Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ G ríðarlegar breyt- ingar hafa orðið á svínaræktinni á síðustu árum og má halda því fram að þetta sé í reynd allt önn- ur atvinnugrein í dag en hún var fyrir 15 árum. Svínastofninn er miklu betri en hann var og má það ekki síst þakka innflutningi á af- urðameiri svínum frá Noregi. Af- urðir eftir hverja gyltu hafa aukist mjög mikið sem þýðir hagkvæmari rekstur. Stærð og fjöldi búanna hefur líka breyst mikið. Árið 1991 var svína- rækt stunduð á 103 búum og var hvert bú með að meðaltali 31 gyltu. Í dag eru búin um 17 og meðalbúið er með um 240 gyltur. Þróunin hef- ur verið mjög hröð síðustu ár. Í stað fjölskyldubúa með lítið eða ekkert aðkeypt vinnuafl hafa orðið til fá stór bú með gríðarlega mikla veltu. Þau stærstu reka að auki öfl- ugar kjötvinnslur. Tvö bú eru langstærst og eru samanlagt með yfir helming mark- aðarins. Þetta eru svínabúið í Brautarholti og svínabú Vallár- feðga, en bæði þessi bú eru á Kjal- arnesi. Uppbygging þessara tveggja búa er um margt lík. Um er að ræða tvær fjölskyldur sem stundað hafa svínarækt í áratugi, en hófu á síð- asta áratug mikla uppbyggingu. Stjörnugrís verður til Stjörnugrís, sem er í eigu Geirs Gunnars Geirssonar og sonar hans Geirs Gunnars, var stofnað þegar faðir Geirs Gunnars eldri hætti bú- skap, en hann stundaði lengi bú- skap í Lundi í Kópavogi. Árið 1995 var svínabúið flutt frá Lundi að Vallá og í framhaldi af því hófst uppbygging á gríðarstóru svínabúi á Melum í Melasveit. Þar er nú stundað grísaeldi en á Vallá eru eingöngu gyltur. Árið 1999 byggðu Vallárfeðar svínasláturhús, það langstærsta á landinu. Þar er slátr- að grísum frá Stjörnugrís og fleiri framleiðendum, m.a. Brautarholti. Auk þess að framleiða svín reka feðgarnir annað stærsta eggjabú landsins, Stjörnuegg, og þeir voru um tíma líka í kjúklingaframleiðslu, en hafa nú hætt henni. Árið 2000 keyptu Vallárfeðgar kjötvinnsluna Ferskar kjötvörur af Baugi, en það fyrirtæki var á sínum tíma stofnað af Hagkaup. Rekstur Ferskra kjötvara hefur gengið brösuglega og skilaði félagið rúm- lega 40 milljóna króna tapi bæði 2001 og 2002. Sláturfélag Suður- lands keypti sig inn í félagið árið 2001 og á í dag um 65% í fyrirtæk- inu á móti feðgunum. Að sjálfsögðu hefur þessi upp- bygging kostað mikla fjármuni, en svínabúið skuldaði í árslok 2002 um einn milljarð króna. Vallárfeðgar hafa það fram yfir keppinauta sína á Brautarholti að hafa verið með allsterka eiginfjárstöðu áður en uppbyggingin hófst. Hröð uppbygging Brautarholtsfeðga Svínarækt hefur verið stunduð í Brautarholti í næstum 50 ár, en sérhæfð svínarækt hófst þar árið 1982 þegar Jón Ólafsson byggði svínahús fyrir 70 gyltur. Eftir byggingu svínahússins komu synir hans fjórir, Ólafur, Kristinn Gylfi, Björn og Jón Bjarni, smám saman inn í rekstur búsins. Á árunum 1986–87 var byggt við og búið stækkað upp í 220 gyltur og fjórum árum seinna var það stækkað upp í 265 gyltur. Árið 1998 var aftur haf- ist handa við að stækka búið og að þessu sinni um helming. Við uppbyggingu svínabúsins í Brautarholti settu eigendur þess sér það markmið að kaupa sig inn í fyrirtæki sem vinna vörur úr svína- kjöti. Eigendur búsins sáu fyrir sér að forsenda fyrir stækkun búsins væri betri aðgangur að markaðnum og því væri bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að fjárfesta í kjöt- vinnslufyrirtækjum. Árið 1999 keypti svínabúið Kjötvinnslu Sig- urðar í Kópavogi. Jafnframt var nafni fyrirtækisins breytt í Kjöt- vinnslan Esja ehf. Kaupin á Esju voru hins vegar aðeins fyrsta skrefið því ári síðar keyptu Brautarholtsfeðgar Síld & fisk. Þorvaldur Guðmundsson, sem var m.a. þekktur fyrir að vera árum saman hæsti skattgreiðandi lands- ins, byggði upp Síld & fisk og var fyrirtækið við lát hans eitt af öfl- ugri matvælafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið rak bæði svínabú á Minni-Vatnsleysu og kjötvinnslu í Dalshrauni í Hafnarfirði. Vörur sem framleiddar voru undir vöru- merkinu Ali höfðu afar sterka stöðu á markaðnum. Tvö af þremur börnum Þorvaldar seldu Brautarholtsfeðgum fyrir- tækið, en Geirlaug Þorvaldsdóttir ákvað að eiga áfram hlut í fyrirtæk- inu. Kaupverðið var tæplega einn milljarður króna og var allt fjár- magnað með lánsfé. Með kaupunum á Síld & fiski voru Brautarholtsfeðgar komnir með yfir 30% markaðshlutdeild í svínarækt og jafnframt búnir að kaupa ráðandi hlut í afar öflugu kjötvinnslufyrirtæki. En Brautarholtsfeðgar voru