Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SJÓÐURINN Vildarbörn er aðeins ársgam- all en hann var stofnaður í fyrra á sumardag- inn fyrsta. Sjóðurinn er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina, því þeir sem vilja geta gefið ákveðinn fjölda ferðapunkta sinna sem og afgangsmynt um borð í flugvélum á ferðalögum. Markmið sjóðsins er að láta ferðalagsdrauma rætast hjá langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar að- stæður hér heima á Íslandi og einnig í ná- grannalöndunum. Á vetrardaginn fyrsta 2003 var í fyrsta sinn formlega úthlutað úr sjóðnum og fengu þá sjö fjölskyldur styrk. Flugfar og gisting allra fjölskyldumeðlima er innifalið í styrkn- um og einnig fær fjölskyldan dagpeninga sem og aðgangseyri að einhverjum viðburði sem barnið langar að komast á í útlandinu. Disn- eyland í Flórída er mjög ofarlega á óskalista barnanna en einn drengur kaus að fara til Englands á fótboltaleik með uppáhaldsliðinu Liverpool. Komið hefur skemmtilega á óvart hversu mikið hefur safnast um borð í flugvélum Ice- landair í formi afgangsmyntar, sem er frjálst framlag farþega frá hinum ólíkustu löndum og framlag hvers og eins allt frá einni krónu til fimm þúsund króna. Í janúar var afhentur afrakstur söfnunarinnar frá því sjóðurinn var stofnaður og var það hvorki meira né minna en hálft tonn af mynt eða rúmar fimm millj- ónir króna, sem komu upp úr vösum flug- vélasætanna. Styrkjum úr Vildarbarnasjóðnum er út- hlutað tvisvar á ári, vetrardaginn fyrsta og sumardaginn fyrsta, sem nú fer óðum að nálgast. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 22.mars og í þetta sinn renna styrkir til barna sem eru á aldrinum 6–14 ára. Landsbanki Íslands annast fjárhald sjóðs- ins og verndari sjóðsins er frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti, fyrrverandi forseti Íslands. Vildarbarnasjóður Icelandair gefur langveikum börnum tæki- færi til ferðalaga. Kristín Heiða Kristinsdóttir kynnti sér sjóð- inn og fékk að heyra ferðasögur tveggja fjölskyldna sem þegar hafa látið drauminn rætast. Vildarbörn fljúga út í heim TENGLAR ............................................................... Hægt er að gefa vildarpunkta á netinu: www.icelandair.is www.icelandair.is/vildarborn khk@mbl.is Alva Lena Hermannsdóttir er 7ára og er með krabbamein.Hún var ein þeirra sem fengu úthlutað óskaferð frá Vildarbörnum í fyrra og skellti sér ásamt Lilju Sóleyju litlu systur, mömmu og pabba, til Flór- ída í henni Ameríku og skemmti sér konunglega. „Þetta var æðisleg ferð og ég mun aldrei gleyma henni. Við flugum út fyrsta desember og það tók rosa- lega langan tíma og við lentum svo seint að við þurftum að fara beint í rúmið að sofa þegar við vorum komin á hótelið,“ segir Alva Lena sem nýtur þess að rifja upp ferðina góðu. „Og það var svo skrýtið að vakna við fuglasöng og sólskin daginn eftir, því það var des- ember, og vetur og kalt heima á Íslandi þegar við fórum upp í flugvélina daginn áður.“ Eftir að allir voru komnir á fætur, skundaði fjölskyldan á McDonalds og fékk sér morgunverð að bandarískum hætti. Síðan voru keypt sumarföt á alla fjölskylduna, því ekki var hægt að fara í hlýjum vetrarflíkum í Disneyland, sem stóð til að heimsækja næsta dag. Björguðu fílsunga „Disneyland var alveg ótrúlegt og enn flottara og skemmtilegra en við höfðum haldið, en samt bjuggumst við alveg við heilmiklu. Við sáum allskonar sýningar úr Mauralífi, Tarzan og Lion King og svo fórum við til „þykjustunni Afríku“ sem var samt eins og í alvör- unni. Við keyrðum á jeppa innan um dýrin og sáum ljón, flamengófugla og alls konar dýr sem ég hef aldrei áður skoðað lifandi. Og svo unnum við líka björgunarafrek í þessari safaríferð, því við sem vorum í jeppanum okkar björg- uðum litlum fílsunga sem var í vand- ræðum og það fannst mér æðislegt.