Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Samkvæmt ársskýrslum skulduðu fyrirtæki Brautarholtsfeðga rúm- lega fimm milljarða króna í árslok 2002. Ljóst má vera að skuldirnar hafa aukist mikið í fyrra enda voru aðstæður á markaði mjög erfiðar og nær öll fyrirtækin rekin með tapi. Þó endanlegar tölur um tap kröfuhafa liggi ekki fyrir má reikna með að tap þeirra vegna Móa, svínabúsins, fasteignafélagsins og Nesbúsins sé ekki undir þremur milljörðum króna. Fleiri en ein ástæða er fyrir því að svona fór. Ljóst má vera að Brautarholtsfeðgar hefðu þurft að vera með meira eigið fé þegar þeir hófu sínar miklu fjárfestingar, en þær voru nær allar fjármagnaðar með lánsfé. Þá er ljóst að kaupverð Síldar & fisks var of hátt. Sama má raunar segja um Nesbúið, a.m.k. gat reksturinn, sem gekk sæmi- lega, ekki staðið undir þessum miklu skuldum. Fjárhagsleg staða Móa var alltof veik til að félagið gæti staðið undir fjárfestingum og aukinni skuldasöfnun og raunar má halda því fram að fyrirtækið hafi þegar verið orðið gjaldþrota árið 2000. Svínabúið hefði líklega getað haldið áfram rekstri ef verð á svínakjöti hefði ekki hrunið, en það verðhrun má að nokkru leyti rekja til of mikillar framleiðslu. Á þeirri offramleiðslu bera Móar og Svínabúið í Brautarholti auðvitað nokkra ábyrgð, en alls ekki alla. Tap Búnaðarbankans Margir hafa orðið til að gagnrýna lánveitingar Búnaðarbanka til fyr- irtækja í landbúnaði á árunum 1998–2002. Þegar lánveitingarnar eru gagnrýndar ber að hafa í huga að spáð var mikilli framleiðsluaukn- ingu á kjúklingum og svínakjöti, verð á þessu kjöti var gott þegar ákvarðanir um lánveitingar voru teknar, menn höfðu almennt trú á að skynsamlegt væri að reka stór bú frekar en lítil og almennrar bjartsýni gætti í þjóðfélaginu á þessum tíma sem hafði mikil áhrif á lánveitingar á öllum sviðum. Eftir sem áður hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort þær áætlanir sem sumar af þessum lánveitingum byggðust á hafi verið raunhæfar og byggst á þekkingu á aðstæðum í landbúnaði. Sölulýsing sem Búnað- arbankinn vann fyrir Móa í nóv- ember 2001 hlýtur t.d. að vekja nokkra furðu en þar er sett fram áætlun um yfir 30% framlegð af rekstri þrátt fyrir að fyrir lægi að félagið hafi verið rekið með yfir 100 milljóna tapi á fyrstu átta mánuð- um ársins. Bankinn setur fram áætlun um 225 milljón króna hagn- að 2002 en niðurstaðan varð tap upp á 186 milljónir. Einu ári eftir að sölulýsingin var gerð var fyr- irtækið komið í greiðslustöðvun. Spyrja má hvort eðlilegt hafi verið af bankanum að kaupa Reykjagarð með það í huga að selja það fyr- irtæki sem var með neikvætt eigið fé? Var atburðarásin að einhverju leyti fyrirsjáanleg, en þeirri spurn- ingu varpaði formaður Bændasam- takanna fram við setningu Búnað- arþings sl. sunnudag. Þó að KB banki verði fyrir tals- vert miklu tjóni stendur hann þó betur en aðrir lánveitendur vegna þess að hann var með allsherjarveð í öllum eignum. Beint tap bankans af gjaldþroti Móa verður að öllum líkindum óverulegt. Þar sem ekkert fæst upp í almennar kröfur verður hins vegar tjón smærri skuldara vel á annan milljarð króna. MR tapaði 345 milljónum Sá sem tapar mestu á gjaldþroti Móa er Mjólkurfélag Reykjavíkur (MR). Fyrirtækið