Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 63
Scissor Sisters skipa DelMarquis, Ana Matronic,Jake Shears, Paddy Boomog Babydaddy, þrír homm- ar og tvö gagnkynhneigð. Flest til- heyrðu þau lista og/eða tískuheimi New York og höfuðpaurinn Jake Shears, sem semur öll lög sveit- arinnar og textana með öðrum liðsmönnum, tók þátt í ýmsum uppákomum sem ætlað var að hneyksla áhorfendur. Á einni slíkri uppákomu hitti hann gamlan fé- laga, Babydaddy, hljómborðsleik- ara og framúrskarandi tónlistar- forritara, en þeir höfðu kynnst í Kentucky og slæpst saman um hríð í Seattle áður en þeir héldu til New York hvor í sínu lagi. Þeir fóru að troða upp saman með hljómborðastæðu og tölvur sér til halds og trausts, meðal annars á stað í austurbænum sem kallaðist Knock Off. Nafnið sem þeir völdu, Scissor Sisters, er New York- slangur yfir lesbíur. Skemmtanastjóri Knock Off kallaði sig Matronic og var ekki bara hugmyndarík og röggsöm heldur einnig fyrirtaks plötusnúð- ur. Eftir að hafa troðið upp á staðnum nokkrum sinnum tókst þeim að mana sig upp í að bjóða henni að vera með í sveitinni sem hún þáði. Þegar þeir spiluðu í fyrsta sinn með henni voru á staðnum Eigendur A Touch of Class útgáfunnar og voru ekki seinir á sér að gera við sveitina samning um tvær smáskífur. Í kjölfar þess breyttist sveitin í eig- inlega hljómsveit; næstur inn var gítarleikarinn Del Marquis og svo Boom sem tók að sér slagverk. Þegar hér var komið sögu, 2001, var hljómborðahommadiskódúett- inn orðinn að rokksveit, en þó ólíkri flestum öðrum sveitum sem nú eru starfandi, lögin hrein- ræktuð popplög sem iðulega um- myndast í súrt diskó eða fönkað glysrokk; minnir um margt á diskótímann en þó ekki bara diskó heldur einnig ýmsar gerðir af rokki og fönki sem þá voru uppi. Fullt af fínum hugmyndum Næstu tvö árin fóru í lagasmíð- ar og upptökur. Fyrsta platan var tekin upp heima hjá Babydaddy og hljómar reyndar ótrúlega vel af heimaupptöku að vera. Flestar upptökurnar rötuðu á Netið og hafa gengið þar á milli manna. Platan sjálf er þó talsvert frá- brugðin þeirri „plötu“ sem menn hafa verið að senda sín á milli á Netinu, hljómar miklu betur og lagaskipan allt önnur. Hvert lag er uppfullt af fínum hugmyndum, raf- hljóð einkar vel valin og smáatriði nostursamlega unnin. Mikið er líka lagt í textana sem sumir eru ádeilulegir, til að mynda Tits on the Radio, þar sem fyrrverandi borgarstjóri New York, Rudi Giul- iani, sem þeir kalla Lady M (per- sóna í skoska leikritinu sem farn- ast illa), fær til tevatnsins fyrir þvingunaraðgerðir gegn hommum og klæðskiptingum sem hann stóð fyrir. Í öðru lagi, Return to Oz, harmar Shears það hvernig neysla á metamfetamíni, crystal meth, hefur spillt hommamenningu vest- anhafs. Almennt eru textarnir þó bráðfyndnir, oft sprenghlægilegir og einkar lipurlega samdir. Fyrsta smáskífa Scissor Sisters var Laura, mikið stuðlag sem lof- aði góðu, en lagið á b-hliðinni vakti svo mikla athygli að það var gefið út aftur og nú sem aðallag. Þar var komin arfasnjöll útgáfa á Pink Floyd-laginu Comfortably Numb. Breskir tónlistarunnendur og -blaðamenn tóku laginu og sveitinni einna best, ekki í fyrsta sinn sem bandarísk sveit slær fyrst í gegn þar í landi. (Comfort- ably Numb í flutningi Scissor Sist- ers er á safnplötunni A Touch of Class Sucks sem getið var um á þessum stað fyrir jól.) Sveitarmenn hafa skýringu á því hvers vegna þeim hefur gengið verr að koma sér á framfæri í heimalandinu; vestanhafs séu allir uppteknir af því að vera eins, í kreppunni vilji plötufyrirtæki bara gefa það út sem hafi selst áður og ekki sé það svo til að bæta úr skák að eftir að rekstur útvarpsstöðva var gefinn algjörlega frjáls þá eru nánast allar stöðvar í eigu sama aðila og fyrir vikið allar eins. „Kosturinn við Bretland og Evr- ópu almennt er að fjölbreytnin er meiri og fólk opnara fyrir nýj- ungum, hefur meiri áhuga á tónlist almennt. Heima ákveður fólk ekki að kaupa disk eftir tónlistinni heldur eftir fötunum sem söngv- arinn var í á MTV eða hvort söng- konan sýndi nógu mikið af brjóst- unum.