Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 49
1946 réðust þau í vinnumennsku, með dótturina á öðru ári, inn í Svarfaðar- dal til séra Stefáns Snævarr á Völlum. Dvölin þar var eitt ár og minntust þau oft þessa tímabils sem þau rómuðu mjög. Með búfræðimenntunina frá Hólum beindist hugur hans að bú- skap og voru þau Stella farin að svip- ast um eftir jarðnæði. En þegar fram- tíðin virtist blasa við dundi reiðarslag- ið yfir. Stefanía veiktist af berklum og var flutt inn á Kristneshæli í Eyja- firði. Þar barðist hún við sjúkdóm sinn samfleytt í fjögur ár og síðan með smáhléum eftir það. Hún náði að sigrast á veikindunum en óhjákvæmi- lega settu þau mark á allt hennar líf. Stefán reyndist konu sinni þá hinn tryggi lífsförunautur sem og síðar á lífsleiðinni. Stefanía lést 24. des. 1990. Þegar svo var komið gat draum- urinn um búskap ekki orðið að veru- leika. Þá varð Stefán að finna sér ann- að lífsstarf sem hann gat stundað. Árið 1952 var byggt nýtt fjós á Vatns- enda og var það hlaðið úr svokölluð- um R-steini með tvöföldu byrði og einangrun í milli. Gísli Magnússon múrarameistari sá um að hlaða úr steininum ásamt Guðmundi Þengils- syni. Stebbi aðstoðaði við að bera efn- ið í hleðslumennina og tók eftir því hvernig þeir fóru að og fór að reyna sjálfur að hlaða. Honum fórst það svo vel úr hendi að Gísli spurði hann hvort hann gæti hugsað sér að leggja fyrir sig múrverk, því að hann þekkti að- stæður hans, og bauð honum að koma í nám til sín. Stebbi tók þessu góða boði nokkru síðar og settist á skóla- bekk þá kominn á fertugsaldur og lauk prófi frá Iðnskólanum í Ólafsfirði 1958 og sveinsprófi í iðngreininni 1960. Hann starfaði síðan sem múrari í Ólafsfirði um 30 ára skeið og vann við verslunarstörf eftir það, þar til hann lét alveg af störfum. Meðan hann vann við múrverkið hafði hann tvo góða sér við hlið, þá Sæmund bróður sinn og Gunnar Steinsson. Þessi þrenning náði afar vel saman, glaðværð og léttleiki fylgdi þeim ávallt við starfið hvar sem þeir voru við vinnu. Stefán hafði mikinn áhuga á íþrótt- um, stjórnmálum og verkalýðsmál- um. Í svo litlu samfélagi, sem Ólafs- fjörður er, var óhjákvæmilegt annað en að hin ýmsu félags- og trúnaðar- störf hlæðust á svo áhugasaman mann sem hann var. Hann var for- maður íþróttafélagsins Leifturs um tveggja ára skeið, var mikill skíða- maður á sínum yngri árum og hafði mikinn áhuga á þeirri íþrótt. Þegar hann hætti sjálfur að stunda skíði var hann oftast mættur til að aðstoða við mótshald og þá gjarnan tímavörður. Á seinni árum stundaði hann golf og vann þar oft til verðlauna á mótum og átti sæti í fyrstu stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar og sat síðan í stjórn klúbbsins um árabil. Einnig var hann í Rotaryfélagi Ólafsfjarðar og var heiðursfélagi þar nú síðustu ár. Í bæj- arstjórn Ólafsfjarðar sat hann í fjögur kjörtímabil fyrir Framsóknarflokk- inn og tók mikinn þátt í störfum verkalýðshreyfingarinnar. Þá sat hann um árabil í stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar, einnig tók hann mikinn þátt í starfsemi Leikfélags Ólafsfjarð- ar og lék þar oft aðalhlutverk í mörg- um verkum. Einna eftirminnilegastur er hann fyrir þá sem hann sáu í hlut- verki séra Sigvalda í Manni og konu og Bárði á