Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 13. mars 1994: „Samtök iðn- aðarins hafa lýst áhyggjum yfir rekstrarskilyrðum bygg- ingariðnaðarins. Störfum í þeirri atvinnugrein hefur fækkað um 10-11% og Har- aldur Sumarliðason, formað- ur Samtaka iðnaðarins, segir aðeins um 7% fyrirtækja í greininni sjá fram á verkefni í eitt ár og helmingur fyrir- tækjanna aðeins einn til tvo mánuði fram í tímann. Telur formaður Samtaka iðnaðar- ins augljóst, að innflutningur á húshlutum hafi aukizt gíf- urlega og nefnir þar til glugga, hurðir, innréttingar og jafnvel þakefni. Tæpast fer á milli mála, að það er byggingariðnaðurinn sjálfur, sem flytur þessa hús- hluti inn eða tekur tilboðum innflytjenda í slíkan innflutn- ing, væntanlega vegna þess, að verðlag er hagkvæmara en á innlendri framleiðslu. Har- aldur Sumarliðason telur ekki hægt að loka augunum fyrir því, að hagstæðara verð eigi hlut að máli en telur einnig að vörur séu fluttar inn sem uppfylli ekki sömu gæðakröfur og gerðar eru til innlendrar framleiðslu.“ 14. mars 1984: „Á síðasta ári námu framlög ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra náms- manna tæpum 14% af út- gjöldum menntamálaráðu- neytis og 3,3% af ríkisútgjöldum, ef lántökur sjóðsins eru taldar með. Eng- um þarf því að koma á óvart, þótt Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hafi tal- ið ástæðu til að fela hlut- lausum aðila að gera úttekt á málefnum lánasjóðsins og lánamálum námsmanna yf- irleitt. Það er sjálfsögð skylda ráðherra, sem er gæzlumaður almannahags- muna gagnvart hinum ýmsu ríkisstofnunum og „kerfinu“ í heild sinni, að framkvæma slíka athugun reglulega. Að auki hefur verulegrar óánægju gætt með ýmis ákvæði laga um lánveitingu til námsmanna, svo sem þau, að refsa þeim fyrir að vinna fyrir sér. Ennfremur hafa margir furðað sig á þeim 19. aldar vinnubrögðum, sem stunduð eru á skrifstofu lána- sjóðsins við afgreiðslu mála þar og námsmenn erlendis ályktuðu um á s.l. ári.“ 14. mars 1974: „Þegar reikningar núverandi rík- isstjórnar verða gerðir upp, mun vafalaust margt koma fram, sem athygli vekur. En eins atriðis verður lengi minnzt. Þegar ríkisstjórnin var mynduð tók Framsókn- arflokkur að sér meðferð ut- anríkismála og þar með um- sjón öryggismála. Ætla mætti, að þessi næst stærsti stjórnmálaflokkur þjóð- arinnar gerði sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem í því felst. En stöðugt koma fram fleiri sannanir fyrir því, að svo er ekki. Á því tímabili, sem rík- isstjórnin hefur setið, hefur Framsóknarflokkurinn aldrei fjallað um varnarmálin á grundvelli öryggishagsmuna Íslendinga. Flokkurinn hefur jafnan haft eitt sjónarmið í huga: hvað þarf mikið að gefa eftir til þess að kommúnistar verði ánægðir. Og þessa dag- ana er enn verið að gefa eftir. Þegar upp verður staðið, verður þessi afstaða Fram- sóknarflokksins vafalaust tal- in eitt það versta, sem gerzt hefur í tíð þessarar rík- isstjórnar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S trax síðastliðið haust var vakin athygli á óvenju fjölskrúðugu framboði á íslenskum leik- verkum í dagskrá leikhúsanna í vetur. Það reyndist þó ein- ungis vera ein hlið þeirrar uppsveiflu sem virðist vera að eiga sér stað í íslenskri leik- ritun, því fram á sjónarsviðið hafa komið nýir og áhugaverðir höfundar til viðbótar við þá gam- alreyndari og vekja verk þeirra athygli ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis. Sem ný- leg dæmi um það má nefna að tveimur íslensk- um leiksýningum, Pabbastrák eftir Hávar Sig- urjónsson og Brimi eftir Jón Atla Jónasson, hefur verið boðið á leiklistartvíæringinn í Wiesbaden í Þýskalandi í sumar, en hann er helgaður nýjum verkum evrópskra leikskálda. Verk Jóns Atla, Rambó 7, verður einnig leiklesið í Arcola-leikhúsinu í London í vor, en áður hafði Royal Court leikhúsið þar í borg valið