ekki hættir fjárfestingum í matvælafyr- irtækjum því að í ársbyrjun 2001 keypti svínabúið í Brautarholti 23,87% hlut í Sláturfélagi Suður- lands og Geysir, félag í eigu Krist- ins Gylfa Jónssonar, framkvæmda- stjóra svínabúsins, keypti jafnframt 5,89% hlut í Sláturfélag- inu. Um var að ræða svokölluð B- deildarbréf en eigendur þeirra njóta skertra réttinda m.a. á aðal- fundi en bréfin hafa forgang á arði. Svínabúið í Brautarholti var fyrir stærsti einstaki eigandi í A-deild stofnsjóðs SS með 2% eignarhlut. Eigendur svínabúsins í Brautar- holti létu sér ekki nægja að byggja upp öflug fyrirtæki í svínarækt því árið 1999 keyptu þeir Nesbúið sem var annað stærsta eggjabú lands- ins. Líkt og um kaupin á Síld & fiski voru kaupin að öllu leyti fjár- mögnuð með lánsfé. Sviptingar á kjúklingamarkaði Miklar breytingar hafa einnig orðið á kjúklingamarkaðinum á síð- ustu árum. Þróunin í átt til stórra og fárra búa átti sér stað mun fyrr en í svínaræktinni. Það er nokkuð langt síðan það urðu til mjög stór bú í kjúklingarækt hér á landi. Í dag eru fjórir aðilar ráðandi á markaðinum, Reykjagarður, Mat- fugl, sem keypti þrotabú Móa, Ís- fugl og Marval, sem keypti þrotabú Íslandsfugls. Brautarholtsfeðgar keyptu hlut í Móabúinu árið 1985. Markaðshlut- deild þess á kjúklingamarkaði var þá aðeins um 8%. Fyrirtækið réðst í miklar fjárfestingar og jók mark- aðshlutdeild sína hægt og örugg- lega. Árið 2000 var Móabúið komið með um þriðjung af markaðinum. Reykjagarður hefur hins vegar lengi verið stærsti kjúklingafram- leiðandinn. Fóðurblandan keypti fyrirtækið árið 2001, en seldi það fljótlega til Búnaðarbankans. Frumkvæði að þessum viðskiptum kom frá Kristni Gylfa Jónssyni, stjórnarformanni Móa, en hug- mynd hans var að fyrirtækin sam- einuðust. Búnaðarbankinn virðist hafa fallist á þessa viðskiptahug- mynd og ákveðið að styðja hana með því að gerast tímabundið eig- andi Reykjagarðs. Sú hugmynd að sameina Reykja- garð og Móa var ekki bara djörf heldur líka áhættusöm. Saman voru fyrirtækin með yfir 70% markaðs- hlutdeild og ljóst mátti vera að óvíst væri hvort samkeppnisyfir- völd myndu samþykkja samein- inguna. Reykjagarður hafði um nokkurt skeið haft uppi áform um byggingu á nýju sláturhúsi, en Reykjagarður hafði í mörg ár séð um slátrun fyrir Móabúið. Þessi áform gengu ekki eftir. Eigendur Móa tóku hins veg- ar frumkvæði í málinu og byggðu upp gríðarlega öflugt sláturhús og kjötvinnslu í Mosfellsbæ. Eigandi húsnæðisins var Landsafl, fjárfest- inga- og fasteignafélag í eigu Ís- lenskra aðalverktaka, Landsbank- ans og Eignarhaldsfélags Alþýðubankans. Bygging hússins kostaði yfir 700 milljónir, en Móabúið tók húsið á leigu. Afkasta- geta búsins var mjög mikil og átti það létt með að anna allri kjúk- lingaslátrun á landinu. Þess má geta að fyrir voru í landinu þrjú önnur kjúklingasláturhús. Sam- hliða þessu réðust Móar í aukna framleiðslu sem kallaði á talsverða fjárfestingu. Uppbygging á veikum grunni Hafa ber í huga að þegar Móar ráðast í þessa miklu uppbyggingu var fjárhagsgrunnur fyrirtækisins veikur. Eiginfjárstaða fyrirtækisins var að vísu jákvæð í árslok 2000 en fyrirtækið skuldaði rúmlega 670 milljónir króna. Eigendur Móa ráku á þessum tíma hluta af starf- semi kjúklingafyrirtækisins í fyr- irtæki sem hét Ferskir kjúklingar ehf., en þessi tvö félög sameinuðust Vonir um hagnað bre Á árunum 1998–2002 var fjárfest fyrir milljarða í kjúklinga- og svínarækt hér á landi. Í kjölfarið jókst framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti mjög mikið. Vegna offramboðs lækkaði verð á kjöti og í kjölfarið hafa stór fyrirtæki í þessum greinum orðið gjaldþrota. Egill Ólafsson rekur þær miklu breytingar sem orðið hafa í þessum tveimur greinum og áhrif þeirra á allan landbúnaðinn. Morgunblaðið/Kristján Á árunum 2000–2002 töpuðu fjórir stærstu kjúklingaframleiðendurnir um 1.240 milljónum. Tveir framleiðendur urðu gjaldþrota og sá þriðji fór í nauðasamninga. Verð á svínakjöti hefur verið að hækka und- anfarna mánuði og flest bendir til að jafn- vægi sé að nást á markaðinum. Meiri óvissa ríkir um það sem gerist á kjúklingamarkaði, en verð er enn lágt og vörubirgðir miklar. Þó að endanlegar tölur um reksturinn liggi ekki fyrir má fullyrða að árið 2003 hafi ver- ið það versta í sögu svínaræktarinnar á Ís- landi. Einn viðmælandi blaðsins orðaði það svo að „svínaræktin hefði einfaldlega farið á hausinn árið 2003“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.