Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18
Reuters José Luis Rodríguez Zapatero, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, flytur boðskap sinn á kosningafundi í Barcelona. Zapatero er atvinnumað- ur og á langan stjórnmálaferil að baki þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega fertugur. H ann gæti bætt árangur forvera síns og mun raunar gera það reynist skoðanakannanir réttar. En líkast til mun það ekki duga. José Luis Rodríguez Zapatero, leiðtogi spænska Sósíal- istaflokksins (PSOE), getur tæpast gert sér vonir um að hans bíði húsbóndavald í Moncloa- höllinni, embættisbústað forsætisráðherra Spánar, eftir þingkosningarnar á morgun, sunnudag. Zapatero brást líkt og aðrir spænskir stjórn- málamenn við fjöldamorðinu í Madríd á fimmtudag með því að ítreka að sósíalistar styddu af heilum hug þá grundvallarskoðun að ekki komi til greina að spilla einingu spænska ríkisins. Hann fordæmdi basknesku ETA- hreyfinguna, sem grunuð er um sprengjuárás- irnar í Madríd þótt vera kunni að íslamskir hryðjuverkamenn séu viðriðnir ódæðið. Zapat- ero sagði að hvergi yrði gefið eftir í stríðinu gegn hryðjuverkaógninni. Almennt verður að ætla að fjöldamorðið í Madríd verði til þess að minnka enn sigurlíkur sósíalista í kosningunum á morgun. Þótt flokk- urinn hafi jafnan hafnað kröfum þjóðernissinna á Spáni um sjálfstæði hefur hann engu að síður gefið áköfum andstæðingum sínum tækifæri til að sá efasemdum um heilindi sósíalista á þessu grundvallarsviði spænskra stjórnmála. Aukið fylgi Líkur eru á að Sósíalistaflokkurinn bæti við sig fylgi frá kosningunum árið 2000. Þá fékk flokkurinn 34,71% greiddra atkvæða og 125 menn kjörna til setu í neðri deild spænska þingsins. Reynist kannanir réttar getur Zapat- ero gert sér vonir um að fá 135 til 148 menn kjörna. Fylgi flokksins á landsvísu mældist dag- ana fyrir árásina í Madríd í kringum 38%. Sú niðurstaða gæti vissulega talist nokkur árangur og alltjent betri en sá sem Joaquín Almunia, forsætisráðherraefni flokksins í kosningum árið 2000, náði. En reynist kannanirnar réttar getur farið svo að flokkurinn nái ekki 141 manni sem hann fékk þó í kosningunum 1996. Og það fylgi dugði sósíalistum ekki til stjórnarforustu. For- sætisráðherraembættið sem sósíalistar höfðu haldið frá 1982 gekk þá flokknum úr greipum og José María Aznar komst til valda. Frá 1982 hefur fylgi Sósíalistaflokksins minnkað í sérhverjum þingkosningum. Á þessu tímabili hefur fylgi flokksins minnkað um 14% prósentustig á landsvísu og 77 þingsæti hafa tapast. Hafa ber í huga að skoðanakannanir þær sem vísað er til hér að ofan voru gerðar áður en árás- irnar voru gerðar í Madríd. Líkur eru á því að ódæðið hafi þau áhrif að fylgi sósíalista aukist ekki með þeim hætti sem spáð var fyrr í vik- unni. En þessar tölur eru birtar hér ekki síst í ljósi þess að samanburður við niðurstöðuna verður óneitanlega forvitnilegur. Kunna að halda hreinum meirihluta á Spánarþingi Í neðri deild spænska þingsins sitja 350 menn. Þótt tvær þingdeildir séu starfræktar á Spáni er neðri deildin (?Congreso de los diput- ados?) miðstöð hins pólitíska valds, hún getur t.a.m. stöðvað lagafrumvörp öldungadeildarinn- ar (?senado?) með einföldum meirihluta. Talan sem öllu skiptir í kosningunum á morgun er 176 þar eð sá fjöldi þingmanna tryggir hreinan meirihluta í neðri deildinni. Ef marka má skoðanakannanir snýst spenn- an í kosningunum um hvort hægrimönnum í Þjóðarflokknum (Partido Popular, PP) tekst að halda hreinum meirihluta sínum á þingi sem þeir náðu árið 2000 (183 sæti). Fylgi flokksins hefur mælst í kringum 176 manna markið en hafði raunar farið heldur minnkandi á síðustu dögum fyrir fjöldamorðið í Madríd. Jafnvel þótt meirihlutinn náist ekki er það hald manna á Spáni að Mariano Rajoy, forsætisráðherraefni PP, komi til með að fara fyrir næstu ríkisstjórn. Hann muni geta tryggt sér stuðning staðbund- inna flokka þjóðernissinna (sem hafna ofbeldi sem