Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Hinn 4. janúar sl. slasaðistSigmar Óttarsson al-varlega úti á sjó. Hannmissti þá annan fótinnfyrir ofan ökkla og var næstum búinn að missa hinn fótinn líka og um tíma barðist hann fyrir lífi sínu vegna afleiðinga slyssins. Ég hitti Sigmar fyrir skömmu og ræddi við hann á bæklunardeild Landspít- alans við Grensásveg. Hugprýði, hið gamla og fallega orð, lýsir best við- móti hans í þessum samræðum – brosið var aldrei langt undan – eigi að síður er ljóst að röskun á högum hans er mikil og þjáningar hans vart bæri- legar. Sigmar var háseti á netabátnum Eldhamri frá Grindavík þegar slysið varð. „Við vorum að leggja trossu númer tvö, við vorum með margar trossur um borð, enda nýbyrjaðir. Við stóðum tveir hlið við hlið, ég og nýliði, venju- lega er maður einn að verki við þetta,“ segir Sigmar. „Dimmt var á dekkinu og við vorum að ljúka við að leggja umrædda trossu. Trossan end- ar á færi, í færið kemur belgur og síð- an bauja sem tekin er fyrst upp þegar byrjað er að draga. Við stóðum svo þétt saman að ég sá ekki að færið hafið verið illa gert upp. Ég stóð í grennd við bugt og steig skref til hliðar og eins og örskot hert- ist lykkja að fætinum á mér og ég var fastur. Ég var í linum stígvélum þannig að ég gat ekki smeygt mér úr stígvélinu. Hefði ég verið í sérstak- lega styrktum öryggisstígvélum hefði ég getað náð fætinum upp úr stígvél- inu og hefði ekki misst fótinn. Mér er mikið í mun að koma þeim skilaboðum áleiðis til sjómanna að nota öryggisstígvél, það getur skipt sköpum. Ég veit að útgerðarmenn og skipstjórar hafa verið að ræða þetta mál nú eftir að ég missti fótinn. Ég vona að þessi atburður leiði það af sér að sjómenn fari almennt að nota ör- yggisstígvél. Þau eru til og það ætti að hafa þau á boðstólum og hvetja menn til að kaupa þau og nota,“ segir Sig- mar. Hann kvaðst hafa orðið strax fyrir miklu „sjokki“ er hertist að fætinum. Fyrsta hugsunin var að halda sig á borðstokknum „Ég lamaðist alveg, en hugsun mín varð strax sú að ég ætlaði ekki að fara í sjóinn með færinu, þá vissi ég að allt væri búið. Enginn hnífur var í grennd til að skera á færið, sem var mjög stíft. Skipstjórinn sá þegar þetta gerðist og brá við skjótt. Hann hafði keyrt hratt út en byrjaði strax að bakka, það dró úr ferðinni – en ekki nóg. Færið fór út en ég hélt mér af öllu afli við borðstokkinn. Svo komu tveir aðrir félagar mínir sem héldu mér einnig en sá þriðji náði í hníf og tókst að lokum að skera á – en þá var ég bú- inn að missa fótinn, hann hafði kubb- ast af, og kominn langleiðina með að missa hinn fótinn líka í átökunum við að halda mér á borðstokknum. Vinstri fóturinn kubbaðist af en sá hægri mölbrotnaði og marðist svo illa að mjög tvísýnt hefur verið hvort ég héldi honum. Nú eru allar líkur taldar á að svo verði. Læknunum tókst að koma honum á aftur, ef svo má segja, hann hékk mölbrotinn á nánast einni taug og það var komið drep í hann, en það tókst að skera drepið burt og tjasla honum saman,“ segir Sigmar og sýnir mér fótinn, hann er í gifsi með stálteinum út úr. „Þyrlan var svo fljót í förum að það bjargaði mér,“ bætir Sigmar við. „Mér var sagt að 67 mínútur hafi liðið frá því þyrlan var kölluð út og þar til hún lenti með mig við Land- spítalann í Fossvogi.