Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 69

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 69 AÐALRÉTTURINN er hin nýsjálenska Whale Rider, margslungin og seiðmögnuð mynd um þjóðsögu sem hefur lif- að, mann fram af manni, meðal Maórí- anna, frumbyggja eyjanna. Hin unga Keisha Castle-Hughes fer með aðallhlutverk höfðingjadóttur í nú- tímanum, sem sættir sig ekki við gamlar hefðir. Voru geimfararnir blekking? Hinar hátíðamyndirnar eru Gervihnattajarðstöðin – The Dish, og Betra en kynlíf – Better Than Sex, sem báðar koma frá Ástralíu. The Dish gerist sumarið 1969, á þeim merkistímum er Neil Armstrong markaði fyrstur spor jarðarbúa á Tunglinu.Glæsilegur árangur áratuga undirbúnings- vinnu af hálfu NASA og kostn- aðurinn stjarnfræðilegur. Eða hvað? Er ferðalag Apollo XI., blekking sem átti sér stað á sandorpnum auðnum Nýja-Suður Wales í Ástralíu? „Sannleikurinn“ kemur í ljós í gamanmyndinni The Dish, sem gerð er af Ástralanum Bob Sitch, með Nýsjálendinginn Sam Neill í aðalhlutverki. Myndin naut mik- illa vinsælda á heimaslóðum og vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Hvað slær út kynlíf? Betra en kynlíf – Better Than Sex, er gamanmynd um unga og fjöruga partígesti, Josh (David Wenham) og Cin (SusiePoerter), sem ákveða að eyða saman nótt- inni. Þau eru harðákveðin að gera þetta eingöngu fyrir ánægj- una, Josh er á leið úr landi eftir fáeina daga og hún er einfaldlega þurfandi - rétt eins og hann. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Báðum þykir leikfimin góð – og sól rís og sól sest á næsta degi. Myndin er frumraun leikstjór- ans og handritshöfundarins Jon- athan Teplitzky og var tilnefnd til fjölda verðlauna áströlsku kvikmyndastofnunarinnar (AFI). David Wenham kemur m.a. við þrennuna um Hringadrótt- inssögu. Að undanförnu hafa myndir frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi verið í sviðsljós- inu og komu mikið við sögu á Óskarnum í síðasta mánuði. Í tilefni þess hefur Háskólabíó sett upp þríréttaða kvikmyndaveislu sem hefst í dag. saebjorn@mbl.is Eyjaálfuhátíð í Háskólabíói ÞÝSKI leikstjórinn Rosa von Praunheim hefur gert um 50 heim- ildar-, leiknar og tilraunamyndir sem flestar hverjar taka á kyn- hegðun og samkynhneigð og hafa haft mikil áhrif á opinbera umræðu um fordóma gegn samkynhneigð- um og eyðni í Þýskalandi. Von Praunheim er opinskár um sam- kynhneigð sína og hefur m.a. verið kallaður Andy Warhol Þýskalands. Nafnið Rosa tók leikstjórinn upp til þess að minnast kúgunar nasista á samkynhneigðum, sem auð- kenndir voru með bleikum þríhyrn- ingi í fangabúðum Þriðja ríkisins (rosa er þýska orðið yfir bleikt). Hin ögrandi verk sín vinnur von Praunheim jafnframt sjálfstætt og oft af vanefnum, sem skýrir e.t.v. þann „ódýra“ sjónvarpsmyndablæ sem leikur yfir heimildarmynd hans um dr. Magnus Hirschfeld, frumkvöðul í réttindabaráttu sam- kynhneigðra og kynferðislegri upp- fræðslu almennings við upphaf 20. aldar. Viðfangsefni myndarinnar, sem hlotið hefur titilinn Einstein hvata- lífsins, er einkar áhugavert. Þar er sagt frá lífi og starfi Hirschfelds, sem lærði læknisfræði við Humb- oldt-háskóla í Berlín, barðist fyrir auknum skilningi á samkynhneigð og kom á fót merkri stofnun um kynfræði, Institut für Sexual Wiss- enschaft, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Hirschfeld barðist einnig ötullega fyrir afnámi laga er lögðu blátt bann við samkynhneigð en sú barátta hlaut snöggan endi þegar nasistar náðu völdum í Þýskalandi og Hirschfeld, sem var gyðingur, átti ekki afturkvæmt úr rannsóknarferð til Bandaríkjanna. Aðferðin sem von Praunheim notar til að segja sögu Hirschfelds hefur kosti og galla. Myndin er að stærstum hluta unnin sem leikin heimildarmynd, og hefur sem slík yfir sér áberandi þvingaðan og sviðsettan blæ, líkt og hætt er við þegar heimildarefni er sviðsett með miðlungs nákvæmri lýsingu, búningum og sviðsmyndum. Við- horf von Praunheims skína þó skýrt í gegnum sjónvarpsmynda- stílinn en hér er tekist á við nekt og kynhegðun af fullkomnu hisp- ursleysi. Það er þó fyrst og fremst með einlægni og sögulegri ná- kvæmni að leikstjóranum tekst að fanga athygli áhorfandans og varpa ljósi á það menningarlega og vís- indalega umhverfi sem Hirschfeld reyndi að hafa áhrif á. Þá er sjón- um beint að togstreitunni milli einkalífs og opinbers lífs í tilveru Hirschfelds, en hann var sjálfur samkynhneigður en þorði ekki að opinbera það af ótta við að starf hans yrði lagt í rúst á þeim grund- velli. Saga frumkvöðuls KVIKMYNDIR Regnboginn – Hinsegin bíódagar Leikstjórn: Rosa von Praunheim. Aðal- hlutverk: Kai Schuhmann, Friedel von Wangerheim, Gerd Lukas Storzer, Olaf Drauschke, Tima die Göttliche. Lengd: 104 mín. Þýskaland, 1999. EINSTEIN HVATALÍFSINS: DR. MAGNUS HIRSCHFELD / DER EINSTEIN DES SEX – LEBEN UND WERK DES DR. MAGNUS HIRSCHFELD  Heiða Jóhannsdóttir BUBBI Morthens og hljómsveitin Stríð og friður eru með tónleikaröð á Kaffi Reykjavík um þessar mundir. Bubbi hefur unnið með sveitinni undanfarin ár en fyrsta platan sem þeir gerðu saman var Nýbúinn, sem út kom haustið 2001. „Þetta verða a.m.k. þrennir tón- leikar í viðbót,“ segir Bubbi. „Við förum á hundavaði yfir hinar og þessar plötur. Svo spilum við líka eitthvert nýtt efni. Okkur langaði bara til að spila, leika okkur dálítið og sjá hvernig þetta myndi virka.“ Bubbi er ekki á leiðinni í hljóðver alveg strax en segir þó að ýmislegt sé í deiglunni. Segist t.d. vera búinn að semja efni á plötu en það verði að koma í ljós hvað verði og ýmsir möguleikar séu í stöðunni. Ýmislegt í deiglunni Bubbi og Stríð og friður með tónleikaröð á Kaffi Reykjavík Tónleikarnir eru á Kaffi Reykjavík í kvöld. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4 og 6. Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki ll l i í l i ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 9. B. i.16 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10. B. i.16 ára KRINGLAN Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.50. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 2. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN Kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. Frá framleiðendum Fast and theFurious og XXX KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 6 og 8.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3. Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“ Frá framleiðendum “The Fugitive” og“Seven”. l i i i .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.