tæki í sjálfstæðisbaráttunni) nái hann ekki 176 manna markinu. Er þá einkum horft til þjóðernissinna frá Kanarí-eyjum og jafnvel, ef nauðsyn krefur, Katalóníu. Á hinn bóginn verður seint sagt um José Luis Rodríguez Zapatero að hann sé ekki baráttuglaður. Hann þykir um margt hafa staðið sig ágætlega í leið- togahlutverkinu sem hann tók við af Almunia eftir ósigurinn sögulega fyrir fjórum árum. Zapatero þykir maður heldur alþýð- legur og hófstilltur. Sagt er að hann sé jafnan tilbúinn að hlusta á sjónarmið ann- arra og þar fari ?pragmat- isti?, maður sem leitar sátta og lausna. Zapatero er prýðilegur ræðumaður, sýnist búa yfir mikilli orku og almennt er því trúað að þar fari ágætlega heiðarleg- ur maður sem vilji vinna þjóð sinni og landi gagn. En nægir það til að knýja fram samsteypu- stjórn andstöðuflokkanna? Flokksmaður á framabraut Líkt og þeir Aznar og Mariano Rajoy er leið- togi sósíalista réttnefndur atvinnumaður í spænskum stjórnmálum. Zapatero fæddist 4. ágúst 1960 í borginni Valladolid sem er skammt norðvestur af höfuðborginni, Madríd, og til- heyrir héraðinu Castilla y León. Afi hans var tekinn af lífi á fyrstu dögum spænska borgara- stríðsins árið 1936. Þessi atburður og stríðið skelfilega hafði vitanlega mótandi áhrif á fjöl- skyldu Zapateros sem taldist til millistéttar en hneigðist til sósíalískrar lífssýnar. Zapatero stundaði laganám við León-há- skóla. Að námi loknu gerðist hann kennari við skólann og sinnti því starfi til 1986. Zapatero hreifst mjög af Felipe González, hinum unga leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir að einræðisstjórn Francisco Franco leið undir lok við dauða hans 1975. Árið 1979 gekk Zapatero í Sósíalistaflokk- inn sem tveimur árum áður hafði fengið form- legt leyfi til að starfa. Zapatero hófst ungur til metorða innan Sósíalistaflokksins í borginni León og svo fór að aðeins 26 ára gamall var hann kjörinn til setu á þinginu í Madríd. Var hann þá yngsti þingmaður landsins og sósíal- istar með hreinan meirihluta á þingi. Vegur Zapatero fór vaxandi innan flokksins á næstu árum enda var hann vel liðinn auk þess sem innanflokksdeilur í León urðu til þess að auðvelda honum leiðina eftir framabrautinni. Hann hélt sæti sínu á þingi í kosningum 1989 og árið eftir tók hann sæti í landstjórn PSOE. Sama ár kvæntist hann Sonsoles Espinosa og eiga þau tvö börn. PSOE glataði þingmeirihlut- anum í kosningum 1993 en hélt áfram um stjórnartaumana. Zapatero hélt sæti sínu og aftur í kosningum 1996 sem reyndust flokknum svo af- drifaríkar og upphafið að átta ára valdasetu hægri manna. ?Nýja leiðin? Spillingarmál og vald- þreyta urðu stjórn Felipe González að falli. Eftir ósig- urinn 1996 komu upp raddir í flokknum sem kröfðust hugmyndafræðilegrar ?endurnýjunar? og umbóta innan hans. Við leiðtoga- hlutverkinu tók Joaquín Almunia, sem var þá tals- maður þingflokksins og einn helsti málsvari breyt- inga innan flokksins. Deilur um stefnuna ein- kenndu nokkuð flokksstarf- ið en Zapatero tókst að mestu að halda sig utan þeirra. Í nóvember 1997 var Zapatero kosinn formaður flokksins í León. Í janúar 1998 lýsti Felipe González yfir því að hann hygðist ekki vera forsætisráðherraefni flokksins í næstu þingkosningum. Zapatero lýsti þá yfir stuðningi við Almunia sem varð forsætisráðherraefni flokksins auk þess að vera formaður hans. Zapatero var kjörinn til setu á þingi fimmta sinni árið 2000 en Almunia ákvað að láta af leið- togaembættinu eftir hörmulegt gengi í kosning- unum. Hófst þá valdabarátta innan flokksins sem einkenndist af því að fremstir fóru yngri menn á borð við Zapatero sem flestir áttu sameiginlegt að vera lítt þekktir úr stjórnmálabaráttunni á landsvísu og tengdust ekki rótgrónum valda- fjölskyldum innan Sósíalistaflokksins. Baráttu sína fyrir leiðtogaembættinu háði Zapatero undir merkinu ?Ný leið? eða ?Nueva Vía?, sem minnti um flest mjög á ?