Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@fiton.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37 – Sími 511 2828 FÓRNARLÖMB JARÐSETT Fjöldi manns var viðstaddur útför margra fórnarlamba hryðjuverk- anna í Madríd sem fram fór í gær. Talið er að allt að 12 milljónir manna hafi tekið þátt í útifundum, sem haldnir voru um landið allt á föstu- dag til að minnast hinna látnu og sýna samstöðu gegn árásarmönn- unum. 200 manns eru látnir og yfir 1500 særðust í sprengingunum á fimmtudag. Enn er óljóst hvort að- skilnaðarsamtök Baska, ETA, eða íslömsku samtökin al-Qaeda bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Töpuðu 1.240 milljónum Tap fjögurra stærstu fyrirtækj- anna í kjúklingarækt nam um 1.240 milljónum króna á árunum 2000– 2002. Endanlegar tölur um tap fyr- irtækjanna í fyrra liggja ekki fyrir en ljóst er að það er mikið. Fyr- irtæki í svínarækt töpuðu einnig miklum fjármunum í fyrra. Öryggisstígvél hefðu bjargað Öryggisstígvél hefðu getað komið í veg fyrir að sjómaður, sem lenti í vinnuslysi á sjó í janúar sl., missti vinstri fót sinn. Minnstu munaði að hann missti hægri fótinn líka en von- ir eru bundnar við að hægt verði að koma í veg fyrir það. Sjómaðurinn vill að notkun slíkra öryggisstígvéla á sjó verði lögleidd. Hvetja til stil l ingar Ríkisstjórn Suður-Kóreu hélt í gær neyðarfund og hvatti lands- menn til að sýna stillingu en þingið svipti á föstudag forseta landsins, Roh Moo-hyun, embætti vegna meintra brota á stjórnarskrá, van- hæfni og spillingar. Mörg þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið á föstudagskvöld til að mótmæla ákvörðun þingsins. Fleiri flugferðir frá Japan Leiguflugferðir frá Japan hingað til lands á vegum ræðismanns Ís- lands í Tókýó verða átta eða tíu tals- ins í ár en í fyrra skipulagði hann þrjár slíkar ferðir. Hann segist vona að þetta verði upphafið að beinu flugi milli landanna á næstu árum. Vilja óháða stjórnarmenn Æskilegt er að meirihluti stjórnar í hlutafélögum sé óháður félaginu. Þetta er mat Verzlunarráðs Íslands, Kauphallar Íslands og Samtaka at- vinnulífsins. Að auki telja þessir að- ilar æskilegt að a.m.k. tveir stjórn- armanna séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 55 Skissa 6 Myndasögur 56 Listir 34/35 Bréf 56/57 Af listum 34 Dagbók 58/59 Forystugrein 36 Auðlesið 60 Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 62 Minningar 42/44 Fólk 62/69 Skoðun 44/47 Bíó 66/69 Umræðan 48/49 Sjónvarp 70 Þjónusta 53 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is AUGNALOKIN voru orðin ansi þung undir það síðasta hjá krökk- unum í 5. flokki í handbolta í Íþróttafélagi Reykjavíkur, en þeir spiluðu handbolta alla aðfaranótt laugardagsins og fóru ekki að sofa fyrr en í gærmorgun. Hand- boltamaraþonið var fjáröflun fyrir krakkana, en þeir eru að safna fyrir Húsavíkurferð í apríl, þar sem þeir koma til með að keppa við jafnaldra sína víðsvegar að af landinu í handbolta. Alls tóku um 50 krakkar þátt í maraþoninu. Þeim var skipt í sex blönduð lið og var spiluð tvöföld umferð, þannig að hvert lið lék tíu leiki. Þá keppti blandað lið krakka á móti liði foreldra og þjálfara rétt eftir miðnætti og fóru leikar þannig að lið foreldranna hafði betur. Þá voru nokkrar víta- keppnir teknar og klukkan tvö um nóttina snæddu krakkarnir pítsur. „Allir voru orðnir frekar lúnir og þreyttir undir lokin. Þetta var orðið gott í restina, þetta var al- veg í það lengsta,“ segir Hilmar Guðlaugsson, þjálfari 5. flokks kvenna, en alls spiluðu krakkarnir í tíu klukkutíma. Eftir helgina kemur í ljós hversu mikið safn- aðist, en krakkarnir fóru í fyr- irtæki og söfnuðu áheitum. Hilmar segir að nokkrir hafi tekið með sér kodda og teppi og gátu þannig fengið sér kríu á milli leikja, en þó var aldrei nægur tími til að sofa. „Það er frí í dag, hjá stelpunum að minnsta kosti,“ seg- ir Hilmar, þjálfari stelpnanna, þegar hann er spurður hvort krakkarnir verði ekki lengi að jafna sig eftir að hafa vaka svona lengi. Þau verða a.m.k. örugglega búin að hvíla sig vel þegar þau fara norður til Húsavíkur til að keppa. Morgunblaðið/Eggert Spiluðu handbolta í tíu tíma Klukkan 7 í gærmorgun höfðu krakkarnir í ÍR leikið handbolta í um níu tíma og sýndu margir þreytumerki. EKIÐ var á gangandi vegfar- anda um fertugt þar sem hann fór yfir Hringbraut um kl. 9 í gærmorgun. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Að sögn lög- reglu var maðurinn sem ekið var á grunaður um ölvun, og var blóðsýni sent til rannsókn- ar. Atvikið varð um 100 metr- um frá ljósastýrðri gangbraut. Ekið á gangandi vegfaranda TVEIR menn reyndu að brjót- ast inn í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi í Keflavík um sjö- leytið í gærmorgun. Kona sem svaf í íbúðinni vaknaði við inn- brotið og hringdi á lögreglu, en þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir hlaupnir á brott. Lögregla segir grun beinast að tveimur mönnum vegna at- viksins, en hún hafði afskipti af öðrum mannanna skömmu síð- ar. Lögreglan telur að menn- irnir hafi verið verulega ölvaðir þegar þeir reyndu innbrotið í íbúðina, en konan sem býr þar þekkti mennina ekki. Þá var framin líkamsárás fyrir utan skemmtistað í Kefla- vík um sexleytið í gærmorgun og hópslagsmál urðu við veit- ingastað í bænum. Eftir slags- málin var óskað eftir sjúkrabíl á staðinn vegna manns sem hafði hlotið áverka í þeim. Reyndu innbrot í ölæði BJÖRGUNARAÐGERÐIR á strandstað fjölveiðiskipsins Bald- vins Þorsteinssonar voru í biðstöðu fram eftir degi í gær og var þess beðið að veður lægði. Voru þyrlur Landhelgisgæslunnar og varn- arliðsins til taks til að aðstoða við björgun skipsins. Dráttartaug sem nota á til að draga skipið af strandstað er kom- in um borð í norska björg- unarskipið, og er stefnt á að fara með taug um borð í Baldvin með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Allir björgunarmenn voru kall- aðir burtu úr Meðallandsfjörum í gærmorgun enda veður á staðnum afleitt. Hópurinn beið af sér veðrið við Bakkakot. Beljandi sandbylur var á strandstaðnum klukkan sjö í gærmorgun. Varla var stætt í fjör- unni og þar að auki ausandi rign- ing. Lögregla lokaði veginum frá Bakkakoti niður að strandstað, víða á afleggjaranum var mikill vatnselgur og farið að verða þung- fært. Baldvin Þorsteinsson hafði lítið hreyfst um nóttina. Veður hamlaði björgunarstarfi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rok, rigning og sandbylur var í Meðallandsfjörum í gærmorgun. Ýtu- og gröfumenn frá fyrirtækinu Nesey biðu í vari við bíla og tæki. FORMLEGAR viðræður Starfs- greinasambandsins (SGS) við ríkið hefjast á ný eftir helgi hjá ríkissátta- semjara. Björn Snæbjörnsson, for- maður samninganefndar SGS, segir að hlé hafi verið gert á viðræðunum vegna samningsins við Samtök at- vinnulífsins (SA) um síðustu helgi. „Við ætlum að keyra á þetta aftur og athuga hvort við sjáum ekki til lands,“ segir Björn. Björn segir ágætlega hafa miðað í viðræðunum þar til að hlé var gert. Ákveðin bið hafi verið eftir niður- stöðu í almennu samningunum við SA og „stóru málin“ að mestu leyti verið órædd. Spurður segir Björn helstu kröfu ófaglærðra ríkisstarfsmanna vera jöfnun við sambærileg störf, bæði varðandi launamál og lífeyrisrétt- indi. Samræming fjölda sérsamn- inga hafi gengið ágætlega en nú sé komið að lokasprettinum. Félagsmenn SGS hjá ríkinu eru á fjórða þúsund talsins um allt land, flestir hjá Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á vegum ríkis- ins, en einnig hjá t.d. Vegagerðinni, Landgræðslunni og Skógræktinni. Viðræður SGS við ríkið hefjast á ný eftir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.