Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 22

Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mikil vinna í byggingariðnaði hefur ein- kennt bæjarlífið í vetur og er hver sá maður sem handleikið getur hamar ákaflega eftir- sóttur. Stærstu verkefnin er viðbygging við veiðihúsið Flóðvang í Vatnsdal svo og ný- bygging veitingaskála ESSO við Norður- landsveg. Verkefni framundan virðast vera næg ef allt fer sem horfir. Til stendur að byggja um 600 fermetra nýbyggingu við norðurenda iðnaðarhúsnæðisins Votmúla og tengja hana tæplega 800 fermetra iðn- aðarsvæði og reka þar ullarþvottastöð í framtíðinni. Með þessu framtaki verða til 10 störf. Væntanlega verður byggð ný þjón- ustumiðstöð á tjaldsvæði Blönduósinga í Brautarhvammi og lyftuhús á sýslu- skrifstofu verður að veruleika í haust.    Dýragarður, garður þar sem íslensk hús- dýr verða almenningi til sýnis svo og vinnu- brögð í landbúnaði fyrr á tímum, er ekki svo fjarlægur draumur því áhugahópur hef- ur sent byggingarnefnd Blönduósbæjar hugmyndir sínar þar um. Svæði það sem rætt er um og samræmist fullkomlega skipulagi bæjarins er vestan Hnjúkabyggð- ar í átt að gamla bæjarhlutanum. Inni í hugmyndinni að húsdýragarði er endur- bygging gamla Guðlaugsstaðabæjarins en sá bær er sá hinn sami og tengist hinu fræga kyni sem við hann er kennt og má þar m.a. nefna Björn heitinn Pálsson al- þingismann og frænda hans Pál Pétursson, fyrrv. félagsmálaráðherra. Einn af for- göngumönnum húsdýragarðshópsins er hinn landskunni Grímur Gíslason sem nú fetar tíræðisaldurinn af festu og bjartsýni.    Meistarflokkur knattspyrnudeildar Hvat- ar er á leið í viku æfinga- og keppnisferð til Portúgals og leita knattspyrnumenn allra leiða til að safna farareyri. Meðal annars eru bílar þvegnir og bónaðir og rækjur seldar. Talandi um knattspyrnu eru miklar líkur á því að tveir landsleikir verði á Blönduósvelli í sumar. Opna Norðurlanda- mótið hjá U21 landsliðum kvenna verður á Íslandi og hefur KSI beðið Hvöt og Blöndu- ósbæ um að taka að sér tvo leiki; Ísland- Svíþjóð og England-Svíþjóð. Ekki er hægt að liggja fram á lappir sínar og þegja þegar minnst er á íþróttir því Blönduósingar hafa verið að gera það gott að undanförnu og nægir að nefna afrek Heiðars Davíðs Bragasonar í golfinu og Sunnu Gestsdóttur í frjálsum íþróttum. Þó svo að þau starfi í félögum utan síns heimahéraðs hikum við Austur-Húnvetningar ekki við að eigna okkur þau. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA Sveitarfélagið Austur-Hérað og Íþrótta-félagið Höttur hafa gert með sér samning um að félagið fái endurgjalds- laus afnot af íþróttamann- virkjum sveitarfélagsins fyrir iðkendur yngri en 19 ára. Gerir það félaginu kleift að einbeita sér frekar að sínu innra starfi. Vilja samningsaðilar stuðla að styrkari tengslum sín á milli, með það að markmiði að styrkja sveitarfélagið sem áhugaverðan og góðan búsetukost þar sem m.a. fer fram kraftmikið íþróttastarf. Skuldbindur Höttur sig til að gera sem flestum á svæðinu kleift að stunda íþróttir og gæta þess að allir iðkendur hafi jafnan aðgang að félaginu og starfsemi þess. Frí afnot Bílasala Akureyrarafhenti fyrirskemmstu Heima- hjúkrun á Akureyri sjö nýja vinnubíla af gerðinni Hyundai Getz, sem teknir eru á rekstrarleigu til þriggja ára í gegnum Ríkiskaup. Það er alvana- legt að bílar séu teknir til slíkra nota á þriggja ára fresti því starfsfólk heimahjúkrunarinnar þarf að vera á góðum og tryggum bílum, segir í frétt um bílaviðskiptin. Frá vinstri eru Ása Þor- steinsdóttir og Helga Guðnadóttir sjúkraliðar, Rut Petersen og Val- gerður Vilhelmsdóttir hjúkrunarfræðingar og Þorsteinn Ingólfsson eig- andi Bílasölu Akureyrar. Heimahjúkrun fær nýja bíla Hlýlegum orðumvar beint til AraTeitssonar, frá- farandi formanns bænda- samtakanna, í boði þing- flokks Framsóknar- flokksins fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi. Sagði hann þetta minna á jarðarför, en bað þingmenn duga vel í ákveðnum málum. Jón ráðherra Kristjánsson orti: Ari