Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 41 Það er vont að tapa í handknatt- leik og það venst illa. Þetta fengu Íslendingar nýlega að reyna er strákarnir okkar fengu heldur illa útreið á Evrópumótinu í Slóveníu. Umsjónarmaður fylgdist með hluta af leik Íslendinga gegn Ung- verjum og las umfjöllun um við- ureignina daginn eftir. Leikur strákanna var eins og allir vita hvergi nærri gallalaus og sama má segja um umfjöllun fjölmiðla um hann. Nú skal vikið að nokkrum at- riðum úr henni. Fæstir munu velkjast í vafa um merkingu lýsingarorðanna hlut- drægur (óhlutdrægur) og vilhallur (óvilhallur). Það er varla einleikið hve oft við Íslendingar megum þola það að hlutdrægir dómarar spilli eða jafnvel eyðileggi allt fyrir strákunum okkar. Slíkir dómarar dæma með andstæðingum okkar, dæma þeim í vil, draga taum þeirra, draga fram hlut þeirra eða dæma á okkar menn svo að dæmi séu nefnd. Í leik Íslendinga og Ungverja var svipað uppi eins og svo oft áður og í umfjöllun um leik- inn rakst ég á eftirfarandi setn- ingu: ?Þegar við bættist óvilhöll dómgæsla þá var á brattann að sækja. Hér virðist lo. óvilhallur notað í merkingunni ‘hlutdrægur’, þ.e. í þveröfugri merkingu við það sem við eigum að venjast. Trúlega er það forskeytið ó- sem veldur þessu klúðri. Flest lo. sem hefjast á ó- eru neikvæðrar merkingar (ójafn, ósanngjarn, óheiðarlegur) enda er merking stofnorðanna (jafn, sanngjarn, óheiðarlegur) þá jákvæð. Sé merking stofnorðs hins vegar neikvæð kallar forskeytið ó- hins vegar fram jákvæða merk- ingu, t.d. óvilhallur (‘hlutlaus’). Enn fremur má benda á að lýsing- arorðið óhultur er jákvæðrar merkingar (‘öruggur’). Þótt strákarnir hafi ekki sýnt góðan leik brá þó ýmsu því fyrir sem gladdi augað. Um þetta mátti lesa: ?... truflaði sóknir Ungverja sem vissu ekki hvernig á sig stóð veðrið. Hér mun vafalaust hafa átt að standa ... vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en það orðatiltæki vísar til þess er menn eru svo ruglaðir að þeir átta sig ekki einu sinni á vind- áttinni hvað þá meir. Að leik loknum gengu Íslend- ingar hnípnir af velli sagði í einni umfjölluninni. Hér er ritháttur nokkuð á reiki, oftast er ritað hnip- inn en stundum hnípinn. Þeir sem rita hnipinn benda á að um sé að ræða lh.þt. af glataðri sögn (hnípa- hneip-hnipum-hnipinn ‘lúta höfði’). Þessu til stuðnings má kannski vísa til dæmis úr öðrum kafla Gunnlaugs sögu: ... álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg. Fjölmiðlar fjölluðu ekki einungis um leiki okkar manna. Í einum leiknum þóttu Þjóðverjar standa sig vel og um það sagði: ?Þjóð- verjar ... hristu svo sannarlega af sér slyðruorðið þegar þeir kjöld- rógu Pólverja í D-riðlinum. Hér er um að ræða samslátt fastra orða- sambanda, þ.e. ?hrista af sér slyðruorðið er myndað á grundvelli orðasambandanna hrista af sér slenið og reka af sér slyðruorðið. Með sögninni reka eru kunn ým- is föst orðasambönd, t.d.: reka af sér bleyðiorðið (Örvar-Odds saga), reka af sér ámælið (Grettis saga), reka af sér ragmælið (Eyrbyggja saga) og reka af sér slyðruorðið (17. öld). Hugsunin er sú að e-m er lagt bleyðiorð á bak (‘borið á brýn að hann sé hugleysingi’) og undir slíku ámæli vilja menn ekki liggja, kjósa að reka það af sér. Nafnorðið slen vísar til deyfðar eða sljóleika. Í Grettis sögu (14.k.) segir frá því að Ásmundur, faðir Grettis, fól honum löðurmannlegt verk. Hann átti að strjúka bak Ás- mundar. Ásmundi þótti Grettir lítt duga við verkið og sagði: ‘Nú muntu verða að draga af þér slenið, mannskræfan.’ Í síðari alda máli er myndin ávallt hrista af sér slenið. Að gefnu tilefni Í lok síðasta árs skrifaði Víkverji pistil í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði m.a. um orðasambandið rauð jól. Þar kemur fram að hann telur það fráleitt að lýsa snjólaus- um jólum sem rauðum og segir: ‘Sú tíð er auðvitað ekki „rauð“. Hún gæti allt eins talist „græn“ eða ein- faldlega „myrk“.’ Enn fremur seg- ir hann: ‘Hér hefur samsláttur átt sér stað í heilabúinu og síðan étur hver upp eftir öðrum. Forðum var sú alþýðuspeki þekkt að snjóaði um páska yrðu jólin snjólaus og öf- ugt. „Hvítir páskar, auð jól,“ sagði fólkið gjarnan. „Auð“ en ekki „rauð“. R-ið í „páskar“ hefur sýni- lega runnið saman við orðið sem á eftir fer“. Sá sem þetta ritar er afar ósam- mála Víkverja um þetta efni. Í fyrsta lagi sýnist mér að sú skýring Víkverja að r-ið í rauð jól megi rekja til r-sins í páskar sé í meira lagi hæpin. Í ritmálsskrá Orða- bókar Háskólans er að finna eft- irfarandi dæmi: Ef jól eru rauð, verða hvítir páskar (frá miðri 19. öld) og Rauð jól, hvítir páskar (1904) en hvergi hef ég fundið dæmi Víkverja: Hvítir páskar, auð jól. Nú kann vel að vera að það megi finna einhvers staðar en trú- lega er þá um að ræða afbökun eða misskilning á dæmum eins og þeim sem finna má í ritmálsskrá Orða- bók Háskólans. Í öðru lagi er að finna næg dæmi þess að litarorðið rauður sé notað til að vísa til þess að jörð sé snjólaus. Þannig dæmi er t.d. að finna í þjóðsögum frá miðri 19. öld: öðru megin árinnar var rauð jörð, en hinu megin alhvít af snjó. Dæmi um hliðstæða notk- un lýsingarorðsins auður eru fá og miklu yngri en dæmi um rauða jörð. Í pistli sínum sneiðir Víkverji svolítið að veðurfræðingum, telur að þeir tímar séu liðnir er íslenskir veðurfræðingar voru annálaðir fyr- ir þekkingu sína á íslenskri tungu. Hér skal ósagt látið um annálaða þekkingu veðurfræðinga en þess skal getið að ég hef mjög lengi fylgst með veðurfregnum í sjón- varpinu og tel að þar á bæ leggi menn sig fram um að vanda málfar sitt og tala skýrt. Víkverji hvetur veðurfræðinga til að hætta þessu bulli um rauð jól en ég hvet þá til að halda háttum sínum eins og sagt er. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson Íslenskt mál – 23 EINS og flestir vita þá var ég gift þjóðkunnum leikara, Ævari R. Kvar- an, sem var margflókinn listamaður, rithöfundur og mannúðarsinni. Vor- um við gift á þriðja áratug og átti ég sökum þess oft leið inn í sali Þjóð- leikhússins og naut oftast vel þeirra sýninga sem ég sá. Síðasta ferð mín var fyrir atbeina Valdimars Flyg- enring stórleikara, til að sjá leikritið ,,Þetta er allt að koma“ núna fyrir skömmu. Ég verð að þakka Valda Fly fyrir að hafa drifið mig nánast farlama eft- ir vinnuslys, eftir margra ára hlé, á sýn- ingu. Ég er einlægur aðdáandi H.C. And- ersen, sér í lagi þegar litið er til baka. Hann á enn stórt rými í minn- ingaflóru hugans og skipar ákveðið