Jón Atla sem einn 8 efnilegra höfunda sem leikhúsið vill koma á framfæri í hinum alþjóðlega leikhús- heimi. Jafnframt var greint frá því hér í Morg- unblaðinu í fyrradag að sýningarréttur að verki Bjarkar Jakobsdóttur, Sellófon, hefði verið seld- ur víða um heim. Íslensk leikrit í París Frá því var sagt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að haldin hefði verið viðamikil kynning á íslenskri nútímaleikritun í París fyrir skömmu sem síðan verður endurtekin í Brussel síðar í mánuðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lensk leikrit eru kynnt með þessum hætti á þess- um stöðum en í viðtali sem birtist hér í blaðinu í október sl. við Ragnheiði Ásgeirsdóttur leikhús- fræðing, sem unnið hefur að undirbúningi kynn- ingarinnar í tvö ár ásamt Nabil El Azan leik- stjóra, bendir hún á að „íslensk leikritun [sé] svo til óþekkt í frönskumælandi löndum“. Ástæðuna fyrir því að hún ákvað að ráðast í þetta verkefni segir hún einfaldlega vera þá, að hún hafi viljað bæta úr þessu ástandi þar sem hún og sam- starfsfólk hennar sé „þeirrar sannfæringar að verk íslenskra nútímaleikskálda eigi framtíð fyr- ir sér erlendis“. Þó augljóst sé að engin listsköpun muni ná fótfestu eða vekja athygli, hvort heldur sem er heima eða heiman, nema hún standi undir nafni sem slík, er sú trú Ragnheiðar Ásgeirsdóttur að listsköpun sem skapandi afl eigi erindi út fyrir landsteinana, afar mikilvægt leiðarljós. Íslensk- ur menningarheimur er lítill þótt hann sé öfl- ugur, og það er óneitanlega mikið frelsi fólgið í því, fyrir listamenn í öllum listgreinum, að fá tækifæri til að spreyta sig í stærra samhengi. Ekki síst þar sem aðall góðrar listar er oftar en ekki fólginn í því hvernig hægt er að fjalla um sammannlega þætti tilverunnar, er iðulega liggja þvert á menningarleg, félagsleg og þjóð- leg mæri ólíkra heilda. Höfundarnir sem kynntir voru í París á dög- unum voru þau Hrafnhildur Hagalín, með verkið Hægan, Elektra, Þorvaldur Þorsteinsson með And Björk of course ..., Hávar Sigurjónsson, með Englabörn, Ólafur Haukur Sigurjónsson með Hafið og Sigurður Pálsson með Tattú, en Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar var einnig leiklesinn. Kynningarstarf þeirra Ragn- heiðar og Nabil El Azan snýr þó ekki einungis að íslenskum leikskáldum því ný frönsk og belgísk verk verða síðan kynnt í Borgarleikhúsinu í maí- mánuði. Ragnheiður segir í fyrrnefndu viðtali að við kynningu á íslensku verkunum erlendis beini þau spjótum sínum „sérstaklega að frönsku og belgísku leikhúsfólki og höfum [við] valið verkin vegna dramatískra gæða en ekki síður með tilliti til þess sem höfðar mest og best til Frakka og Belga“. Það er því til fyrirmyndar hversu með- vitaðir aðstandendur þessarar kynningar hafa verið um þá möguleika sem fjölþjóðlegt sam- starf býður upp á. Þannig eru leikstjórar þeir sem fengnir voru til að vinna með íslensku verk- in bæði franskir og belgískir, en hér á landi munu íslenskir leikstjórar vinna með erlendu verkin. Þetta verklag skiptir vitaskuld miklu máli því það tryggir að vinnuferlið; túlkun, greining og möguleikar í sviðsetningu, skili sér beint inn í leikhúslífið í gegnum atvinnumenn á hverjum stað fyrir sig, sem óneitanlega eykur líkurnar á því að verkin verði sett á svið. Svo virðist enda ætla að verða raunin því ákveðið er að Englabörn Hávars Sigurjónssonar verði sett upp af leikhópnum La Barraca í Frakklandi bráðlega og Þorvaldur Þorsteinsson segir í sam- tali við blaðið sl. fimmtudag að vinna belgíska leikhópsins sem kynnti And Björk of course ... hafi verið svo metnaðarfull að honum skiljist „að hópurinn hafi fullan hug á að klára dæmið og setja verkið upp í fullri lengd“. Þýðingar og út- gáfa leikverka Af orðum þeirra leik- skálda sem Morgun- blaðið ræddi við að kynningunni lokinni, má ráða að kynningar af þessu tagi hafa