Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í GREIN sinni í Morgunblaðinu
þann 11. mars sl. skrifar Haukur
Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkr-
unarfræðinga (LH), um samantekt
mína um stöðu lífeyr-
isskuldbindinga ríkis
og sveitarfélaga. Vand-
séð er hvaða boðskap
eða skýringar Haukur
hefur fram að færa, en
sakar mig þó um að
umfjöllun mín byggist á
,,misskilningi og rang-
færslum“. Því er
ástæða til þess að vekja
athygli bæði Hauks og
lesenda Mbl. á nokkr-
um staðreyndum sem
finna má í ársreikn-
ingum LSR og LH.
Haukur furðar sig á því að það hafi
komið forsvarsmönnum ASÍ eða öðr-
um í opna skjöldu hvernig skuldbind-
ingar opinberu lífeyrissjóðanna hafa
þróast á undanförnum árum. Með
lögum um starfsemi lífeyrissjóða frá
1997 var þeirri skyldu komið á, að all-
ir lífeyrissjóðir verða að birta trygg-
ingarfræðilegt mat á bæði áföllnum
skuldbindingum og framtíð-
arskuldbindingum vegna þeirra lof-
orða sem þeir hafa veitt sjóðsfélögum
sínum um lífeyrisréttindi, borið sam-
an við bæði núverandi eignir og
framtíðariðgjöld sjóðanna. Þessi
upplýsingaskylda hefur gjörbreytt
möguleika landsmanna til þess að fá
einhverja innsýn inn í þá miklu baká-
byrgð sem þeir bera vegna þessara
skuldbindinga. Vandinn er, að þeir
verða sjálfir að bera sig eftir þessum
upplýsingum hjá þeim 18 lífeyr-
issjóðum sem starfa með ábyrgð ríkis
og sveitarfélaga. Haukur hefur vissu-
lega rétt fyrir sér að æði margt hefur
vakið furðu forsvarsmanna ASÍ. Það
hefur vakið furðu okkar hversu gríð-
arlegar þessar skuldbindingar eru,
en 317 milljarðar króna er langtum
hærra en okkur hafði órað fyrir. Það
hefur vakið furðu okkar hjá ASÍ að
enginn, hvorki fjármálaráðuneyti,
Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands
né Fjármálaeftirlitið hafa lagt neina
áherslu á að taka saman upplýsingar
um heildarstöðu þessara mála eða
þróun þeirra. Það hefur reyndar ekki
síður vakið furðu okkar hvað Alþingi
og fjölmiðlar virðast hafa ótrúlega lít-
inn áhuga á þessu.
Samkvæmt fyrrgreindu laga-
ákvæði verða stjórnir sjóða, sem
reynast lofa meiru en sjóðirnir geta
staðið við (þ.e. að heildarskuldbind-
ingar eru meiri en heildareignir), að
leggja fram tillögur um
aðgerðir sem koma
slíku jafnvægi á m.v.
ákveðin vikmörk. Fjár-
málaeftirlitið fylgir
þessu lagaákvæði eftir
og ef sjóður sinnir þess-
ari skyldu sinni ekki
getur hann misst
starfsleyfi sitt. Frá
þessu ákvæði er hins
vegar undanþága gagn-
vart opinberu lífeyr-
issjóðunum, eins og
fram hefur komið í við-
tali við forsvarsmenn
Fjármálaeftirlitsins í fjölmiðlum,
þannig að þrátt fyrir að þeir eigi ekki
fyrir loforðum sínum, halda þeir
starfsleyfinu vegna þeirrar bak-
ábyrgðar sem ríki og sveitarfélög
veita þeim.
Haukur furðar sig síðan á því að ég
skuli í minni úttekt horfa til heild-
arskuldbindinga sjóðanna, þ.e. bæði
áfallinna skuldbindinga og framtíð-
arskuldbindinga. Ég vil geta þess að
ég fjalla um hvort tveggja í úttektinni
(sjá www.asi.is), en dreg síðan fram
niðurstöðu tryggingarstærðfræðings
LSR og LH (ásamt öðrum opinber-
um sjóðum) sem birt er í ársreikningi
sjóðanna. Ég skil ekki með nokkru
móti að Haukur geti sakað mig um
rangfærslur að hafa eftir tölur úr
ársreikningi sem hann sjálfur er
ábyrgur fyrir að setja fram! Með því
að meta framtíðarskuldbindinguna
er verið að taka tillit til þess, að til að
standa undir þeim réttindum sem
verið er að lofa sjóðsfélögum, dugar
4% iðgjald launamanns og 6% mót-
framlag viðkomandi stofnunar ekki
og því mun það sem á vantar lenda á
ríkissjóði og sveitarsjóðum. M.v.
1,5% kaupmáttaraukningu starfs-
manna og 2% raunávöxtun eigna
sjóðsins (og framtíðariðgjalda) jafn-
gildir þessi meinta vöntun ríflega 64
milljörðum króna á verðlagi í árslok
2002 – og er það til viðbótar þeim 253
milljörðum króna sem á vantar til að
sjóðurinn geti staðið við áunnin rétt-
indi gagnvart sjóðsfélögum sínum.
Ég verð að viðurkenna, að mér finnst
þetta stórar upphæðir sem óhjá-
kvæmilegt er að taka tillit til og hafa
með í umfjölluninni.
Helmingur allra verðmæta
sem til urðu á árinu
Haukur furðar sig síðan á því að ég
skuli setja þetta í samhengi við lands-
framleiðslu á árinu 2002 (úttektin
miðaðist við það ár). Ég skil ekki af
hverju, það er alkunn venja að setja
ýmsar stærðir úr lífeyrissjóðakerfinu
í samhengi við landsframleiðslu.
