Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 35 MÁLARINN Kjartan Guðjóns- son lætur ekki deigan síga þrátt fyr- ir að vera kominn nokkuð á níræð- isaldur, heldur mundar pentskúfinn á þann veg að mörgum hálfri öld yngri væri hollt að líta í eigin barm. Lætur sér ekki nægja að sýna ein- ungis eitt eða innan við tug verka eins og margur er farinn að gera heldur fyllir tvö listhús; hjá Ófeigi á Skólavörðustíg er hann með smærri stærðir sem falla að hinu sérstaka rými en í listhúsinu Fold eru skil- iríin yfirleitt stærri. Að vísu hefur Kjartan gefið út þá yfirlýsingu að þetta séu hans síðustu einkasýningar, fortekur þó ekki að hann haldi áfram að taka þátt í sam- sýningum, slíkum yfirlýsingum ber þó að taka með varúð á tímum þá svo margir hætta við að hætta. Hyggst þannig ekki leggja frá sér penslana með öllu og fara að dæmi kollegans í abstraktinu Carl Henning Peder- sens, sem kominn á tíræðisaldurinn og unir sér helst við langa og heil- næma göngutúra úti í guðs grænni náttúrunni. Pedersen var meðlimur í Helhestinum eins og Svavar Guðnason og er svo komið einn hinna síðustu ofar foldu af stofnend- um Cobra. Þó fátt líkt með Kjartani og Pedersen nema kannski að fugl- um himinsins bregður fyrir í verk- um beggja, þó öllu meir hjá hinum danska sem var málari ævintýrisins og óformlegra vinnubragða. Kjart- ani er öllu meira í mun að huga að sjálfri myndbyggingunni og rök- rænu hryni forma og lita, báðir þó vel meðvitaðir um samfélagið og lífsmögnin allt um kring. Að tjá skynjanir sínar andspænis sköpunarverkinu ætti í raun og sann að vera jafn fullgilt og að eftirgera hinn hlutvakta áþreifanlega og sýni- lega veruleika, því hin óhlutbundna hugsun og meðvitund um sjálfið er hluti af vitundarkerfi mannsins, tengt dómgreind og innsæi. Þessa þætti er mögulegt að þjálfa, greina og samræma, jafnframt skerpa næmi skilningarvitanna, eru þó ósýnilegir mannlegu auga líkt og sársaukinn og sorgin, gleðin og fögnuðurinn, samt naumast óæðri fyrir vikið. Og þótt tilfinningar eins og sársauki hafi fyrrum verið full- komlega huglægs eðlis tókst vís- indamönnum í fyrsta skipti að greina hann og hlutgera í heilanum 1999, sem var stórmerk uppgötvun. Þar komu vel að merkja abstrakt tölugildi mikið við sögu, upplýsir hve borðleggjandi er að hugtakið tengist uppruna lífsins, jafnframt ómissandi í samsetningu tilveru og vistkerfi mannsins ... Við lifum á tímum markaðsvæð- ingar þar sem baráttan um athygli almennings verður stöðugt meiri ef ekki hatramari, samsteypur eins og Disney og Murdochs eyða milljörð- um í að móta og markaðssetja nýjar hugmyndir ásamt því að hátækni- væðingin er í algleymi. Hér má ein- staklingurinn sín lítils andspænis samhæfingunni, hópeflinu og fjár- magninu og til eru þeir sem álíta að málverkið sé vanmáttugt í sam- keppninni við nýmiðla eins og mynd- bönd, kvikmyndir og tæknivæddar samtímalistir. Homo sapiens, hinn vitiborni maður sé best settur í framtíðinni sem stöðluð heild, jafn fastskorðaður og vanmegnugur í miðstýrðu kerfi markaðsins og borgari undir einræði, hvaða nafni sem það annars nefnist; fasismi, nazismi, kommúnismi. Er þá ekki haldreipið að líta til baka og uppgötva sannleika mál- tækisins; þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir, og er ekki skrítið að fylgjast með því hvernig grómögnin rata upp aftur með tíð og tíma þótt þau hafi verið troðin niður og kæfð með undirlagi og asfalti? Nei, einstaklingseðlinu