Búrfelli í Pilti og stúlku. Það er margs að minnast frá æsku- dögunum á Vatnsenda. Þau Stebbi og Stella áttu nokkrar ferðirnar þangað og gjarnan var höfð veiðistöng með. Stebbi var einkar laginn við að ná í sil- ung úr ánni fyrir neðan bæinn og brást varla færi hann niður að á að hann krækti ekki í nokkra silunga sem hann gaf svo Soffíu frænku sinni í matinn. Hann var einkar hjálplegur og fljótur að rétta hjálparhönd væri hann beðinn og þar sem þess þurfti með. Einhverju sinni steðjuðu veikindi að á Vatnsenda og erfitt var að koma mjólk frá sér vegna þeirra. En þá þurftu bændur sjálfir að sjá um að koma mjólkinni í mjólkursamlagið í bænum. Þetta var að vetri til og gott sleðafæri á vatninu. Stebbi frétti af þessum vandræðum og kom einn morguninn brunandi á skíðum og sagðist leysa þetta á sérstakan hátt. Til að þurfa ekki að fara með hestinn og sleðann aftur til baka, þá gerði hann nýja slóð alla leið niður í bæ, kom svo hestinum á sömu slóðina heimleiðis, hottaði á hann og Gráni gamli skilaði sér heim aftur eftir slóð- inni. Við þessi minningarskrif um Stefán frænda minn kemur Stella alltaf upp í hugann. Þau voru afar samrýnd, ef annað þeirra tók sér eitthvað fyrir hendur þá var hitt með. Eftir að Stebbi fór að spila golf þá fór Stella oft með honum á golfvöllinn þó að hún spilaði ekki og sýndi ætíð mikinn áhuga á því sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1950 eignuðust Stefán og systkini hans ásamt foreldrum sínum húsið að Ólafvegi 2, Tjörn sem var nægjanlega stórt fyrir þau öll. Stebbi og Stella settust að í risíbúðinni og breyttu henni í fallegt og notalegt heimili. Það var ætíð gaman að koma á efri hæðina og hitta þau því þau höfðu frá mörgu að segja og spurðu margs. Rætt var um Svarfaðardalinn, staðhætti þar og um menn og málefni. Það var unun að keyra með þeim um dalinn og njóta þekkingar þeirra um æskubyggð Stellu. Þau báru einstaka umhyggju fyrir Sóleyju einkadóttur sinni og fjölskyldu hennar sem búsett var fjarri þeim. Milli Stebba og Sól- eyjar var einkar kært. Heimsóknir voru tíðar í báðar áttir og eftir að afi dótturdætranna var orðinn einn sýndu þær honum mikla tryggð. Þeg- ar heilsan tók að gefa sig var hann í umsjá systkina sinna á miðhæðinni þeirra Kristínar og Jóns og án þeirra hefði hann ekki getað verið eins lengi heima og raunin varð. Með þessum orðum vil ég þakka al- úðarvináttu og hlýhug sem Stefán frændi minn sýndi mér ætíð og votta aðstendendum hans samúð mína. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Hluta sumarsins 1979 dvaldi ég hjá ættingjum mínum á Ólafsfirði. Óvenju kalt var í veðri þetta sumar og með ullarvettlinga á höndum kom ég einn daginn eftir mislukkaða veiðiferð í Ólafsfjarðarvatni við í nýbyggingu heilsugæslunnar á Hornbrekku. Þar voru þá önnum kafnir þeir Stefán Ólafsson frændi minn, Sæmundur bróðir hans og vafalaust einhverjir fleiri við múrverk þessa stóra húss. Mér er það enn minnisstætt hvað mér þótti gott að komast inn úr norðan- nepjunni og fylgjast með þeim bræðr- um hamast við iðju sína. Þannig atvik- aðist að ég kom ekki aftur á Hornbrekku fyrr en á öskudaginn nú fyrir skemmstu. Þá var Stefán, minn kæri frændi á Tjörn, nýlega orðinn heimilisfastur á hjúkrunardeild Hornbrekku og hafði á orði að þar væri