Ástæða þessa er að þar sem um
óvenjulega háar upphæðir er að
ræða, reyndar stjarnfræðilega háar
upphæðir, er reynt að skýra málið
með slíkri framsetningu. Þetta þýðir
að þjóðfélagið yrði að ráðstafa nærri
helmingi allra þeirra verðmæta sem
til urðu í landinu á árinu 2002 til þess
að greiða þessi loforð upp. Önnur
framsetning er að setja þetta í sam-
hengi við stærðir sem venjulegt fólk
skilur, en ef við gerum ráð fyrir að
þessar skuldbindingar vaxi ekkert
frekar (hversu trúverðug sem slík
forsenda annars er) og ríki og sveit-
arfélög geri þessar skuldbindingar
sínar upp með útgáfu skuldabréfa á
hvert mannsbarn, þarf slíkt skulda-
bréf að hljóða upp á 1,1 milljón
króna.
Haukur sakar mig síðan um rang-
færslur varðandi tengingu launa-
hækkana þeirra starfsmanna ríkis og
sveitarfélaga sem aðild eiga að þess-
um sjóðum, við áunnin réttindi þeirra
og áfallnar skuldbindingar hjá LRS
og LH. Ég skil ekki hvað hann vill
fara með þessu, það kemur afar skýrt
fram í lögum og reglugerðum um
þessa sjóði að eftirlaunaréttindi
þeirra eru tengd beint við laun eft-
irmanna í starfi. Þetta kemur ennþá
betur fram í svokallaðri meðaltals-
reglu hjá LSR, sem tryggir að eft-
irlaunin fylgja „vísitölu dagvinnu-
launa opinberra starfsmanna“ og
Enn um lífeyrisskuldbind-
ingar ríkis og sveitarfélaga
Eftir Gylfa Arnbjörnsson ’Þjóðin öll er í ábyrgðfyrir þessum skuldbind-
ingum en aðeins 20%
þeirra sem eru á vinnu-
markaði njóta þessara
réttinda.‘
Gylfi Arnbjörnsson
TIL SÖLU
Veitingarekstur í Hafnarfirði
Um er að ræða rótgróinn og vel tækjum búinn veitingarekstur sem getið
hefur sér gott orð í Hafnarfirði og víðar. Öflugur rekstur, m.a. 3 veislu-
salir fyrir 200-250 manns auk veitingastaðar sem tekur u.þ.b. 30 manns í
sæti. Staðurinn er í góðu húsnæði sem er vel staðsett við fjölfarna götu,
auglýsingagildi því gott. Langtímaleigusamningur er til staðar.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson,
hjá Lögmönnum Hafnarfirði, sími 565 5155.
Opið hús í dag - Urðarbakki 10
- Raðhús - 109 Reykjavík
Þorbjörn Pálsson sölufulltrúi Sími 520-9555
898-1233 thorbjorn@remax.is RE/MAX
Heimilisfang: Urðarbakki 10.
Stærð: 210 fm.
Byggingarár: 1968.
Áhvílandi: 7,4 millj.
Ásett verð: 21,5 millj.
Tilboð: Tilboð óskast.
Stórt og rúmgott 4-5
herb. raðhús á 4 pöllum
ásamt bílskúr og stóru
óinnréttuðu rými í kjallara
með mikla möguleika.
Virkilega vel viðhaldið og
endurnýjað hús á þessum
frábæra stað með útsýni.
Þorbjörn sölufulltrúi
tekur á móti gestum
í dag, sunnudag,
kl. 15.00 til 16.00
Höfðabakki
Atvinnuhúsnæði
Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði.
Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í
síma 588 4477 eða 822 8242
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30
Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir
höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag.
1. hæð 280 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust
481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust
2. hæð 1.460 fm Skrifstofur/þjónusta
Mjög hagstæð leiga
Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði
HÓTEL Í STYKKISHÓLMI
Um er að ræða heila húseign,
(Hótel Breiðafjörður), 400 fm á
þremur hæðum, vel staðsett
miðsvæðis í bænum. Gesta-
rými fyrir 26 gesti í 14 her-
bergjum, húsið var áður lækn-
isbústaður en breytt í gisti-
heimili kringum 1990. Miklir
möguleikar í ört vaxandi ferða-
mannabæ. Byggingarleyfi fyrir stækkun. (Teikningar á skrifstofu). Áhv.
hagstæð lán. Verð 16,8 millj.
SUMARHÚS SKORRADAL
Nýkomið mjög fallegt 54 fm
bústaður auk 25 fm svefnlofts,
í landi Vatnsenda. Kjarrivaxið
land, 100 fm verönd, frábært
útsýni og staðsetning. Verð 9,2
millj.
SMÁRATÚN - VATNSLEYSUSTRÖND
Nýkomið í einkasölu á þessum
frábæra útsýnisstað við sjóinn,
glæsilegt mikið endurnýjað
einbýli á einni hæð ásamt bíl-
skúr, samtals um 175 fm. Eign-
in hefur öll verið endurnýjuð á
smekklegan hátt, húsið klætt að utan, glæsilegur sólpallur og tilheyrandi.
4 góð herbergi, parket, flísar. Húsinu fylgir 2 hesta hús. Húsið er staðsett
örstutt frá Vogum (við ströndina). Áhv. hagstæð lán ca 14 millj. Verð 18,9
millj. Eign sem vert er að skoða. Verðtilboð.