Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 38
AFMÆLI 38 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frændi minn Árni Helgason fyllir nú í dag níunda tug far- sællar ævigöngu. Víða hefur hann á vettvangi verið, enda einstaklega fjölhæfur og óspar á krafta sína þar sem hann getur liðsinni lagt. Við bind- indismenn á Íslandi eigum honum sérstaka þökk að gjalda og frá Bindindissamtökunum IOGT eru honum færð- ar alúðarþakkir fyrir einlægt og gjöfult hug- sjónastarf í áratugi. Ungur var hann að árum er hann gerðist templari á Eskifirði, trúr og traustur hefur hann verið alla ævileið, enn er hann vekjandi og hvetjandi, enda styrk andans kjör. Árni hefur í ræðu og riti barizt fyrir göfugum og mann- bætandi hugsjónum hreyfingarinn- ar, alltaf vökull og á varðbergi, alltaf reiðubúinn til sóknar sem varnar, ritfær og málsnjall hið bezta og ódeigur til vænna verka í baráttunni fyrir heilbrigði og hollum siðum. Hag æskunnar á hverjum tíma hef- ur hann umfram allt borið fyrir brjósti, enda ber hið fórnfúsa og óeigingjarna barnastúkustarf hans í Stykkishólmi þar um óbrigðult vitni. Alltaf erum við að hitta fólk þaðan að vestan sem minnist liðinna stunda í barnastúkunni hans Árna með miklu þakklæti fyrir mótandi leiðsögn og gefandi gleði um leið. Það fylgir honum Árna alltaf þessi geislandi gleði, þessi hlýja til samferðafólksins, hugmyndaauðgi hans og einstakt skopskyn hefur fundið sér farveg góðan í óteljandi gamanvísum hans um ævina, jafnt frá æskuárunum á Eskifirði sem um áraraðir í Hólminum, geislandi glettnar og fyndnar, en aldrei meið- andi. Þess gleðigjafa sem Árni þann- ig er hefur á sínum tíma öll þjóðin notið. Það má segja um hann með sanni að honum hafi leikið ljóð á tungu, enda margt alvöruefni hans listavel ort. Hugulsemi hans og hjartalagi er bezt lýst í hinum fjölmörgu heim- sóknum hans til aldraðra og sjúkra í gegnum tíðina, ræktarsemi hans við gamla sveitunga er einstök í sinni röð, hjálpsemi við náungann er hon- um í blóð borin, hann vill ævinlega allra götu greiða. Í stuttri afmæliskveðju er aðeins að brotasilfri langrar ævi vikið og aðrir munu að verðleikum kunna að ÁRNI HELGASON mæra Árna fyrir svo ótalmargt annað. Aðeins nefndar fréttirnar hans fjöl- mörgu, þar sem alltaf var áherzla lögð á björtu hliðarnar, það sem til bóta mátti horfa á heimaslóðum. Hér er honum árnað allra heilla af Bindind- issamtökunum IOGT með von um að við megum lengi enn eiga hann að, kvikan á fæti og léttan í lund með hugsjónaeld í æðum. Við Hanna sendum frænda mín- um hjartanlegar heillaóskir með áfangann og biðjum honum allrar blessunar á óförnum ævivegi. Helgi Seljan. Sumum mönnum tekst að vera skemmtilegir eina kvöldstund og verða jafnvel að ganga nærri sér við það. Aðrir eru hrútleiðinlegir fýlu- pokar alla ævi. Til eru þó menn sem þannig eru af Guði gerðir að þeir geisla af ánægju og lífsgleði. Einn slíkur hefur unnið það afrek að vera skemmtilegur í níutíu ár. Árni Helgason í Stykkishólmi er níræður í dag. Til eru þeir menn sem telja sig þurfa að hvolfa í sig vímuefnum til að vera samkvæmishæfir. Árni Helgason hefur aldrei þurft á slíkum hækjum að halda. Hvar sem hann hefur komið á mannamót hefur hann haldið gleði hátt á loft. Hvar sem hann fer fylgir honum gáski og fjör. Hvar sem hann birtist lifnar yfir fólki, bros kvikna, hlátur hljómar. Árni kemur víða. Einkum og sér í lagi lætur hann sér annt um þá sem veikir eru eða búa við skarðan hlut á einhvern veg. Í áratugi var hann ólaunaður sendifulltrúi þess fólks í Hólminum sem minnst mátti sín. Þegar hann