“ Á hvolf í kappakstri Daginn eftir hélt fjölskyldan til Day- tona Beach, sem er falleg strönd og þar er mikið af tækjum og öðru sem miðað er við börn. „Það var sko nóg að gera þarna og rosalega gaman í kappakst- ursbrautinni þar sem við pabbi fórum alveg á hvolf en ég bara hló. Ég var dá- lítið montin yfir því hvað ég var hugrökk því mamma og litla systir mín hún Lilja, þær þorðu ekki að láta bílinn sinn fara á hvolf,“ segir Alva Lena stolt og bætir við að eftir kappakstusævintýrið hafi þau farið niður að ströndinni. „Hún var svo ótrúlega falleg og við busluðum í sjónum og skvettum hvert á annað og skemmtum okkur vel.“ Hláturskast í vatnsrússíbana Og ekki var hægt að fara til útlanda án þess að kaupa gjafir handa vinum og vandamönnum heima á Íslandi, og því fór næsti dagur í búðarölt. „En daginn eftir fórum við svo í Sea World og feng- um að sjá háhyrninga leika allskonar listir og svo voru óteljandi önnur sjáv- ardýr og það var mjög gaman að skoða þau. Í þessum garði var vatnrússíbani og ég var dálítið hrædd að fara í hann, því ég hafði aldrei gert það áður og hann endaði líka ofan í vatni og mér leist ekkert á það. En pabbi stappaði í mig stálinu og þegar mamma og Lilja voru búnar að fara, þá lét ég mig hafa það að fara með pabba og við hlógum allan tímann því þetta var svo rosalega gaman. Eiginlega var ferðin í vatnrússí- banann það langskemmtilegasta sem ég gerði í Sea World.“ Ég gleymi þessu aldrei Síðasta deginum eyddi fjölskyldan á Cocoa Beach. „Þar er sandurinn alveg ótrúlega fallegur og við grófum Lilju systur í sandinn þangað til ekkert sást nema andlitið. Sjórinn var líka svo frá- bær og ég gleymi þessum síðasta degi í Flórída aldrei. Reyndar var öll ferðin frábær og ég mun alltaf geyma minn- ingarnar frá henni í huganum,“ segir hetjan Alva Lena að lokum og foreldrar hennar þau Lísa Sóley Matthew og Hermann Hjartarson segjast af- skaplega þakklát Vildarbörnum fyrir að bjóða allri fjölskyldunni í þessa ógleym- anlegu ferð. Vaknaði við fugla- söng og sól í desember Gaman að hlaupa á ströndinni með pabba. Alva Lena og Lilja Sóley eitt sólskinsbros við sjóinn. Alva Lena með Lilju systur og mömmu í fanginu á einum risa- maurnum úr Mauralífi. Snædís Rán, níu ára, og ÁslaugÝr, sjö ára, eru systur meðerfiða fötlun. Þær eru með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að báðar hafa þær misst heyrn og sjóninni fer einnig hrakandi. En þær eru sérlega kátar og lífsglaðar stelpur og í viðtali sem birtist við foreldra þeirra í nóvember síðastliðnum kom fram að vissulega langi þau til að ferðast með stelpurnar og sýna þeim sem mest, áður en sjónin versnar meira en orðið er. Því var öll fjöl- skyldan mjög glöð þegar þau fengu úthlutað ferð á vegum Vildarbarna og þau drifu sig nú í lok febrúar út í heim. Systurnar Snædís og Áslaug voru harðákveðnar í að þær vildu fara í Disneyland í Flórída og þær voru al- sælar, nýkomnar heim eftir frábæra óskaferð. „Þær voru svo rosalega spenntar fyrir ferðina að þær gátu ekki sofið nóttina áður en við fórum í flugið,“ segja foreldrarnir Hjörtur Jónsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir og hlæja að óhemjuganginum í dætr- unum, en Jón Halldór, stóri bróðir, var mun æðrulausari. „Við þurftum að gefa stelpunum bílveikitöflur eftir að þær höfðu fengið að borða í flugvél- inni, svo þær gætu sofnað og hvílst eitthvað á þessu átta klukkutíma flugi. Við lentum seint að kvöldi en spenningurinn var svo mikill að þær spruttu upp eldsnemma daginn eftir og létu tímamismuninn ekkert á sig fá.