Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 43 ✝ Dóróthea Finn-bogadóttir fædd- ist á Eskifirði 3. des- ember 1918. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 23. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Dóróthea Kristjáns- dóttir húsfeyja, f. 14. desember 1895, d. 2. mars 1965 og Finn- bogi Þorleifsson, skipstjóri og útgerð- armaður, f. 19. nóv- ember 1890, d. 13. ágúst 1961. Dóró- thea var þriðja í röð sex systkina. Hin eru: Helga, f. 26. janúar 1916, d. 5. september 1991, Esth- er, f. 24. janúar 1917, d. 23. júní 1986, Alfreð, f. 25. mars 1921, d. 10. desember 1969, Rögnvaldur, f. 13. maí 1925 og Björg, f. 25. maí 1928. Dóróthea ólst upp á Eskifirði en fluttist síðar til Ak- ureyrar ásamt fjölskyldu sinni. Dóróthea giftist árið 1948 Jóni Áskelssyni, f. 31. október 1915, d. 30. nóvember 1984. Jón var sonur Áskels Sigurðssonar, f. 14. febr- úar 1886, d. 25. desember 1968 og Sigríðar Jónsdóttur, f. 29. október 1883, d. 31. ágúst 1956. Þau skildu 1965. Sonur Dórótheu og Jóns er Áskell Jónsson, f. 31. desember 1949, kvæntur Droplaugu Pétursdóttur, f. 16. október 1949. Þau eiga þrjú börn, Hlyn, f. 5. júní 1969, Björk, f. 17. júní 1975 og Ylfu Ösp, f. 8. maí 1980. Barna- barnabarn Dór- ótheu er Ýmir Hrafn Hlynsson, f. 12. maí 1996. Dóróthea fluttist aftur til Eski- fjarðar 1965 og bjó þar til ársins 1972. Þá flutti hún til Reykjavík- ur og átti heimili með Esther systur sinni þar til hún lést. Dóróthea vann lengst af við verslunar- og þjónustustörf. Hún vann hjá Flugfélagi Íslands (síðar Flugleiðum) í 20 ár, fyrst sem starfsmaður umboðsins á Eski- firði og síðar í Vöruafgreiðslu Flugleiða í Reykjavík. Hún lét af störfum vegna aldurs árið 1988. Jarðarför Dórótheu fór fram í kyrrþey, að hennar ósk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Nú hefur Dóróthea Finnbogadótt- ir, sem alltaf var kölluð Dúdda, kvatt. Við kynntumst fyrir þrjátíu árum þegar ég giftist einkasyni hennar, Ás- keli Jónssyni. Þrjátíu ár er langur tími af æviskeiði manns og eins og gefur að skilja er margs að minnast á kveðjustund. Dúdda fæddist og átti sín bernsku- ár á Eskifirði og var Eskifjörður henni mjög kær. En fjölskylda henn- ar tók sig upp um 1938 og fluttist norður til Akureyrar og þar bjó Dúdda í rúm 25 ár og hafði alltaf sterkar taugar norður eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Ef hún hitti ein- hvern að norðan þurfti hún alltaf að grennslast fyrir hverra manna við- komandi var. Dúdda kom úr stórum systkinahópi og er frændgarðurinn stór. Hún skip- aði sess sem aldursforseti síðustu 12 árin og fylgdist hún vel með öllu sínu fólki. Barnabörnin voru henni alltaf efst í huga og fylgdist hún alla tíð mjög vel með framvindu þeirra. Á sama hátt var hugur hennar hjá systkinum hennar, systkinabörnum og afkomendum þeirra. Áhugamál Dúddu voru mörg. Hún var t.d. mikil áhugamanneskja um bridge. Henni fannst óskaplega gam- an að spila og tók þátt í mörgum bridgemótum. Hún hafði einnig gam- an af að ferðast og hafði víða farið og voru nokkrar ferðir þar sem hún gat sameinað þessi áhugamál sín. Eitt var það áhugamál sem átti hug hennar allan en það var knattspyrna. Enski boltinn og að fylgjast með ,,strákun- um okkar“ var hennar líf og yndi. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta var henni svo hugleikin að ekkert gat stöðvað hana meðan hún stóð yfir. Eitt sinn þegar heimsmeistarakeppn- in stóð yfir var Dúddu, sem þá var rúmlega áttræð, boðið í útskriftar- veislu. Rúmri klukkustund síðar vildi hún fara heim og skildu gestgjafarnir ekkert í þessu og spurðu hvað ylli þessum asa. Hún sagðist verða að fara heim því nú færi leikurinn að byrja. Gestgjafarnir máttu vart mæla af undrun yfir því að þetta fullorðin kona skyldi hafa þennan brennandi áhuga á fótbolta. Dúdda lenti í því að slasast og lær- brotna á árinu 2000. Af miklum vilja- styrk og hörku tókst henni að komast á fætur aftur og heim. Því miður þurfti hún að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum síðustu árin en hún tók því með ótrúlegri jákvæðni og and- legum styrk. Hún var lýsandi dæmi um fólk sem stendur af sér storma, sem bognar en brotnar ekki. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð manneskja og auðnaðist að halda sjálfstæði sínu, vilja og andlegri reisn til hins síðasta þó líkaminn væri sjúkur. Sem dæmi um sjálfstæði hennar og viljafestu þá var hún búin að skrifa bréf og ákveða allt varðandi útför sína. Síðustu dag- ana fann hún að hverju stefndi og sagðist vera orðin tilbúin að kveðja. Margs er að minnast og margt ber að þakka en minningarnar lifa með okkur. Blessuð sé minning Dórótheu. Hvíl þú í friði. Droplaug Pétursdóttir. Elsku amma. Við systkinin og ömmubörnin þín kveðjum þig nú í hinsta sinn með nokkrum orðum. Hvernig munum við minnast þín í framtíðinni og hvernig munum við lýsa þér fyrir ófæddum afkomendum? Jú, svarið er ekki flókið. Þú varst ein- faldlega frábær amma, skemmtileg, kærleiksrík og góð. Þú varst smávax- in og fínleg en ótrúlega sterk kona, dugleg og ákveðin. Svona var amma í hnotskurn og hún lét fátt stoppa sig. Hún endurnýjaði t.d. ökuskírteinið sitt á sjötugsaldri eftir að hafa hætt að keyra nokkrum áratugum á undan. Þegar hún varð áttatíu ára fyrir rúm- um fimm árum hætti hún að reykja eftir að hafa reykt í rúm sextíu ár. Læknirinn sagði að nú væri komið nóg ef hún ætlaði ekki að hrökkva upp af innan tíðar. Lífslöngunin var nautninni yfirsterkari og hún hætti og sagði að það hefði ekki verið neitt mál. Seinustu þrjú árin voru ömmu erf- ið. Hún var ekki fyrr stigin upp úr lærbroti en hún braut sig aftur og nú síðastliðið sumar fótbraut hún sig í þriðja skiptið. Þetta voru mikil áföll fyrir gamla konu en hún bar ávallt höfuðið hátt og neitaði að gefast upp. Það var aðdáunarvert að fylgjast með henni berjast áfram eftir þessi tíðu skakkaföll, ávallt staðráðin í að kom- ast á fætur og aftur heim. Amma var viljasterk og andlega þróttmikil þótt að líkaminn væri orðinn gamall og þreyttur. Þessi lífsvilji, jákvæðni og þrautseigja skilaði henni lengri líf- dögum og fleiri stundum með sínum nánustu. Þótt hún væri oft kvalin og ekki vel fyrir kölluð þá var henni það ávallt efst í huga að bjóða fram aðstoð sína ef hún mögulega gat. Er það ekki annars tilgangur lífsins í hnotskurn, þ.e. að láta gott af sér leiða? Ég held að göfugra markmið verði vart fund- ið. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þótt að þú sért nú farin í annan heim eigum við minningu um frábæra ömmu sem var lítil og nett en með stórt og einstaklega gott hjarta. Hlynur, Björk og Ylfa Ösp. DÓRÓTHEA FINNBOGADÓTTIR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, SVANHVÍTAR ÁGÚSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fyrir góða umönnun. Gunnar Kr. Guðmundsson, Kristín Lúðvíksdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Elísabet Jónsdóttir, Páll A. Guðmundsson, Lynn Guðmundsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför systur minnar, INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Ólafshúsi, Blönduósi. Bjarni Pálsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU SOFFÍU ÁRNADÓTTUR, Skólabraut 5, áður Unnarbraut 10, Seltjarnarnesi. Björn Halldórsson, Anna Birna Sigurbjörnsdóttir, Árni Halldórsson, Valborg Birgisdóttir, Sigurður Benediktsson, Margrét Kristín Jónsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir Driche og barnabörn. Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför HELGA SÆMUNDSSONAR ritstjóra. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Valný Bárðardóttir, Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir, Gísli M. Helgason, Gunnar H. Helgason, Sigrún Þórðardóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Anna B. Ólafsdóttir, Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæru eiginkonu, dóttur, móður, systur, mágkonu og ömmu, EDDU LOFTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks krabba- meinslækningadeildar Landspítala við Hring- braut fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingvar Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Loftur Gunnarsson, Snorri Loftsson, Sólveig Stefánsdóttir, Júlíus Þór Loftsson, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.