brá sér suður gegndi hann einatt erindum þeirra sem áttu sér formælendur fáa. Og erindin voru jafnmargvísleg og fólkið sem hann bar fyrir brjósti. Hólmarar eiga heiður skilið fyrir að hafa kunnað að meta Árna Helga- son. Hann er heiðursborgari stað- arins. Og það gæti verið umhugs- unarefni fyrir ýmsa að bæði hann og Jóhann Rafnsson, sem lést fyrir fáum árum og var einnig heiðurs- borgari Stykkishólms, voru forystu- menn góðtemplara þar í bæ áratug- um saman. Í frægu kvæði um sextán skálda fjórða bekkinn segir Tómas Guð- mundsson að ýmsum hafi veist létt að leggja niður það litla sem þeir höfðu af andagift. Andagift Árna Helgasonar hefur enst honum jafn- vel og lífsgleðin. Enn er hann að yrkja gamanvísur og raular þær meira að segja sjálfur ef hann fær góðan undirleikara. Við Björg og börn okkar sendum Árna hugheilar árnaðaróskir. Við samgleðjumst niðjum hans að eiga slíkan föður og þökkum fyrir órofa vináttu sem aldrei brást. Ólafur Haukur Árnason. Erindið er að senda Árna Helga- syni, níræðum Hólmara og heiðurs- manni, afmæliskveðju. Hann gengur götuna fram eftir veg með þeim hætti að eftir er tekið af samtíð- armönnum. Árni átti góða æsku á Eskifirði en fluttist 1942 til Stykkishólms þar sem hann hefur búið og átt sitt ævi- starf. Hann kvæntist 1948 þeirri ágætu konu Ingibjörgu Gunnlaugs- dóttur og eignuðust þau fimm börn sem fjögur eru á lífi, þau Gunnlaug- ur Auðunn, f. 1950, Halldór, f. 1953, Helgi, f. 1955, og Vilborg Anna, f. 1958. Ingibjörg lést fyrir tíu árum. Ef í krappan komum vér kost þann tel ég bestan að vinur okkar Árni er að austan bæði og vestan. Þessa vísu mun Gunnar Thorodd- sen hafa ort um Árna. Árni var lengi sýsluskrifari í Hólminum, og sem slíkur hægri hönd sýslumannsins. Hafði í mörgu að snúast. Árni varð póst- og sím- stjóri í Stykkishólmi 1954 og gegndi því starfi með sóma þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árni er hugsjónamaður og lætur sér fátt óviðkomandi sem til velferð- ar og betra lífs horfir. Hann er bind- indismaður í húð og hár og fer ekki leynt með það, var í áratugi drif- kraftur í barnastúkunni í Stykkis- hólmi, Björk nr. 94, og lét gott af sér leiða. Í stúkunni í Hólminum lærðu börnin góða siði og fengu gott tæki- færi til þess að fá innsýn í mannlífið, öðluðust þroska og tóku þátt í fé- lagslífinu. Allt var það þeim gott vegarnesti. Hófdrykkjan er heldur flá, henni er valt að þjóna. Hún er bara byrjun á að breyta manni í róna. Svo kvað Árni. Hann er ljóðskáld. Árni er, og var, einkum á árum áður, liðtækur gamanvísnahöfundur, söng sjálfur og lagði öðrum til efni, Brynjólfi Jóhannessyni, Haraldi Á. Sigurðssyni og fleirum. Strákunum í Hólminum þótti þorpið miðja al- heimsins þegar hann flutti hér á ár- um áður frumsamdar gamanvísur í ríkisútvarpinu eða einhver tróð upp með efni eftir hann. Stjórnmál eru Árna hugleikin og hefur hann mikinn áhuga á öllu sem lýtur að velferðarmálum samfélags- ins og er ötull liðsmaður þeirrar stjórnmálahreyfingar sem hann á samleið með. Árni var fréttaritari ríkisútvarps- ins og Morgunblaðsins um áraraðir. Eitt sinn á jólum sendi hann sem oftar fréttapistil til útvarpsins og sagði Jón Múli í hádegisfréttum á jóladag: „Í fréttum er þetta helst. Sagt verður frá jólahaldi í Stykk- ishólmi og New York. – Sumir brostu, ekki Hólmarar, þeim þótti þetta eðlilegt. Árni er tryggur vinur vina sinna og gleymir þeim ekki. Hann er á þönum milli þeirra og heimsækir ekki síst þá sem hann veit að hafa þörf fyrir uppörvun og vinarþel eða eiga um sárt að binda. Undirritaður hefur þekkt Árna lengi og