þriðju leið- ina? sem þá var nokkuð til umræðu í evrópskum stjórnmálum og fól í sér nokkurt fráhvarf frá sumum kennisetningum jafnaðarmanna og við- leitni til að sættast við markaðsöflin. Þekktustu talsmenn ?þriðju leiðar? evrópskra jafnaðar- manna voru enda þeir Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Gerhard Schröder Þýska- landskanslari. Hinn 22. júlí árið 2000 var Zapatero kjörinn leiðtogi spænska Sósíalista- flokksins. Þjóðernishyggja og ríkiseining Zapatero hefur ekki fyllilega tekist að setja niður deilur innan flokksins og sýnist það hafa skaðað hann. Margir Spánverjar efast um að Zapatero sé fær um að aga lið sitt nægilega til að geta farið fyrir skilvirkri og traustri ríkis- stjórn. Í því efni ber að hafa í huga að Zapatero myndi jafnan þurfa að reiða sig á stuðning smærri flokka á þingi, vinstri sósíalista, komm- únista og trúlega staðbundna þjóðernissinna. Þá halda andstæðingar sósíalista því jafnan fram að flokknum sé ekki treystandi þegar ein- ing spænska ríkisins og baráttan gegn hryðju- verkasamtökum Baska er annars vegar. Bæði þessi atriði eru sem trúaratriði í hugum ein- dregnustu stuðningsmanna Þjóðarflokksins. Sósíalistar eiga nú samstarf við flokk vinstri sinnaðra lýðveldissinna í Katalóníu (ERC) sem vilja að héraðið segi skilið við spænska ríkið. Í janúar var upplýst að leiðtogi ERC, Josep Lluis Carod-Rovira hefði átt leynilegan fund með fulltrúum ETA, hryðjuverkasamtaka Baska, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra á Spáni. Carod-Rovira þurfti að segja af sér embætti en hann var þá næstvaldamesti maður sjálfsstjórnarinnar í Katalóníu. Þessa furðulegu uppákomu hafa hægri menn nýtt sér í kosningabaráttunni og Zapatero hef- ur þurft að eyða miklum tíma í vörninni. Hann fullyrðir að sósíalistar myndu aldrei sýna ETA linkind eða leyfa svæðisbundnum þjóðernis- sinnum að ógna einingu ríkisins. Eftir fundinn með Carod-Rovira lýsti ETA yfir einhliða vopnahléi sem nær aðeins til Katalóníu. Sú yfirlýsing hefur vafalaust rifjast upp fyrir mörgum Spánverjum á fimmtudag þegar höf- uðborg þeirra breyttist í einn af vígvöllum hryðjuverkastríðsins. Markaðsvæðing og misskipting Í kosningabaráttunni nú, sem í raun lauk á fimmtudag þegar hryllingurinn reið yfir í Madríd, fara sósíalistar fram undir slagorðinu ?Við verðskuldum betra samfélag? (?Merec- emos una España mejor?). Þótt slagorð þetta kunni að virðast heldur rýrt að innihaldi og flestir telji vísast að þeir verðskuldi annað og betra hlutskipti almennt og yfirleitt vísar það prýðilega til þeirrar afstöðu margra Spánverja að umskiptin sem orðið hafa í valdatíð PP- flokksins hafi ekki nýst þjóðinni sem skyldi. Þó svo tekist hafi að draga stórlega úr atvinnuleysi og ástand efnahagsmála teljist nú með besta móti hafi einka- og markaðsvæðing undanlið- inna ára einkum orðið til þess að auka misskipt- inguna í samfélaginu. Spænska ríkisstjórnin hefur hvergi bilað í stuðningi sínum við þá ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að fara með hernaði gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. Skoð- anakannanir á Spáni hafa leitt í ljós allt að 90% andstöðu við þennan stuðning og sjálfur hefur Zapatero heitið því að snúa utanríkisstefnunni ?180 gráður? fái hann til þess umboð. Zapatero og menn hans hafa því fengið ágæt sóknarfæri og ef til vill verður spurt hvort þau hafi verið nýtt til fullnustu haldi hægrimenn velli í þing- kosningunum á morgun. Líklegra er þó að niðurstaða kosninganna verði skýrð með tilvísun til fjöldamorðsins í Madríd sama hver hún verður. ?Ný leið? til sigurs? Fréttaskýring|Þingkosningar fara á morgun fram á Spáni í skugga fjöldamorðs og hryðju- verkaógnar. Ásgeir Sverrisson segir frá leiðtoga spænska Sósíalistaflokksins og stöðunni á vinstri væng stjórnmálanna. ? Sú yfirlýsing hefur vafalaust rifjast upp fyrir mörgum Spán- verjum á fimmtudag þegar höfuðborg þeirra breyttist í einn af vígvöllum hryðju- verkastríðsins. ? asv@mbl.is ERLENT 18 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.