Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Franzisca. Drjúgan spöl geng- um við saman á vegi vináttunnar og héldum alltaf góðu sambandi á hverju sem gekk í lífi og störfum. Kveðjustundin er sár og við munum sakna þín mikið. Þú varst einstök og merk kona. Við urðum vinir þegar Franzisca vann hjá Blindrafélaginu og fól mér smáverkefni þar. Ég vissi hverra manna hún var, ég hafði séð falleg málverk eftir Gunnar Gunnarsson listmálara á heimili æskuvinkonu minnar. Og frá því rétt örlaði á vor- inu fyrir landspróf og langt fram á sumarið, kúrði ég í veikindum með Fjallkirkjuna, það kraftmikla meistaraverk afa hennar. Mér fannst það hjálpa mér að tóra. Það voru ekki síst myndlýsingar föður hennar í bókinni sem léttu mér stundir, svo fullar af hlýjum húmor og næmni að sagan varð fullkom- lega lifandi. Það var því fengur þegar ég kynntist Franziscu mörg- um árum seinna að fá að sjá frum- myndirnar og fleiri myndir hans, einstakar perlur. Og perla var hún sjálf. Franzisca hafði þá nýlega með stuttu millibili misst föður sinn, afa og ömmu. Hún rifjaði upp líf sitt og tjáði söknuðinn í lifandi frásögn og ljóðum. Meðfram öðrum störfum tók hún að sér að hlúa að þeim list- ræna arfi sem lá eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund, en hafði minna svigrúm til að sinna eigin ritstörfum. Hún hafði magnaða frá- sagnargáfu, ævintýralegt ímyndun- arafl og góða hæfileika til að teikna. Allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af heilum hug og með mikilli umhyggju. En um- hyggju veitti hún í ríkum mæli hvar sem hún náði til, vinum sínum, blómum og dýrum, en húsdýrin hennar Franziscu áttu sérstakan sess í lífi hennar. Þau voru alltaf mörg í senn og lifðu vel og lengi, höfðinglega haldin. Og minningarn- ar þyrpast nú fram eins og gersem- ar á gjafaborði, efni í margar sögur um gleði og sorg, kryddaðar kank- vísi og kímni, en allt fallegar sögur. Fallegar eins og Franzisca var og umhverfið sem hún skapaði. Heil og sterk var hún, einnig í bar- áttu við illvíga sjúkdóma sem hún varð að þola, það var lífsbarátta sem hún háði óbuguð allt til enda. Við þökkum samfylgdina, heil- FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR ✝ Franzisca Gunn-arsdóttir fæddist á Skriðuklaustri í Fljótsdal 9. júlí 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 3. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 12. mars. indi, traust og vænt- umþykju sem við feng- um öll að njóta, við Leifur, Steini, Bjössi og Sigrún. Ástvinum hennar sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Friðrika Geirsdóttir. Eitt dýrmætt djásn er horfið úr jarðlífi. Hún Franzisca mín hefur kvatt veraldar- vafstrið og snúið á vit hinna himnesku vorlanda. Eftir sit- ur sár söknuður ættingja og þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Franziscu fyrir vinkonu. En það er einmitt í slíkum söknuði sem hin skerandi mótsögn, fögnuðurinn, felst, sá fögnuður sem felst í minn- ingunni um stórbrotna, tígulega konu – baráttukonu sem var í stöð- ugri sókn allt sitt líf við að láta gott af sér leiða. Með óþreytandi skarp- skyggni og innsæi frjóvgaði hún anda samferðamanna sinna. Í ná- vist Franziscu var aldrei andleg lognmolla því Franzisca bjó yfir þeim töframætti að laða fram sam- ræður sem voru ögrandi bæði á sviði sálkönnunar og hugmynda- fræði. Hin torræða tilvera og lög- mál hennar mörkuðu margar þær samræður sem komu huga og hjarta á flug. Söknuðurinn er sár en minningin er sæt um mína kæru vinkonu Franziscu sem var mér sem besta systir bæði í blíðu og stríðu. Ég bið góðan Guð að blessa og hugga ættingja og vini sem nú eiga um sárt að binda. Elsku Franzisca, Drottins Jesú ljós þér lýsi á þínu nýja tilverusviði. Þín vinkona Gígja Gísladóttir. Það er erfitt að skilja hvernig einhver getur hætt að vera til. Góð, falleg og hvetjandi manneskja sem er órjúfanlegur hluti af einum besta vini manns frá því maður kynnist honum fyrst á unglingsárum. Franzisca, mér fannst þú alltaf koma fram við okkur strákana vini Gunnars Björns eins og fullorðna menn, eins og gamlar sálir. Af ör- læti, þolinmæði og gleði. Af virð- ingu, glæsileika og væntumþykju. Hvort sem maður var krakki eða ungur maður. Það var eitthvað kon- unglegt við heimilið ykkar, gamla húsið á Dyngjuvegi. Andinn í hús- inu, húsgögn frá annarri öld, bóka- safn, málverk, arinn. Það var erfitt annað en að ganga þar tignarlega um. Miklar tilfinningar, mikil saga og mikið ljós í húsi skáldsins, hús- inu ykkar. Og þó við værum bara fimmtán ára strákar á næturskralli í herberginu hjá vini okkar barst þú fyrirhafnarlaust á borð fyrir okkur veitingar eins og í Róm- verskri keisarahöll. Ásamt besta mat og drykk reiddir þú fram fróð- leik um bókmenntir, listir, heim- speki, trúarbrögð og mannkyns- sögu. Frjálslyndar hugmyndir og hefðbundnar. Hvatning til skapandi hugsunar og gefandi lífs. Það er gott uppeldi, góð upplýsing. Í dag veit ég að það er mikil lukka að verða fyrir slíkum áhrifum ungur. Takk fyrir það. Gunnar Björn vinur minn. Ég er víst ekki sá eini sem mun sakna mömmu þinnar. Í þeim hópi eru all- ir sem höfðu kynni af henni og því sem hún hafði að gefa. Ég sendi þér styrk núna þegar lífið heldur áfram. Við vitum báðir að ein af þversögnum lífsins er að ótímabær missir okkar nánustu getur bætt og byggt upp þá sem eftir standa. Gildi og hugsjónir mömmu þinnar verða áfram þín og munu lifa áfram í þér og þínum. Eins og þú sjálfur á ég líka erfitt með að hugsa mér þig í framtíðinni án Franziscu, móð- urinnar sem fæddi þig, bjó þig til og hefur alltaf verið hluti af þér. Gunnar Björn vinur minn. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst ykk- ur. Mamma þín verður alltaf til. Raunverulegri en nokkru sinni í huga þínum og hjarta. Þú berð ljósið áfram. Teitur Þorkelsson. Ég var ein af þeim heppnu að hafa kynnst Franziscu. Einn daginn hringdi verkstjórinn í mig og sagði að ég ætti að fara á nýtt heimili, til hennar Franziscu á Laufrima 41. Á móti mér tók hún og hundurinn hennar hann Garpur. Við náðum strax saman og spjölluðum enda- laust um heima og geima, því hún vissi svo margt og einnig um stoltið sitt hann Gunnar Björn. Franzisca hafði gaman af svona minningargreinum og hafði safnað að sér ýmsum greinum sem við höfðum gaman af, svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra og mun alltaf geyma þessar stuttu og góðu minn- ingar mínar um Franziscu. Ég vel þér kveðju, sem virði ég mest, von, sem í hjarta geymi. Annist þig drottins englar bezt í öðrum og sælli heimi. (Valdimar Jónsson frá Hemru.) Elsku Gunnar Björn, Signý og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð, kveðja, Ingibjörg Frostadóttir, Miðgarði. Flestir vita hve mikils virði það er að eiga góða nágranna. Ég flutti inn í næsta raðhús við Franziscu fyrir hálfu fimmta ári og fljótlega kom í ljós, að ég hafði haft heppn- ina með mér hvað nágranna varð- aði. Góður kunningsskapur tókst fljótlega og hef ég átt margar ánægjulegar rabbstundir með Franziscu. Hún hafði frá ýmsu að segja og gerði það skemmtilega, sem sjá má í bókinni hennar, Vand- ratað í veröldinni. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, vil ég þakka þessar stundir og okkar góðu viðkynningu. Að- standendum votta ég innilega sam- úð mína. Hörður Óskarsson. Að eilífðarósi umvafin elsku frjáls ert farin ferðina löngu Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið, Í mörgum mætum minningum er lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Nína Rúna og Jóna Rúna Kvaran. HINSTA KVEÐJA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langammma, VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áður Austurgötu 7, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi aðfaranótt föstudagsins 5. mars, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 15. mars kl. 15.00. Jón Vignir Karlsson, Hjördís Edda Ingvarsdóttir, Auðunn Karlsson, Þorbjörg Símonardóttir, Níels Karlsson, Jóhanna Pétursdóttir, Sigurður Karlsson, Jóhanna Sigríður Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA FINNBOGADÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 23. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir sendum við læknum, hjúkrunar- og starfsfólki Land- spítala og Landakots, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Kærar þakkir sendum við einnig vinum hennar og starfsfólki á Vitatorgi fyrir aðstoð, hjálpsemi og vinarþel henni til handa. Við þökkum þeim er auðsýndu samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur. Áskell Jónsson, Droplaug Pétursdóttir, Hlynur Áskelsson, Björk Áskelsdóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir, Ýmir Hrafn Hlynsson. Ástkær faðir minn, tengdafaðir afi, bróðir og mágur, GÍSLI MAGNÚS GUÐMUNDSSON útvarpsvirkjameistari, Efstalandi 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 15. mars kl. 15.00. Sædís Gísladóttir, Garðar Skarphéðinsson, Gísli Magnús Garðarsson, Ingvar Þór Garðarsson, Árni Guðmundsson, Sigurrós Ólafsdóttir, Unnur G. Guðmundsdóttir Proppé, Jóhannes Proppé. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, JÓNU SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á F-gangi Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Sigríður Ebenesersdóttir, Hulda Ebenesersdóttir, Valgerður Ebenesersdóttir, Grímur Grímsson, Eygló Ebenesersdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Magnús Ebenesersson, Brynja Jóhannsdóttir og ömmubörnin. Þökkum sýndan hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR PÁLSDÓTTUR kennara, Grandavegi 47. Þórður Jónsson, Páll Þórðarson, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigurlaug Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir, Jón Þórðarson, ömmubörn og langömmubörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.