“ Um tíma var tvísýnt um líf Sigmars Þá tók við sex eða sjö tíma aðgerð. Þetta leit allt mjög illa út. Drep var komið í vinstri fótinn fyrir ofan þar sem hann hafði kubbast í sundur þannig að það þurfti að taka meira af þeim fæti og hinn afar illa farinn sem fyrr sagði. Sigmar kveðst hafa haldið meðvit- und allan tímann um borð. „Sársaukinn meðan ég var við borðstokkinn er ólýsanlegur. Þegar búið var að skera mig lausan drógu félagar mínir mig niður í gang. Sá flutningur var mjög sársaukafullur, þá hefðu þurft að vera börur við höndina. Félagar mínir voru skelf- ingu lostnir, það reyndi mjög mikið á þá að horfa upp á skipsfélaga sinn fara svona. Ég missti blóð en þó minna en ella hefði orðið vegna þess að strax var hert að stúfnum og sett hátt undir fæturna. Það bjargaði miklu. Það var mikið lán í óláninu að við vorum komnir stutt frá landi og þyrl- an fljót í förum sem fyrr sagði. Á sjúkrahúsinu veiktist ég mikið, það féll saman annað lungað í mér og ég fékk einnig mjög háan hita, það tók nokkurn tíma að finna út hvað ylli honum. Ég reyndist kominn með gall- blöðrubólgu og þurfti að stinga á maganum á mér. Ég var mjög hætt kominn hátt á annan sólarhring. Mér er minnisstæðast frá dvöl minni á gjörgæsludeildinni hinar miklu martraðir. Mér var haldið sofandi í hálfan mánuð og öðru hvoru hef ég líklega verið að reyna að vakna milli lyfja- gjafa og þá sóttu að mér hræðilegar ofskynjanir. Þegar ég loks vaknaði var ég mjög ruglaður og skildi ekki hvernig komið var. Ég vildi strax fara að ganga um. Ég fann heldur ekki annað en fótur- inn væri á sínum stað. Þegar ég hitti fólkið mitt fór ég smám saman að átta mig á hvað gerst hafði.“ Sigmar kveðst ekki hafa lenti í slysi fyrr, þó hefði einu sinni legið við að illa færi. „Ég var að koma frá Ísafirði í flug- vél 1982, það kviknaði í öðrum hreyfl- inum en tókst að slökkva eldinn. Reyna átti lendingu á Ísafirði en þá kom í ljós ekki var hægt að ná öðru lendingarhjólinu niður. Eftir klukku- tíma martraðarflug á einum hreyfli lentum við magalendingu í Keflavík – en sluppum með skrekkinn.“ Gerir sér vonir um að halda hægri fætinum En nú er niðurstaðan önnur og óbætanlegur skaði skeður. Ég spyr Sigmar hvernig honum líði eftir þetta mikla áfall. „Ég er lífsglaður maður og lít björtum augum til framtíðar. Tíminn læknar sárin. Ég geri mér vonir um að halda hægri fætinum og að hann verði styrkur þegar hann er vel gró- inn. Ég hef séð fólk hér á gervifótum og nú þegar er farið að venja stúfinn við hulsu og í síðustu viku prófaði ég gervifótinn. Flótlega eftir að ég vakn- aði voru þeir komnir frá stoðtækja- framleiðandanum Össuri til að mæla fótinn og útbúa hulsuna. Ég er svo heppinn að hafa haldið hnénu, það skiptir miklu. Menn hafa náð góðum árangri með að þróa gerviökkla. Mér sýnist varla hægt að sjá á göngulagi fólks að það sé með slíka gervifætur. Ég er með hulsuna á mér frá 3 upp í 8 tíma á dag. Það er ekki svo sárt en maður svitnar tals- vert undan henni.“ Átti bjarta æskudaga í Hveragerði og í Selvoginum Sigmar hefur verið til sjós um ára- bil. Fátt benti þó til þess í æsku hans að hann yrði sjómaður. „Ég er að mestu alinn upp í Hvera- gerði. Fyrstu árin mín átti ég reyndar í Selvoginum. Þangað kom ég 6 vikna gamall, árið 1955, með móður minni, Jakobínu Sigurs frá Æðey. Hún kom sem kaupakona í Þorkelsgerði og giftist Guðna S. Bjarnasyni, einum bræðranna þar. Mér þótti gaman í Selvoginum og á þaðan ýmsar minningar úr frum- bernsku. Þar er stutt á milli bæja, ég minnist skemmtilegra heimsókna á næstu bæi og kynntist fólkinu þar, t.d. í Torfabæ. Síðar var ég öðru hvoru í sveit í Þorkelsgerði. Þar var þá ekki komið rafmagn og var ég oft myrkfælinn í Selvoginum – dimmt var og oft hávært brimsog frá úthaf- inu. Rafn, bróðir stjúpa míns, sem var Öryggisstígvél hefði bjargað fætinum Það er hörð reynsla að missa annan fótinn og bíða milli vonar og ótta eftir nið- urstöðu um hvort taka verði hinn fótinn líka. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Sigmar Óttarsson sjómann sem að undanförnu hefur háð erfiða baráttu vegna mikils slyss á sjó hinn 4. janúar sl. Um tíma sveif hann milli heims og helju en er nú kominn í endur- hæfingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigmar Óttarsson lítur bjartsýnn til framtíðar. Aðstæður Sigmars eru mikið breyttar og mörgu nýju þarf að venjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.