Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 33 goddi.is, Auðbrekku 19, Kópavogi, sími 544 5550. Garð- og sumarbústaða eigendur Finnsk sérhönnuð bjálka- geymsluhús úr gagnvörðu greni, 5,52 fm með 35% afsl. á kr. 185.000. Tvær dyr auðvelda aðgengi fyrir sláttuvélar, garðáhöld, hjólbörur o.fl. Takmarkað magn væntanlegt Pantið núna Missið ekki af þessu Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2004 Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfisverðlaunin í tíunda sinn. Þau nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2004. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 skulu veitt einstaklingi, fyrirtæki eða samtökum á Norðurlöndum sem vinna eða hafa unnið markvisst að verndun umhverfis hafsins. Öllum er heimilt að tilnefna hugsanlega verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta fylgja lýsingu á viðkomandi verkefni og upplýsingar um hver hefur staðið eða stendur að því. Verkefnið verður að vera vel unnið og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofu Norðurlandaráðs í pósti í síðasta lagi föstudaginn 30. apríl kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation, Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958, fax +45 3337 5964 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 þjóðlegu starfi með ábyrgum hætti.“ Bernarður vonast til að félagið geti í vaxandi mæli orðið eins kon- ar brú fyrir unga Íslendinga sem vilja fá reynslu af sjálfboðastarfi í þróunarlöndum á vegum hjálpar- stofnana SÞ. „Þar öðlast fólk reynslu, auk þess finnur það fljótt hvort slík störf eiga við það eða ekki. Það er ekki öllum gefið að vinna í þróunarlöndum. Það þarf vissa hæfileika og persónugerð til þess.“ Bernharður segir að fólk geti snúið sér til Miðstöðvar Samein- uðu þjóðanna vilji það fá fyrir- greiðslu á þessu sviði. Það sé hins vegar ekki auðvelt að fá starf sem sjálfboðaliði. En hvað um aðild að Félagi Sameinuðu þjóðanna? „Það eru allir boðnir hjartan- lega velkomnir í félagið og það er ekkert félagsgjald!“ sagði Bern- harður. „Það nauðsynlegt al- þjóðasamtökum að eiga sér bak- land í hverju aðildarrríki. Við heyrum mikið um starf Samein- uðu þjóðirnar í fréttum og þau stóru verkefni sem þær koma að. Við heyrum hins vegar minna af öllum mikilvægu verkefnunum sem unnin eru í grasrótinni út um allan heim. Í Sviss kynntist ég mörgu starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, í Flóttamannahjálpinni, Mannréttindastofnuninni og öðr- um stofnunum. Þetta er afburða mannafli sem vinnur af mikilli fórnfýsi og af hugsjón.“ Bernhafður segir að allir sem hafa áhuga á starfi Sameinuðu þjóðanna geti komið í Miðstöðina í Skaftahlíð 24 og fengið þar miklar og góðar upplýsingar um starfsemi SÞ. Þar verði gnótt upplýsinga og fólk sem tekur á móti einstaklingum og hópum sem vilja kynna sér starfið. Ekki síst verður þar aðstaða fyrir nem- endur sem vilja gera ritgerðir um starfsemi SÞ. „Það er löng hefð fyrir því að fólk sem hefur unnið á vegum SÞ komi í heimsóknir í skóla og miðli af reynslu sinni. Við munum gangast fyrir því að það haldi áfram svo fólk kynnist starfi þessa fólks. Þeir eru orðnir marg- ir Íslendingarnir sem hafa unnið á vegum SÞ í skemmri og lengri tíma, án þess að því hafi verið gefinn mikill gaumur í fréttum. Við tökum Sameinuðu þjóðun- um gjarnan sem sjálfsögðum hlut, eins og hreinu lofti og vatni. En þegar í óefni er komið eru Sam- einuðu þjóðirnar oft eini aðilinn sem getur tekið í taumana. Eina aflið sem dugir gegn biluðum ein- völdum, harðstjórum og hervaldi. Þó það því miður dugi oft á tíðum ekki nægilega vel. En hvernig liti veröldin út ef Sameinuðu þjóð- anna nyti ekki við? Því þarf að taka í blökkina með þeirra fólki um allan heim!