verður aldrei fyrirkomið, um vitund, frumhvöt og sjálfsbjargareðli mann- skepnunnar sem minnstu lífvera og grómagna að ræða. Enginn og eng- ar kennisetningar geta hér um breytt. Lítum einnig til þess að mál- verkið hefur sjaldan verið meira lif- andi, þrátt fyrir að því hafi marg- sinnis verið rutt út af borðinu af háværum fræðingum og hagsmuna- aðilum ... Ofanskráð streymdi ósjálfrátt frá lyklaborði mínu á tölvuskjáinn í til- efni nefndra sýninga Kjartans Guð- jónssonar, maðurinn einn fárra eft- irlifandi er ruddu nýviðhorfum braut á fimmta áratug síðustu aldar. Einnegin einn ötulasti málsvari ab- straktsins á opinberum vettvangi þá bylmingshöggin gengu á báða vegu á ritvellinum. Sennan viðlíka hörð og miskunarlaus á þeim árum og hún er flestum óskiljanleg í dag, fæst einungis skýrð í fullkomnum skorti á þeim menntunargrunni sem helst má skilgreina sem sjónspegil, að hlusta með sjóninni. Bókmennta- þjóðin þrjóskaðist nefnilega lengi við að viðurkenna að til væri eitt- hvað sem skilgreindist sem sjón- menntir, og skiliríin sem rötuðu á veggi, hverju nafni sem þau nefnd- ust, áttu að innibera beina frásögn, hefur raunar lítið breyst. Myndefnið aðalatriðið en ekki útfærslan, hvað þá innsæi á liti, form og línur ásamt viðfangið sjálft. Þó uppörvandi til þess að vita að deilurnar voru gagn- sæjar og fóru fram á opinberum vettvangi, síður vegið úr launsátri, moldvörpur morgundagsins ekki komnar á vettvang. Í hæsta máta ósanngjarnt að gleyma þessu né að Kjartan var til viðbótar fyrsti mað- urinn til að rísa upp og mótmæla op- inberlega einstrengni harðlínu- manna á tímum kalda stríðsins þá strangflatarmálverkið var efst á baugi. Fékk þesslags viðbrögð að hann hefur líkast til alla tíð verið að bíta úr nálinni fyrir hugrekkið, en hvað sem öðru leið gjörbreyttist landslag heimslistarinnar á næstu árum, óformlega málverkið ruddi sér braut, síðan athafnamálverkið, abstrakt expressjónisminn og loks poppið sem var sem kjaftshögg á allt hitt. Má segja hér sem svo oft áður að það getur verið afdrifaríkt að hafa rétt fyrir sér þar sem þröng- sýnið og fordómar ríkja ... Ekki svo gott að Kjartan fengi helgað sig listinni af alefli frekar en aðrir framsæknir myndlistarmenn á landi hér, náði ekki að gera það óskiptur fyrr en hann komst á eft- irlaun frá Myndlista- og handíða- skólanum áratugum seinna. Hafði enn áður komið víða við, m.a. verið grafískur hönnuður, sem er sjaldan góð viðbót við frjálsa listsköpun, all- an tímann lítil sem engin verðug verkefni fyrir hæfileikaríka teikn- ara, hvað þá málara. Hins vegar var nú sem stífla hefði brostið því síðan hefur hver sýningaframkvæmdin rekið aðra en er svo er komið virðist Kjartani ætla takast að reka enda- hnútinn á ferlið, langþreyttur á hráum og illviðrasömum myndlist- arvettvangi. Hugðist gera það með myndarbrag en varð ekki að ósk sinni um stærri og veglegri ramma, en sú saga verður ekki rakin hér enda mörgum kunn og seinni tíma verk að fara rækilega í saumana á þeirri framvindu ... Kjartan Guðjónsson tileinkaði sér snemma mjög sérstök og úrsker- andi stílbrögð, og að sumu leyti sækja málverkin í dag í smiðju for- tíðar, kemur þar fram að allt fer í hring í heimi hér og einn góðan veð- urdag standa listamenn á upphafs- reit. Gömlu viðföngin sækja á, eru í besta falli sem gamalt vín í nýjum belgjum og svo virðist líka tilfellið að þessu sinni. Máli mínu til árétt- ingar vil ég helst vísa til myndanna: Vinstri hreyfing (6), Hnattvæðingin (8) og Felumynd (12), í listhúsinu Fold, en Hvítasunna (11), Alfa – Ómega (13) og Kátt í koti (19), hjá Ófeigi, sem allar eru ferskar og lif- andi. En í þessu skrifi var tilgang- urinn hvorki að rýna í né lesa ein- stakar myndir, öllu öðru fremur vekja athygli á framkvæmdinni. Einnegin minna á ógoldna skuld sem margir yngri myndlistarmenn og sjálf þjóðin standa í við hinn aldna hal. Kraftur í karli MYNDLIST Listhúsið Fold Listhús Ófeigs Í báðum tilvikum opið á almennum tíma listhúsanna. Standa til 14. og 24. mars. MÁLVERK KJARTAN GUÐJÓNSSON Bragi Ásgeirsson Kátt í Koti, númer 19 á skrá í Listhúsi Ófeigs, olía á dúk, 2003. ÓPERETTAN Káta ekkjan hef- ur haldið þeim sessi í nær hundrað ár að vera vinsælasta og eftirsótt- asta óperetta allra tíma. Farsi, yf- irborðsmennska sögunnar og lít- ilfjörleg, þó fjörug, atburðarásin er ekki það sem gefur óperettunni gildi. Þetta lífseiga gildi, sem aftur og aftur gerir uppfærslur þessa verks að segulmögnun þúsundanna er fyrst og fremst tónlist Lehár og mikið áreiti á gleði-, hlátur- og til- finningastrengi aðdáenda sinna. Sýningin í Ketilhúsinu sem Roar Kvam og Leikhúskórinn á Akur- eyri hafa í sveita síns andlits kom- ið á fjöl er þar engin undantekn- ing. Þrátt fyrir að þessi hugdjarfi hópur ráðist í það sem næstum er óðs manns æði stendur hann uppi sem sigurvegari erfiðra aðstæðna með heildstæðan, skemmtilegan og vandaðan flutning á þessu vinsæla og að manni finnst stundum ofnot- uðu tónlist, sbr. Vilja sönginn í öll- um regnbogans litum. Þessi sýning er sigur samstöðu hóps, þar sem hver og einn er reiðubúinn að gera það sem þarf að gera, þarna eru nefndir sem vinna að sviði, ljósi og búningum, þannig að nafnaupp- talning í upphafi er hæpin, því þar hefðu nöfn allra átt að koma fram. Ketilhúsið er fjölnotahús og sýn- ingu sem þessa verður að sníða að húsinu og breyta ókostum þess í kosti. Ingunni Jensdóttur hefur tekist einstaklega vel að nýta möguleikana sem húsið býður upp á í stað þess að undirstrika van- kantana. Þannig er áhorfenda- svæði, stigi upp á svalir og sval- irnar hluti af leiksviðinu og leikhúsgestir eru orðnir meira eða minna beinir þátttakendur í þeim endalausa gleðskap og fleðulátum fyrirfólksins í París frá lokum 19. aldar og að sjálfsögðu þjóðernis- sinnaður Pontevedra, enda þótt það ríki sé tóm hugarsmíð, og manni varð ekkert um það gefið að milljónaarfur Glavari-ættarinnar færi til Frakka. Lehár var mikill galdramaður í notkun hljómsveitar, enda Ung- verji og aðalstjórnandi og útsetjari keisaralegrar herlúðrasveitar. Það varð ekki hjá því komist að hinn reyndi og flinki stjórnandi og hljómsveitarútsetjari Roar Kvam fengi ekki þann hljómsveitarhljóm, sem hann hefði viljað með þremur hljóðfærum. Þegar við bættist að upphaflega ætlaði hann að fá hljóðgervil/hljómborð til viðbótar, sem ekki tókst, en í því voru stað- genglar hinna mikilvægu blásturs- hljóðfæra. Þrátt fyrir rýrari li- tauðgi hljóms og styrks fyrir vikið tókst Roari með ágætum hljóð- færaleikurum að styðja vel við framvinduna á sviðinu og í salnum og er þar ekki síst ungverska pían- istanum Aladar að þakka. Alda Ingibergsdóttir fór á kostum í hlutverki Hönnu, bæði hvað söng og leik áhrærir, átti mörg gegn- hrífandi augnablik. Hlutverk Dan- ilos var vel skipað með Steinþóri, sem virtist finna sig einkar vel í þessum skrifræðisþreytta bar- dámi. Söngtúlkun hans var góð og innkomuarían