sá um alla fóð- ursölu til fyrirtækja Brautarholts- feðga en þau námu um tíma 40– 45% af öllum viðskiptum MR. Skuldasöfnun fyrirtækjanna hjá MR hefur valdið miklum deilum innan félagsins, ekki síst í ljósi þess að Kristinn Gylfi Jónsson var fram í ársbyrjun 2003 stjórnarformaður MR. Hafa ber í huga að með Kristni Gylfa komu tveir nýir við- skiptavinir til MR, Nesbúið og Síld & fiskur. Þegar aðalskuldasöfnunin átti sér stað höfðu framleiðendur nokkurn greiðslufrest, en nú tíðk- ast almennt staðgreiðsla í fóður- viðskiptum. Samkvæmt endurskoðuðum töl- um MR hefur fyrirtækið afskrifað 345 milljónir vegna Móa, Svínabús- ins í Brautarholti, Nesbúsins og Holdastofns, en það fyrirtæki var í eigu Móa. Lánveitingar til fyrir- tækjanna námu yfir hálfum millj- arði króna, en 345 milljónir standa eftir þegar búið er að draga frá allt stofnfé fyrirtækjanna í MR. Fjár- hagsstaða MR er veik um þessar mundir. Margir hafa tapað á ástandinu Það eru margir sem hafa tapað á því ástandi sem ríkt hefur á kjöt- markaði síðustu ár, þjónustufyrir- tæki, fóðursalar, lánastofnanir, bændur, kjötvinnslufyrirtæki og fleiri. Staða margra svínabænda er mjög erfið. Skuldir þeirra hafa auk- ist eftir hremmingar síðustu miss- era og sumir eru búnir með allt sitt eigið fé. Verðlækkanir á kjöti hafa einnig haft mikil áhrif á afkomu sauðfjárbænda. Verð til þeirra lækkaði um 10% sl. haust og til við- bótar var útflutningsskylda aukin sem fól í sér kjararýrnun fyrir bændur. Ástæðan fyrir þessu er að hluta til ástandið á kjötmarkaðin- um og að hluta til offramleiðsla. Þá hefur ástandið haft neikvæð áhrif á afkomu kjötvinnslufyrir- tækja. Stjórnendur Norðlenska á Akureyri hafa látið hafa eftir sér að allt eigið fé fyrirtækisins hafi verið étið upp á tveimur árum. Síld & fiskur, Ferskar kjötvörur og Slát- urfélag Suðurlands hafa verið rekin með tapi sl. tvö ár. Tap SS er reyndar ekki mikið og fjárhags- staða fyrirtækisins er eftir sem áð- ur mjög sterk. Verð á svínakjöti hefur verið að hækka undanfarna mánuði og flest bendir til að jafnvægi sé að nást á markaðinum. Meiri óvissa ríkir um það sem gerist á kjúklingamarkaði, en verð er enn lágt og vörubirgðir miklar. Það sem bændur velta þó mest fyrir sér þessa dagana er hver komi til með að kaupa Svínabúið í Braut- arholti af Braut, dótturfélagi KB banka. Braut vinnur núna að því að gera fyrirtækið söluhæft. Það keypti nýlega rekstur svínabúsins á Þórustöðum og ætlar á móti að leggja niður rekstur sem Brautar- holt hefur verið með í Háholti og Smárahlíð. Þá hefur bankinn tekið ákvörðun að flytja hluti af slátrun frá Stjörnugrís til SS. Nokkrir að- ilar hafa sýnt áhuga á að kaupa bú- ið af bankanum. Síðasta ár var versta ár í sögu svínaræktarinnar á Íslandi. Saman fór offramleiðsla og verðhrun. egol@mbl.is ÞAÐ er augljóst þegar tölur um framleiðslu og verð á svínakjöti og kjúklingum eru skoðaðar að beint samhengi er milli stóraukinnar framleiðslu og verðhruns á þessum kjötvörum. Samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands lækkaði verð á svína- kjöti til neytenda frá janúar 2002 til apríl 2003 um 43,7%. Verð- lækkunin á kjúklingum er mun minni eða um 26% frá því það var hæst í júlí 2002. Meðfylgjandi línurit sýna vel þá miklu