Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Richmond Selfoss og Vancouverborg koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Þerney fer í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýna „Rapp og renni- lása“ í dag kl. 15. Mið- ar seldir við inngang- inn. Dansleikur í kvöld kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Rúta vegna Sparidaga á Hótel Örk fer frá Hraunseli kl. 16 stund- víslega í dag 14. mars. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun, mánudaginn 15. mars, verður handsnyrti- námskeið kl. 13 í Kirkjuhvoli. Skráning stendur yfir í síma 895 6123. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Myndlist- arsýning systranna Sigurbjargar og Þór- dísar er opin kl. 10–16, alla virka daga til 20. mars. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Púttkennsla í Íþrótta- húsinu Varmá, á sunnudögum kl. 11–12. Norðurbrún 1. Fram- talsaðstoð verður veitt í Norðurbrún 1 mið- vikudaginn 17. mars frá kl. 9–13.30. Skrán- ing í síma 568 6960. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudaginn 15. mars kl. 20Skúli svavarsson hefur biblíulestur Allir karlmenn velkomnir. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðinshúsinu og á fimmtudögum í KFUM&K, Austur- stræti. Kvenfélagið Keðjan heldur fund mánu- daginn 15. mars í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22, kl. 20.00, spilað verður bingó. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja- vík heldur bingó og kleinukaffi sunnudag- inn 14. mars kl. 15 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi 88. Bingóið er til styrktar rekstri á húsi félagsins, Eyri, Arn- arstapa. Margir góðir vinningar. Allir vel- komnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ. Munið ferðina í Leir- ársveitina á mánudag 15. mars kl. 13.Skrán- ing í síma 525 6714 f.h. á mánudag. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í s.552 4994 eða 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í s. 561 6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálpar nauð- stöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í s. 561 0545. Gíróþjónusta. Minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást í Barnaspítalanum í s. 543 3724 eða 543 3700. Kortin er hægt að panta með tölvupósti, hringurinn- @simnet.is. Innheimt er með gíróseðli. Kort- in fást einnig í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í s. 587 5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 14. mars, 74. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku. (Ok.. 15, 28.)     Fæðingarorlofssjóðurer eitt umfangsmesta gæluverkefni íslenskra stjórnmálamanna á síðari árum. Jafnvel stærra en „efling utanríkisþjónust- unnar“ segir í Vefþjóð- viljanum á föstudaginn.     Lagafrumvarp um fæð-ingarorlofssjóð var keyrt í gegnum Alþingi á ofsahraða vorið 2000 og greiddu allir viðstaddir þingmenn því atkvæði sitt að Einari Oddi Krist- jánssyni undanskildum en hann sat hjá. Fyrir þingkosningar á síðasta ári voru frambjóðendur allra flokka í kappi við að ausa lögin lofi. Á sama tíma höfðu skatt- greiðendur ekki undan við að ausa fé í sjóðinn. Sjóðurinn verður að óbreyttu gjaldþrota á þessu ári.“     Sagt er að mat fjár-málaráðuneytisins á aukinni fjárþörf vegna nýju laganna hafi verið helmingi lægra en raun varð á. Fjármálaráð- herra hafi talið alveg frá- leitt að um vanmat gæti verið að ræða. Fram- úrkeyrslan sé hins vegar 100%, ekki bara einu sinni eins og þegar um húsbyggingu sé að ræða, heldur á hverju ári.     