Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. DR. EYÞÓR Eyjólfsson, ræðismaður Ís- lands í Tókýó, hefur unnið að flugrekstri og ferðaþjónustu síðastliðið eitt og hálft ár. Í haust sem leið skipulagði hann þrjú bein leiguflug milli Tókýó og Keflavíkur. Mun slíkum ferðum fjölga enn frekar á þessu ári, úr þremur í átta eða tíu. Þetta kemur fram í viðtali við Eyþór í Tímariti Morg- unblaðsins í dag. „Mér fannst þetta spennandi ... og for- vitnilegt að reyna að selja sitt eigið land ... Vonandi er þetta upphafið að beinu flugi milli Japans og Íslands á næstu árum. Nú hef ég líka stofnað ferðaskrifstofuna Is- landia með þekktum ferðamálafrömuði í Japan, Fumiyasu Sakata, og fyrrverandi verkefnastjóri Ferðamálaráðs Skandinavíu í Japan rekur fyrirtækið sem sér um ferðir, bókanir og hótel. Einnig hef ég gefið út ferðahandbók um Ísland á japönsku, þá fyrstu sinnar tegundar. Aukningin hefur orðið nokkur fyrir vikið og framhaldið lofar góðu,“ segir Eyþór. Japanar hafa áður hafnað loftferðasamn- ingi við Íslendinga og er Eyþór spurður hvort það sé rétt, að þeir vilji ekki eiga við- skipti við smáþjóðir. „Ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni, en margir eru þessarar skoðunar. Við erum ekki þeir einu sem vilj- um fá loftferðasamning við Japana, það eru 35 þjóðir að reyna slíkt hið sama og flug- vellir í Japan eru þéttsetnir.“ Morgunblaðið/Kristinn Japönsku ferðamennirnir fóru beint í Bláa lónið eftir flugferðina frá Japan. Leiguflugferð- um frá Japan fjölgar úr þremur í átta  Tímaritið/10 LOÐNUSKIPIN sem legið hafa mestalla vikuna í höfn í Vestmannaeyjum fóru að tín- ast út í gærmorgun þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið að fullu gengið niður og ekki hafi fundist loðna. „Við erum nýkomnir út,“ sagði Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á loðnuskipinu Antares, þegar rætt var við hann rétt fyrir klukkan 11.00. „Það er varla veiðiveður ennþá, átta til níu vindstig, en það gæti ver- ið ágætt í kverkinni hérna rétt austan við. Eins hef ég heyrt að það sé betra fyrir vest- an Eyjar. Hákon fann loðnu yfir leiðslunum til Eyja í nótt en nú finnst ekkert en það er fljótt að breytast.“ Brælan, sem nú sér loks fyrir endann á, hefur staðið látlaust frá því á sunnudag en Grímur segir að það sé ekkert einsdæmi. „Ég er nú búinn að standa í þessu lengur en elstu menn muna og þó þessi bræla sé búin að vera óvenju lengi hefur þetta gerst áður.“ Loðnuskipin tínast úr höfn Morgunblaðið/Sigurgeir Loðnuskipin lögðu hvert af öðru úr höfn frá Vestmannaeyjum í gærmorgun. „ÉG LAMAÐIST alveg, en hugsun mín varð strax sú að ég ætlaði ekki að fara í sjóinn með færinu, þá vissi ég að allt væri búið.“ Þannig lýsir Sigmar Óttarsson sjómaður fyrstu viðbrögðum sín- um við því að hann festi vinstri fótinn í færi þar sem hann var að leggja net á netabátnum Eld- hamri frá Grindavík hinn 4. jan- úar síðastliðinn. Í slysinu missti Sigmar vinstri fótinn ofan við ökkla og hægri fót- ur hans marðist og brotnaði svo illa að minnstu munaði að taka þyrfti hann líka. Um tíma var afar tvísýnt um líf hans því slysið leiddi m.a. til þess að annað lunga hans féll saman og hann fékk gall- blöðrubólgu. Færið sem Sigmar festi fótinn í var að hans sögn afar stíft og ekki náðist að skera á það áður en það fór fyrir borð. Það sem hins vegar bjargaði honum var að hann hélt sér af öllu afli við borðstokkinn auk þess sem félagar hans komu honum til hjálpar. Þegar loks tókst að skera á færið var hann búnn að missa annan fótinn. „Vinstri fóturinn kubbaðist af en sá hægri mölbrotnaði og marðist svo illa að mjög tvísýnt hefur ver- ið hvort ég héldi honum. Nú eru allar líkur taldar á að svo verði,“ segir Sigmar. Farinn að venja stúfinn við gervifót „Ég geri mér vonir um að halda hægri fætinum og að hann verði styrkur þegar hann er vel gró- inn,“ heldur hann áfram en hann er þegar farinn að venja stúfinn við hulsu og gervifót sem sérfræð- ingar frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hafa smíðað fyrir hann. Sigmari er mikið í mun að koma þeim skilaboðum áleiðis til sjó- manna að nota öryggisstígvél og telur að þau hefðu breytt miklu fyrir hann. „Ég var í linum stíg- vélum þannig að ég gat ekki smeygt mér úr stígvélinu. Hefði ég verið í sérstaklega styrktum öryggisstígvélum hefði ég getað náð fætinum upp úr stígvélinu og hefði ekki misst fótinn,“ segir hann. Sigmar Óttarsson missti vinstri fót í slysi í netabátnum Eldhamri Vonast til að halda hægri fætinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigmar segist þurfa að taka gervifótinn í sátt: „Skrýtið þykir mér þó að hann fær hvíld á nóttunni.