Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýnum í dag Hardy Angel - nýjasta fluguhjólið frá House of Hardy Andy Murray frá House of Hardy er gestur Veiðihornsins í dag, laugardag. Andy frumsýnir nýjustu veiðivörurnar frá Hardy og Greys í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5, á milli kl. 10 og 14. Ef veður leyfir verður Andy með útikynningu á nýjum flugu- stöngum. Nánari upplýsingar í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5, sími 551 6760 eða á www.veidihornid.is. Taktu laugardaginn frá og skoðaðu Hardy og Greys í dag. KB BANKI hefur fengið einkaleyfi frá Kauphöll Íslands til að nota nýja ICEX-15 cap vísitölu til rekst- urs kauphallarsjóðs (ETF-sjóðs). Kauphöll Íslands átti frumkvæði að því að kanna hvort forsendur væru fyrir ETF-markaði á Íslandi. Í kjölfarið var óskað eftir tilboðum markaðsaðila í rekstur ETF-sjóðs og ákveðið að ganga að tilboði KB banka. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði á blaða- mannafundi í gær að markmiðið væri að efla hlutabréfamarkaðinn og þetta væri einn liður í því efni. „Við viljum fá útlendinga meira inn á markaðinn. Þetta höfðar til þeirra enda einfalt fyrir útlendinga að fjárfesta í sjóðum af þessu tagi.“ Hann sagðist gera sér vonir um að útlendingar myndu fljótlega fara að fjárfesta í sjóðnum og áréttaði mikilvægi þess að fá út- lendinga inn í kauphallarviðskipti hér á landi til þess að stuðla að traustari verðmyndun. „Þetta hef- ur gerst með skuldabréfin. Á stutt- um tíma hafa útlendingar orðið virkir þátttakendur á innlendum skuldabréfamarkaði. Við gerum okkur vonir um að svipað muni gerast með hlutabréfamarkaðinn.“ Eykur seljanleika og styrk Hrafn Árnason hjá KB banka sagði innlendan hlutabréfamarkað einstakan miðað við erlenda mark- aði, hann sveiflaðist öðruvísi og byði því upp á góð tækifæri fyrir erlenda fjárfesta. „Við teljum að þetta muni auka seljanleika á ís- lenskum hlutabréfamarkaði og auka styrk hans.“ KB banki stefnir að opnun sjóðs- ins 1. maí nk. og verður hann þá kynntur nánar. Í Kauphallartíðindum í júlí sl. segir að ETF-sjóðum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum og á síðustu árum hafi einnig orðið mikill vöxt- ur á þessu sviði í Evrópu. Segir jafnframt að sérfræðingar á helstu mörkuðum þar búist við áfram- haldandi vexti þar sem sífellt fleiri verði meðvitaðir um kosti sjóð- anna. Þórður sagði í gær að þótt misjafnlega hefði gengið hjá mörg- um sjóðanna þá væri talsverð velta með þá. Algengur veltuhraði væri 250–300%. Kauphöllin mun í framhaldinu kanna hvort forsendur eru fyrir sams konar sjóði fyrir skuldabréf auk þess sem til stendur að kanna á ný fjárhagslegar forsendur fyrir afleiðumarkaði á Íslandi. Morgunblaðið/Sverrir Klappað og klárt Þórður Friðjónsson og Hrafn Árnason að lokinni und- irritun samnings um notkun ICEX-15 cap vísitölunnar til reksturs ETF-sjóðs. KB banki fær einkaleyfi til að reka kauphallarsjóð Laðar erlenda fjárfesta að ís- lenskum hluta- bréfamarkaði, segir forstjóri Kauphallar KAUPHALLARSJÓÐUR (e. ETF eða exchange traded fund) sam- anstendur af safni verðbréfa sem endurspeglar samsetningu tiltek- innar vísitölu, í þessu tilviki Úrvals- vísitölu Aðallista í Kauphöll Ís- lands. Fjárfestir eignast hlutdeild- arskírteini í sjóðnum og getur átt viðskipti með það í kauphöll líkt og um hlutabréf í fyrirtæki væri að ræða. Fyrir tilkomu kauphall- arsjóða var þetta ekki hægt. Meðal helstu kosta sem ETF- sjóðir eru taldir hafa er skatta- hagræði, lægri kostnaður og sveigj- anleiki með viðskiptum í gegnum kauphöll. Hvað er ETF-sjóður? ICEX-15 cap er ný vísitala sem Kauphöll Íslands mun reikna og birta. Svipar henni til ICEX-15 vísi- tölunnar, þ.e. Úrvalsvísitölu Að- allista, og verður hún samsett af sömu félögum. Munurinn liggur í því að við val í ICEX-15 cap getur vægi hvers fé- lags ekki farið upp