gott að búa. Hann þekkti jú hvern krók og kima frá því að hann vann við byggingu hússins. Þó Stefáni hefði vissulega farið aftur frá því við hittumst síðast grunaði mig ekki þennan bjarta öskudag að hann yrði allur aðeins fjórum dögum síðar. Stefán Ólafsson var mikill Ólafs- firðingur og hann bar heimabyggð sína mjög fyrir brjósti. Þó lund hans hafi verið létt var hann ekki síður grandvar og íhugull. Stefán lét mál- efni síns samfélags sig varða, ekki þó með þeim hætti að trana sjálfum sér fram, heldur var leitað til hans vegna hans mörgu mannkosta um að taka að sér ýmis trúnaðarstörf í Ólafsfirði. Oftast var hann tregur til og nefndi gjarnan til sögunnar aðra sem hann taldi hæfari til starfans. Engu að síð- ur sat Stefán í stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar um árabil og um tíma átti hann sæti í bæjarstjórn. Fræg var kosningaskrifstofa Framsóknar- flokksins í Ólafsfirði sem Stefán starf- rækti fyrir alþingiskosningar á árum áður í bílskúrnum á Tjörn. Með þeim hætti lagði Stefán sitt til málanna því hann vildi ævinlega vera þátttakandi í þeim málum er vörðuðu Ólafsfjörð og samfélagið allt, fremur en að vera áhugalítill áhorfandi. Þessi afstaða mótaði persónu Stefáns Ólafssonar einkar skýrt og hefur vafalítið átt drjúgan þátt í farsælu lífshlaupi hans, en frá því munu án efa aðrir kunna að greina betur frá en sá sem þetta ritar. Einar Sveinbjörnsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 49 ✝ RagnheiðurBjörnsdóttir fæddist 25. júlí 1933 á Vötnum í Ölfusi. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Gísla- dóttir, f. 4. ágúst 1890, d. 24.3. 1984, og Björn Sigurðsson, f. 26.10. 1900, d. 13.4. 1978, bændur á Vötnum í Ölfusi. Systkini Ragnheiðar voru Aldís, f. 7.7. 1928, og Eyjólfur, f. 1.9. 1930. Hinn 26. desember 1965 giftist Ragnheiður eftirlifandi eigin- manni sínum, Hilmari Andrés- syni, f. 1.9. 1933. Foreldrar hans voru Úlfhildur Hannesdóttir, f. 3.12. 1897, d. 4.3. 1982, og Andrés Jónsson, f. 18.10. 1896, d. 21.11. 1978. Fyrir hjónaband átti Ragn- heiður börnin 1) Guðnýju Sól- veigu Sigurðardóttur, f. 27.3. 1952. Sambýlismaður hennar er Óðinn Kalevi Andersen, f. 28.3. 1960. Synir hennar eru: a) Ragn- ar Heiðar Sigtryggsson, f. 21.1. 1974, kvæntur Aðalbjörgu Valdi- marsdóttur, f. 12.4. 1973. Synir þeirra eru Gísli, f. 6.12. 1999, og Pálmi, f. 30.8. 2002. 2) Gísli Heið- berg Stefánsson, f. 2.3. 1958. Með Hilmari átti Ragnheiður börnin 3) Björn Heiðberg, f. 26.7. 1965, kvæntur Brynju Sverrisdótt- ur, f. 16.6. 1970. Þeirra synir eru a) Hilmar Freyr, f. 28.4. 1987, og Sverr- ir Leó, f. 4.8. 1996. 4) Úlfhildi Jónu, f. 2.3. 1967, sambýlis- maður hennar er Ástgeir Ástgeirsson, f. 20.1. 1970. Börn Úlfhildar af fyrra hjónabandi eru Andrea Pálmadótt- ir, f. 9.6. 1985, og Eyþór Pálmason, f. 10.11. 1985. 5) Kolbrúnu Hilmarsdóttur, f. 1.4. 1968, gift Magnúsi Gíslasyni, f. 31.3. 1963. Börn þeirra eru a) Guðrún Heiða, f. 4.2. 1989, b) Ragnheiður Sif, f. 2.10. 1994, c) Gísli Magnússon, f. 23.8. 1996, d) Andrea Karen, f. 24.7. 2002, e) Óskírð Magnúsdóttir, f. 19.1. 2004. Ragnheiður ólst upp á Vötnum í Ölfusi. Hún fluttist í Smiðshús á Eyrarbakka þegar hún kynntist eiginmanni sínum og bjuggu þau þar öll sín hjúskaparár. Ragn- heiður vann lengst af við fisk- vinnslustörf ásamt því að stunda búskap með manni sínum. