Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 73. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Syngur af ástríðu Joss Stone er sextán ára sálardíva og ald- urinn er ekki prentvilla | Fólk í fréttum 64 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit Morgunblaðsins | Tengsl bræðranna Árna Páls og Þórólfs Árnasona Beðmál í rútunni Atvinna | Framadagar í tíunda sinn Draumastarfið rætt á framadögum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 Hvatt til stillingar Brottrekstri Roh S-Kóreuforseta mótmælt Seoul. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN Suður-Kóreu hélt í gær neyðarfund og hvatti landsmenn til að sýna stillingu en þingið svipti á föstudag forseta landsins, Roh Moo- hyun, embætti vegna meintra brota á stjórn- arskrá, vanhæfni og spillingar. Mörg þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið á föstudagskvöld til að mótmæla ákvörðun þingsins, fólkið söng baráttusöngva og kveikti á kertum. Var gert ráð fyrir að aft- ur yrði safnast saman í gær, laugardag. Lögregla sendi um 5.000 manna lið á vettvang við þinghúsið til að tryggja að ekki kæmi til átaka. Herinn, alls um 650.000 manns, var í gær settur í við- bragðsstöðu á landamærunum að Norður- Kóreu. Kannanir sýna að allt að þrír fjórðu kjós- enda eru andvígir brotttrekstri Roh en stjórnarandstaðan hefur hins vegar meiri- hluta á þingi. Liðsmenn Roh á þingi sögðu af sér þingmennsku á föstudag til að mót- mæla gerningnum og til slagsmála kom í salnum. Roh, sem er 57 ára og tók við emb- ætti fyrir rúmu ári, nýtur einkum hylli vinstrisinna. Stjórnlagadómstóll fær nú allt að sex mánuði til að fara yfir mál hans en forsætisráðherra landsins, Goh Kun, er starfandi forseti til bráðabirgða. Roh Moo-hyun MÖRG af fórnarlömbum hryðju- verkanna í Madríd voru jarðsett í gær og var mikill mannfjöldi við- staddur. Spænsk stjórnvöld halda fast við að mestar líkur séu á að að- skilnaðarsamtök Baska, ETA, hafi staðið á bak við hermdarverkin. En margir fjölmiðlar láta í ljós efa- semdir og beina ekki síður sjónum að samtökum íslamistans Osama bin Ladens, al-Qaeda. Hafi þau ef til vill viljað hefna fyrir stuðning Spán- arstjórnar við Íraksstríðið. Þingkosningar verða á Spáni í dag, sunnudag, og sýndu skoðana- kannanir fyrir viku að sósíalistar væru farnir að jafna taflið í barátt- unni við Þjóðarflokkinn (PP), stjórnarflokk fráfarandi forsætis- ráðherra, José María Aznar, sem er nú með meirihluta á þingi. Aznar studdi ákaft Íraksstríðið, þrátt fyrir að um 90% landa hans væru í skoðanakönnunum mjög á móti því og hafa Spánverjar nokk- urt herlið við gæslustörf í Írak. Íhaldsblaðið El Mundo sagði í gær að Aznar vissi að pólitísku áhrifin af því að staðfest yrði að ETA hefði verið að verki yrðu önn- ur en færi svo að sekt al-Qaeda sannaðist. „Reynist hið fyrra rétt mun hann tjá sig óspart. Sé hið seinna rétt mun hann hann reyna að þegja sem mest.“ Norska sjónvarpið sagði frá því á föstudag að norskir varnarmálasér- fræðingar hefðu fundið skjal sem sett hefði verið á arabíska vefsíðu í fyrra þar sem því væri lýst hvernig al-Qaeda hygðist þvinga Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra til að yfirgefa Írak. Þar væri sagt að Spánn væri „veikasti hlekkurinn“ og minnt á þingkosningarnar. Á einni síðu skjalsins stendur: „Við verðum að nýta okkur kosning- arnar til hins ýtrasta. Ríkisstjórnin getur ekki ráðið við meira en þrjár árásir.“ Einnig er sagt að aðrar stuðningsþjóðir Bandaríkjamanna muni falla „eins og dómínókubbar“ ef Spánverjar dragi herlið sitt frá Írak. Fórnarlömb hryðju- verkanna jarðsett Al-Qaeda sögð hafa ráðgert þegar í fyrra að leggja til atlögu á Spáni Madríd. AP, AFP. Reuters  Kosið á Spáni/14 Að drukkna í verðlaunum NORÐMENN eru að drukkna í bók- menntaverðlaunum. Alls er úthlutað um 60 verðlaunum á hverju ári og þessi mikli fjöldi dregur úr mikilvægi slíkra verðlauna, að áliti formanns norska rithöfundasam- bandsins, Geir Pollen. Að sögn Aftenposten má bæta við töluna fjölda staðbundinna verðlauna sem vekja ekki athygli landsfjöl- miðla. „Bókmenntaverðlaun missa að nokkru leyti hlutverk sitt. Ætlunin var að þau beindu athyglinni að bókum. Nú eru þau orðin notaleg viðurkenning fyrir höfundinn en markaðskynningin minnkar,“ segir Poll- en. „Ef við undanskiljum nokkur af mik- ilvægustu verðlaununum vekja þau litla eða enga athygli. Fjöldi verðlaunanna veldur því að þau grafa hver undan öðrum.