vill okkur brýna alla félaga sína. Það ansi er frekt og óvenjulegt einkum við jarðarför sína. Helgi Zimsen var ekkert alltof kátur þegar hann vaknaði í morgunsárið: Vekjarasvínið viðbjóðslega rýtur. Vargurinn rafmagnsknúinn drauginn lítur, rís hann við dogg og skrapatóli skýtur skrækjandi beint í vegg sem klukku brýtur. Eigin jarðarför pebl@mbl.is Borgarnes | Birna Þorsteins- dóttir tónlistarkennari stóð fyrir nemendatónleikum í nýja tónlistarskólanum fyrir skömmu en þá var rétt tæp vika liðin frá vígslu húsnæð- isins. Fram komu nemendur Birnu sem eru allt frá tveggja ára aldri og upp í sextán ára. Tónleikarnir sem voru haldnir í salnum á neðri hæð hússins, hófust á því að for- skólahópurinn söng nokkur lög saman en önnur atriði voru einsöngur, píanóleikur og gítarleikur. Stoltir foreldrar og aðrir gestir urðu margir hverjir að standa því enn á eftir að fá stóla í salinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að við- stöddum tækist að njóta tón- listarinnar en hljómburður í nýja húsinu þykir með ágæt- um. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fallegir tónar í Borgarnesi: Forskólahópurinn syngur á tónleikunum í nýju húsnæði tónlistarskólans. Nemendatónleikar í nýju húsnæði Tónlist Eyjafjarðarsveit | Nemendur 8. bekkjar Hrafnagilsskóla tóku á dögunum þátt í ný- stárlegu samskiptaverkefni í ensku- kennslu. Verkefnið er unnið í samstarfi þriggja skóla, Eltang Centralskole í Kold- ing, Danmörku, Yhtenäiskolu í Helsinki, Finnlandi og Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit. Eins og svo margt nú um daga fer verk- efnið fram á Netinu. Meginmarkmið þess er að auka færni nemenda í að lesa og skrifa á ensku, að auka getu nemendanna í að skrifa sögutexta í samvinnu við aðra og að eiga samræður og samskipti við aðra nemendur á enskri tungu. Einnig hefur verkefnið það að markmiði að stuðla að hagnýtingu tölvutækninnar í þessu skyni. Umsjón með verkefninu hafa tveir nem- endur í Samskipta- og upplýsingatækni við Syddansk Universitet í Kolding, þær Yvonne Eriksen og Pernille S. Hansen og voru þær ásamt leiðbeinanda sínum, Rocio Chongtay, aðjúnkt við SDU við kennslu í Hrafnagilsskóla þessa daga. Umsjón með verkefninu af hálfu Hrafnagilsskóla hafði Kristín Kolbeinsdóttir kennari og henni til aðstoðar var Hans Rúnar Snorrason leið- beinandi. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn í kennslustund voru nemendur mjög uppteknir af verkefninu og létu vel af því. Vídeótökuvélar voru stöðugt í gangi og að sjálfsögðu einnig í hinum skólunum, og gátu nemendur þannig fylgst með öllu sem gerðist í kennslustofunum í löndunum þremur. Viðfangsefnið fólst í því að byggja hús eftir að hafa fengið lóð í sameiginlegu hverfi nemendanna, í Danmörku og Finn- landi, síðan þurfti að leggja götur og stíga um hverfið, sem kallaði á mikil samskipti milli allra í verkefninu. Öll samskipti fóru að sjálfsögðu fram á ensku. Kristín Kolbeinsdóttir kennari taldi að mjög vel hefði tekist til með verkefnið, þetta væri nýjung hér á landi sem lofaði góðu. Slóðin á heimasíðu verkefnisins er www.yin.dk/heksesnak.htm Nýjar leiðir í enskukennslu Morgunblaðið/Benjamín Pernille Hansen, tölvusamskiptakennari frá Danmörku, leiðbeinir Hrund Thorl- acius, nemanda í Hrafnagilsskóla. Hrunamannahreppur | Um þetta leyti árs, allt frá árinu 1943, hafa Hruna- menn haldið veglega vetrarskemmtun. Þetta er hjónaballið svonefnda sem nýlega fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum. Auk hefðbundinnar matarveislu voru flutt heimatilbúin skemmtiatriði, sem jafnan eru eins konar annáll árs- ins í bundnu máli sem óbundnu. Já, það var sannarleg líf og fjör, sungið og dansað en hljómsveit Bogomil Font sá um dansmúsíkina langt fram á nótt. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Glaumur og gleði á árlegri skemmtun: Ingibjörg Baldursdóttir, Sjöfn Sig- urðardóttir, Guðrún Björnsdóttir og Fjóla Kjartansdóttir brostu breitt. Söngur og gleði á hjónaballi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.