Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 57 ER ekki tilgangur heitu skólamáltíð- anna að stuðla að hollu og uppbyggj- andi fæði, í þjóðfélagi þar sem offita og vannæring meðal barna er vaxandi vanda- mál? Í Flataskóla í Garðabæ er boðið upp á heita skóla- máltíð frá Matar- lyst á 350 kr. Sá matseðill saman- stendur af mest- um hluta af fars- réttum ýmiss konar, kjötbollum, pylsum, bjúgum og öðrum unnum matvörum, það er að hámarki tvisvar í viku sem boðið er upp á hreina kjöt- eða fiskrétti og aldrei upp á kjúkling sem börn eru þó yfirleitt mikið fyrir, raunar er eitthvað sem heitir kjúklinganaggar með frönskum og tómatsósu en hvað mörg prósent af kjúklingakjöti fyr- irfinnst í því er sjálfsagt litlu meira en kjötið sem fyrirfinnst í kjötfarsi og fiskurinn í fiskfarsinu. Hvert er hlutverk Manneldisráðs? Hvað segir fyrir því að hér í versl- unum skuli vera leyft að selja þetta fars sem samanstendur af mestum hluta af hveiti, fitu, salti og kryddi, er ekki hægt að setja einhverjar reglur um lágmarks kjöt- og fisk- innihald? Ég til dæmis kaupi hálft kíló af hreinu kjöti eða fiskihakki á móti kílói af farsi og blanda saman við til að gera þetta að mannamat. Eins er með reyktu og söltuðu mat- vörurnar, að setja eitthvert þak á saltinnihaldið í þeim, í stað þess að hafa bráðamóttökuna yfirfulla um jól og áramót af fólki sem er að dauða komið eftir neyslu á þessum vörum. Svo er talað um ofát, ég er ekkert svo viss um að fólk sé að borða svo óskaplega mikið, heldur eru bara þessir hamborgarhryggir baneitrað- ir og ekki fyrir hvern sem er að þola. Í skólunum á að leggja grunninn að heilbrigðu mataræði og eingöngu að bjóða upp á máltíðir úr óunnu hrá- efni og pasta á ekki að sjást. Já, það var skrýtið er Manneldisráð hamraði á pastaátinu, byrjaði á öfugum enda, fyrst verður að kenna fólki að borða grænmeti, pasta er gjörsamlega næringarsnautt sem notað er sem magafylliefni hjá þjóðum sem borða mikið grænmeti, þjóðum sem byrja hverja máltíð á kúfuðum diski af brakandi íssalati með ólífuolíu og ediki eða mozarellaosti og tómötum. ÁSDÍS ARTHURSDÓTTIR, nemi í heimspekideild HÍ. Heitu skólamáltíðirnar ruslfæði samþykkt af Manneldisráði! Frá Ásdísi Arthursdóttur: Ásdís Arthursdóttir HINN 19. febrúar sl. birti Morg- unblaðið á bls. 53 athugasemdir frá átakshópi Höfuðborgarsamtak- anna og Samtaka um betri byggð í framhaldi af umfjöllun Morgun- blaðsins um Hringbraut 15. febr- úar. Undirrituð stiklar á stóru í um- fjöllunarefni greinar átakshópsins. Á árunum 2000 og 2001 efndu Samtök um betri byggð til tveggja samráðsfunda um færslu Hring- brautar með þátttöku fulltrúa frá Háskólanum og fleiri stofnunum, sem og eigendum Umferðarmið- stöðvar og íbúasamtökum. Árið 2001 þurftu samtökin tví- vegis að beita upplýsingalögum til að knýja embætti borgarverkfræð- ings til að afhenda opinber gögn um Hringbraut. Samtökin höfðu þá þegar reynt að koma á fram- færi þeim tillögum sínum sem nú liggja fyrir. Á árunum 2000–2002 sendu sam- tökin borgarráði, borgarstjóra og borgarverkfræðingi allmörg erindi um færslu Hringbrautar. 2002– 2003 gerðu Samtök um betri byggð og Höfuðborgarsamtökin formlegar athugasemdir við um- hverfismat Hringbrautar og við aðal- og deiliskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við brautina. Í miðborg Reykjavíkur er þekkt markaðsverð fyrir byggingarland og samlegðaráhrif af nýtingarstigi þess og útivistarsvæða. Þögn borgaryfirvalda um þennan meg- inþátt málsins, verðmæti landsins sem fer undir nýja Hringbraut, er því með öllu ólíðandi og óverjandi. Frá stofnun hafa bæði Samtök um betri byggð og síðar Höfuð- borgarsamtökin beitt sér af öllum mætti til að vekja athygli á fyr- irhugaðri færslu Hringbrautar og skelfilegum afleiðingum af fram- kvæmdinni. Engin marktæk samgöngubót hlýst af tillögu Vegagerðarinnar. Margt bendir jafnvel til þess að aðstæður muni versna, meðal ann- ars með tilkomu nýrra gatnamóta við Barónsstíg. Fjarlægð þeirra frá Njarðargötu (450 metrar) er langt undir viðmiðunarmörkum fyrir braut af þessu tagi og getur aðeins leitt til