Sérlegur stuðnings-maður frumvarpsins um fæðingarorlofssjóð var Pétur H. Blöndal al- þingismaður, segir Vef- þjóðviljinn. „Verður lengi í minnum haft hve vask- lega hann stuðlaði að því að slegið yrði nýtt met í félagslegri aðstoð við menn sem hafa enga þörf fyrir hana. Forstjórar með 2 milljónir króna á mánuði í laun fá 1,6 millj- ónir króna á mánuði í allt að sex mánuði úr þessum félagslega sjóði ef þeir eignast barn. Aldrei hef- ur verið riðið svo þétt ör- yggisnet í velferð- arkerfinu fyrir nokkurn fátæklinginn eða sjúk- linginn eins og fyrir há- tekjumennina í fæðing- arorlofinu. Nú er þetta gæluverkefni Péturs H. Blöndals og félaga hans á Alþingi gjaldþrota. Var öryggisnet velferðarkerf- isins hluti af netbólunni árið 2000? “     Vefþjóðviljinn segir aðum þessar mundir sitji að störfum nefnd á vegum félagsmálaráð- herra og leiti leiða til að forða ríkissjóði, fyrir hönd skattgreiðenda, frá því að lenda í frekari hremmingum vegna fæð- ingarorlofssjóðs. „Fæð- ingarorlofssjóður er kennslubókardæmi um að ríkið á ekki að sinna velferðarmálum. Fyrr en síðar ná öflugustu þrýsti- hóparnir tökum á kerf- inu og laga það að þörf- um sínum í stað þess að kerfið nýtist þeim sem raunverulega þurfa á að- stoð að halda,“ segir í Vefþjóðviljanum. Sagt er að tímabært sé að ræða hvort setja eigi þak á greiðslur úr sjóðnum. STAKSTEINAR Gjaldþrota gæluverkefni Víkverji skrifar... Fréttir Stöðvar 2 sækja verulegaí sig veðrið þessa dagana að mati Víkverja, eftir að hafa verið lengi frekar slappar. Frá því út- sending þeirra var færð til hefur Víkverji aðeins horft á yfirlit frétta á Stöð 2 en síðan á fréttatíma RÚV, sem honum fannst bera af, undantekningarlaust. En nú er öldin önnur. Dag eftir dag hefur Víkverji verið í stökustu vandræðum. Honum finnst báðir fréttatímarnir góðir og gerir ekki annað en að skipta á milli stöðva með fjarstýringunni. Víkverji hef- ur því varla séð heila frétt að und- anförnu og botnar þær stundum út frá ályktunum sem hann dregur. Ekki gott mál! Víkverji hefur verið að velta fyr- ir sér hvað gerðist eiginlega á Stöð 2. Fyrst eftir að öllu góða frétta- fólkinu var sagt upp í fyrra var Víkverji miður sín og fann greini- lega að það kom niður á fréttatím- anum. Núna hafa hins vegar bæst í hópinn á ný tveir eðalfréttamenn. Það eru þau Sigríður Árnadóttir, sem nú stýrir fréttastofum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Páll Magn- ússon. Víkverji er nokkuð viss um að ráðning þeirra sé nú að skila góðum árangri. Auk þess að vera frábærir fréttamenn eru þau bæði traustvekjandi á skjánum. x x x Hins vegar finnst Víkverja Íslandí dag vera á niðurleið, ekki síst eftir að Jóhanna Vilhjálmsdóttir fór í frí, sem stendur vonandi ekki lengi. Svanhildur Hólm og hennar kollegar í Kastljósinu standa sig yfirleitt mjög vel að mati Víkverja. Þar er talað um málefni af mikilli þekkingu og spyrlarnir eru ekki í aðalhlutverki þáttarins heldur við- mælendurnir, en oftast er því öf- ugt farið í Íslandi í dag og fer það afskaplega í taugarnar á Víkverja. x x x Víkverji er samt orðinn kvíða-sjúklingur vegna þess að fréttatímar þessara tveggja sjón- varpsstöðva sem við höfum eru á sama tíma. Það er ekkert auðvelt að fylgjast með báðum fréttatím- unum í einu. Hjartslátturinn verð- ur örari rétt fyrir sjö og fyrstu tíu mínúturnar, meðan helstu fréttir eru lesnar, eru virkilega strembn- ar. Víkverji er vægast sagt ennþá fúll út í Stöð 2 fyrir að færa frétta- tímann. Honum finnst Ísland í dag auk þess alltof langur þáttur. Von- andi tekur önnur hvor stöðin sig til og færir fréttatímann. Víkverji vonar að þær hafi kjark til þess og efist ekki um samkeppnishæfni sína. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sigríður Árnadóttir, fréttastjóri á Stöð 2, hefur blásið nýju lífi í frétta- stofuna. Mál sem eru blásin upp ÉG hef oft furðað mig á því hversu auðvelt það er fyrir sjónvarpsstöðvarnar, og raunar aðra fjölmiðla, að blása upp sáraþýðingarlítil atriði, eða jafnvel nauða- ómerkileg, í þeim tilgangi að draga athygli fólks frá afgreiðslu mikilvægari mála sem menn vilja af- greiða undir sem minnstri athygli. Nú hafa verið, og eru í gangi, kjaraviðræður þar sem auðsjáanlega á að af- greiða kjaramál verkafólks á sem kyrrlátastan hátt og þeim skammtaðar launa- hækkanir út frá þeirri for- sendu að í landinu sé stöð- ugleiki sem ekki megi raska og er þar sérstaklega litið til stöðugleika síðustu ára, sem byggðist að mestu á því að vöruverð og þjónustu- gjöld breyttust nær dag- lega, þjóðartekjurnar og innistæður landsmanna flæddu út úr bönkunum, yf- ir í spilavítin, þar sem gjald- miðlarnir breyttust stund- um á klukkutíma fresti og arðurinn flæddi í vasa stór- grósseranna. Þennan stöð- ugleika er talið nauðsynlegt að verkafólk tryggi með minnst fjögurra ára stöðug- leika í launum. Aftur á móti mun ekki vera ætlast til að samið verði við hærra laun- aða fyrr en eftir að samið hefur verið við verkafólk, og ríkisstjórnin búin að af- greiða skattamálið. Eitt af þessum upp- blásnu atriðum er andúð Sjálfstæðisflokksins á for- setanum. Sjálfstæðismenn eru reiðir yfir því að þjóðin skuli ekki hafa treyst þeim fyrir forsetaembættinu. Ég er aftur á móti ekki hissa, því Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið stærsti flokkurinn og oftast í ríkis- stjórn. Hverjum dytti því í hug að kjósa forseta sem væri í Sjálfstæðisflokknum, og flokkurinn í ríkisstjórn? Slíkur forseti væri þjóðinni alveg gagnslaus. Núverandi forseti hefur þó reynt að trufla einræðistilburði rík- isstjórnarinnar með því að minna á kjör gleymdu og vondu barnanna í þjóðfélag- inu. Nokkurs konar huldu- fólk menningarþjóðfélaga. Giftingarmál samkyn- hneigðra voru einnig blásin upp. Finnst mér að þar fari menn offari og öðrum mik- ilvægum réttindamálum stungið afturfyrir í umfjöll- un, t.d. réttindamálum aldr- aðra og fleiri. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Leikur MEÐFYLGJANDI var ort einhvern tíma fyrir 1960. Vegna umræðunnar í þjóð- félaginu í dag um lítinn krúttlegan her getur þetta e.t.v. átt erindi. Hæ gaman,/ hó gaman,/ gaman gaman er/ í garð- inum að leika sér/ og hafa soldinn her/ og brytja niður börnin smá/ og bræður mína til og frá/ og standa hjá/ og horfa/ og hlæja/ og skemmta mér. Stefán Aðalsteinsson, Melgerði 24, 108 Rvk. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 2 hrósar, 3 tunnu, 4 stak- an, 5 drekka, 6 afkimi, 7 eignarjörð, 12 leyfi, 14 fiskur, 15 sokkur, 16 hóp, 17 nötraði, 18 eina sér, 19 sárið, 20 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 hrekkjótta, 8 óhrein, 9 stóllinn, 10 mánuður, 11 karldýra, 13 ritverk, 15 ísbreiða, 18 heimsk- ingja, 21 glöð, 22 lægja, 23 verur, 24 holskefl- anna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skass, 4 leiks, 7 eldur, 8 galin, 9 ami, 11 gert, 13 ærar, 14 óskar, 15 harm, 17 aska, 20 slá, 21 aftan, 23 teinn, 24 strák, 25 lógar. Lóðrétt: 1 stegg, 2 andar, 3 særa, 4 legi, 5 illar, 6 synir, 10 mikil, 12 tóm, 13 æra, 15 hlass, 16 ritar, 18 sting, 19 agnar, 20 snák, 21 átel. Krossgáta #  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.