“ Morgunblaðið/Kristinn ameinaðar þjóðir TENGLAR ..................................................... www.felagsameinuduthjodanna.is astliðnum og hins vegar það að Baugur Group var reiðubúinn að leggja fé til starfsins. Skipuð var stjórn landsnefndar UNICEF á Íslandi. Auk Einars Benedikts- sonar, formanns, sitja í nefndinni Þóra Guðmundsdóttir, varafor- maður, Matthías Johannessen, Björgólfur Guðmundsson, Sigrún Stefánsdóttir, Þórunn Sigurð- ardóttir, Eva María Jónsdóttir og varamenn eru Friðrik Pálsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. „Ný starfsaðstaða var til einskis ef við hefðum ekki á bakvið okkur aðila sem gátu styrkt starfsemina þannig að hún færi veglega af stað,“ segir Einar. „Þar var Baug- ur Group að sjálfsögðu kominn til verks. Síðar bættust við trygg- ingafélagið Allianz, Pharmaco og Samskip. Á mánudag kl. 12.00 verða undirritaðir samningar við þessa stofnstyrktaraðila.“ UNICEF Ísland er sjálfseign- arstofnun. Stofnskrá hennar er í samræmi við kröfur UNICEF og hefur verið samþykkt af dóms- málaráðuneytinu. Stofnaðilar eru fjögur fyrrnefnd fyrirtæki. Einar segir að tilkoma UNI- CEF Ísland hafi orðið hvati að opnun Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Starfsemi okkar til mikils happs gátum við fengið húsnæði sem Stoðir eiga og er á jarðhæð að Skaftahlíð 24. Það var mikið áhugmál mitt að við gætum haft þetta sem aðstöðu fyrir öll félög sem tengjast starfsemi Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Utanrík- isráðuneytið hefur lagt til styrk til að greiða húsaleiguna í Skaftahlíð. Við fengum um leið byr undir vængina að búa skrifstofuna hús- gögnum frá Atlanta Air og um tækjabúnað og annað slíkt frá EJS,“ sagði Einar. Verkefni UNICEF Ísland er að styðja það starf sem UNICEF vinnur um heiminn. „Mjög bráð- lega munum við kynna verkefni sem verða studd sérstaklega. Það fé sem við getum nú ráðstafað mun fara til verkefna í Guinea- Bissau í Vestur-Afríku sem snertir yngstu börnin. Sú aðstoð er einnig tilkomin vegna framlags frá Baug- ur Group. Bráðlega verður sérstök kynning á sáttmálanum um rétt- indi barnsins. Búið er að vinna kynningarbækling um sáttmálann sem prentsmiðjan Oddi hefur prentað af mikilli rausn. Ritinu verður dreift í skólana í 40.000 eintökum í samvinnu við Náms- gagnastofnun.“ Einar segir margt annað í und- irbúningi, þar á meðal aukna fjár- öflun og aðstoðarverkefni. Innan tíðar verður kynnt verkefnið „For- eldrar úr fjarlægð“ þar sem al- menningi gefst kostur á að styrkja fátæk börn. Einar segir að starfsemi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna standi á gömlum merg, sé mjög mótuð og afar virk. „Þeirra starfslag er að reyna að leysa þann mikla vanda sem steðj- ar víða að börnum í heiminum með því að velja sér forgangsverk- efni. Á hverju ári deyja 11 til 12 milljónir barna áður en þau ná fimm ára aldri. Það eru um 30 þúsund börn á dag. Dauðsföllin stafa mörg af viðráðanlegum or- sökum, eins og vannæringu og niðurgangi. Mörg börn fara sködd- uð út í lífið vegna vöntunar fyrstu fimm ár ævinnar. Ungbarnadauð- inn í Guinea-Bissau er gífurlegur, 30% barna deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Þetta fyrsta verk- efni okkar er eitt af forgangsverk- efnum UNICEF og beinist að þeim vanda. Við njótum þess að íslenskur læknir, Geir Gunn- laugsson, yfirlæknir á Miðstöð heilsuverndar barna, hefur unnið í mörg ár í Guinea-Bissau þannig að hér er góð þekking á þessum vanda.“ Til dæmis um önnur möguleg verkefni nefndi Einar bólusetn- ingar gegn ýmsum sjúkdómum, átak gegn útbreiðslu HIV og menntun stúlkna. „Í heiminum eru um 120 millj- ónir barna á skólaskyldualdri sem ekki hafa aðgang að skóla og njóta því engrar fræðslu. Mikill hluti þeirra er stúlkubörn og er talið sérstaklega þýðingarmikið að hjálpa þeim. Bæði eru þetta rétt- indindi þeirra sem barna og síðar sem kvenna. Sem mæður geta þær stuðlað að menntun sinna barna. Þetta er annað af forgangsverk- efnum UNICEF.“ Einar segir að opnun Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð sé stór áfangi og einnig að hafa komið sjálfseignarstofnun með öfluga styrktaraðila á legg. „Við erum í mjög góðu sambandi við UNICEF og það sem mestu máli skiptir: Við erum komin af stað!“ F.v.: Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar Samein- uðu þjóðanna á Íslandi, Einar Bene- diktsson, formaður landsnefndar UNICEF Ísland, og Rósa Erlingsdóttir, formaður stjórnar UNIFEM á Íslandi. TENGLAR ..................................................... www.unicef.is Morgunblaðið/Golli FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.