mikilla umferðar- tafa. Bæði þessi ljósagatnamót eru auk þess sömu gerðar og nú er reynt að losna við á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Því muni ágalli af viðstöðulausum gegnumakstri á Hringbraut við Bústaðaveg til dæmis ekki skila sér. Átakshópurinn ítrekar það að ekki er mögulegt að ræða um kostnað við mannvirkjagerð án þess að reikna með kostnaði vegna landsins sem þarf að leggja undir. Fullyrðingar um annað eru alrang- ar. Borgaryfirvöld hafa hækkað kostnaðarmat á sinni framkvæmd um 25%, úr 1200 milljónum í 1500 milljónir kr. Átakshópurinn hefur endurmetið kostnað tillögunnar um Hringbraut í stokk og telur nú að hann geti numið um 3.000 millj- ónum kr. Borgaryfirvöld og Vegagerð taka byggingarkostnað út fyrir sviga og láta sem lóðakostnaður sé núll. Samfélagslegt verðmæti landsins er þó eftir sem áður jafn- mikið. Yfirvöld eru einfaldlega að sóa dýrmætu landi, einn ganginn enn. Einmitt þetta athæfi, að meta landið einskis og fara illa með það, er meginorsök þess, að miðborg Reykjavíkur er að koðna niður og byggðin á höfuðborgarsvæðinu er tvístruð yfir svæði, sem evrópsk stórborg væri fullsæmd af. Eina raunverulega þéttbýli á Íslandi er því mjög óskilvirkt. Óskilvirknin birtist m.a. í minni afköstum samfélagsins, í glötuðum tækifærum, í mikilli sóun fjármuna og ekki síst í þeim þjáningum, sem fylgja gegndarlausri tímasóun íbú- anna. Þeir eru neyddir til að búa við afleitt borgarskipulag, sem kjörnir fulltrúar og ráðnir emb- ættismenn pukrast með sem sitt einkamál. Ólíklegt er að byggt verði á lóð Landspítala við Hringbraut í ná- inni framtíð. Ekki er byrjað að skipuleggja lóðina hvað þá að hanna og fjármagna byggingar. Engin sátt er enn um grundvall- arfyrirkomulag. Margir, sem vel þekkja til mála, telja að hagkvæm- ara verði að byggja upp hátækni- deildir í Fossvogi en langlegu- og geðheilbrigðisdeildir við Hring- braut. Umferð hefur ekki aukist að miðborginni á undanförnum árum. Jafnvel hefur heldur dregið úr henni. Þessi minnkaða umferð endurspeglar hina dapurlegu hnignun miðborgarinnar. Ekkert knýr því á um þessa framkvæmd nú. Átakshópurinn áréttar þá kröfu að borgaryfirvöld fresti framkvæmdinni svo kjósend- ur í Reykjavík geti kynnt sér allar hliðar málsins. Hann krefst þess að borgaryfirvöld standi við þau fyrirheit, sem gefin eru í aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001–2024, að gert verði heildarskipulag af Vatnsmýrar-svæðinu á yfirstand- andi kjörtímabili. Hópurinn mælir með því að skipu-lagsyfirvöld láti af því óráðs- hjali, sem þeim er nú tamt, að bútasaumsaðferðin í borgarskipu- lagi sé hið besta mál, sbr. orð Steinunnar V. Óskarsdóttur í Silfri Egils og svipuð ummæli yfirmanna Borgarskipulags á skipulagsráð- stefnu nýverið. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, fyrrv. þýðandi. Því verr gefast grunn- hygginna ráð sem þeir koma fleiri saman Frá Rannveigu Tryggvadóttur: Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar.  Heildverslun með öryggisvörur o.fl. Góð umboð. 60 m. kr. ársvelta.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóð- bylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Góð staðsetning.  Þekkt fyrirtæki í kvenfatnaði.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2—3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með öðrum rekstri. Góðir vaxtarmöguleikar.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Árs- velta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd byggingariðnaði.  Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Kringlubón. Ein þekktasta og besta bónstöð landsins. Sami eigandi í 16 ár.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld kaup.  Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka.  Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam- einingar eða fyrir duglega menn sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld kaup.  Hárgreiðslumeistarar / sveinar óskast til samstarfs í nýrri heilsu- og dek- urlind í Faxafeni. Gott tækifæri fyrir hæfileikafólk. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.