mann- úðarhlutverk í mínu hjarta. Það var eins og að koma heim í vissum skilningi að sjá þessa sýn- ingu sem að endurspeglar að mér finnst meira en nokkuð annað sem ég hef kynnst í hugverki, nýju föt keisarans, en á allt annan hátt en H.C. Andersen setti fram. Meginþema þessa leikrits er þrá einstaklingsins eftir því lífshlutverki að verða eitthvað í augum samborg- ara sinna án þess í raun að gera sér grein fyrir því að viðkomandi hefur bara alls ekki þetta ,,eitthvað“ til að bera sem gæti fengið sól hans til þess að skína og aðra til að brenna og brúnkast undan henni. Auðvitað á þessi vitund um veikleika annarra ekki að verða til þess að maður hlæi sig máttlausan, en sannleikurinn er sá að sjálf hef ég átt mér draum í á þriðja áratug sem enginn hefur trú á að geti fengið líf á réttan hátt, nema ég sjálf, og það er að leika á lítil slag- verkshljóðfæri í hljómsveit, helst í popphljómsveit. Samferðafólk mitt hefur hvatt mig eindregið til að leggja þessa þrá og þennan draum til hliðar við alla aðra getu og hæfni sem ég er sögð búa yfir að þeirra mati. Það sem gerðist þetta kvöld, og fékk mig til að hlæja svona mikið kannski, var að í Ragn- heiði Birnu sá Jóna Rúna sjálfa sig og svo marga aðra núlifandi Íslendinga sem langar svo til að vera eitthvað allt annað en risið og getan í hugsun þeirra gefur til að kynna að færi best á að þeir einbeittu sér að. Myndlistarmaðurinn Hallgrímur naut sín algjörlega því sýningin er einstaklega myndræn og allir leik- ararnir ótrúlega jafnvígir að getu og styrk, sem er mjög sérstakt. Baltas- ar Kormákur heldur síðan á listræn- an hátt utan um allan pakkann enda af stórlistamönnum kominn. Hall- grímur hefur sérstaka hæfileika sem rithöfundur enda snjall og vitur til að draga fram það hversdagslega og nálegasta í hugsun okkar samborg- ara sinna þannig að maður lítur flóttalega og af skömm til beggja hliða og hugsar viðkvæmu hjarta: ,,Ætli hann hafi haft mig sem fyr- irmynd?“ Ég tek það fram að sjálfs- traustsins vegna hef ég auðvitað ekki minnst á við neinn mér tengdan eða skyldan að slíkt hafi hvarflað að mér. Þessi sýning endurspeglar svo sterklega að vart verður betur gert, þessa sérstæðu, óyfirstíganlegu þrá- hyggjukenndu þrá einstakra til að ná þeim áfangasigri í lífinu að verða stórir fyrir ekki neitt. Það sem gerir aðalpersónuna sérstæða er ekki að mínu viti að hún sé Íslendingur af því að Hallgrímur vísar fyrst og fremst í sammannlegt eðli heimsbú- ans, heldur þessi hegðunarvand- kvæði ofsaþráar einstaklinga til að ná upp einhvers konar yfirburðagetu hvort sem þeir hafa hana til að bera eða ekki. Sorgleg staðreynd, en sam- mannleg. Vinkonan í sögu Hallgríms prófar allt, en hún er aðeins öðruvísi en Jóna Rúna. Hún er alltaf jafn ánægð með sig og meira að segja þegar það er útséð að hún geti ekki fylgt þrám sínum og draumum, eftir það hallar allverulega undan fæti, þá bara segir hún okkur hinum sögu sína eins og um sérstakt ævintýri listviðburða hafi verið að ræða, og næstum fær mann með þvermóðsku sinni og of- læti, eitt augnablik til að trúa á til- vist listklæðnaðarins sem aldrei var til nema í hennar huga. Þegar labbað var út, þrátt fyrir 3 spelkur og 2 stafi, þá var maður stoltur að hafa kynnst henni eitt augnablik og orðið náinn henni en þegar heim var kom- ið þá fékk maður vægan hroll yfir til- hugsuninni um eigin misheppnuðu drauma og þrá eftir því að lenda í popphljómsveit og hugsaði fullur samúðar til þessarar elsku: Ó, að hún mamma skyldi ekki vera til stað- ar til að segja þér: ,,Elsku Ragnheið- ur Birna, taktu að þér að þrífa í heimahúsum. Þú verður mjög góð í því og vinsæl að auki.