“ Á ÁRUNUM 2000–2002 töpuðu fjögur stærstu fyrirtækin í kjúklingarækt um 1.240 milljónum króna. Fyrirtækin töpuðu jafnframt miklu í fyrra, en endanlegar tölur um það liggja ekki fyrir. Fyrirtæki í svínarækt töpuðu einnig mikl- um fjármunum í fyrra. Eigendaskipti hafa orðið á þremur svínabúum á síðustu mánuðum í kjöl- far tapreksturs búanna. Reykjagarður, sem í tæplega tvö ár var í eigu Búnaðarbankans, tapaði á þremur árum 700 milljónum króna. Bankinn lagði að auki fyrir- tækinu til hlutafé og seldi það á síðasta ári til Sláturfélags Suðurlands með miklu tapi. Skipt var um kennitölu á Reykjagarði í fyrra og fór gamla félagið í nauðasamninga. Móar, sem urðu gjaldþrota í fyrra, töpuðu 512 milljónum á ár- unum 2000–2002. Áætlað tap kröfuhafa á gjald- þrotinu er um 1.500 milljónir króna. Þá varð Íslandsfugl á Dalvík gjald- þrota í fyrra eftir að hafa fáum mán- uðum áður gengið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu. Lýstar kröfur í þrotabúið eru um 280 milljónir. Eina kjúklingabúið sem skilað hefur hagnaði á síðustu árum er Ís- fugl í Mosfellsbæ, en fyrirtækið hagnaðist um 32 milljónir á þremur árum. Mikið tap í svínarækt Verð á svínakjöti lækkaði um 40% í fyrra og voru svínabúin almennt rekin með miklu tapi það ár. Eigendaskipti urðu á þremur búum í fyrra í kjölfar fjárhagserfiðleika. Svínabúið á Vallá keypti rekstur svínabúsins á Bjarnastöðum og Braut, dótturfélag KB banka hefur keypt rekstur svínabúsins að Þóru- stöðum. Braut rekur að auki svínabú- ið í Brautarholti en það fyrirtæki varð gjaldþrota í janúar. Áætlað tap kröfu- hafa vegna Svínabúsins í Brautar- holti, fasteignafélags í eigu þess, Móa og Nesbúsins sem var í eigu sömu að- ila er ekki undir þremur milljörðum. Svínabúum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Þau voru 103 árið 1991, en 17 í fyrra. Tíu bú hættu starfsemi 2002. Gríðarlegir fjármunir töpuðust í kjúklingarækt á árunum 2000–2002 Töpuðu 1.240 milljónum                             !"# $   Vonir um/10 UNGUR drengur, sem missti föður sinn í sprengjutilræðinu í Madríd á fimmtudag, þurrkar tár af vanganum, með honum er sálfræðingur, drengnum til aðstoðar. Fjöldi fólks var á Alcala de Henares-íþrótta- leikvanginum, skammt frá borginni, í gær er þar var sungin útfar- armessa vegna fórnarlamba hryðjuverksins. Skýrt var frá því í gær að 200 væru látnir og yfir 1500 hefðu særst á fimmtudag. Sorg í Madríd „SAMHUGURINN sem ríkti [á föstudagskvöld] þegar maður barst með mann- hafinu eftir breið- götum Madríd- borgar var ótrú- legur,“ segir Sigríður Snæv- arr, sendiherra Íslands, sem var fulltrúi íslenskra stjórnvalda í mótmælagöngu gegn hryðjuverkum. „Við vorum öll í þessari lest“ stóð á einu skilt- anna í göngunni. „Þessi orð lýsa nákvæmlega, að mínum dómi, til- finningunni þegar við gengum þarna í mestu hellirigningu sem ég hef verið í, a.m.k. í langan tíma. Fólk var blautt upp að hnjám, það var eins og himnarnir grétu örlög þessa saklausa fólks.“ Í gærmorgun ferðaðist hún milli lestarstöðvanna þriggja þar sem sprengjurnar sprungu. „Alls staðar í kring hafa menn lagt kerti, bangsa og blóm. Hér eru allir að kveikja á stormkertum, ungir sem gamlir. Þetta er 200 manna jarðarför á götum úti.“ Hún segir að víða hangi myndir af fórnarlömbunum og fjölskyldur væru þar samankomnar til að syrgja fallna ættingja. Himnarnir grétu STUNDUM eiga systkinabörn sama afmælisdaginn. En fjórar systur í bænum Rotorua á Nýja- Sjálandi gerðu betur: Þær eiga all- ar barn með sama afmælisdag, 11. mars. Te Wiki eignaðist soninn Ngawhai á fimmtudag en frænkur hans, þær Jahreece, Waimarie og Stacy eru þriggja, 13 og 14 ára. „Ég er eiginlega orðlaus. Ég hugsaði bara með mér: Ekki einu sinni enn,“ sagði móðir Stacy, Anita Wereta. Samráð systra Rotorua á Nýja-Sjálandi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.