“ Sumir gagnrýnendur hafa haft á orði að þessi frumraun Scissor Sis- ters sé líkari smáskífusafnplötu en eiginlegri breiðskífu sem skýrist að vissu leyti af því hve lengi hún var í smíðum, tekin upp í smápört- um, en einnig er tónlistarsmekkur liðsmanna sveitarinnar svo ólíkur að hundrað stefnur fá að blómstra, hundrað hugmyndir keppast um athyglina í hverju lagi. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Súrt diskó og fönkað glysrokk Bandaríska glysrokkfönkdiskósveitin Scissor Sist- ers hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á Pink Floyd-laginu Comfortably Numb. Á nýrri skífu sveitarinnar kemur í ljós að það gefur aðeins nasasjón af frumleika og færni sveitarinnar. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 63 Amerískur ljómi (American Splendor) Paul Giamatti og Hope Davis fara á kost- um í mynd um listina í lífinu og lífið í list- inni. (H.J.) Háskólabíó. Hilmir snýr heim (The Return of the King) Kvikmyndun Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. (H.J.) Smárabíó. Love Is in the Air Geggjaður leikhópur í landviningum með Rómeó og Júlíu og heimildarmyndagerð- armanninn Ragnar Bragason í farangrin- um. Full af bjartsýni og ósvikinni gleði – missið ekki af henni. (S.V.) Háskólabíó. Hestasaga Þorfinni tekst að samsama áhorfandann litla stóðinu og umhverfinu, einangra hann um sinn frá borgaralegu amstri og hvers- dagsgráma. (S.V.) Háskólabíó. Glötuð þýðing (Lost in Translation) Í alla staði ein besta mynd ársins. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn. Kaldaljós Gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega sterkan tilfinningalegan slagkraft. (H.J.) Háskólabíó, Sambíóin. Sá stóri (Big Fish) Finney fer fyrir mögnuðum leikarahópi í eftirminnilega hugmyndaríkri og léttgeggj- aðri paródíu frá Tim Burton. (S.V.) ½ Sambíóin, Regnboginn. Rokkskólinn (The School of Rock) Jack Black og grunnskólastofa full af roll- ingum sýna fram á að rokkið er grundvall- aratriðið. Ótrúlega skemmtileg. (S.V.)  Háskólabíó. Kaldbakur (Cold Mountain) Mikilfengleg og vönduð epík úr Þræla- stríðinu um vonir og drauma sem halda í okkur lífi á erfiðum tímum. (S.V.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó. Leitin að Nemó (Finding Nemo) Bullandi sköpunargleði blandast fag- mennsku á öllum sviðum enda tilnefnd til fjögurra Óskara. (H.J.) ½ Sambíóin, Háskólabíó. Dulá (Mystic River) Stórvirki frá Eastwood og Sean Penn og Tim Robbins búnir að vinna verðskuldað til Óskarsverðlaunanna. (S.V.) ½ Háskólabíó. Ófreskja (Monster) Trúverðug mynd með Óskarsverðlaunatúlk- un Charlize Theron. (H.J.)  Laugarásbíó. Gefið eftir (Something’s Gotta Give) Keaton og Nicholson eiga frábæran sam- leik í þessari lipru og hnyttnu gamanmynd. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Björn bróðir (Brother Bear) Náttúruvæn og holl yngstu áhorfendunum. (S.V.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin. Síðan kom Polly (Along Came Polly) Stórgóður leikarahópur og glettilega vel skrifuð gamanatriði er aðalsmerki mynd- arinnar. (H.J.)  Sambíóin, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak. BÆJARINS BESTU Sæbjörn Valdimarsson/Skarphéðinn Guðmundsson/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn loftkastalinn@simnet.is Fös. 19. mars kl. 20 UPPSELT Lau. 27. mars kl. 20 örfá sæti Sýningar á Akureyri í byrjun apríl Lau. 17. apríl kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ - Ekki við hæfi barna - Opið virka daga kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.