um föðurlandið fín, en raddvandi hans með fíngerðu víbratói í hæðinni trufluðu mig stundum, er leið á sýninguna. Samsöngur Öldu og Steinþórs var mjög fínn. Aðalsteinn Bergdal hef- ur alltaf haft gott upplag sem óperettusöngvari, en of sjaldan fengið að draga þann Alla fram í sviðsljósið. Söngur hans var oft með ágætum, en hann má stundum gæta sín á að detta ekki í of mik- inn dárahátt og tilbúna talrödd. Frammistaða Ara Jóhanns í ten- órhlutverki Camilló greifa var mjög góð, eilítil spenna í byrjun háði honum, en eftir því sem á leikinn leið varð hann öruggari bæði í leik og söng og stóð sann- arlega uppi í lokin sem sigurveg- ari. Ástkona hans Valencienne kona Baron Zeta var einkar sann- færandi flutt af sópraninum, Bjarkeyju Sigurðardóttur. Hún varð einnig styrkari og betri eftir því sem á sýningu leið. Ingimar Guðmundsson sýndi í leik og söng á hlutverki hins kostulega ritara, Baron Zeta, að hann er fæddur sviðsmaður. Einnig vil ég vekja at- hygli á söng Þorkels Pálssonar í hlutverki St. Brioche, þar er tví- mælalaust mikið söngvaraefni á ferð, og einnig var samleikur hans og Hauks Steinbergssonar í hlut- verki Cascada óborganlega fynd- inn. Góður árangur er þó fyrst og síðast heildin, góð kunnátta og þéttur og fínn kórsöngur þrátt fyr- ir fámennið. Ég veit að allmikið var skorið niður af samtölum, día- lógum, en sýningin hefði grætt á enn meiri styttingum, sérstaklega í síðari hluta fyrsta og annars þáttar. Ég vil þó ekki láta hjá líða að nefna þá mótsögn sem felst í því að þessi sýning er unnin af litlum veraldarauði, þar er ekkert erfðagóss og skammarlega rýrir styrkir, en í staðinn ausið af brunni fórnfýsi og gjafmildi. Hve lengi endist slíkt fyrirkomulag? Þessa sýningu ættu tónelskir ekki að láta fram hjá sér fara. Sigur samstöðunnar TÓNLIST Ketilhúsið á Akureyri Káta ekkjan eftir Franz Lehár við texta Victor Léon og Leo Stein, eftir leikriti Henri Meilhac L’Attaché d’Ambassade í ísl. þýðingu Flosa Ólafssonar og Þor- steins Gylfasonar. Alda Ingibergsdóttir söng Kátu ekkjuna og Steinþór Þráins- son söng hlutverk Danilowitsch greifi. Aðrir flytjendur: Aðalsteinn Bergdal, Bjarkey Sigurðardóttir, Ari Jóhann Sig- urðsson, Ingimar Guðmundsson, Þorkell Pálsson, Haukur Steinbergsson, Jóhann G. Möller, Heiðrún H. Snæbjörnsdóttir, Kristinn Jónsson, Stefanía Hauksdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Bryndís Reyn- isdóttir. Dansarar og dansstjórar voru Margrét Brynjólfsdóttir og Gunnar Björg- vinsson einnig dönsuðu nemar úr MA: Jónína B. Gunnarsdóttir, Harfnhildur Björnsdóttir, Arna M. Ragnarsdóttir, Birta B. Barkardóttir, Herdís M. Gunn- arsdóttir og Sólveig E. Bjarnadóttir. Hljómsveitin skipuð þeim Aladar Rácz á píanó, Helgu Kvam á hljómborð og Davíð Þór Helgasyni á bassa og Leikhúskórinn skipaður 20 söngvurum. Leikstjóri: Ing- unn Jensdóttir. Tónlistarstjóri: Roar Kvam. Föstudagur 5. mars. ÓPERETTA Jón Hlöðver Áskelsson Ljósmynd/Myndrún ehf./Rúnar Þór „Góður árangur er þó fyrst og síðast heildin, góð kunnátta og þéttur og fínn kórsöngur þrátt fyrir fámennið,“ segir m.a. í umsögninni. Norræna húsið kl. 12.05 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórn- málafræðingur heldur erindi í fyr- irlestraröð Sagnfræðingafélags Ís- lands, „Hvað er (um)heimur?“ Erindið nefnist „Lítil þjóð í stórum heimi. Sjálfstæðisbarátta, þjóðerni og hnattvæðing.“ Aðgangur er ókeypis. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.