Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 33 goddi.is, Auðbrekku 19, Kópavogi, sími 544 5550. Garð- og sumarbústaða eigendur Finnsk sérhönnuð bjálka- geymsluhús úr gagnvörðu greni, 5,52 fm með 35% afsl. á kr. 185.000. Tvær dyr auðvelda aðgengi fyrir sláttuvélar, garðáhöld, hjólbörur o.fl. Takmarkað magn væntanlegt Pantið núna Missið ekki af þessu Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2004 Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfisverðlaunin í tíunda sinn. Þau nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2004. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 skulu veitt einstaklingi, fyrirtæki eða samtökum á Norðurlöndum sem vinna eða hafa unnið markvisst að verndun umhverfis hafsins. Öllum er heimilt að tilnefna hugsanlega verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta fylgja lýsingu á viðkomandi verkefni og upplýsingar um hver hefur staðið eða stendur að því. Verkefnið verður að vera vel unnið og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofu Norðurlandaráðs í pósti í síðasta lagi föstudaginn 30. apríl kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation, Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958, fax +45 3337 5964 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 þjóðlegu starfi með ábyrgum hætti.“ Bernarður vonast til að félagið geti í vaxandi mæli orðið eins kon- ar brú fyrir unga Íslendinga sem vilja fá reynslu af sjálfboðastarfi í þróunarlöndum á vegum hjálpar- stofnana SÞ. „Þar öðlast fólk reynslu, auk þess finnur það fljótt hvort slík störf eiga við það eða ekki. Það er ekki öllum gefið að vinna í þróunarlöndum. Það þarf vissa hæfileika og persónugerð til þess.“ Bernharður segir að fólk geti snúið sér til Miðstöðvar Samein- uðu þjóðanna vilji það fá fyrir- greiðslu á þessu sviði. Það sé hins vegar ekki auðvelt að fá starf sem sjálfboðaliði. En hvað um aðild að Félagi Sameinuðu þjóðanna? „Það eru allir boðnir hjartan- lega velkomnir í félagið og það er ekkert félagsgjald!“ sagði Bern- harður. „Það nauðsynlegt al- þjóðasamtökum að eiga sér bak- land í hverju aðildarrríki. Við heyrum mikið um starf Samein- uðu þjóðirnar í fréttum og þau stóru verkefni sem þær koma að. Við heyrum hins vegar minna af öllum mikilvægu verkefnunum sem unnin eru í grasrótinni út um allan heim. Í Sviss kynntist ég mörgu starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, í Flóttamannahjálpinni, Mannréttindastofnuninni og öðr- um stofnunum. Þetta er afburða mannafli sem vinnur af mikilli fórnfýsi og af hugsjón.“ Bernhafður segir að allir sem hafa áhuga á starfi Sameinuðu þjóðanna geti komið í Miðstöðina í Skaftahlíð 24 og fengið þar miklar og góðar upplýsingar um starfsemi SÞ. Þar verði gnótt upplýsinga og fólk sem tekur á móti einstaklingum og hópum sem vilja kynna sér starfið. Ekki síst verður þar aðstaða fyrir nem- endur sem vilja gera ritgerðir um starfsemi SÞ. „Það er löng hefð fyrir því að fólk sem hefur unnið á vegum SÞ komi í heimsóknir í skóla og miðli af reynslu sinni. Við munum gangast fyrir því að það haldi áfram svo fólk kynnist starfi þessa fólks. Þeir eru orðnir marg- ir Íslendingarnir sem hafa unnið á vegum SÞ í skemmri og lengri tíma, án þess að því hafi verið gefinn mikill gaumur í fréttum. Við tökum Sameinuðu þjóðun- um gjarnan sem sjálfsögðum hlut, eins og hreinu lofti og vatni. En þegar í óefni er komið eru Sam- einuðu þjóðirnar oft eini aðilinn sem getur tekið í taumana. Eina aflið sem dugir gegn biluðum ein- völdum, harðstjórum og hervaldi. Þó það því miður dugi oft á tíðum ekki nægilega vel. En hvernig liti veröldin út ef Sameinuðu þjóð- anna nyti ekki við? Því þarf að taka í blökkina með þeirra fólki um allan heim!