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Ragnheiður, nú skilur leiðir en einungis um stund. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Hvíl þú í friði. Hilmar Andrésson. Elsku besta mamma, þakka þér fyrir þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur í gegnum árin. Það var gott að eiga styrka stoð til að halla sér að en nú hefur þú kvatt þennan heim og látið undan baráttunni við veikind- in. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegrı́ en augu sér Mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Minningarnar munum við geyma í hjörtum okkar alla tíð. Kolbrún, Magnús og börn. Elsku mamma, við munum seint gleyma öllum þeim yndislegum stundum sem við áttum í Smiðshús- um. Það hafa verið forréttindi að fá að búa með þér öll þessi ár. Í gegnum árin höfum við getað stólað á að þú værir til staðar að að- stoða okkur í daglegu amstri. Það mæddi oft mikið á þér en aldrei tölduð þið pabbi eftir ykkur að gæta strák- anna eða aðstoða okkur. Þín er sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfan var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Minning þín er ljós sem lifir í hjarta okkar. Björn og Brynja. Gefðu mér gullin í svefni, gættu að óskum og þrám, minntu á máttinn í sálu, minning er fegurri en tár. (Sigm. Ernir Rúnarsson.) Blessuð sé minning þín, elsku amma. Guðrún Heiða. Elsku amma mín, nú ert þú látin og ég sakna þín. Ég vil að þér líði vel hjá guði og að hann verði góður við þig Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Bless, elsku amma mín. Sverrir Leó. Kynni okkar Ragnheiðar hófust er hún giftist Hilmari bróður mínum og þau hófu búskap í Smiðshúsum með tengdaforeldrum hennar. Þau bjuggu á efri hæðinni en foreldrarnir niðri. Hún var fljót að samlagast þessu heimili, þar sem bæði voru kýr, kind- ur og fleiri húsdýr enda hún sjálf alin upp í sveit, á Vötnum í Ölfusi. Þau eignuðust fljótlega þrjú mynd- arleg börn, Björn, Úlfhildi og Kol- brúnu. Þau urðu strax hænd að afa sínum og ömmu. Afi og amma voru alltaf til staðar þegar ungu hjónin voru að vinna úti. Það var sameigin- lega borðað og drukkið niðri, og alltaf einhver heima er komið var úr skóla eða leik. Og þau voru einkar hand- gengin þeim og góð. Ragnheiður var hörkuduleg kona og gekk í hvaða verk sem var, og þar var aldrei neitt vol eða væl þar sem hún var, alltaf hress og smitaði frá sér vinnugleði og húmor. Hún virtist oftar hafa meiri ánægju af heyskap, fiskvinnslu eða vera með hesta og kindur en vera inni í bæ. Hún var einstaklega lagin við lömbin og að koma þeim á lappirnar þegar sauðburður var í hámarki, og natin við allar skepnur. Hún keyrði bíl, traktor, rakstrar- og snúningsvél- ar eftir því sem með þurfti og gaf þar karlmönnum ekkert eftir nema síður væri. Hún var ekki að ergja sig út af smámunum, þeir voru bara til að yf- irstíga og gera gott úr öllu með sinni léttu lund. Hún vann í tugi ára hjá sama fyrirtækinu sem þeir bræður Bjarni og Jóhann Jóhannssynir áttu og ráku á Eyrarbakka. Og hún bar þeim sérlega gott orð og þakkaði oft fyrir það hvað þeir hefðu komið vel fram við hana öll þessi ár sem hún vann hjá þeim fram undir seinustu ár er hún hætti sökum þess að