Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ H öfundar kvikmyndarinnar Píslarsaga Krists eru hel- teknir af líkamlegri þján- ingu Jesús frá Nasaret (0- 33 e.Kr). Áhugi þeirra á líkama þessa manns er sjúklegur, því linnulaust dynja svipur, prik, og gaddakylfur á honum - án þess að hann bugist. Svo blóðugur verður hann, að það arðar ekki fyrir þurrum bletti á holdi hans, allt er merkt grimmdinni. The Passion of Christ eftir Mel Gibson leikstjóra og höfund handrits ásamt Benedict Fitzgerald er að mínu mati ekki um Jesús Krist heldur um illskuna. Hún er ekki um kærleikann, heldur um myrkrið. Kvikmyndin er afar gamaldags og myndi sóma sér vel í ímynd- uðum bíósölum fyrir siðaskiptin á 16. öld. Hún svalar sennilega þorsta þeirra sem finna nautn í líkamlegum kvölum, þeirra sem beittu ströngum aga og refsuðu án miskunnar. Hún minnir á hærusekkinn og hrísvöndinn, og á ekkert erindi á 21. öldinni nema sem tæki til að vekja umræður. Kvikmyndin er sérlega karllæg. Húner um völd karla og þörf þeirra tilað kvelja og sjá þjáninguna með eig-in augum. Jesús frá Nasaret ögraði valdinu með því að gera usla í musterinu, ekki bara usla heldur eitthvað sem í dag jafn- ast á við hryðjuverk. Hann ruddist inn í musterið sem var Wall Street eða Kauphöll þeirra tíma og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna. Hann rak alla út sem voru að selja og kaupa, hélt svo þrumu- ræðu sem hófst svona: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.“ (Matt. 23.2). Þessi viðburður er ekki sýndur í myndinni þótt hann sé höfuðástæða þess að Jesús var handtekinn. Þó var vitnað oftar einu sinni til þess að Jesús hefði hótað að brjóta musterið niður og reisa það aftur á þremur dögum. (Sigurjón Árni Eyjólfsson. 2004. HÍB. Kristin siðfræði í sögu og samtíð, bls. 241). Myndin er öll um karla, karla sem svíkja (Júdas), karla sem stjórna (æðstu prestana), karla sem pína (hermenn). Hún er um karl- mennsku og sannur karlmaður kveinkar sér ekki undan höggunum; honum blæðir, en hann bugast ekki. Sannur karlmaður er guð- um líkur eftir kvikmyndinni að dæma. Píslarsaga Gibsons er hörð túlkun og nei- kvæð á Kristi og mér er hulið hvað hún á að gefa áhorfendum - eða hverju að bæta við söguna. Börnin í myndinni birtast t.d. helst sem demónar (djöflar). Þau eru afmynduð og þau, sem hrekja Júdas til að hengja sig, eru greinilega andsetin. Börnin eru ljót og auð- veld fórnarlömb hins illa eða jafnvel afurð þess, þvert á kenningu Jesús í Nýja testa- mentinu. ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ (Matt. 19.14), „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki“ (Matt.18.3). Kvenímyndin í kvikmyndinni er ekki sterk nema ímyndin um móðurina. Satan birtist í líki konu sem nefnd er Lilit. Hið illa er því kvenlegt fyrirbæri og helsta freisting karl- mannsins. Hið illa í kvenmynd birtist þegar Jesús er húðstrýktur, hið illa er konan sem freistarinn, algjör klisja (Sjá: Satan eða Lilit í Píslarsögu Gibsons? Bryndís Valbjarn- ardóttir, www.dec.hi.is). María mey er móðirin, hún er arfmynd móðurinnar sem sleppir ekki augunum af sveininum og fellir ekki tár fyrr en hlutverki sonarins er lokið. Hún er dæmigerðasta mynd konunnar sem hugsast getur. Maríu Magdalenu, Maríu hinni og konunni sem drýgði hór, er steypt saman í eina konu. Það gerir persónu hennar fremur óljósa. Er hún sjálfstæð(ur) lærisveinn/mey eins og María Magdalena eða þarf hún að selja sig körlum til að framfleyta sér? Svarið virðist ekki rúmast innan áhugasviðs höfunda. Maríurnar elska vissulega þennanmann og þær fylgja honum ogyfirgefa aldrei. Þær eru fegurðiní myndinni; umhyggjan og umönnunin. En þrátt fyrir það eru þær áhorfendur en ekki gerendur, aðstandendur sem þjást og geta ekki rétt hjálparhönd. Þær þegja alla myndina og styður það hugmynd- ina