jákvæð áhrif. Þorvaldur segir svona kynningar enn vera einu leiðina „fyrir okkur til að koma íslenskum leikritum á framfæri á erlendri grundu. Það er ekki nóg að til sé góð þýðing á verkinu ef maður hefur engar leiðir til að koma verkunum í réttar hendur. Ég tala af reynslu,“ segir hann, „því það var ekki fyrr en árið 2000 þegar hluti af leikrit- inu Maríusögur var fluttur í New York á kynn- ingu á skandinavískri leikritun að það opnuðust fyrir mér dyr t.d. inn í Evrópu í gegnum um- boðsaðila sem sat í salnum. Síðan þá hafa verk eftir mig verið sett upp bæði í Svíþjóð og Þýska- landi, auk þess sem And Björk of course ... var leiklesið hjá Royal Court leikhúsinu í Lundún- um síðla árs 2002“. Engu að síður eru góðar þýðingar á íslenskum samtímaleikverkum forsenda slíkra kynninga og mikilvægt að þær séu til, því að öðrum kosti er engin leið að koma þeim á framfæri utan land- steinanna. Hrafnhildur Hagalín bendir á að ekki sé hægt að pakka „íslenskum leikverkum inn eins og málverki eða tónverki og [senda] þau í heimsreisu á eigin spýtur. Það verður alltaf að koma til þýðing á verkinu, þannig að það er mjög mikilvægt að við höldum úti öflugum bók- menntakynningarsjóði sem veitir styrki til þýð- inga“. Verk Hrafnhildar hafa einmitt verið með- al þeirra íslensku leikverka sem vakið hafa athygli á undanförnum misserum; verk hennar Ég er meistarinn var sýnt í Mílanó á síðasta ári og jafnframt tilnefnt til UBU-verðlaunanna á Ítalíu sem eitt af fjórum bestu erlendu nútíma- verkunum. Hægan Elektra, verður leiklesið bráðlega í Lyon og til stendur að setja leikverkið Ég er meistarinn upp í París á næsta ári. Hér á landi njóta leikskáld ekki sama stuðn- ings og þeir rithöfundar er koma verkum sínum á framfæri í gegnum hefðbundin útgáfufyrir- tæki. Eins og fram kom í máli Jónínu Mich- aelsdóttur, formanns stjórnar Bókmenntakynn- ingarsjóðs, í samtali við Morgunblaðið í apríl á síðasta ári, skiptir því enn meira máli en ella að bókmenntakynningarsjóður komi til móts við leikskáld þegar þýða þarf leikrit til flutnings. Það blasir þó við að ekki er nóg að hægt sé að nálgast þýðingar í íslenskum samtímaverkum, að sjálfsögðu þarf að vera hægt að nálgast þau á íslensku líka. Útgáfa á leikritum hefur verð van- rækt á Íslandi um langt skeið, en nokkur brag- arbót hefur verið gerð á þeim vettvangi nýlega með útgáfu ritraðarinnar Íslensk úrvalsleikrit, undir merkjum forlagsins Skruddu. Þegar eru komin út fimm leikrit; Hvað er í Blýhólknum eft- ir Svövu Jakobsdóttur, Himnaríki eftir Árna Ib- sen, Vitleysingarnir og Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, og Maríusögur eftir Þorvald Þor- steinsson, en ritstjórar raðarinnar eru þeir Árni Ibsen og Ólafur Haukur. Fyrir skömmu gaf Borgarleikhúsið einnig út þrjú leikrit; Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson, Draugalestina eftir Jón Atla Jónasson og Sekt er kennd eftir Þor- vald – afraksturinn úr leikritasamkeppni Borg- arleikhússins. Mikill fengur er í því að verkin skuli vera til á prenti á sama tíma og þau eru á fjölunum og ætti þetta starf Borgarleikhússins að vera öðrum til eftirbreytni þegar um íslensk leikrit er að ræða. Útgáfa samhliða uppsetningu býður upp á margvíslega möguleika, bæði við kennslu og kynningu, auk þess að stuðla að því að verkin nái frekar að lifa með þjóðinni. Þversögn í þarfri umræðu Í fyrsta hefti endur- reists Tímarits Máls og menningar, setur Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fram hugleiðingar um myndlist- arvettvanginn á árinu 2003 undir fyrirsögninni Útrás og heimsfrægð. Svo virðist sem Tímaritið ætli að hafa vettvang fyrir myndlistarumræðu á sínum snærum og er það vel. Upphafsorð Að- alsteins skjóta af þeim sökum nokkuð skökku við því þrátt fyrir að hann kvarti í grein sinni yfir því hversu myndlist hefur verið „afskipt í fjöl- miðlum“, finnst