“ Hún mamma var nefnilega svo góð í að benda mér kurteisilega á hvar takmörk mín í getu og almennum listtilþrifum ættu upphaf sitt og endi. Það sem situr eftir varðandi Ragnheiði Birnu er afar dulræn og myndræn sena um ónýttan draum sem aldrei var tekið almennilega á að mínu viti og það var að hún reynd- ist afar dulræn. Það var kannski sá hæfileiki sem var listrænastur og enginn þungi var lagður á í sýning- unni en hefði hann kannski getað gert þessa elsku fræga því stór hluti þjóðarinnar elskar svoleiðis fólk. Sem Íslendingur vil ég jafnt sem áð- ur benda kurteisislega á það að hún hefði tilheyrt mjög fámennum hópi manna og kvenna, því það er sannað vísindalega að með einni stórþjóð eins og okkar, er einungis hægt að reikna með 5 einstaklingum á einni öld með yfirburða sálrænar gáfur þannig að þær séu nothæfar. Ef að- eins Ragnheiður Birna hefði vitað af þessu! Þá hefði þessi elska ekki að- eins orðið fræg heldur hefðu nánast allir Íslendingar bókstaflega elskað hana. Þarna tala ég af eigin reynslu en vandamál mitt er öfugt við Ragn- heiði. Ég hef ekki viljað vera dulræn, ég vildi bara verða meiriháttar popp- stjarna. Senan sem vísar á fram- úrskarandi ómeðvitaðar dulargáfur Röggu Birnu er þegar hún í jarð- arför ömmu sinnar sagðist ekki bara hafa séð hana svona silfurslegna al- veg eins og henni hafði verið sagt að gamalt fólk væri handan við heldur við frekari skoðun hennar skyggnu augna kom í ljós að áran var ekki ára, heldur göngugrind sem fylgdi handanfaranum inní eilífðina, enda getur verið gott að styðja sig eitt- hvað báðum megin grafar. Nið- urstaða Röggu á sálræna sviðinu var að hún hélt því fram að hún hefði dregið ömmu sína á eftir sér í ára- tugi eins og uxi sem dregur nokkurs konar handanplóg án þess að fá vott af stuðningi vegna vissunnar hjá óskyggnum. Ég skora á alla að sjá þessa frábæru sýningu. Að minnsta kosti alla sem hafa leyndan draum um að verða frægir fyrir ekki neitt. Uppsetningin er staðfesting á því að það borgar sig að vera Íslendingur því í henni er sérstök hvatning til okkar sem eigum okkur stóra drauma sem eru í eðli sínu og upp- hafi öruggur vísir að lífi sem aldrei verður annað líf en nýju föt keis- arans. Hallgrímur og hinir…ég hlæ enn Eftir Jónu Rúnu Kvaran ’Ég hef ekki viljað veradulræn, ég vildi bara verða meiriháttar popp- stjarna.‘ Jóna Rúna Kvaran Höfundur er dulmiðill og rithöfundur. ÞEIR, sem til þekkja, eru sammála um að lausn handritamálsins á sínum tíma sé einstök í samskiptum þjóða. Myndi flest fara betur í sambúð þjóða heims ef hún gæti verið fyrirmynd. Íslendingum var vorkunn að þeir sóttu heimflutning handrit- anna af svo mikilli ákefð og hörku sem raun bar vitni. Þetta eru helgustu dýrgripir þjóðarinnar, óumdeil- anlega. Með afhend- ingu þeirra þurrkuðu Danir út í augum Ís- lendinga allar misgerð- ir liðinna alda