veit að þar fer góður dreng- ur. Til hamingju með daginn, Árni minn. William Thomas Möller. Ég var svo heppinn að sjá þess getið í Morgunblaðinu að gamall góðkunningi minn og raunar forn- vinur ætti níræðisafmæli í dag. Svona líður tíminn og ár verða að tugum fyrr en nokkurn varir. Þó margt hafi breyst í áranna rás síðan við Árni kynntumst árið 1943 að ég held er hann söng frumsamdar gam- anvísur í útvarpsþætti sem ég sá þá um í Ríkisútvarpinu þá er óhætt að fullyrða að Árni er ævinlega alls- gáður og jafnframt því, hann er í góðu skapi og gleður alla viðstadda hvar sem hann kemur með skop- skyni sínu og glaðværð. Þá ber að geta þess að svo er Árni vel gerður og frásneyddur grófyrð- um, hann kann þá list að fjalla um náin samskipti kynjanna án þess að grípa til grófyrða eða þesskonar tungutaks að það veki viðbjóð eins og nú er tíðast um skemmtiefni fjöl- miðla, útvarps og sjónvarps. Ég minnist þess er fundum okkar Árna Helgasonar bar saman í Landssíma- húsinu við Austurvöll að hann minnti mig strax við fyrstu sýn á heimsborgara úr heimi leikhúss og sirkuslífi. Hann var smávaxinn og sérstæður en kunni öðrum betur að koma fram og gleðja áheyrendur sína með gamansemi sinni og næmu auga og eyra fyrir því sem gat vakið bros og hlátur. Auðvitað fjallaði Árni í gaman- kvæðum sínum um samskipti kynjanna. En hann forðaðist jafnan klám og klúrar lýsingar. Mér er í minni lýsing hans á hjónabandi þar sem eiginmaðurinn bar sig illa und- an viðmóti eiginkonunnar. Árni lýsti því með þessum orðum. Þá er nú ekki beisið í bólinu á kvöldin bölvað ekkisens þverlyndið, sem alltaf hefir völdin. Hún lemur mig og skammar ef ég leyfi mér að vona og lætur mig snúa hinsegin þegar ég vil snúa svona. Árni hefir gegnt fjölda trúnaðar- starfa á langri ævi. Hann kann vel að krydda frásagnir um störf sín. Einna minnisstæðust verður saga um séra Árna Þórarinsson, þann fræga klerk Snæfellinga. Á elliárum hljóp snurða á vináttuþráð séra Árna og tengdasonar hans. Taldi séra Árni sig vera hlunnfarinn og hefði jörðin verið höfð af sér með rangindum. Kom hann á sýsluskrif- stofuna og staðhæfði við nafna sinn Árna Helgason að hann væri enn eigandi jarðarinnar. Árni kvað hann hafa selt jörðina og væri undirskrift hans til vitnis um það. Bauð hann klerki að sýna honum undirskriftina og sótti gögnin því til sönnunar að undirskrift hans væri á afsali um sölu jarðarinnar. Séra Árni horfði á sína eigin undirskrift en varð ekki svaravant, frekar en fyrri daginn. Hann sagði: Já. Það var líka annar Árni í Kópavogi forðum. Við skrif- uðum báðir grátandi undir. Séra Árni sagði um bróður sinn Ágúst kaupmann í Stykkishólmi að hann hefði sótt brjóstbirtu og gleði í flösku sem hann geymdi í Borgund- arhólmsklukku í stofunni. Þess hefir Árni Helgason ekki þurft. Hann geymir gleðina í brjósti sér og sinni sínu. Og miðlar henni óspart og ókeypis til samfélagsins. Halldór Laxness lét í ljós undrun sína að Thor Thors fór létt með að ná kosningu til Alþingis í einu fá- tækasta kjördæmi landsins, sjálfur stórauðugur. Það átti Thor og þeir aðrir sjálfstæðismenn ekki hvað síst Árna Helgasyni að þakka. Jón Múli minntist þess oft er fundum þeirra Árna Helgasonar bar saman fyrst. Árni sat námskeið ungra sjálfstæðismanna og bjó hjá foreldrum Jóns, Árna frá Múla og Ragnheiði frá Brennu. Fjarri fór því að við Jón Múli værum skoðana- bræður Árna að því er stjórnmál varðaði. En Jón minntist þess oft síðar á ævinni, að hann hefði oft ósk- að þess að hann hefði tekið undir orð er Árni ritaði og talaði um sam- kvæmishætti og framferði á