um karlmennskuna í myndinni. Sönn kona þegir eftir myndinni að dæma. Staðalmynd samkynhneigðar er einnig forn í myndinni, Heródes, sem vildi ekki dæma Jesús, er t.d. sýndur sem samkynhneigður og umhverfis hann er einungis losti og lostalíf með tilvísun í úrkynjun. Enginn sómi þar. Píslarsaga Krists eftir Gibson hefur nokkur einkenni hryllingsmyndar. Í henni eru demónar og blóðugt hold í aðalhlutverki. Gall- inn við myndina er að þar er allt sýnt og ekk- ert falið; hvert svipuhögg. Bestu hryllings- myndirnar að mínu mati eru hins vegar þær myndir sem gefa hryllinginn aðeins til kynna, en sýna hann ekki. Júdas er t.d. andsetinn í myndinni, það er opinberað þegar púkinn sést yfirgefa hann. Höfundarnir virðast því haldnir þeirri gömlu hugmynd að hið illa sé utan mannsins. Hin uggvænlega hugmynd um að skrímslið búi innra með manninum virðist hafa farið fram hjá þeim. Sögupersóna myndarinnar er nær pynt-uð til dauða um miðbik myndarinnar í12 mínútna pyntingaratriði. Hápunktimyndarinnar er þá náð og krossfest- ingin, kjarni kristninnar, fellur í skuggann af hýðingunni. Höfundar myndarinnar eru því búnir með hugmyndina alla þegar myndin er hálfnuð. Ekki er hægt að bæta sári á líkama Krists, því hann er þegar allur sundurskorinn og krossfestingunni næstum ofaukið. Bráð- læti er reyndar hvimleiður kvilli í Holly- woodmyndum. Jesús verður t.d. allt of fljótt guðlegur í myndinni og hættir að vera áhuga- verð mannleg persóna. Hann bara líður áfram í kvölum sínum og Gibson slær hann aftur og aftur í sama sárið. Ég sá myndina 11. mars í Smárabíói. Ég velti fyrir mér eftir sýninguna hvaða tilfinn- ing sæti eftir og hvaða hugmynd. Ég fann til samúðar með ástvinum Jesús, en persóna hans var of fjarlæg og það var ómögulegt að setja sig í hans spor. Endurlit hans um góðar stundir með lærisveinum, móður eða áheyr- endum voru aðeins dauf blik í yfirþyrmandi myrkri pínunnar. Höfundar myndarinnar kunna sér m.ö.o. engin mörk. Kærleikurinn var ekki meginástæðan fyrir sigurorði hans á dauðanum eftir myndinni að dæma. Í henni virðist Jesús búa yfir ein- hverri þekkingu umfram aðra menn. Þetta var því ekki mannleg píslarganga, heldur guðleg, að dómi höfunda. „Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir,“ var samt grundvallarkenning þessa manns, þótt þess sjáist ekki merki í myndinni - aðeins fórn. (Matt. 12.7). Áhugi höfundanna er á píslarsögu holdsins - en ekki andans. Andinn tekur ákvörðun í Getsemanegarðinum og eftir það gengur holdið undir refsinguna, en það er líkt og andinn verði ónæmur. Mér hefði þótt písl- arsaga andans áhugarverðari. Ef til vill áttu þessar kvalir að minna á að Kristur tók á sig syndir mannkyns, en hvers vegna þarf hann að taka þær út á líkama sínum? Niðurstaða mín er að túlkun Gibsons standi með kvölinni, pínu Krists, en ekki með kær- leikanum og lífinu. Ástæðan er að hið já- kvæða og góða fær næstum ekkert rými í myndinni. Gildin sem menn þurfa að rækta til að skapa betri heim eiga ekki heima í mynd- inni. Þetta er Kristur - sem ég kannast ekki við. Jesús frá Hollywood er klisja Kvikmyndin er ekki um kærleika eða miskunnsemi. Hún er um ýkta karlmennsku kvalarinnar. AF LISTUM Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is FRÁ Bach til Boulez var yfirskrift tónleika sem þeir Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari og Geoffrey Dougl- as Madge héldu í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Efnisskráin var líka fjölbreytt þótt hún væri svo til öll frá tuttugustu öldinni; sónata eft- ir „ný-impressjónistann“ Rudolf Escher, Chopin-tilbrigðin eftir pí- anósnillinginn Busoni, sónatína eftir Boulez og fleira. Sem mótvægi var leikin h-moll-sónata Bachs, en Kol- beinn sagði nýlega í viðtali að hún hlyti að hafa hljómað í gamla daga álíka framúrstefnulega