og gáfu um leið fordæmi höfð- ingsskapar og vináttu, sem ekki verður við annað jafnað. En nú eru uppi nýir ráðamenn, sem ekki þekktu þann fögnuð og þakklæti, sem gagntók íslenzka þjóð, þegar hún endurheimti dýr- gripi sína. Verra er þó að þá virðist skorta sjálfsvirðingu. Þeim er að vísu kunnugt um að Íslendingar undirrit- uðu eftirfarandi ákvæði við samn- ingsgerðina við Dani 1965: ,,Samningsaðiljar eru sammála um það, að með þeirri skipan, sem hér er gerð, sé viðurkennt, að fullkomlega og endanlega sé útkljáð um allar ósk- ir af íslenzkri hálfu varðandi afhend- ingu hvers konar íslenzkra þjóðlegra minja sem í Danmörku eru. Sam- kvæmt því skal af hálfu íslenzka rík- isins eigi unnt í framtíðinni að hefja né styðja kröfur eða óskir um afhend- ingu slíkra minja úr dönskum skjala- söfnum eða söfnum, opinberum jafnt sem í einkaeign.“ Þegar skilanefnd handritanna náði ekki sameiginlegri niðurstöðu 1985, en samkomulag náðist ári síðar að frumkvæði Bertel Haarder, mennta- málaráðherra Dana, var þessi grein samningsins frá 1965 ítrekuð sér- staklega. Í lokasamningi, sem und- irritaður var 1. ágúst 1986 á Þingvöll- um, sagði m.a.: ,,að aðilar viðurkenndu innihald greinar I (í fyrri samningi) sem fjallaði um full- komna og endanlega afgreiðslu á öll- um óskum af Íslands hálfu vegna allra íslenzkra muna eða minja sem finnast kynnu í Danmörku.“ Þrátt fyrir þessi ótvíræðu og ítrek- uðu ákvæði í milliríkjasamningi og forsögu handritamálsins hafði menntamálaráðherrann íslenzki geðslag til þess á liðnu ári að hefja ásókn á hendur hinum danska um íslenzk verð- mæti í Danmörku. Um slíka vesalmennsku eiga Danir orðfæri sem seg- ir: Manden har ikke skam i livet. En aðalritari ráð- stjórnar hefir á næst- liðnum dögum skitið rækilega í íslenzka nyt. Honum var greinilega ekki nóg að niðurlægja forsetaembættið til há- tíðabrigða á eitt hundr- að ára afmæli heima- stjórnar. Á framhalds- hátíð í Kaupmannahöfn, þar sem minningin um frelsishetju Íslendinga, Jón Sigurðsson, átti að sitja í fyrirrúmi, skyggði á allt annað betlistafur forsætisráðherra Ís- lands, sem hann otaði að hinum danska, þar sem hinn íslenska munaði í fornminjar í Danmörku, en tók samt fram, að hann vissi að Ís- lendingar ættu enga kröfu á þeim. Auðvitað hlaut hinn danski að taka frekjunni og framhleypninni með kurteisi eins og á stóð. Samt tókst honum að gefa beiningamanninum utanundir skv. Morgunblaðinu 7. þessa mánaðar: ,,Fyrst þurfum við að athuga hvert vandamálið er, ef eitt- hvert vandamál er til staðar yf- irleitt.“!!! Spurning: Hvað gengur aðalritara til að auðmýkja íslenzka þjóð með svo fáránlegum hætti? Er hann kannski orðinn of vanur því að fá öllu fram- gengt sem valdhrokinn býður? Og Morgunblaðið tekur með mikilli stimamýkt á framferðinu. Undirrit- uðum er það hin mesta raun að horfa á blaðið sitt liggja hundflatt fyrir ráð- stjórninnni í flestum málum sem máli skipta; að ekki sé minnzt á hernaðar- umsvif Halldórs og Davíðs í Írak. Betl Sverrir Hermannsson skrifar um íslensk verðmæti í Dan- mörku Sverrir Hermannsson ’Spurning:Hvað gengur aðalritara til að auðmýkja ís- lenzka þjóð með svo fáránlegum hætti?‘ Höfundur er fv. menntamála- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.