Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sr. Bernharður Guðmunds-son rektor í Skálholti ernýkjörinn formaður Fé-lags Sameinuðu þjóðannaá Íslandi. Félagið var stofnað 1947, skömmu eftir stofnun Samein- uðu þjóðanna. Bern- harður telur að opnun Miðstöðvar Samein- uðu þjóðanna muni hleypa nýju lífi í fé- lagsstarfið. Hann seg- ir að mikill fengur verði að samveru Fé- lags SÞ á Íslandi við UNIFEM og UNI- CEF og óskandi væri að aðrar deildir SÞ, sem eiga fulltrúa hér- lendis, bættust í hóp- inn. Bernharður hefur starfað erlendis um árabil, m.a. í Eþíópíu og Sviss. Hann hefur kynnst starfi Sameinuðu þjóðanna á vettvangi og ekki síst starfsliði þeirra. „Þetta er miklu stærra starf og viðameira en maður getur gert sér í hugarlund. Það er ekki til það þróunarland að Sameinuðu þjóð- irnar hafi ekki haft þar umtalsverð áhrif til bóta,“ segir Bernharður. Nýlega fékk Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi nýja stjórn. Auk sr. Bernharðs, sem gegnir for- mennsku, sitja í stjórn þau Anna Pála Sverr- isdóttir laganemi, Hannes B. Hjálmars- son frá Rauða kross- inum, Haukur Ólafs- son frá utanríkisráðuneytinu, Lilja Dóra Kolbeins- dóttir þróunarfræð- ingur, Sigurbjörg Sig- urjónsdóttir frá Mannréttindastofu, Sjöfn Vilhelmsdóttir frá Þróunar- samvinnustofnun og Tryggvi Jak- obsson frá Námsgagnastofnun. En hver eru helstu verkefni félagsins? „Það er fyrst og fremst að gegna fræðslu- og kynningarstarfi. Að gera þessa stóru stofnun, Sam- einuðu þjóðirnar, að meiri veru- leika í lífi Íslendinga,“ segir Bern- harður. „Vandi Sameinuðu þjóðanna er meðal annars sá að við tökum þeim sem gefnum hlut. Þær hafa verið gagnrýndar fyrir að vera þungar í vöfum og kerf- isbundnar. En við verðum að hafa í huga að alþjóðastofnanir, sam- settar af fólki frá ólíkum menning- ar- og verklagshefðum, verða að hafa skýrar reglur um hvernig á að vinna. Annars fer allt eftir ein- hverri hentistefnu.“ Félagið hefur látið prenta myndarlegan bækling um starf- semi Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið dreift í 10. bekkjum grunnskóla landsins með aðstoð Námsgagnastofnunar. Þá hefur það stuðlað að persónulegum kynnum Íslendinga við starfsemi Sameinuðu þjóðanna erlendis. „Háskólastúdentar hafa til dæmis verið með skemmtilega starfsemi, þar sem þeir líkja eftir fundum Öryggisráðsins. Það var slík sam- vera hér í haust og nú voru að koma heim ungir Íslendingar sem tóku þátt í svona fundi erlendis. Þátttakendur setja sig inn í starf- semi Öryggisráðsins og eru fulltrúar sinna landa á fundinum. Þetta er ekkert grín heldur fúlasta alvara. Menn átta sig þannig á því hvað felst í því að taka þátt í al- Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Miðstöð Sameinuðu þjóðanna var opnuð í Skaftahlíð 24 í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Þar verða til húsa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF Ísland, eða Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og UNIFEM á Íslandi. Bernharður Guðmundsson Í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna verður hægt að fá margvíslegar upplýsingar um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Brú og bakland fyrir s Höfuðstöðvar og aðalskrifstofaUNIFEM eru í New York.Síðan eru landsfélög í 16 löndum og er UNIFEM á Íslandi, sem var stofnað 1989, eitt þeirra. Lands- félög UNIFEM hafa það markmið að styðja og styrkja UNIFEM stofn- unina í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Rósa Erlingsdóttir, stjórnmála- fræðingur og jafnréttisfulltrúi Há- skóla Íslands er formaður stjórnar UNIFEM á Íslandi. Auk hennar sitja í stjórn Lilja Hjartardóttir varafor- maður, Sigríður Guðmundsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur eru Herdís Friðriksdóttir, Þóra Margrét Pálsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Ása Kolka Haraldsdóttir. Rósa segir að upphaf UNIFEM megi rekja til kvennaáratugarins 1975-85. UNIFEM var stofnað árið 1976 en íslenska landsfélagið árið 1989. „Starf UNIFEM á Íslandi hefur breyst töluvert síðustu ár,“ segir Rósa. „Það var gerður nýr samn- ingur við UNIFEM skrifstofuna í New York. Framlag Íslands rennur í sjóð sem skrifstofan þar ráðstafar síðan.