“ Allt eða ekkert Hjörtur og Bryndís segja að ferðin hafi fyrst og fremst verið farin til að skemmta krökkunum og þau vörðu því mestum tíma í Disneylandi. „Við tókum þetta með stæl og fórum í alla fjóra garðana sem þar er að finna og þeir eru svo stórir að það er ekkert mál að dvelja heilan dag í hverjum þeirra. Og það sem okkur fannst svo frábært var að vegna þess að Snædís er með hvíta stafinn, sem tilheyrir sjónskertum, þá var okkur ávallt að fyrra bragði vísað á fremstu bekki í sýningum og öðru. Okkur var meira að segja boðið upp á táknmálstúlk, en ameríska táknmálið er ólíkt því ís- lenska svo við urðum að afþakka það. Þar sem við erum svo vön því að þurfa ævinlega að berjast fyrir stelp- urnar, þá var heilmikil upplifun fyrir okkur foreldrana að þær fengju sjálf- krafa forgang vegna fötlunar sinnar.“ Í heimsókn hjá Mikka mús og félögum Fyrsta deginum eyddu þau í garði sem heitir MGM Studios, þar sem boðið er upp á mjög flottar sýningar sem tengjast Disney-kvikmyndum. „Þarna voru líka alls konar leiktæki og umhverfið allt mjög ævintýralegt. Fríða og dýrið, Litla hafmeyjan og In- diana Jones lifnuðu við fyrir framan okkur.“ Á öðrum degi héldu þau svo í stærsta garðinn, Magic Kingdom, sem tileinkaður er teiknimyndafíg- úrum Disney. „Þar hittum við Jakob pabba hans Gosa og fórum í heim- sókn í hús Mínu músar og Mikka mús- ar. Áslaug var svo hrifin að hana lang- ar enn til að flytja í húsið hennar Mínu. Þetta var mikil ævintýraveröld og Þyrnirósarhöllin ein og sér var stórkostleg. Í lok dagsins var svaka flott flugeldasýning og við sátum öll hugfangin þegar Skellibjalla úr sög- unni um Pétur Pan sveif yfir okkur.“ Nashyrningar og geimferð til Mars Þriðja deginum vörðu þau í Animal Kingdom Disneylandsins og fóru þar í „safarí“ og skoðuðu alls konar lifandi afrísk dýr í náttúrulegu umhverfi. „Þarna voru apar, nashyrningar, fílar, ljón og önnur mjög framandi dýr sem var alveg meiriháttar gaman að sjá. Snædís er með Afríku á heilanum, svo þetta var eins og gullnáma fyrir hana og hún keypti sér fullt af „Afr- íkudóti“ til að taka með sér heim.“ Litla fjölskyldan tók sér frí í einn dag eftir þessa þriggja daga rassíu en hélt svo ótrauð í fjórða og síðasta Disneygarðinn, Epcot Center, sem skiptist í vísindaheim og stórt vatn en í kringum það standa þorp frá hinum og þessum heimshornum eins og t.d Kína, Mexíkó, Noregi og Japan. „Í hverju þessara þorpa var hægt að kaupa mat sem einnig átti rætur að rekja til landanna og það var sann- arlega tilbreyting frá hamborgurum og frönskum.“ Snædís, Jón Halldór og pabbi fóru tvisvar í geimferð til Mars en Áslaug og mamma voru minna fyrir æsileg leiktæki. En þrí- víddarbíóið í vísindagarðinum var mjög eftirminnilegt fyrir alla. „Áslaug er enn það ung að hún upplifði svo mikið af því sem gerðist í Disneylandi sem raunveruleika og hún fór í gegn- um allan tilfinningaskalann. Hún vildi ekki fara úr fantasíuheiminum og fannst ekkert gaman að fara upp á hótel í raunveruleikann.“ Frumskógur og afrískur matur Snædísi Afríkusjúku langaði til að prófa að borða afrískan mat svo fjöl- skyldan fór síðasta daginn á Animal Kingdom Hótel sem byggt var í suð- ur-afrískum stíl. „Að koma þar inn var eins og að ganga inn í frumskóg og maturinn var æðislegur. Þjónninn bauðst til að senda okkur uppskriftir að matnum í tölvupósti, svo núna getum við eldað sjálf afrískt gómsæti hér heima!“ segja þau Bryndís og Hjörtur að lokum og bæta við að ómetanlegt sé að Vildarbörn hafi gert þessa ævintýraferð að veruleika fyrir þær systur. Langaði til að flytja til Mínu músar Áslaug alsæl í heimsókn hjá Mínu mús. Hjörtur og Bryndís með börnin sín þrjú, Jón Halldór, Snædísi og Áslaugu, og Þyrnirósarhöllin í baksýn. Mikki mús tók vel á móti systkinunum Snædísi, Áslaugu og Jóni Halldóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.