og Boulez gerði þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Samkvæmt því er ekki óeðlilegt að ætla að sónatínan eftir Boulez eigi eftir að hljóma eins og hver annar Bach-menúett eftir tvö hundruð ár eða svo. Strax á upphafstónunum var auð- heyrt að Madge er enginn venjuleg- ur píanóleikari. Hann hefur einstakt vald yfir blæbrigðum hljóðfærisins, svo mjög að maður naut hvers tóns. Veikustu hljómarnir voru óvenju fal- lega leiknir og hröð hlaup eftir hljómborðinu voru jöfn, hrein og án nokkurrar fyrirstöðu. Madge hefur mikla tækni og þurfti greinilega ekk- ert að fara varlega í torfærum; ofsa- fengnustu augnablikin hljómuðu eins og áhættuatriði – og þau heppn- uðust alltaf. Þetta óvanalega öryggi og sjálfstraust kom hvað best í ljós í sjaldheyrðri tónsmíð hér á landi, til- brigðum fyrir píanó eftir Busoni við stef eftir Chopin, sem gera miklar kröfur til píanóleikarans. Leikur Madge var þar sérlega áhrifamikill, honum tókst að búa til alls konar stemningar með því að draga skýrt fram andstæður verksins og var flutningur hans stórbrotinn og veru- lega sannfærandi. Frammistaða Kolbeins var einnig glæsileg, í sónötum Eschers og Den- isovs var leikur hans markviss, hver tónn var fagurlega mótaður og í ein- leiksþættinum í fyrrnefnda verkinu var túlkun hans svo músíkölsk og innblásin að einstakt hlýtur að telj- ast. Samspil hans og píanóleikarans var líka í alla staði hárnákvæmt og vel ígrundað. Eftir hlé var komið að sónötu í h- moll eftir Bach og þar var Kolbeinn ekki í alveg jafn góðu formi og í tón- smíðunum á undan; heyra mátti ör- litla hnökra hér og þar og fyrsti kafl- inn var heldur varfærnislegur fyrir minn smekk. Píanistinn var hins vegar með allt sitt á hreinu, hann var unaðslega mjúkhentur, nostraði við hvern tón og var útkoman svo fáguð að það var ævintýri líkast. Lokaatriði tónleikanna var sónat- ína eftir Boulez frá árinu 1925 og þar var litrík túlkun þeirra Kolbeins og Madge stórfengleg. Hún einkenndist af hrynrænni skerpu, hárfínu styrk- leikajafnvægi á milli hljóðfæranna, næmri tilfinningu fyrir formi og framvindu verksins, auk þess sem hin tæra áferð tónlistarinnar, er ein- kennir Boulez, skilaði sér fyllilega. Þetta voru vandaðir tónleikar og með þeim áhugaverðustu sem hér hafa verið haldnir í vetur. Ofsafengin áhættu- atriði TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Geoffrey Douglas Madge píanóleikari. Escher; Denisov: Sónata; Bach: Sónata í h-moll; Busoni: Tilbrigði fyrir píanó við stef eftir Chopin (prelúdíu í c-moll op. 28 nr. 20); Boulez: Sónatína. Þriðjudagur 2. mars. KAMMERTÓNLEIKAR Jónas Sen Morgunblaðið/Þorkell Geoffrey Douglas Madge og Kolbeinn Bjarnason. Í VIKUNNI var Myndlistartvíær- ingurinn, kenndur við Whitney-safn- ið í New York, opnaður. Þátttakend- ur eru 108 talsins, allt listamenn sem búa og starfa í Bandaríkjunum. Er henni ætlað að varpa ljósi á það sem er í brennidepli myndlistar vestan hafs hverju sinni. Á meðal þátttak- enda er listakonan Roni Horn og eins og svo oft áður byggist verkið á fyrirmyndum frá Íslandi. Nánar verður fjallað um sýninguna síðar. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Ljóðrænt ljósmyndaverk Roni Horn nefnist Doubt by water og er að finna á öllum 4 hæðum safnsins sem lagðar eru undir víðamikla sýningu tvíær- ingsins. Myndin er frá opnun sýningarinnar. Whitney-tvíæringurinn opnaður í New York New York. Morgunblaðið. Þorlákskirkja, Þorlákshöfn kl. 20 Alexandra Chernyshova, sópr- ansöngkona frá Úkraínu, syngur lög við undirleik Gróu Hreinsdóttur píanóleikara og Dagmar Kunakovu sellóleikara. Alexandra kemur frá Úkraínu og er búsett á Íslandi. Hún var í föstu starfi við óperuna í Kiev og var m.a. valin besta unga óperuröddin í Úkraínu árið 2002. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.