“ Rósa segir að framlagið komi annars vegar frá 430 félögum UNI- FEM á Íslandi, sem þyki góður fé- lagafjöldi miðað við önnur lands- samtök, og hins vegar er um að ræða styrk frá utanríkisráðuneytinu, sem er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga. „UNIFEM á Íslandi hefur átt frum- kvæði að margvíslegum verkefnum. Skömmu eftir stofnun landssamtak- anna fóru peningar til atvinnuverk- efnis kvenna í Andesfjöllum. Að lokn- um átökunum á Balkanskaga áttu konur á Íslandi einnig frumkvæði að verkefni í Kosovo. UNIFEM vinnur að 100 verkefnum um allan heim.“ Rósa segir að í starfi UNIFEM séu þrjár megináherslur: Að stuðla að réttindum kvenna. Það felur í sér að vinna samkvæmt yfirlýsingu SÞ um að vinna gegn ofbeldi gegn konum. Stuðningur við konur sem leið- toga. Það er að efla þátttöku kvenna stjórnun og ákvarðanatöku, sér- staklega í kjölfar stríðsátaka. Að styrkja efnahagslegt öryggi kvenna. Í því felst að stuðla að at- vinnuþátttöku kvenna, einkum í þró- unarlöndunum og á stríðshrjáðum svæðum. „Sem dæmi um megináherslur í starfinu á alheimsvísu síðastliðin ár hefur verið að benda á hve mikill áhrifavaldur alnæmið er í þróun og lífi kvenna. Ekki síst í Afríku þar sem konur eru meira en helmingur smit- aðra. Önnur megináhersla tengist ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um „Konur, stríð og öryggi“,“ segir Rósa. „Við í lands- samtökunum hér heima höfum leitað samstarfs við ólík samtök, eins og Mannréttindaskrifstofuna og Rann- sóknastofu í kynjafræðum í Háskóla Íslands, til þess að koma þessum upp- lýsingum og samþykktum á framfæri við almenning.“ UNIFEM á Íslandi telur 430 fé- laga innan sinna vébanda, þar af eru um 80% konur. Fólk getur gerst fé- lagar með því að fara inn á nýja heimasíðu UNIFEM, sem var opnuð 25. nóvember á alþjóðlegum bar- áttudegi gegn ofbeldi gegn konum. Eins er hægt að hringja á skrifstof- una eða skrá sig þar sem fulltrúar UNIFEM koma fram á fundum og ráðstefnum. „Markmiðið er að tvöfalda fé- lagafjöldann á næstu árum og vekja athygli Íslendinga á málefnum kvenna í þróunarlöndunum og í al- þjóðamálum. Einnig að taka þátt í aukinni umfjöllun um Sameinuðu þjóðirnar í kjölfar umsóknar Íslands um fast sæti í Öryggisráðinu.“ UNIFEM aflar tekna hér á landi í gegnum árgjöld félagsmanna, sem eru 2000 krónur á ári. Eins kemur framlag frá stjórnvöldum og svo er seldur varningur sem minnir á kon- ur í þróunarlöndum. Þær vörur fást í Miðstöð SÞ og á ýmsum uppá- komum kvennahreyfingarinnar og UNIFEM. Rósa segir að samstarfið í Miðstöð SÞ sé mikil áskorun og að flytja í mið- stöðina veiti starfseminni allt aðra umgjörð. „Sameiginlega hafa þessi félög ráðið starfsmann, Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, sem hefur há- skólapróf í mann- og kynjafræði. Við hefðum ekki haft bolmagn til þess að ráða starfsmann ein og sér. Allt ann- að starf fer fram í sjálfboðavinnu.“ UNIFEM á Íslandi stendur frammi fyrir stóru verkefni síðar á árinu. Í haust verður haldin hér al- þjóðleg ráðstefna allra lands- samtaka UNIFEM. Noeleen Heyzer, framkvæmdastjóri UNIFEM í New York verður gestur ráðstefnunnar. Þetta verður í fyrsta sinn sem heimsráðstefna landsfélaga UNI- FEM er haldin hér. „Aðalskrifstofan í New York óskaði eftir því að við héldum ráðstefnuna, því starfsemin hér þykir til fyrirmyndar fyrir önn- ur landssamtök,“ sagði Rósa. „Við lítum á næstu ár sem gróskuár fyrir félögin sem koma að Miðstöð Sam- einuðu þjóðanna. Hjá okkur er fjöl- breytt og lífleg starfsemi.“ Heimsráðstefna landsfélaga UNIFEM haldin hér á landi UNIFEM er styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndunum. Hann var stofnaður árið 1976 í kjölfar fyrstu kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Mexíkó 1975. TENGLAR ..................................................... www.unifem.is Þetta fór af stað síðastliðiðvor,“ sagði Einar. „Áðurhöfðu bæði Kiwanishreyf- ingin og Safnaðarfélag Dómkirkj- unnar verið að athuga þetta. For- ystumaður í þessu er Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF Ísland.“ Einar segir að UNICEF hafi strax sýnt því áhuga að hér yrði stofnuð landsnefnd þegar hug- myndin var viðruð. Tvennt hafi einkum orðið til að koma skriði á málið. Annars vegar heimsókn Karin Sham Poo, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, í nóvember síð- UNICEF Ísland, eða Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, er með skrifstofu í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð 24. Einar Bene- diktsson, formaður lands- nefndar UNICEF Ísland, sagði að opnun skrifstofu UNICEF Ísland ætti sér nokkurn aðdraganda. Að leysa vanda bágstaddra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.