sam- komum og í þjóðlífi. Kærar kveðjur og árnaðaróskir til Árna Helgasonar á níræðisafmæli hans. Pétur Pétursson þulur. AF FREGNUM þess efnis á dög- unum að farga hefði þurft miklum fjölda seiða sem til stóð að sleppa í Eystri Rangá, Breiðdalsá og Hrútafjarðará á komandi sumri, mátti e.t.v. ráða að fiskrækt- aráform í umræddum ám væru í uppnámi. Svo mun þó ekki vera í tveimur síðastnefndu ánum. „Höggið kemur fyrst og fremst á sleppingaráform í Eystri Rangá, nema að þar á bæ takist mönnum að útvega önnur seiði í staðin. Ég var með nokkuð af seiðum í sýktu stöðvunum, en staðreyndin er sú, að flest seiðin úr Breiðdalsá og Hrútafjarðará voru í öðrum stöðv- um og eru því spræk og hress,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki Breiðdalsár og Hrútafjarðarár í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þrastar eru enn til 150.000 seiði sem að stærstum hluta fari í Breið- dalsá, en að einhverju leyti einnig í Laxá Í Nesjum og það sé tvöföldun á fyrri sleppingum. Þá séu til tíu þúsund seiði sem sett verði í Hrút- una og það sé einnig mikil aukning. Moka birtingi Árni Baldursson og fyrirtæki hans Lax-á er með frábær sjóbirt- ingsveiðisvæði í Rio Grande í Arg- entínu á leigu og hefur besti hluti vertíðarinnar staðið undanfarnar vikur. „Þetta er búið að ganga hreint út sagt stórkostlega. Fyrsta vikan var með 214 fiska á sex stangir, meðalþunginn 11 pund og aðra viku vorum við með 95 fiska á fjórar stangir svo dæmi séu tekin. Þá var meðalvigtin einnig nærri tíu pundum,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. Meðal þeirra sem hafa gert það gott í Rio Grande í vetur er hinn franski Jaques Montupet, sem hafði Hafralónsá á leigu um árabil. Hann var í viku fyrir skemmstu og landaði fjörtíu fiskum, meðalþunginn var um 10 pund og stærsti fiskurinn áætlaður 21 pund. Sá tók litla þurrflugu! Flottar tökur Veiðihornið í Hafnarstræti hefur flutt inn nýjan DVD disk eftir hinn þekkta flugukastkennara Henrik Mortensen, sem telst ekki í frásög- ur færandi nema að Henrik ver næstum allri spólunni á bökkum ís- lenskra laxveiðiáa. Hann kennir köst og fer á kostum og til að krydda þáttinn, þá hefur tekist að ná nokkrum frábærum myndum af „tökum“, þ.e.a.s. þegar laxinn er að renna sér á fluguna og grípa hana. Er sérstaklega vert að nefna er smálax grípur hjá honum túpu- flugu í hylnum Gústa í Hafralónsá og síðan er gríðarvænn lax grípur gárutúpu og er sú taka líklega úr Ytri Rangá. Sú taka er sýnd hægt og fær veiðihárin til að rísa á áhorfendum. Nýtt svæði og hús Bergur Steingrímsson hjá SVFR sagði í samtali í gær, að ævinlega væri eitthvað að gerast hjá félag- inu. Það nýjasta er að félagið hefur leigt lax- og silungsveiðisvæðin í Soginu fyrir landi Þrastarlundar til næstu ára. Til stendur að vera með tilboð fyrir veiðimenn í veit- ingaskálanum í Þrastarlundi. Laxasvæðið er stutt með aðeins einni stöng. Besti veiðistaðurinn er Kúagil þar sem ævinlega veiðist nokkuð. Erfitt er hins vegar að veiða Breiðuna framundan Þrast- arlundi frá þeim bakka, en það er sem kunnugt er einn mesti veiði- staður árinnar ... Alviðrumegin. Ofar, en þó neðan Álftavatns, er svo nokkuð gott bleikjusvæði. Þá hefur SVFR leigt 90 fermetra íbúðarhús að Steinsmýri í Með- allandi, sem á að þjóna sem veiði- hús fyrir svæðið Grenlæk 1. Að sögn Bergs er húsið gott, m.a. með heitum potti og sjónvarpi. Nóg af seiðum og birting Morgunblaðið/Golli DVD-diskur Henriks Mortensen, „The perfect cast“. Einn stór úr Rio Grande, ekki langt frá 20 pundum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.