“ Morgunblaðið/Kristinn ameinaðar þjóðir TENGLAR ..................................................... www.felagsameinuduthjodanna.is astliðnum og hins vegar það að Baugur Group var reiðubúinn að leggja fé til starfsins. Skipuð var stjórn landsnefndar UNICEF á Íslandi. Auk Einars Benedikts- sonar, formanns, sitja í nefndinni Þóra Guðmundsdóttir, varafor- maður, Matthías Johannessen, Björgólfur Guðmundsson, Sigrún Stefánsdóttir, Þórunn Sigurð- ardóttir, Eva María Jónsdóttir og varamenn eru Friðrik Pálsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. „Ný starfsaðstaða var til einskis ef við hefðum ekki á bakvið okkur aðila sem gátu styrkt starfsemina þannig að hún færi veglega af stað,“ segir Einar. „Þar var Baug- ur Group að sjálfsögðu kominn til verks. Síðar bættust við trygg- ingafélagið Allianz, Pharmaco og Samskip. Á mánudag kl. 12.00 verða undirritaðir samningar við þessa stofnstyrktaraðila.“ UNICEF Ísland er sjálfseign- arstofnun. Stofnskrá hennar er í samræmi við kröfur UNICEF og hefur verið samþykkt af dóms- málaráðuneytinu. Stofnaðilar eru fjögur fyrrnefnd fyrirtæki. Einar segir að tilkoma UNI- CEF Ísland hafi orðið hvati að opnun Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Starfsemi okkar til mikils happs gátum við fengið húsnæði sem Stoðir eiga og er á jarðhæð að Skaftahlíð 24. Það var mikið áhugmál mitt að við gætum haft þetta sem aðstöðu fyrir öll félög sem tengjast starfsemi Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Utanrík- isráðuneytið hefur lagt til styrk til að greiða húsaleiguna í Skaftahlíð. Við fengum um leið byr undir vængina að búa skrifstofuna hús- gögnum frá Atlanta Air og um tækjabúnað og annað slíkt frá EJS,“ sagði Einar. Verkefni UNICEF Ísland er að styðja það starf sem UNICEF vinnur um heiminn. „Mjög bráð- lega munum við kynna verkefni sem verða studd sérstaklega. Það fé sem við getum nú ráðstafað mun fara til verkefna í Guinea- Bissau í Vestur-Afríku sem snertir yngstu börnin. Sú aðstoð er einnig tilkomin vegna framlags frá Baug- ur Group. Bráðlega verður sérstök kynning á sáttmálanum um rétt- indi barnsins. Búið er að vinna kynningarbækling um sáttmálann sem prentsmiðjan Oddi hefur prentað af mikilli rausn. Ritinu verður dreift í skólana í 40.000 eintökum í samvinnu við Náms- gagnastofnun.“ Einar segir margt annað í und- irbúningi, þar á meðal aukna fjár- öflun og aðstoðarverkefni. Innan tíðar verður kynnt verkefnið „For- eldrar úr fjarlægð“ þar sem al- menningi gefst kostur á að styrkja fátæk börn. Einar segir að starfsemi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna standi á gömlum merg, sé mjög mótuð og afar virk. „Þeirra starfslag er að reyna að leysa þann mikla vanda sem steðj- ar víða að börnum í heiminum með því að velja sér forgangsverk- efni. Á hverju ári deyja 11 til 12 milljónir barna áður en þau ná fimm ára aldri. Það eru um 30 þúsund börn á dag. Dauðsföllin stafa mörg af viðráðanlegum or- sökum, eins og vannæringu og niðurgangi. Mörg börn fara sködd- uð út í lífið vegna vöntunar fyrstu fimm ár ævinnar. Ungbarnadauð- inn í Guinea-Bissau er gífurlegur, 30% barna deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Þetta fyrsta verk- efni okkar er eitt af forgangsverk- efnum UNICEF og beinist að þeim vanda. Við njótum þess að íslenskur læknir, Geir Gunn- laugsson, yfirlæknir á Miðstöð heilsuverndar barna, hefur unnið í mörg ár í Guinea-Bissau þannig að hér er góð þekking á þessum vanda.“ Til dæmis um önnur möguleg verkefni nefndi Einar bólusetn- ingar gegn ýmsum sjúkdómum, átak gegn útbreiðslu HIV og menntun stúlkna. „Í heiminum eru um 120 millj- ónir barna á skólaskyldualdri sem ekki hafa aðgang að skóla og njóta því engrar fræðslu. Mikill hluti þeirra er stúlkubörn og er talið sérstaklega þýðingarmikið að hjálpa þeim. Bæði eru þetta rétt- indindi þeirra sem barna og síðar sem kvenna. Sem mæður geta þær stuðlað að menntun sinna barna. Þetta er annað af forgangsverk- efnum UNICEF.“ Einar segir að opnun Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð sé stór áfangi og einnig að hafa komið sjálfseignarstofnun með öfluga styrktaraðila á legg. „Við erum í mjög góðu sambandi við UNICEF og það sem mestu máli skiptir: Við erum komin af stað!“ F.v.: Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar Samein- uðu þjóðanna á Íslandi, Einar Bene- diktsson, formaður landsnefndar UNICEF Ísland, og Rósa Erlingsdóttir, formaður stjórnar UNIFEM á Íslandi. TENGLAR ..................................................... www.unicef.is Morgunblaðið/Golli FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.