honum sem „meira hafi farið fyrir umræðu um myndlist en pródúktinu sjálfu“, á síðastliðnu ári og jafnframt að „athygl- isverðast við þessa umræðu [sé] hversu einsleit og takmörkuð hún hefur verið“. Það sem Aðalsteinn finnur að myndlistarum- ræðu liðins árs – og reyndar þess sem liðið er af þessu ári líka – er hversu mikið hún hefur snúist um leiðir til að rjúfa einangrun íslensks mynd- listarheims og auka skörun hans við alþjóðlega VAXANDI STUÐNINGUR Það er augljóst, að vaxandi stuðn-ingur er meðal forystumanna íatvinnulífi við hugmyndir um löggjöf til þess að setja viðskiptalífinu ákveðnari leikreglur. Á Iðnþingi í fyrradag vék Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, að þessum málum í ræðu sinni og sagði: „Samtök iðnaðarins hafa haft þá skoðun, að stjórnvöld eigi ekki að stjórna því, hvernig atvinnulífið þróast og inngrip á borð við bann við samruna fyrirtækja eigi ekki að koma til greina nema í algerum undantekn- ingartilvikum, þegar mikil hætta er á samkeppnisröskun.“ Í framhaldi af þessum orðum sagði formaður Samtaka iðnaðarins að aug- ljóslega væri samþjöppun á ýmsum sviðum verzlunar og þjónustu orðin meiri en góðu hófi gegndi og sagði síð- an: „Eftir á að hyggja má segja, að þarna hafi menn sofið á verðinum. Það getur verið bæði rétt og skynsamlegt að setja sérstakar reglur um markaðs- ráðandi fyrirtæki og hindra þau í að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það hefur ekki verið gert en er löngu tímabært.“ Á aðalfundi Sjóvár-Almennra í fyrradag vék Benedikt Sveinsson, frá- farandi stjórnarformaður fyrirtækis- ins, að þessum málum og sagði, að í stað þess að snúast gegn slíkri löggjöf ætti viðskiptalífið að reyna að hafa áhrif á lagasetninguna með jákvæðum hætti. Ummæli þessara tveggja forystu- manna í íslenzku atvinnu- og við- skiptalífi benda til vaxandi stuðnings á þeim vettvangi við þær hugmyndir, sem fram hafa komið á vettvangi rík- isstjórnarinnar um löggjöf og unnið er að undirbúningi á í sérstakri nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað í því skyni. Það er sérstök ástæða til að fagna þessari þróun og augljóst að það mun- ar um þegar fjölmenn og öflug samtök á borð við Samtök iðnaðarins láta til sín taka í þessu máli. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að sem víðtækust samstaða verði um slíka löggjöf. Á undanförnum vikum hefur komið fram stuðningur félaga- samtaka innan verzlunarinnar við slíka löggjöf. Nú bætast Samtök iðn- aðarins í hópinn. Margt bendir til að býsna víðtæk pólitísk samstaða eigi eftir að takast á Alþingi um þessi mál. Þótt ekki hafi mikið heyrzt í talsmönn- um verkalýðshreyfingarinnar verður að teljast með nokkrum ólíkindum ef þau slást ekki í för með þeim sem vilja koma hér á eðlilegum leikreglum enda eiga fáir meira undir því að vel takist til en einmitt félagsmenn í verkalýðs- félögum og öðrum launþegasamtök- um. Allt útlit er því fyrir að mikil breið- fylking fólksins í landinu geti myndast um löggjöf af því tagi sem til umræðu hefur verið. Um leið og það er ánægju- legt þarf engum að koma það á óvart. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur augljóslega hvorki áhuga á né hags- muni af að örfáir einstaklingar eignist Ísland allt. Ekki fer á milli mála að stuðningur hefur farið vaxandi við hugmyndir um löggjöf eftir að umræður um þessi málefni hófust að ráði. Augu margra hafa opnast fyrir því sem hér er að gerast vegna þessara umræðna. Fólk tekur eftir því, sem það áður hafði ekki veitt eftirtekt. Hér er á ferðinni eitt stærsta mál sem komið hefur til umræðu eftir að umræður um kvótakerfið stóðu sem hæst, en þeim lauk með lagasetningu um auðlindagjald sem kemur til fram- kvæmda í haust, þegar þjóðin byrjar að fá greiðslu fyrir afnot útgerðarinn- ar af sameiginlegri auðlind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.