fyrir ákveðið hámark en það er gert til að tryggja lágmarksdreifingu. Um ICEX-15 cap vísitöluna BENEDIKT Sveinsson fráfarandi stjórnarformaður Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. sagði í ræðu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær að allar líkur væru á því að hin miklu umbrot sem urðu í viðskiptalífi landsins á síðasta ári kölluðu á nýja löggjöf sem myndi breyta leikreglum á markaðnum. Sagði hann að í stað þess að snú- ast gegn slíkri löggjöf ættu menn að reyna að hafa áhrif á lagasetn- inguna með jákvæðum hætti. Benedikt sagði einnig að skoða ætti með opnum huga að krónan tengdist öðrum gjaldmiðli föstum böndum, sem í framhaldinu gæti leitt af sér að hún hyrfi af vett- vangi, eins og hann orðaði það. „Meðan landið er með sjálfstæðan gjaldmiðil og gengi hans ræðst á frjálsum markaði er hætt við því að sveiflur geti orðið miklar. Þetta veldur því að sú festa sem almennt er nú í atvinnulífinu er minni en æskilegt væri,“ sagði Benedikt. Heiðarleiki og traust hefur hopað Þá sagði hann að almennur heiðarleiki og traust í viðskiptum hér á landi hefði hopað á und- anförnu ári. „Þjóðfélagið verður að geta treyst því að viðskiptalífið sé heilbrigt. Það er mjög mik- ilvægt að viðskiptavinir, starfs- menn og eigendur fyrirtækja geti treyst því að þau starfi í góðu samræmi við lög og reglur og góða viðskiptahætti.“ Umbrot kalla á nýja löggjöf BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var í gær kjörinn formaður stjórnar Sjóvár-Al- mennra trygginga hf., en félagið er dótturfélag Íslandsbanka. Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannes- son varaformaður, Aðalsteinn Jónasson hrl., Kristján Ragnars- son fyrrum stjórnarformaður Ís- landsbanka, og Magnús L. Sveinsson fyrrum formaður VR. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórn. Stjórnarmenn sem hættu störfum í gær eru Benedikt Sveinsson sem verið hefur stjórnarformaður í 25 ár, Hjalti Geir Kristjánsson sem verið hef- ur varaformaður frá stofnun fé- lagsins, Krist- inn Björnsson, Kristján Loftsson, Guð- rún Péturs- dóttir, Garðar Halldórsson og Ólafur B. Thors. Einar Sveinsson, frá- farandi fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, sagði spurður í samtali við Morgunblaðið að það yrði fyrsta verk nýrrar stjórnar að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra til félagsins, en stjórnin mun að hans sögn hitt- ast á næstunni. Bjarni Ármanns- son nýr formaður Formennska Bjarni Ármannsson. ● KB BANKI hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána um 0,10-0,15%. Vextir óverðtryggðra sparireikninga lækka auk þess um 0,10%. Einnig var ákveðið að hækka vexti Lífeyrisbókar og Framtíðarbókar, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa- lána lækka t.d. um 0,10 prósentustig. Þannig lækka kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa úr 5,60% í 5,50%. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að frá því í nóvember 2001 hafi hann lækkað verðtryggða útlánsvexti um 2,25 prósentustig en verðtryggða innlánsvexti um 2,00% prósentustig að jafnaði. Á sama tíma hefur ávöxt- unarkrafa 25 ára húsbréfa lækkað úr 5,88% í 4,40% eða um 1,48 pró- sentustig. KB banki lækkar vexti ● BIRGIR S. Jóhannsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri SÍF France, dótturfyrirtækis SÍF hf. í Frakklandi, hefur látið af störfum. Í fréttatilkynn- ingu frá SÍF er það orðað svo að samkomulag hafi orðið um að Birgir léti af störfum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er það óánægja helztu stjórnenda SÍF með slaka af- komu SÍF France, sem er ástæða starfsloka Birgis. Í tilkynningu SÍF segir að nýr fram- kvæmdastjóri verði ráðinn fljótlega. Birgir hættir hjá SÍF France Hættur Birgir Sæv- ar Jóhannsson hef- ur látið af störfum hjá SÍF France. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.