Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 31 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú glæsilegar páskaferðir, þar sem þú getur valið sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol, heillandi menningarviku í Prag, ferðast um fegurstu strendur suður- Ítalíu eða notið pásk- anna í glæsisiglingu um gríska Eyjahafið. Í flestum tilfellum er flogið beint til viðkomandi áfangastaðar og þar taka reyndir fararstjórar Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu og bjóða þér spennandi kynnisferðir í fríinu. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin um páskana Costa del Sol 7. apríl – 11 nætur Verð frá kr. 59.995 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Santa Clara. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Netverð. Verð kr. 74.850 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000. Prag 8. apríl – vikuferð Verð frá kr. 36.550 Flugsæti fyrir manninn með flugvallarsköttum. Verð frá kr. 63.040 Flug, skattar og hótel, m.v. 2 í herbergi, ILF með morgunmat. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Benidorm 7. apríl – 14 nætur Verð frá kr. 52.495 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Montecarlo/Vacanza, íbúð með 2 svefnherbergjum. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Netverð. Verð kr. 67.990 M.v. 2 í íbúð, Montecarlo. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Ertu stúdent eða faglærður í fata-, málmtækni-,raf-, hönnunar- eða tölvugreinum ? Hefurðu íhugað að halda áfram námi í Danmörku? Á dönsku eða ensku? Lesið meira á: http://www.erhvervsakademierne.dk Frekari upplýsingar: Mogens Nielsen, námsráðgjafi, í síma: +45 74 12 42 42 Erhvervsakademi Syd í Sönderborg býður upp á iðnfræðinám á: • Hönnunarsviði • Framleiðslu- og rekstrarsviði • Upplýsinga- og rafeindasviði • Tölvutæknisviði Hefurðu áhuga? Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur í sal Verkfræðingafélagsins, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 25. mars kl. 19.00. Þann 29. nóvember 1947 var boðað til fundar í 1.allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna í NewYork. Fundarefni var skipting Palestínu og þarmeð stofnun Ísraelsríkis. Framsögumaður 1.nefndar allsherjarnefndarinnar var Thor H. Thors, fulltrúi Íslands hjá SÞ. Abba Eban, utanríkisráðherra Ísraelsríkis, sem síðar varð, hóf daginn með því að heimsækja Thor H. Thors á hótel hans, Barclay Hotel. Fór vel á með þeim Abba og Thor, báðir röktu í stuttu máli sögu þjóða sinna og lagði Abba áherslu á, að nú yrði að taka ákvörðun um skiptingu Palestínu, því samkomulagsumleitanir hefðu reynst árangurslausar (decision in stead of agreement). Abba lagði mikla áherslu á þessa ákvörðun SÞ. Gyðingaþjóðin stæði nú á tímamótum. Ef ákvörðun um skiptingu yrði samþykkt, þá myndi þúsund ára draumur okkar rætast, en ef tillagan yrði felld, þá þyrftu margar kynslóðir að bíða eftir því að sá draumur rættist. II. Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Allsherjarþingi S.Þ. urðu þau, að já sögðu 33, nei 13, tíu sátu hjá og einn var fjarver- andi, 57 atkvæði alls. Abba Eban (1915-2002) hælir Thor H. Thors (1903-1965) á hvert reipi í ævisögu sinni, segir fullum fetum, að fulltrúi smáríkis norður í ystu höfum hafi ráðið örlögum heimsbyggðarinnar þennan dag. En gleðin varð skammvinn. Fólkið í Jerúsalem dansaði og söng á götum úti, allir nema Ben Gurion (1866-1973), hann sat með höfuðið í skauti sér, því hann vissi, að þetta var aðeins upphafið að blóðugum átökum við araba, enda höfðu fulltrúar þeirra gengið út úr salarkynnum SÞ um leið og úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. III. Umboð Breta frá SÞ til að fara með völdin í Palestínu átti að renna út hinn 15. maí 1948. Á þeim degi átti að lýsa yfir sjálfstæðu ríki Ísraelsmanna. En mörg ljón voru á veginum frá 29. nóv. 1947 til 15. maí 1948. Þrátt fyrir það viðurkenndu Bandaríki Norður-Ameríku de facto Ísrael sem sjálfstætt ríki, þann sama dag og Sir Allan Cunn- ingham sigldi á beitiskipi frá Ísrael með síðustu leifar hinnar bresku umboðsstjórnar, þ.e. þann 15. maí 1948. Arabar létu ekki á sér standa, innrásir úr öllum áttum, Egyptar réðust á Tel Aviv úr lofti, Jórdanar og Sýrlend- ingar biðu gráir fyrir járnum við öll landamæri. Það átti að kæfa Ísrael í fæðingu. Gyðingar fögnuðu fengnu sjálfstæði á sama tíma og í munni þeirra leyndist ótti við dauðann. IV. Ísland tók upp stjórnmálasamband við Ísrael árið 1951 og var Helgi P. Briem (1902–1981) skipaður fyrsti sendi- herra okkar þar í landi