framleiðsluaukningu sem orð- ið hefur á svínakjöti og kjúklingum. Framleiðsla á svínakjöti jókst mikið á árinu 2001. Framleiðsla á kjúk- lingum var talsverð framan af ári, en síðan dró úr henni þegar kom fram á haustið. Ástæðan er sú að erfiðleikar komu upp í stofneldi sem leiddi til þess að framleiðendur neyddust til að draga úr fram- leiðslu. Í ársbyrjun 2002 var tals- vert rætt um það í fjölmiðlum að skortur væri á kjúklingum í búðum og verslanir settu fram kröfur um innflutning á kjúklingum. Vorið 2002 voru þessir erfiðleikar að baki og þá jókst framleiðslan gríð- arlega hratt. Á sama tíma jókst einnig framleiðslan á svínakjöti mjög mikið. Þetta leiddi strax til verðlækkunar þar sem búið var að metta markaðinn. Framleiðslan hélt hins vegar áfram að aukast alveg fram til ársloka 2002. Afleiðing- arnar urðu verðhrun á svínakjöti auk þess sem verð á kjúklingum lækkaði mikið. Svínakjöt er nær allt selt ferskt því það geymist illa í frysti. Eina leið framleiðenda til að losna við kjötið þegar framleiðslan er of mikil er því að lækka verðið til að auka söluna. Segja má að á árinu 2002 og fram á haustið 2003 hafi verið nær stöðug útsala á svínakjöti. 500 tonn af kjúklingum í geymslum Kjúklingar þola geymslu í frysti í u.þ.b. eitt ár og meðan kjúklinga- framleiðslan var meiri en salan settu framleiðendur mikið magn inn í frystigeymslur. Um síðustu áramót voru yfir 500 tonn af kjúk- lingum í frystigeymslum. Verulegur hluti þessara birgða er kominn á síðasta söludag og verður því hent á þessu ári. Í apríl 2003 hafði verð á svína- kjöti lækkað um 43,7% á rúmu einu ári. Heldur dró þá úr fram- leiðslu sem leiddi til að verðið hækkaði nokkuð. Framleiðendur juku hins vegar framleiðsluna lít- illega um sumarið sem leiddi til þess að verðið lækkaði aftur og þá miklu meira en sem nam fram- leiðsluaukningunni. Án efa má rekja þessa fram- leiðsluaukningu í fyrrasumar til þess að sumir framleiðendur voru komnir í verulega fjárhagserfiðleika og höfðu brýna þörf fyrir peninga í kassann. Þeir sáu þá einu leið að auka framleiðsluna. Staðan á markaðinum nú er sú að framleiðslan á svínakjöti hefur minnkað mikið og verðið hækkar að sama skapi. Verð til bænda er komið upp í 200 kr. fyrir kílóið, en það var komið niður í um 100 kr. þegar það var lægst. Í skýrslu sem Pétur Sigtryggsson svínarækt- arráðunautur Bændasamtakanna vann kemur fram að spáð er að framleiðsla á svínakjöti á árinu 2004 verði sú sama og 2003 eða um 6.200 tonn. Allt bendir því til að verðið muni halda áfram að hækka. Hafa ber í huga að þrátt fyrir verðhækkun að undanförnu er verðið enn talsvert lægra en það var í ársbyrjun 2003 og miklu lægra en það var 2002. Framleiðsla á kjúklingum er hins vegar enn mikil og ekkert hefur gengið á birgðir. Verð á kjúklingum er enn í sögulegu lágmarki og ekki ljóst hvaða breytingar verða á því á þessu ári. Mikið hefur verið um kjúklingaútsölur síðustu vikurnar og verðið hefur lækkað um 8% frá áramótum. Saman fór framleiðslu- sprenging og verðhrun  !    "  #   !    "  # $%   &     $  ' ' (  $% $      )       ()    ) * (  $% $      )+      !"  #$$%&%$$ '$$ ($$ )$$ *$$ #$$ %#$ %%$ %$$ +$ ,$ -$ '$ ."   /    ()    ) ()    ) *   +%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.