- undan í að greiða niður lán á næstu árum, eða um og yfir fimmtíu millj- ónir kr. á ári. Allt tal um skulda- aukningu vegna aukins rekstrar sé byggt á misskilningi eða sett fram til að koma í veg fyrir eðlilega upp- byggingu í Sandgerðisbæ. „Það vek- ur furðu að bæjarfulltrúi í Sand- gerðisbæ leggist gegn öllum framfaramálum og allri uppbygg- ingu í sveitarfélaginu,“ segir enn- fremur í bókun meirihlutans en þar er vísað til oddvita Framsóknar- flokksins. Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkir aðild að Fasteignafélaginu Fasteign hf. Selja skóla og samkomuhús Uppbygging: Samkomuhúsið verður endurbyggt í höndum nýrra eigenda. Ofsahraði | Sextán ökumenn voru kærðir á fimmtudag fyrir hin ýmsu brot á umferð- arlögum í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Meðal annars voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 154 km þar sem hámarks- hraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn og einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka hægra megin fram úr bifreið á Reykjanesbraut. Keflavík | Málmblásarakvintettinn Kventett heldur tónleika í sýning- arsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun, sunnudag, klukkan 16. Kventett er fyrsti ís- lenski málmblásarakvintettinn sem eingöngu er skipaður konum. Kventett er skipaður þeim Kar- en Sturlaugsson trompetleikara, Ásdísi Þórðardóttur trompetleik- ara, Lilju Valdimarsdóttur horn- leikara, Vilborgu Jónsdóttur bás- únuleikara og Þórhildi Guðmundsdóttur túpuleikara. Tvær þeirra, Karn og Lilja, kenna við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem Karen er aðstoðarskóla- stjóri. Gestaspilarar á tónleikunum eru Rebekka B. Björnsdóttir á bassa og Þorvaldur Halldórsson á slagverk. Uppistaðan í efnisskrá tón- leikanna er tónlist sem samin var sérstaklega fyrir málmblásara- kvintetta á 20. öldinni. „Við leit- umst við að spila tónlist með léttu yfirbragði og gjarnan með smá jassívafi og því mun verkefnavalið litast af því,“ segir í fréttatilkynn- ingu Kventett um tónleikana. Kventett með tónleika í Duushúsum Kventett: Kvenblásararnir hafa æft af kappi fyrir tónleikana um helgina, f.v. Þórhildur Guðmundsdóttir, Ásdís Þórðardóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen Sturlaugsson og Vilborg Jónsdóttir. Fimm konur blása Grindavík | Það tilheyrir á vorönn að gestagangur sé mikill í skólum landsins. Krökkunum í Grunnskóla Grindavíkur þótti ekki leiðinlegt að fá jafn góðan gest og Kalla Bjarna Idol-stjörnu í heimsókn og heyra hann syngja nokkur lög. „Það er búið að vera nóg að gera. Ég var að hitta Þorvald, Vigni í Írafári og Eið í Skífunni vegna plötunnar. Við hlustuðum á einhver 25 lög og fundum mörg góð lög og þar á meðal voru tvö eftir mig. Ég hef verið að kíkja í skólana og syngja og í dag er ég einnig að gefa eiginhand- aráritanir. Þetta tekur mikinn tíma því að ég vil hafa þetta persónulegt og skrifa því til viðkomandi og frá Karli B.“, sagði Kalli Bjarni. Stjarna kemur í heimsókn Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Eiginhandaráritanir: Krakkarnir söfnuðust að Karli B. sem skrifaði kveðju til hvers og eins. Keflavík | Samkomulag náðist um einn lista við kjör stjórnar Spari- sjóðsins í Keflavík á aðalfundi sem haldinn var í Stapanum síðdegis í gær. Þrír nýir menn koma í stjórn. Óskað var eftir hlutfallskosningu við stjórnarkjör í byrjun vikunnar og tveir listar komu fram, listi stjórnar og annað framboð. Forystumenn Sparisjóðsins leituðu sátta og á aðal- fundinum í gær voru báðir listarnir dregnir til baka og einn listi lagður fram. Var hann sjálfkjörinn. Í stjórn eru Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Karl Njálsson, útgerðarmaður, og Kristj- án Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Karl var í fráfarandi stjórn en Guðjón og Kristján eru ný- ir fulltrúar. Í varastjórn voru kosnir Eðvarð Júlíusson, formaður Lífeyr- issjóðs Suðurnesja, Árni Björgvins- son starfsmaður Sparisjóðsins og Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Sveitarfélögin skipa tvo menn til viðbótar í stjórn. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Sandgerðis, tók þar sæti á aðalfundinum. Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ, er þar fyrir. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður síðar. Samkomu- lag við stjórnarkjör

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.