“  Öryggisstígvél/28 VERZLUNARRÁÐ Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins telja æskilegt að meirihluti stjórnar í hlutafélögum sé óháður félaginu. Að auki telja þessir aðilar æskilegt að a.m.k. tveir stjórnarmanna séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum Verzlunarráðsins um stjórnarhætti í fyrirtækjum, sem unnar eru í samstarfi við Kauphöllina og SA. Leið- beiningarnar verða kynntar opinberlega á morgun, mánudag. Í leiðbeiningunum kemur fram að skylda stjórnar hlutafélags sé að hafa eftirlit með þeim sem annast daglegan rekstur félagsins. Því sé æskilegt að meirihluta stjórnar skipi óháðir stjórnarmenn og að innan þess meiri- hluta séu að minnsta kosti tveir stjórnarmenn sem séu óháðir stórum hluthöfum í fyrirtæk- inu. Er þá miðað við fimm manna stjórn. Stjórnir meti sjálfar hvort stjórnarmenn séu óháðir Samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningunum er stór hluthafi hver sá sem ræður yfir að minnsta kosti 10% af heildarhlutafé í félaginu, einn eða í samstarfi við sér nátengda aðila. Stjórnarmaður telst óháður félagi ef hann er t.d. ekki starfsmaður fyrirtækisins, þiggur ekki greiðslur frá því, á ekki aðild að árang- urstengdu umbunarkerfi og tengist ekki stjórnendum fjölskylduböndum. Lagt er til að stjórnir meti sjálfar hvort stjórnarmaður sé óháður og skýri frá nið- urstöðu sinni í ársskýrslu félagsins. Sé meiri- hluti stjórnar ekki óháður félaginu sé mik- ilvægt að þess sé getið í ársskýrslu. Leiðbeiningar Verzlunarráðs, Kauphallarinnar og Samtaka atvinnulífsins Æskilegt að meirihluti stjórnarmanna sé óháður PÁLMI Haraldsson, aðaleigandi Fengs, gekk á föstudag frá kaup- um Fengs á Skeljungi af KB banka, en um- svif hans í við- skiptalífinu hafa aukist mjög á skömm- um tíma. Pálmi er einnig stjórnarfor- maður bresku verslanakeðj- unnar Julian Graves, sem hann keypti í fyrra í félagi við Baug. Í viðtali við Morgunblaðið segir hann frá því að sú keðja fari ört vaxandi og nú séu uppi áform um að Julian Graves yfirtaki aðra breska verslanakeðju. Pálmi keypti hlutabréf í Flug- leiðum árið 2001 og er nú vara- formaður félagsins eftir aðalfund á fimmtudag. Í viðtalinu segir hann einnig frá því að árið 2002 hafi hann reynt yfirtöku á Flug- leiðum og gengi bréfanna þá hafi aðeins verið brot af gengi þeirra nú. Fyrirætlanir um yfirtöku hafi strandað á því að bankarnir hafi ekki haft næga trú á kaupunum. Pálmi, sem er í stjórn Eim- skipafélagsins, hyggst hætta í stjórn þess á aðalfundi næstkom- andi föstudag. Hlutafé Skeljungs hefur skipt ört um hendur á skömmum tíma en í ágúst í fyrra stofnuðu KB banki, Sjóvá-Almennar trygging- ar og Burðarás hlutafélagið Steinhóla sem keypti Skeljung að fullu og skráði félagið af markaði. Í lok janúar síðastliðn- um eignaðist KB banki allt hlutafé fyrirtækisins eftir að Sjóvá-Almennar tryggingar og Burðarás, sem hvort um sig áttu 25% hlutafjárins, seldu bankan- um hluti sína. Nú er aftur kom- inn nýr eigandi með kaupum Fengs á Skeljungi. „Við förum inn í Skeljung fyrst og fremst vegna þess að við sjáum þetta sem langtímafjár- festingu,“ segir Pálmi sem bætir því við að stefnt sé að því að losa starfsemina við hliðarfjárfesting- ar. „Við munum einbeita okkur að kjarnastarfsemi félagsins, sem er sala á eldsneyti og tengd- um vörum.“ Pálmi Haraldsson hefur keypt hlutabréf KB banka í Skeljungi  Hlutirnir/24 Pálmi Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.