hinn 23. ágúst. Skömmu síðar (1952) var Fritz Naschitz skipaður aðalræðismaður Ís- lands í Ísrael með aðsetri í Tel-Aviv. Frystiskipið Vatna- jökull fór a.m.k. eina ferð á ári með frystan fisk frá SH til Tel-Aviv, en tók í bakaleiðinni ísraelskar vörur til Íslands. M.a. keypti Tv. Völundur hf. ávallt nokkurt magn af kross- við til innihurðargerðar og er ekki útilokað, að enn séu til slíkar hurðir í nokkrum íbúðum á Íslandi, þótt allar hurðir þurfi nú helst að vera spónlagðar og þeim gömlu hent. Ég kynntist aðalræðismanninum nokkuð vel og bauð hann mér að heimsækja Ísrael, en ég afþakkaði. Aftur á móti þáði Ásgeir Ásgeirsson forseti (1894–1972) boð um heim- sókn þangað í marslok 1966 og ávarpaði meira að segja Knesset, ísraelska þjóðþingið. Héldu þeir því mjög á lofti, að forseti Íslands, þar sem Alþingi starfaði, elsta þjóðþing veraldar, hefði látið svo lítið að ávarpa þingheim þeirra. Emil Jónsson (1902-1986) utanríkisráðherra fylgdi Ás- geiri forseta í heimsókn þessari. V. Nú tel ég svo komið, að ekki sé um annað fyrir okkur Ís- lendinga að gera en slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og það strax. Gæti það orðið fyrirmynd annarra þjóða til þess að gera slíkt hið sama. Ísrael getur ekki staðið eitt, þótt auðmenn gyðinga í USA stjórni fjárveitingum Banda- ríkjaþings til hernaðarreksturs Ísraels, enda eiga þeir bæði flestar hergagnaverksmiðjur þar í landi og moka auk þess milljörðum dollara í kosningasjóði þeirra þingmanna, sem þeir hafa síðan eins og hunda í bandi. VI. Við Íslendingar höfðum mikla samúð með gyðingum í maí 1945, er ljóst var, að um sex milljónir þeirra höfðu ver- ið drepnar í gasklefum SS. Lokalausnin (The final sol- ution) minnir mig, að Eichmann hafi nefnt það við Himml- er, er hann lagði fyrir hann áætlunina. Engum manni datt í hug, að síðar kæmi fram á sjónarsviðið meira varmenni en Adolf Eichmann. En viti menn, Ariel Sharon (f. 1928) forsætisráðherra Ísraels hefur tekið sæmdarheitið af Eichmann: „Mesta varmenni mannkynssögunnar“. VII. Hugmyndinni um að stefna öllum gyðingum á einn stað og stofna eigið ríki, fannst víðförlum frænda mínum afar slæm hugmynd. Hann hafði siglt um öll heimsins höf, margt séð og mörgum kynnst á fimm ára sigling- arferli sínum. Hann sagði: „Gyðingar eru afar snjallir kaupmenn og snillingar í því að féfletta viðsemjend- ur sína, en ef öllum gyðing- um er stefnt í eitt ríki og öðrum meinuð búseta þar, „hverja á þá að plata?“. VIII. Sveinn Hauksson læknir (f. 1947) er nú formaður Félagsins Ísland-Palest- ína, sem stofnað var 1987. Hann hefur unnið mjög gott starf til hjálpar Palestínumönnum og farið þangað ófáar ferðir til þess að sinna læknisstörfum. Hann og félagar hans eiga mikið lof skilið fyrir það óeigingjarna starf, sem í félagi þessu er unnið og mætti það verða fjölmennara. Sveinn og félagar hans hafa haldið uppi heiðri Íslands í Miðausturlöndum. IX. Það þarf að leiða þá þremenningana fyrir stríðsglæpa- dómstólinn í Haag, þá Sharon, Saddam og Milosevic, en sá síðast nefndi situr nú þegar í rasphúsi þar á bæ. Fái þeir sem réttlátastan dóm. Lokaorð Ísraelsríki verði neytt til þess að framfylgja samþykkt- um Öryggisráðs SÞ. Komist þeir upp með að hafa þær að engu, þá er úti um SÞ. Í orðabókum gyðinga og Palest- ínumanna mun ekki vera til orðið „fyrirgefning“. Nauð- synlegt er að bæta því orði í orðasöfn þeirra. Á námsárum mínum í lagadeild Háskóla Íslands minnir mig, að einn prófessorinn hafi látið þess getið, að í fornum lögum okkar hafi staðið eitthvað á þessa leið: „Ef maður lætur óhefnt þrisvar sinnum, þá telst hann ekki lengur þegn þjóðfélags- ins.“ Við höfum að mestu tekið upp fyrirgefningu í stað hefndar. Megi sem flestar þjóðir taka okkur til fyrirmynd- ar á því sviði. Heimildir: Abba Eban: An Autobiography, Random House, New York 1977, bls. 97–8. Lögfræðingatal 1736–1992, M–Ö, bls. 468–470, Iðunn Reykjavík, 1993. Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, Skuggsjá 1973. Gylfi Gröndal: Ásgeir Ásgeirsson, Ævisaga, Forlagið, Reykjavík 1992. Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál, Sögulegt yfirlit, Hið íslenzka bókmenntafélag 1-3, Reykjavík 1992. Fyrirgefning í stað hefndar Abba Eban Adolf Eichmann Ben Gurion Thor H. Thors Leifur Sveinsson Eftir Leif Sveinsson Ariel Sharon Það þarf að leiða þá þremenn- ingana fyrir stríðsglæpadómstól- inn í Haag, þá Sharon, Saddam og Milosevic, en sá síðast nefndi situr nú þegar í rasphúsi þar á bæ. Fái þeir sem réttlátastan dóm. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.