heilsan var farin að gefa sig. Hún stóð fast á sínu þegar þess þurfti með, vildi rétt- læti og jöfnuð sem mestan, en gaf lítið fyrir stjórnmál og stjórnmálamenn, sagði sama rassinn undir þeim öllum þegar til ætti að taka. Ragnheiður átti tvö börn fyrir er hún kom í Smiðshús, þau Gísla og Guðnýju, en þau ólust upp hjá afa og ömmu á Vötnum, héldu alltaf mjög góðu sambandi við móður sína og þau öll í Smiðshúsum. Þau fóru út að Vötnum og hjálpuðu þar við heyskap og slögtun, einnig var farið austur í Landeyjar þar sem Gísli býr ásamt móðursystur sinni Aldísi sem er komin nokkuð á aldur og heilsa hennar ekki of góð. Sem ungur drengur var ég tvö sumur á bænum Þúfu sem er næsti bær við Vötn og þar bjuggu þá afi og amma Ragnheið- ar, þau Sigurður Eyjólfsson og Ragn- heiður Björnsdóttir, stóru og vel stæðu búi. Og ég man það alltaf hvað nafna hennar var einstaklega góð og hlý kona. Í Smiðshúsum var nokkur búskapur er hún kom þar, 12 kýr og nokkuð af kindum. Allt þetta kallaði á mikla aukavinnu og það var ekki kom- ið að tómum kofunum þar sem hún lagði hönd að verki. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þorpinu, gaman og gott að geta talað við hana og fengið fréttir af því hvernig lífið gengi á bernskuslóðunum. Hvernig kunningjarnir hefðu það, hverjir væru burtu fluttir og hverjir komnir í staðinn og í hvaða hús og svo fram- vegis. Hún var á nokkuð fjölmennum vinnustað og átti þar marga vini og kunningja og þar var margt rætt og spjallað. Þó hún sjálf tæki ekki mik- inn þátt í lífshlaupinu þarna þá var alltaf hægt að fá fréttir hjá henni. Og það var nú svo með okkur hjónin að í hvert sinn er við fórum í sumarfrí eða annað upp á fastalandið, þá var alltaf komið við og gist í Smiðshúsum og notið þar hlýju og góðgerða. Þar var alltaf mikið af fólki, börn og fullorðnir svo manni fannst stundum nóg um, en það var ekki svo hjá þeim, þau vildu hafa fólk í kringum sig og það hentaði báðum fjölskyldunum og þessi siður hefur haldist þar enn. Og það kom upp sama munstrið og áður því nú búa þau Björn og Brynja uppi á efri hæðinni og þau Ragnheiður og Hilm- ar flutt niður. Ég veit að söknuðurinn er mikill og amma horfin úr eldhúsinu þar sem hún var ávallt tilbúin að sinna þeim og hjálpa. Ragnheiður var alla tíð sérlega hraust þar til tvö seinustu árin er hún veiktist og leiddi að síðustu snöggt til dauða. Það er ekki langt síðan að ég talaði við hana í síma og lá þá nokkuð vel á henni og alltaf jafn bjartsýn um að þetta væri nú heldur í betri áttina, en því miður var svo ekki. Við höfum nokkur síðustu árin alltaf haft sam- band vikulega og getað fylgst með því hvernig gengi á Bakkanum. Við hjónin þökkum ánægjulega samfylgd og einlæga vináttu gegnum árin og vitum að hún fær góða heim- komu. Hilmar á sérstaka þökk fyrir það hvað hann hugsaði vel um hana og hjálpaði til hinstu stundar. Hon- um, börnum þeirra, ættingjum og vin- um sendum við bestu kveðjur og vott- um þeim samúð okkar. Dóra og Sigmundur Andrésson. RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um - Stefán B. Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Mánahlíð 9, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Gústafsson, Rósa Jónsdóttir, Ingi Gústafsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.